Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 18
p^ p^l rg rg ^j p^f 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 NÝ SENDING AFSKÓM JOSS ^ LAUGAVEGI 101, SÍMI 17419. Horfið á sjónvarpsþátt okkar kl. 19.55 á Stöð 2 í kvöld: Hátíðarmatreiðsla. KJOTMIÐSTOPIN Simi 686511 Ekki aðeins heims- þekkt nafn, einníg hágæðavara. ÖH nýjustu módelin komin. Verð n 12.500-40.000. ” Jón og Óskar s„° £ p P |919 JS ^ p p p ^ ^ |p P pierre cardin Skartgripur sem mælir tímann. Verð 29.800 m/ól. Verð 35.000 m/keðju. Nauðsyn nýrrar umhverfismálastefnu eftir Gunnar G. Schram Fram til þessa hefur umhverfis- málum verið minni gaumur gefmn hér á landi en í flestum nágranna- löndunum. Skýringin kann að liggja í stijálbýli landsins og fjarlægð þess frá iðnaðarhéruðum megin- landsins. Af þeim sökum hefur mengun í lofti og á landi ekki verið það vandamál sem Norðurlanda- þjóðimar þekkja nú af eigin raun. Þar em skógar sem óðast að fölna og vötn að spillast vegna hins súra regns, svo sem alkunna er. En ekki verður til langframa treyst á það að þessi sömu vanda- mál sem aðrar þjóðir eiga við að stríða sæki okkur ekki einnig heim. Þessvegna er það nauðsynlegt að við högum bæði stjómsýslu okkar og löggjöf á þá lund að náttúra landsins og umhverfíð allt njóti þeirrar vemdar sem kostur er gegn eyðingu og spjöllum. í nágrannalöndum okkar hefur hvarvetna verið sett löggjöf um umhverfísmál og víða stofnuð sér- stök ráðuneyti sem með stjóm þeirra mála fara. Ennþá hefur það ekki gerst hér á landi, þrátt fyrir nokkrar tilraunir í þá átt. Tíma- bært er þó löngu orðið að betur sé að þessum málum hugað en hingað til hefur verið gert. Tillaga um stefnumótun Af þeirri ástæðu flutti ég ásamt sex öðmm þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins fýrir nokkmm dögum tillögu á Alþingi um aðgerðir í þess- um efnum. Við leggjum þar til að ríkisstjómin geri sérstaka áætlun um stefnumótun í umhverfismálum. Tilgangur þeirrar áætlunar verði að efla alhliða umhverfísvemd og vamir gegn hvers konar mengun og öðmm skaðlegum umhverfís- áhrifum. Jafnframt beinist þetta átak að því að vinna að sem skyn- samlegastri varðveislu og nýtingu náttúmgæða landsins. Leggjum við.til að unnið verði að þessu með því að samræma yfir- stjóm allra þessara mála í stjómar- ráðinu og komið verði á skipulegu samstarfí allra þeirra mörgu aðila, sem nú fjalla um náttúmvemd, mengunarmál og aðra þætti um- hverfísmála. Við gerð þeirrar áætlunar verði sérstakiega fjallað um endurskoðun núgildandi laga um náttúmvemd og mengunarvamir, svo komið verði f veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og annarra landkosta og vaxandi mengun í lofti, á láði og legi hér á landi. Þessa nýju áætlun um stefnu- mótun í umhverfísmálum á ríkis- stjómin að leggja fyrir Alþingi í upphafí næsta þings nú í haust'. Gróðureyðing stærsta vandamálið Það er eðlilegt að spurt sé hvaða þörf sé á slíku átaki í umhverfísmál- um sem hér er gert ráð fyrir. Því er til að svara að vandinn fer vax- andi í þessum efnum og stjómkerfí okkar ræður ekki við hann í dag. Mikilvægt er að nýting lofts, lands og sjávar sé á þann hátt hag- að að fullrar aðgæslu sé gætt og komið í veg fyrir mengun og önnur umhverfísspjöll eftir því sem fong em á. Ekki síst er vemd náttúmnn- ar mikilvæg hér á landi vegna þeirra loftlags- og gróðurskilyrða sem við búum við. Vísindamenn telja að í Cterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! Gunnar G. Schram „ Við mótun nýrrar um- hverfismálastefnu þarf einnig að taka tillit til mjög vaxandi umferðar ferðamanna og setja nýjar reglur um um- gengni þeirra og samgönguhætti til vemdar náttúm lands- ins.“ dag búi þjóðin við minna en 20% af þeim landgæðum sem fólust í gróðri og jarðvegi við landnám, en þar hefur gróðureyðing af manna völdum ekki hvað síst verið stór þáttur. EKki síst þarf að setja nýjar reglur um ítölu og beit sauðfjár og hrossa þar sem landinu er ógnað. Virk og ný yfirstjórn Fram til þessa hefur skort heild- stæða stefnumótun í umhverfísmál- um hér á landi, ólíkt því sem er í flestum nágrannalöndum okkar. Engin heildarlöggjöf hefur enn ver- ið sett um þennan mikilvæga málaflokk og með ýmsa þætti um- hverfísmála er í dag farið í átta ráðuneytum. í þessum efnum þarf m.a. að hyggja að því að hve miklu leyti er æskilegt og skynsamlegt að sam- eina yfírstjóm hinna ýmsu þátta umhverfísmála í einu ráðuneyti í Stjómarráði íslands og taka upp skipulagsbundna samvinnu allra þeirra stjómsýsluaðila, sem hér eiga BÓKAÚTGÁFAN Forlaglð hefur sent frá sér 13 nýja bókatitla, íslensk skáldrit, þýdd erlend rit, æviminningar, viðtalsbók og bama og unglingabækur. „Heilagur andi og englar vítis" neftiist ný skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson. „Kvunndagsljóð og kyndugar vísur“ er- heiti ljóðabókar eftir Þorgeir Þorgeirsson. „Líf mitt og gleði“ nefnist bók Jónínu Micha- elsdóttur, en hún skráir sögu Þuríðar Pálsdóttur söngkonu. Elísa- bet Þorgeirsdóttir skráir sögu Bjamfríðar Leósdóttur á Akranesi. „Og svo kom sólin upp“ heitir við- talsbók Jónasar Jónassonar við íslenska alkohólista. Skáldsagan „Purpuraliturinn" eftir Alice Walker er komin út í þýðingu Ólafar Eldjám. „Sálumessa yfír spænskum sveitarmanni" nefn- ist skáldsaga eftir spænska rithöf- hlut að máli. Þá þarf einnig að huga að endurskoðun laganna um náttúruvemd, en sú endurskoðun er þegar vel á veg komin. Gæta þarf sérstaklega að því að nýtingu landsins verði ætíð hagað svo að um gróðureyðingu verði ekki að ræða, m.a. með takmörkun beit- ar og framkvæmd í tölu, en veruleg gróðureyðing á sér stað ár hvert eins og nú standa sakir. Jafriframt þarf að endurskoða ákvæði um mengunarvamir í íslenskum lögum en þar er fyrst og fremst um að ræða kafla í lögum nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit. Frárennslismál víöa í ólestri Þá þarf að undirbúa sérstakt átakt til þess að draga úr mengun frá frárennsli í þéttbýli og frá verk- smiðjum og öðrum iðnaði, en slík mengun er nú vaxandi vandamál víða um land. Þar kemur til greina að auðvelda sveitarfélögum kostn- aðarsamar úrbætur vegna frá- rennslis með sérstakri lánafyrir- greiðslu. Við mótun nýrrar umhverfís- málastefnu þarf einnig að taka tillit til mjög vaxandi umferðar ferða- manna og setja nýjar reglur um umgengni þeirra og samgönguhætti til vemdar náttúra landsins. Fræðsla um umhverfis- mál Þá þarf að auka veralega frá því sem nú er fræðslu í skólum landsins og í fjölmiðlum um mikilvægi um- hverfisvemdar og þann þátt sem hún getur átt í bættum lífsskilyrð- um og lífsgæðum þjóðarinnar á komandi áram. Hér hafa aðeins verið talin nokk- ur þeirra atriða sem huga þarf að við mótun heildarstefnu í umhverf- ismálum. Ýmis vandamál sem nágrannaþjóðir okkar eiga við að etja þekkjum við enn aðeins í litlum mæli vegna stijálbýlis landsins. Engu að síður er vissulega tíma- bært að þessu máli verði meiri gaumur gefínn af hálfú stjómvalda og Alþingis en hingað til og farsæl framtíðarstefna mótuð um vemdun lífs og lands. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. undinn Ramón J. Sender. Álfrún Gunnlaugsdóttir þýðir söguna og ljóðaþýðingar era eftir Þorgeir Þor- geirsson. Birgir Sigurðsson þýðir bókina „Grasið syngur" eftir Doris Lessing. „Kæri Sáli“ nefnist bók sem Sig- tryggur Jónsson sálfræðingur hefur tekið saman. „B2-Bétveir“ heitir ný bamasaga eftir Sigrúnu Eldjám með litmyndum eftir höfundinn. „Jóladraumur" eftir Charles Dick- ens kemur út í þýðingu Þorsteins frá Hamri. „Fólk og ræningjar í Kardimommubæ" eftir norska skáldið Thorbjöm Egner kemur út í endurskoðaðri þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk. „Drottningar dauðans“ er ný teiknimyndasaga í bóka- flokknum um Yoko Tsuno um ungt fólk á tækniöld. Bjami Fr. Karlsson þýðir bókina. Bókaútgáfan Forlagið: Þrettán nýir bókatitlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.