Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
V erðum orðin
vel efnuð í haust
Rætt við nokkra unglinga í sumarstörfum
Unglingar á íslandi sitja
sjaldan auðum höndum yfir
sumartímann. Varla finnst
sá unglingur sem ekki
reynir að nýta sumarið til
að ná sér í vasapening fyrir
veturinn. Störfin eru
margvísleg, garðyrkja,
fiskverkun, barnagæsla og
svo mætti lengi telja. Einn
þessara vinnustaða er
félagsmiðstöðin Tónabær.
Þar starfa nú fjórða sumarið
í röð 16 til 18 ára unglingar á
vegum íþrótta- og tómstundar-
áðs. Þar hefur aðsetur rúmur
tugur ungmenna sem býðst til
að taka að sér ýmis verk fyrir
borgarbúa gegn vægu gjaldi.
Ivar Guðmundsson er annar
tveggja flokksstjóra sem hafa
umsjón með starfínu. Að hans
sögn er nóg að gera en flokks-
stjóramir gera tilboð í verk sem
fólk vill fá unnin fyrir sig.
Mest er beðið um alls kyns
tiltekt í görðum en flest kemur
til greina. í fyrra voru til dæm-
is bakaðar vöfflur fyrir einn
viðskiptavininn.
Hópurinn verður því ekki í
garðvinnu í allt sumar. Næsta
verkefni þeirra verður að mála
biðskýli SVR.
Viðmælendur okkar virtust
mjög ánægðir í vinnunni. Það
væri ekki bara vinnan sjálf sem
skipti máli , félagslega hliðin
skipti ekki minnu. Ekki spillir
þegar ánægðir viðskiptavinir
leysa þau út með kökum og
límonaði, eins og komið hefur
fyrir.
Ætlunin er að starfsemin rétt
nái að standa undir sér.
Við Yztasel í Breiðholti vom
þau Kjartan ísak Guðmundsson,
Kjartan Briem og Valdís Björk
Friðbjömsdóttir önnum kafín
við að snyrta garð. Kjartan Bri-
em var sá eini þeirra sem hafði
unnið hjá Tónabæ áður. Öll
kváðust þau ánægð með vinn-
una og gerðu ráð fyrir því að
starfa fram á haust nema Kjart-
an Briem sem ætlar að skreppa
út fyrir landsteinana í sumar
og keppa í borðtennis.
„Það er mjög skemmtilegt
að vinna úti.“ Sagði Kjartan
Isak. „Starfíð er fjölbreytt, við
emm ekki lengi á sama stað og
kynnumst fyölda fólks. Kaupið
er ágætt og auk þess er hægt
að fá bónus ef við vinnum fljótt
og vel.“
„Við verðum orðin vel efnuð
í haust ef við eyðum þessu ekki
jafnóðum." Sagði Valdís en
bætti því síðan við að hún bygg-
ist ekki við að eiga mikið
afgangs í haust. Kjartan ísak
kvaðst hins vegar ætla að láta
aurana endast fram eftir vetri.
Ekki em þó allir svo heppnir
að geta notið sumarblíðunnar
við vinnuna. Margir unglingar
starfa innandyra, í bönkum,
verslunum og á skrifstofum.
Enn aðrir sjást á þönum með
bréf og böggla allan liðlangan
daginn. Thelma Hillers er ein
af þeim. Við tókum hana og
Dóm Pálmarsdóttur, sem vinn-
ur í Pennanum, tali.
E.V'T*
Þóra Einarsdóttir.
Morgunbladið/Júlíus
F.v.: Kjartan Briem, Valdís Björk Friðbjörnsdóttir, Kjartan ísak Guðmundsson og ívar Guðmundsson.
Dóra Pálmarsdóttir:
Erfitt að fá
sumarstarf
Á bak við búðarkassa í
Pennanum rakst blaðamaður
á Dóm Pálmarsdóttur, sem
átti reyndar sextán ára
afmæli þennan sama dag.
Hún var að ljúka 9.bekk í
Hagaskóla og ætlar í MH
næsta vetur. „Það er mjög
gaman að vinna héma,“
sagði Dóra, „en það er
óneitanlega leiðinlegt að
starfa inni þegar sólin skín
og viðskiptavinir streyma inn
í stuttbuxum og með ís.“
Starf Dóm felst aðallega í
því að afgreiða á kassa og
fylla í hillur, auk þess sem
hún þarf oft að svara
fyrirspumum erlendra
ferðamanna og reynir þá á
enskuogdönsku
kunnáttuna. Dóra sagðist
mundu vinna í allt sumar
utan viku í ágúst, en þá
ætlar hún á skíði í
Kerlingarfjöllum. Aðspurð
sagði hún að erfítt væri fyrir
krakka á hennar aldri að fá
sumarstarf, en flestir gætu
orðið sér úti um vinnu með
hjálp vina og ættingja.
Þóra Einarsdóttir:
Ætlaði að
fara í fisk
„Þetta er fyrsta sumarið
mitt hjá Tónabæ,“ sagði
Þóra Einarsdóttir. „Ég
ætlaði eiginlega að fara að
vinna í físki eins og í fyrra
en pabbi lét mig vita af þessu
og ég sló til þótt ég hefði
aldrei komið inn í Tónabæ.
Ég hef aldrei unnið við svona
lagað áður, ég vann í físki
síðasta sumar og þar áður
vann ég við gæslu bama á
leikvelli.
Vinkonumar em allar í
físki en ég vildi frekar vinna
úti í sumar þótt kaupið sé
ekkijafngott.
Mér líkar vinnan
ágætlega, þetta er alls
ekkert erfítt og
verkstjóramir em fínir. Ætli
ég verði ekki í þessu í sumar
og vinni síðan í físki fram
að áramótum. Þá ætla ég að
halda áfram í skóla en ég
lauk 9. bekk í vor.“
Gunnar Hansson:
Frétti af
þessu hjá
vimimnum
Gunnar Hansson, 16 ára
í starfshópi Tónabæjar, gaf
sér smá hvíld frá
garðyrkjustörfum til þess að
rabba við blaðamann.
Gunnar lauk 9.bekk
gmnnskóla í vor og hyggst
hefja nám við
Verslunarskólann í haust.
„Ég var í unglingavinnunni
í fyrra en frétti af þessu
starfí hjá vini mínum og verð
hér í allt sumar. Þessi vinna
er frábær, sérstaklega þegar
veðrið er gott. Við þurfum
að hreinsa beð, kantskera og
slá, allt eftir því hvað fólk
vill. Það verður skemmtileg
tilbreyting að komast í
málningarvinnuna, en næsta
verkefni okkar verður að
mála biðskýli SVR.“
Gunnar Hansson.
Jón Geir Gunnarsson.
Thelma Hillers:
Kemst út
af ogtil
í kjallara húss
Eimskipafélagsins við
Pósthússtræti hafa sendlar
Eimskipafélagsins aðsetur.
Þar hittum við að máli
Thelmu Hillers, 17 ára
Verslunarskólanema.
Henni líkaði starfíð bara
ágætlega. „Ég er búin að
vera héma í tvær vikur. Við
emm fímm sendlamir og
skiptumst á að fara með bréf
og fleira innanhúss og út í
bæ auk þess sem við sjáum
um að ljósrita. Við emm að
mestu sjálfráða og þetta er
ósköp frjálslegtj engin
stimpilklukka. Ég var fljót
að læra að rata, þær sem
fyrir vora fóm með okkur
fyrstu dagana og sýndu
okkur.“
Thelma kvartaði ekkert
undan því að þurfa að vera
innandyra í sólskininu. „Ég
vann í búð síðasta sumar og
þetta er öðruvísi, ég kemst
útaf ogtil."