Morgunblaðið - 06.06.1987, Page 18

Morgunblaðið - 06.06.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Hjálmar H Ragnarsson, tónskáld: í LEIKHÚSIER TÓN- LISTIN ÞJÓNN TEXTANS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur í vetur sett upp nokkur leikrit sem byggja í ríkari mæli á notkun tónlistar og áhrifshljóða en gestir hússins hafa yfirleitt átt að venjast. Ma í því sambandi nefna fyrsta verk yfirstandandi leikárs, „Uppreisn á Isafirði," „Yermu“ og síðasta verkefni leikársins, „Hvar er hamarinn," eftir Njörð P Njarðvík, en í því leikríti sem og í hinum, er tónlist mikilvæg- ur þáttur. Tónlistin við öU þessi verk hefur HjáUmar H Ragnarsson samið, auk þess sem hann hefur, í vetur, samið tónUst við upp- færslu útvarpsins á Rómeó og Júliu eftir Shakespeare. Ég hitti Hjálmar að máli og spurði hvort hann væri orðinn fastráðinn tónsmiður við Þjóðleikhúsið. Nei, því fer nú fjarri. Aðal- atvinna mín er tónsmíðar og smíða ég sjálfstæð verk, bæði eftir pöntun- um og að eigin frumkvæði, en drjúgur hluti tónsmíðavinnunnar hefur þó verið fyrir leikhús og sjón- varp. Auk þess hefi ég fengist við kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og við kórstjóm. íslenskir leikstjórar hafa yfírleitt lagt metnað sinn í að leita til starf- andi atvinnutónskálda eftir tónlist við leikrit, og í gegnum tíðina hafa mörg mætustu skáld þjóðarinnar komið þar við sögu, til dæmis Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Jón As- geirsson, Atli Heimir, Gunnar Reynir og Leifur Þórarinsson. Fleiri mætti telja, en ekki hefur tíðkast að fastráða þessi skáld, enda fer best á því að leikstjóramir ráði því hverju sinni, með hveijum þeir vilja vinna. íslensk tónskáld sinna yfír- leitt flölbreyttum tónlistarstörfum og þaubeijast oft á mörgum vígstöðvum samtímis, meðal annars í leikhúsinu. Þar af leiðandi hafa þau síður einangrast í fflabeinstum- um formúlutónlistarinnar, og em oftar en ekki í snertingu við púls mannlífsins.“ Hvert er hlutverk tónlistar í leikhúsi? „Hlutverk og þáttur tónlistar í leiksýningum er, eins og annað í listinni, sífelldum breytingum háð frá einum tíma til annars. Hér fyrr- um flokkuðust leikverk yfírleitt í óperar, söngleiki, balletta, eða í töluð leikrit, og vora skilin að öllu jöfnu greinileg þar á milli. A síðustu áratugum hefur borið á því, að skil- in á milli þessara flokka hafí máðst og þannig skilin á milli leiklistarinn- ar, að geta leikið á hefðbundinn hátt. Þess er í auknum mæli kraf- ist að leikarar geti líka sungið, dansað og jafnvel leikið á hljóðfæri. Það er einmitt á sviði þessarar margþættu leiklistar sem geijunin hefur verið hvað mest erlendis, og ég er ekki í vafa um að það er í hinu dásamlega samspili hreyfíng- anna, myndarinnar, orðsins og tónlistarinnar, sem framtíð íslensks leikhúss er fólgin. Þegar tónlist og hljóð era sett við leikrit, verður margs að gæta. í fyrsta lagi, verður tónlistarinnar að vera þörf og hana má ekki nota, nema hún hafí raunveralegan list- rænan tilgang. Ekkert er eins ömurlegt og tónlist sem augljóslega er notuð til þess að bjarga lang- dregnum senuskiptum, eða tonlist sem notuð er til að breiða yfír veik- leikaglufur í handritinu. Hins vegar geta tónlist og áhrifs- hljóð undirstrikað og dýpkað hina dramatísku framvindu verksins og tónlistin getur tengt saman atriði sem annars væri bratt á milli. Þetta getur tónlistin vegna þess hversu óhlutbundin hún er í eðli sínu, hún er nefnilega hin fullkomna abstrakt list. í krafti þessa getur tónlistin blekkt áheyrandann og sannfært hann um ótrúlegustu hluti, oggeng- ur ekki einmitt leikhúsið út á að telja fólki trú um hið ótrúlega? í sumum leikritum þarf tónlistin að gegna svipuðu hlutverki og leik- munimir á sviðinu, gefa áhorfand- anum til kynna á hvaða tíma atburðimir á sviðinu eiga sér stað og í hvaða heimshomi leikritið ge- rist. Þetta er einkum í hinum raunsærri leikritum. Enn önnur leikrit byggja á söngtextum, og þá er það höfundur textanna sem gef- ur upp boltann, því ef vel á að vera, verður tónskáldið að fella tónlist sína að ljóðunum, en ekki öfugt. Tónlistin er nefnilega þjónn textans og tekur næringu sína úr honum. Það er grandvallaratriði að tónlistin fylgi andblæ ljóðanna og fylgi hrynjandi orðanna sjálfra, hvers og eins fyrir sig.“ Uppreisn á ísafirði — hljóðmynd „Þau leikrit sem ég hef samið tónlist við í vetur hafa verið mjög ólík hvert öðru og þar af leiðandi krafíst ólíkra aðferða. Við „Upp- reisn á ísafírði“ gerði ég það sem ég kalla hljóðmynd. í því verki vora öll hljóð og tónlist eins og hluti af leikmyndinni sjálfri, eins konar flórða vídd leikmyndarinnar. Að framkvæði Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, var öll tón- listin og áhrifshljóðin flutt af leikuranum sjálfum á sviðinu eða í bakgranni þess. Engin segulbönd eða rafmagnshljóð vora notuð í þessari sýningu, frekar en í öðrum þeim sýningum sem ég hef unnið við, og reyndi þess vegna mikið á hæfíleika leikaranna til að fram- leiða hin ólíkustu hljóð. Með þessari aðferð er ekkert verið að fara í grafgötur með að verið sé að sýna áhorfandanum leikrit, en ekki ein- hveija raunsæja heimildamynd. Áhorfandinn er fyrir bragðið tilbú- inn til að trúa hveiju sem er — innan þess ramma auðvitað sem leikritið er. „Lúðrasveitin" í upphafí og endi „Uppreisnar á isafírði" er gott dæmi um þessa aðferð. Fimm leik- arar halda á gömlum og beygluðum lúðram í fanginu, án þess að blása í þá. Þeir syngja hins vegar „lúðra- sveitarlagið“ sitt þannig, að söngurinn fær á sig blæ lúðra- hljómsins. í hugum áhorfenda verður þessi þykjustunnileikur „lúðrasveitarinnar" á sama hátt sannferðugur og sjálfír atburðir leikritsins — og áhorfandinn verður tilbúinn til að trúa næstum því hveiju sem er.“ Rómeó og Júlía — hefð- bundin notkun tónlistar „í uppfærslu hljóðvarpsins á „Rómeó og Júlíu" beitti ég hefð- bundnari aðferðum. Tónlistin var öll leikin af hljóðfæraleikuram úr Sinfóníuhljómsveit íslands, og var hún einkum notuð á milli þátta, á undan og eftir leikritinu. Það vakti einkum fyrir mér að undirbúa áheyrandann fyrir þau átök og at- burði sem komu í kjölfar tónlistar-: innar. Þess vegna var mikilvægast að í tónlistinni rynni sama blóð og í leikritinu sjálfu. Minnsta misræmi á mili tónlistarinnar og leikritsins hefði getað eyðilagt þau hughrif sem leiknum var ætlað að ná. Þá notaði ég einnig tónlistina til að undirstríka bardagaatriði, glaum og gleði, og dansleik. Aðferðin ræðst auðvitað af þeim miðli sem unnið er í, og í útvarpi hefði til að mynda verið heimsku- legt að láta leikarana sjálfa fram- leiða áhrifshljóðin og tónlistina á þann hátt sem ég gerði í Uppreisn- inni.“ Yerma — tónlistin sjálf- stæður en samofinn þáttur sýningarinnar „Þegar við Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri, og Siguijón Jóhannsson, leikmyndateiknari, byijuðum að velta vöngum yfir uppfærslunni á Yermu, gengum við strax út frá því að tónlistin yrði sjálfstæður þáttur sýningarinnar, en jafnframt samofínn henni á allan hátt. Við lögðum einnig þá forsendu til grandvallar að þetta meistara- verk Lorca hefði alheimsgildi og ætti alls ekki að bindast um of ein- hveijum ákveðnum stað eða tíma. Það var okkur vegvísir, að Lorca sjálfur kallar þetta verk „harmljóð" en ekki leikrit, og að hann leitaði fyrirmynda til hinna klassísku grísku harmleikja við smíðina. Hug- myndin sem þetta harmljóð byggir á, að ástin kveiki líf og ástleysið sé dauði, hefur ef til vill aldrei átt meira erindi en einmitt nú í dag, á tímum allsheijareyðileggingar náttúrannar og kærleiksleysis mannanna. í „Yermu" er áhorfand- inn leiddur inn í ástríðufullan til- fínningaheim konunnar. Einmitt þessvegna er enn frekar við hæfi að færa þetta verk upp hér á ís- landi, þar sem kröfur kvenna um frelsi sér til handa hafa sett mark á þjóðlífíð hér á undanfömum áram. Ég er ekki í vafa um að „Yerma“ höfðar sérstaklega sterkt til kvenna og til hins kvenlega í eðli karl- manna. Kannski ögrar þetta verk um of sumum karlmönnum, því það Hvítasunnulilja NarcissusPoetícus Hvitasunnulilja er ein hinna fjöl- mörgu tegunda narcissus-ættkvísl- arinnar, sem á íslensku hefur fengið heitið hátíðarliljur. Þekktastar þeirra era auðvitað páskaliljumar (n. pseudonarcissus) sem þrífast hér mjög vel og blómstra oftast um páskaleytið hinum stóra gulu blóm- um. Á síðari tfmum hefur orðið til mikill Qöldi kynblendinga þessara tveggja tegunda. Era það einkum Englendingar og írar sem hafa lagt sig fram við kynbætur þessar. Af- brigðin skipta nú orðið mörgum þúsundum. Gerð blómanna og litur er afar breytilegur, en of langt mál væri að fara nánar út í lýsingu þeirra hér. Enska garðyrkjufélagið hefur skipt garðafbrigðum f 11 höfuðflokka, og hefur sú flokkun fengið alþjóðlega viðurkenningu. Páskaliljur og ennfremur kynblend- ingar þeirra og hvítasunnulilja, eru í flokknum 1—4. Hvítasunnuliljur era í flokki nr. 8 og samkvæmt skilgreiningunni era í þeim flokki aðeins þau garðafbrigði sem sýni- lega era ekki blönduð páskaliljum eða öðram tegundum af narcissus- ættkvfslinni. Hvítasunnuliljur heita þessu sama nafni á hinum Norður- löndunum og þá auðvitað vegna þess að blómgun þeirra er um hvíta- sunnuleytið. Englendingar og Þjóðveijar nefna þær aftur á móti skáldaliljur (The poet’s narcissus) vegna þess að þær koma oft fyrir í skáldskap grísku skáldanna Hóm- ers og Sófóklesar og raunar fleiri skálda og þar af er komið latneska heitið (n. poet.) Blóm hvítasunnuliljunnar era hreinhvít með gulri disklaga og flatri miðju sem er rauðbrydd og nefnist hjákróna. Hún er oftast aðeins 10—15 mm að breidd. Næst miðjunni er liturinn oft grænleitra. Hjá afbrigðinu n. poeticus var. po- etarum er hjákrónan gulrauð og næstum einlit. Hjá undirtegundinni n. poet. ssp. radifloras og nokkram öðram er hjákrónan örlítið dýpri eða skállaga. Afbrigðið n. poet. var. recurvus er til í ræktun hér á landi, en erfíðlega gengur að fá það tií að blómgast. Englendingar nefna það „Pheasant’s Eye Narcissus" vegna þess hve. hjákrónan líkist mjög augum fasana. Blóm hvíta- sunnuliljunnar hafa sterkan sætan ilm. í náttúrunni hafa verið greind- ar 12 deilitegundir og afbrigði. Heimkynni þeirra era víða í Suður- HvíLisunnuIilja - actaea. Hvítasunnulilja. Nýlegt garðafbrigði sem heitir campion. Evrópu. Hinar villtu hvítasunnulilj- ur hafa yfírleitt reynst fremur erfíðar í ræktun bæði hér á landi sem erlendis. Garðafbrigðin, eða að minnsta kosti mörg þeirra, hafa aftur á móti reynst mjög vel. Er það sérstaklega eitt og lfklega það eina sem almennt er flutt inn og ræktað hér, það heitir actaea og er af hollenskum upprana. Á Norð- ur-írlandi og einnig í Bandaríkjun- um hafa komið fram nokkur ný afbrigði af hvítasunnuliljum. Verið er að reyna sum þeirra hér á landi og lítur út fyrir að mörg þeirra muni þrífast vel. Þá má líka segja hér frá sérstakri hvítasunnulilju sem Christian Zimsen apótekari flutti hingað til lands frá Danmörku fyrir mörgum áratugum. Þessi hvítasunnulilja er þannig tilkomin að afí Grethe (f. Ulrik), sem var fyrri eiginkona Christians Zimsen, var læknir á Jótlandi og mun hafa ferðast víða um lönd. Úr seinni ferð- inni til Miðjarðarhafslanda kom hann með þessa hvítasunnulilju og ennfremur villta páskalilju (n. pseu- donnarcissus). Þau uxu síðan í garði foreldra Grethe í Silkeborg og síðar í Lökken. Þaðan fékk svo Christian nokkra lauka og hafði lengi í garð- inum á Hávallagötu 31 hér í Reykjavík. Síðan flutti hann þá að sumarbústað við Heimaás að Elliða- vatni og þar vaxa þeir nú villt og era sagðir blómgast allvel. Þetta er eina villta hvítasunnuliljan sem ég veit að blómgast hér. En gaman væri að frétta um fleiri. Um meðferð hvítasunnulilja er það að segja að laukamir hafa stuttan eða engan dvalartíma og geymast því afar illa. Þarf því að setja þá niður strax eftir komuna til landsins. Laukamir era minni en venjulegir páskaliljulaukar en era þó venjulega settir heldur dýpra. Garðyrkjufólk, athugið að garð- yrkjuþáttur verður f ríkissjónvarp- inu í kvöld (6. júní) kl. 18 að öllu óbreyttu. (Er víst vissara að taka fram.) Þau mistök urðu í síðasta þætti (30. maí) sem var um kartöflur, að lfna féll út í prentun og méð því brenglaðist efni setningarinnar með öllu. Rétt átti efnið að koma svona til skila: „Áburðarþörf í heimilis- garða er 12—15 kg af alhliða tilbúnum garðáburði, eða þá 5—6 kg af kalksaltpétrí, 2—4 kg af þrífosfati og 6—9 kg af brenni- steinssúru kalí.“ Vonandi hefur þetta ekki valdið kartöfluræktend- um tiltakanlegum vandræðum. Gleðilega hátíð! +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.