Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 15 Ellefu listamemj í Listasafni ASI SUMARSÝNING Listasafns ASÍ verður opnuð í salarkynnum safnsins laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Sýningin, sem hefur hlotið heitið ÁNING, er samsýning ell- efu listamanna á glerlist, leirlist, textíl, málmsmíði og textíl. Markmið sýningarinnar er að gefa gestum safnsins tækifæri til að kynnast listgreinum og lista- mönnum, sem ekki eru aðgengileg í söfnum í sama mæli og hefð- bundnari listgreinar, svo sem málaralist og höggmyndalist. Ása Ólafsdóttir sýnir mynd- vefnað og notast m.a. við svo ólík efni sem bast og dúnfjaðrir. Gestur Þorgrímsson sýnir syrpu af leirvösum undir nafninu „Rhapsody in Blue“, þar sem titill- inn gefur til kynna þær tilraunir, sem Gestur gerir með glerung í ýmsum tilbrigðum við blátt. Guðný Magnúsdóttir er með massífa leirskúlptúra. Flestir muna eftir skemmtilegum sjónvarpsþætti um listsköpun Guðnýjar, sem fínnska sjónvarpið gerði, og var sýndur hérlendis. Guðrún Gunnarsdóttir lætur hugann reika í myndvefnaði, sem allur er í léttum sumartón. Hún notar ull, hör og bambus í verk sín. Halla Haraldsdóttir sýnir gler- glugga. Halla hefur um árabil starfað með hinu virta fyrirtæki Oidtmann-bræðra í Linnich í V-Þýskalandi, sem er eitt hinna virtustu á sviði listglers. Jens Guðjónsson er öllum kunn- ur sem sérstæður gullsmiður. Hér sýnir hann ekki skartgripi, heldur slær á létta strengi í málmskúlptúr- um. Ófeigur Björnsson er einn af okkar yngri gullsmiðum. Hann sýn- ir heldur ekki gull eða silfur í þetta sinn, heldur jámskúlptúra á gólfí, vegg og hangandi í loftinu. Sigrún Einarsdóttir rekur ásamt manni sinum, Sören Lar- sen glerverkstæðið Gler í Bergvík. BIDUR GARDURINN ÞINN ENN EFTIR VORSNYRTINGUNNI? Á öllum bensínstöövum Esso höfum við flest til aö þú getir strax hafist handa: garðáburð, mosaeyði, garð- skeljakalk og ruslapoka. Mundu aö þú getur einnig litiö inn eftir kvöldmat, við erum alls staðar á næstu grösum. Áburður 10 kg 250 kr. Mosaeyðir á 50 m2 708 kr. Garðskeljakalk 4 kg 117 kr. Ruslapokar 5 stk. 118 kr. Olíufélagið hf Þau hjón eru líklega best þekkt fyrir nytjalistmuni, en sýna hér skúlptúra úr handunnu gleri. Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) er ein af okkar þekktustu leirlista- mönnum. Hún hefur m.a. hannað flísar fyrri Villeroy & Boch, og sýn- ir hér veggmyndir úr steinleir og skálar. Sigrún Guðmundsdóttir (Sifa) hefur haldið margar sýningar á list- rænum fatnaði, en er líklega flest- um kunn af bókum sínum „Föt fyrir alla“ og „Föt fyrir böm 0—6 ára“. Hún sýnir hér föt, sem eins vel gætu staðið sem veggskreytingar. Ellefumenningamir em allir verð- ugir fulltrúar sinna listgreina og tekst áreiðanlega að mynda spenn- andi heild, sem markast af samspili andstæðna og hliðstæðna, segir í frétt frá ASÍ. Sýningin í Listasafni ASÍ verður opin alla virka daga kl. 16—20 en um helgar kl. 14—22. Sýningunni lýkur 19. maí. Þessir listamenn eru meðal þeirra sem sýna í Listasafni ASÍ, talið frá vinstri: Guðrún Gunnarsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Gestur Þorgrimsson og Ófeigur Björnsson. Hugljúfir dagdraumar ökumanns... meö hiœöilegri martröó! ela hœaleaa endaó VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.