Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 27 Fáir fagna með Arthur Scargill Hefur verið leiðtogi námamanna í fimm ár Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Skotlandi. Á sunnudag voru liðin fimm á frá því Arthur Scargill var kjör- inn leiðtogi námamanna í Bret- landi. Svo virðist sem fáir námamenn sjái ástæðu til að fagna þessum tímamótum. Þegar Scargill tók við forystunni var námamannafélagið voldugasta félagið innan bresku verkalýðs- hreyfingarinnar. Félagatalan var þá nærri 213.000 og námamenn voru hæstlaunuðu verkamenn í landinu. Nú hefur félagsmönnum fækkað um helming og hvað launin varðar hafa þeir dregist aftur úr ýmsum öðrum stéttum, t.d. verka- mönnum í gas- og rafiðnaði. Þá hefur námunum fækkað úr 200 í 115. Verkfall námamanna gerði félag- ið næstum gjaldþrota og mjög hefur dregið úr áhrifum þess innan verka- lýðshreyfingarinnar. Síðan verk- fallinu lauk fyrir 21 mánuði hefur störfum í námaiðnaði fækkað um 50.000 og hefur því félögum fækk- að jafnt í sambandi Scargills og sambandi námamanna í Notting- hamskíri, sem stofnað var til vegna ágreiningsins við Scargill. Bæði samböndin eiga í deilu við stjóm Arthur Scargill kolanámanna en hvorugt hefur náð samningum enn sem komið er. Scargill hefur raunar ekki hafið formlegar viðræður en tillögu hans um verkfall var hafnað á þingi sam- bandsins í júlí sl. Hjá hinu sam- bandinu snýst deilan um bónus- greiðslur. Scargill er að því leyti betur sett- ur en umbjóðendur sínir, að hann hefur æviráðningu í starfi eða svo gott sem. Til að víkja honum frá þarf samþykki tvo þriðju fulltrúa á þingi sambandsins og í fram- kvæmdastjóm. Kaupæði í Aþenu Virðisaukaskatturinn nálgast Alþena, Reuter. I AÞENU ríkir nú mikið kaupæði og eru það einkum rafmagnstæki hvers konar sem verða fyrir barðinu á þvi. Ástæðan er sú, að 1. janúar nk. verður tekinn upp virðisaukaskattur í Grikklandi og munu þá ýmsar munaðarvör- ur hækka um allt að 36%. Eftir einum verslunarstjóranum er haft, að sala myndbandstækja hafi aukist um 20% síðasta hálfa mánuðinn og bjóst hann við, að söluaukningin yrði komin í 50% fyrir jól. Sömu sögu er að segja af litsjónvörpum, hljómflutningstækj- um og öðmm rafmagnstækjum. „Kaupæði í skugga virðisauka- skattsins“ var aðalfyrirsögnin í dagblaðinu Eleftherotypia, sem skýrði frá því, að margir Grikkir gengju nú á spariféð af ótta við miklar hækkanir eftir áramót. Grikkir gengu í Evrópubandalagið í janúar árið 1981 og fylgdi þar með í kaupunum að virðisauka- skatti yrði komið á þar eins og í öðmm löndum bandalagsins. Verð- bólga í Grikklandi er opinberlega 19%, en óháðir efnahagssérfræð- ingar segja, að 23% sé nær lagi. Leiðtogafundurinn í Reykjavík eftir Guð- mund Magnússon. Umbúðir um fundinn, fréttamenn, fundurinn sjálfur og þau mál, sem tekin voru fyrir og deilt var um. Fjöldi mynda með íslenskum og enskum textum. Útdráttur í bókarlok á ensku. Góð bók Leiötogafundurínn ífíeykjavik efíir :ÍÍÍ8*»’<«ÍV «•'< •*. E) v, ^ESS At t’ ■ M»*M M,S *«?«»■■>“*. 6 OCTOBER. Skutlan kostar nú frá aðeins 259 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja. BILABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.