Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 19 (Morgunblaðið/KGA) Hjálmar H Ragnarsson, tónskáld neyðir þá til að gangast inn á for- sendur sem þeir hversdagslega eru kannski ekki tilbúnir til að gera. En það er nú mín skoðun, að íslenskir karlmenn hafi bara gott af því að vera ýtt út úr því tilfínn- ingasnauða hugsanaferli sem einkennir þankagang margra þeirra. í „Yermu" er mjög mikið af bundnu máli og það gefur auðvitað auga leið að tónlist sé sett við það. í ljóðunum er mikið af erótík og þau eru einn samfelldur óður til fíjóseminnar. Til þess að undir- 'strika þessa frjósemi og erótík reyndi ég að þenja ljóðin til hins ýtrasta með tónlistinni og fylgja tilfinningasveiflum textans með öll- um tiltækum ráðum. Þetta hefði auðvitað ekki verið hægt nema afþví leikstjórinn og leikmynda- teiknarinn unnu eftir þessum sömu línum. Svo situr það í manni að íslenskt leikhús hefur verið manni til mikilla leiðinda, alltof mikið á kafí í raun- sæinu og það ögraði okkur að reyna að vinna gegn því, koma með nýja fleti og túlkunarmöguleika. Þá fannst mér spennandi að reyna að takmarka alla tónlistina við áslátt slagverkshljóðfæra og söng fólksins í sýningunni. Ég notaði þessvegna eingin hljóðfæri, sem gefa frá sér ákveðna tóna, heldur aðeins slag- verkshljóðfæri, svo sem trommur, málmgjöll og alls konar hristur, auk söngsins sjálfs. Til þess að flytja tónlistina fékk ég til liðs við mig leikara hússins, söngvara, söngnemendur, auk tveggja slagverkshljóðfæraleikara. Tónlistin er samin í samvinnu við þetta fólk, útfærslan mótast af þessum hópi sem ég hafði til að vinna með, þannig að þetta fólk á hlut í því hvemig tónlistin varð til. Mér fínnst spennandi að blanda saman fólki, sem er sérstaklega söngmenntað og svo leikurum, og reyna þannig að bijóta að nokkru þá múra sem eru á milli leiklistar- innar og tónlistarinnar. Einnig held ég að með þessu móti megi ná fram því besta, bæði frá söngvurum og leikurum. í „Yermu" eru viðamikil hópat- riði sem eru meira og minna byggð á söng og áslætti. En auk þess er sýningin undirlögð af alls konar hljóðum sem undirstrika hina dra- matísku spennu verksins og fylgja eftir hreyfingum og athöfnum leik- aranna á sviðinu. Ég nefni sem dæmi hinar hrollvekjandi mágkonur Yermu, sem fylgt er eftir í öllum hreyfingum með kuldalegu þruski málmgjallanna, sem minnir helst á þyt stíft pressaðra undirpilsa. Þá má nefna, að ímyndunum Yermu um sitt eigið bam er fylgt eftir með sérstöku stefí, sem ýmist er sungið eða leikið á tréspil. Við smíði tónlistarinnar leitaði ég auðvitað fyrst og fremst í minn eigin hugarheim eftir hugmyndum. Stfllinn er ekki ósvipaður þeim sem borið hefur á í ýmsum þeim söngv- erkum sem ég hef áður samið. Þó er notkun slagverks, í svona ríkum mæli, mér nýjung og eflaust er tón- listin rytmískari og sefjunarkennd- ari en sú sem ég hef áður smíðað. Til þess að komast í nánari snert- ingu við uppruna þessa leikverks, hlustaði ég mikið á gamla spænska og arabíska tónlist á meðan á smíði tónlistarinnar stóð, og hafa eflaust einhver áhrif skilað sér inn í mitt eigið verk. í dýrlingshátíðinni má til að mjmda finna skýr áhrif og tilvitnanir í arabíska trúartónlist, og í þvottakonusenunni vitna ég örstutt í gamalt spánskt lag, sem Lorca sjálfur samdi texta við. Ég vil taka það fram, að ég hef aldrei sjálfur sé’ð „Yermu" á sviði fyrr, né heldur heyrt neina tónlist sem flutt hefur verið með þessu verki. Eftir á að hyggja er ég þessu feginn, því oft er best að takast á við leikhandrit, ósnortinn af hug- myndum annarra um hvemig á að útfæra þá vinnu sem handritið býð- ur upp á.“ Hamarinn — tónlist til gamans og skemmtun- ar „„Hvar er hamarinn" er lítil sýning sem ferðast verður með um allt landið og á að vera hægt að setja hana upp við alls konar aðstæður. Öli uppfærslan mótast vitaskuld af því að sýningin er farandsýning, en það er Biynja Benediktsdóttir sem leikstýrir og Siguijón Johanns- son sem sér um sviðsmyndina og búningana. Þetta leikrit er fyrir fólk á öllum aldri og er byggt á hinni bráðfyndnu Þrymskviðu, sem flestir íslendingar ættu að kannast við. Þetta er í rauninni leikrit með söngvum og er ekki laust við að tónlistin dragi dám af hefðbundnum sveitaskemmtunum íslendinga. í þessu leikriti þurfa leikaramir að geta leikið, sungið og spilað á hljóð- færi. Þeir sem leika á hljóðfærin, þurfa að gera meira en það eitt, því þeir em með fullgild hlutverk og sjá um allar leiksviðsbreytingar og hina tæknilegu þætti sýningar- innar. Þrymskviða er færð til dagsins í dag og í uppsetningunni reynum við að varpa ljósi á glansheim nútí- mans, heim sjálfdýrkunar og Qölmiðlafárs, án þess þó að við sé- um að reyna að bera fram boðskap af einu eða neinu tagi. Fyrst og fremst er þetta ætlað fólki til skemmtunar. Um leið er þetta tæki- færi fyrir fólk til að endumýja kynni sín af Þrymskviðu." Af kenningu um hljóm orðanna En svo við snúum okkur frá leikhúsinu, þá hefur þú samið tónlist við Ijóð margra fslenskra skálda, meða annars tónverk við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar sem flutt var um mánaðarmótin á tónleikum Musica Nova í Bú- staðarkirkju. Finnst þér spenn- andi að semja tónlist við ljóð? „Fyrsta tónverkið sem ég samdi var við ljóðið „Svartálfadans" eftir Stefán Hörð. Það var elektrónískt verk. Ljóð Stefáns hafa síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur mér stundum fundist hann vera eins konar Jónas Hallgrímsson okkar tíma. Stefán er líka gæddur þeim hæfíleika, eins og Lorca, að hjá honum fara saman kraftmikið hljóðfall og safaríkar líkingar. Ég hef einnig samið við ljóð þeirra Hannesar Péturssonar og Snorra Hjartarsonar, sem báðir eru lýriker- ar af Guðs náð. í hugskoti mínu er ég með ein- falda kenningu um hljóm orðanna. í sem stystu máli sagt, gengur hún út á það, að milli hljóms orðanna og þess sem þau lýsa, sé óijúfan- legt samband. Þetta á einkum við um nafnorð. Það væri til dæmis ekki hægt að breyta hljóm orðsins án þess að um leið breytti það um merkingu. Orð eins og „klettur," hart orð í hljómi, getur til að mynda alls ekki lýst einhverju mjúku og aflíðandi. Hinsvegar er orðið „sand- ur.“ Hljómur þess orðs gerir ómögulegt að lýsa einhveiju hijúfu og hörðu, heldur miklu frekar ein- hvetju mjúku og aflíðandi. Þá held ég að nýyrði öðlist ekki sess í mál- inu, án þess að hljómur þess sé í samræmi við það sem orðið á að lýsa. Taktu til dæmis orð eins og „þyrla," þar sem harða errið í miðju orðsins dregur upp eins konar hljóð- mynd af hröðum snúningi þyrlu- spaðans. Svona hugleiðingar eru örvandi fyrir tónskáld, því með tónlistinni getum við dýpkað merkingu orð- anna, ekki bara heilla setninga, heldur einstakra orða. í góðri tnsmíð krefst hvert einasta orð tón- listar í samræmi við hljóm sinn og merkingu sína.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir f Frímerki helgað íslenzkri tungn o g málvernd Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Á þessu ári — eða 22. nóvember nk. — eru 200 ár liðin frá fæðingu danska málfræðingsins og íslands- vinarins Rasmusar Kristjáns Rasks. Póst- og símamálastofnuninni þótti því vel við hæfí að gefa út sérstakt frímerki, sem yrði helgað íslenzkri tungu og málvemd á sama ári og minnzt yrði afmælis þess manns, sem kom svo mjög við sögu ís- lenzkrar tungu, þegar tungan var í mjög mikilli hættu í lok 18. og upphafí hinnar 19. aldar. Um það farast sjálfum Rask svo orð í bréfí til Bjama amtmanns Thorsteinsson- ar, en þeir voru góðkunningjar: „Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenzkan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 ámm liðnum, og varla nokk- ur í landinu að öðmm 200 ámm þar upp frá, ef allt fer eins og hing- að til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönn- um er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst." Þessi dómur Rasks um hag ísienzkrar tungu mun einkum eiga við Reykjavíkurmálið, enda var Reykjavík þá hálfdanskur bær og jafnvel meira en það. Rask var ein- mitt nýkominn til Reykjavíkur, þegar hann skrifaði þessi framan- greindu orð 1813. í sveitum lands- ins átti tungan þá griðland, og þar barðist alþýða manna í seigri þijózku gegn hinum danska vá- gesti. Hún fór með íslenzkar sögur og kvæði, orti sálma og rímur, að vísu oft lélegar bókmenntir, en engu að síður ómetanlegar málmenntir til vemdar íslenzkri tungu. En Rasmusi Kristjáni Rask er það mest að þakka, að íslenzk tunga hélt velli, því að hann hvatti íslenzka stúdenta, sem hann kynnt- ist í Kaupmannahöfn, til dáða og aðstoðaði íslendinga á marga lund. M.a. var hann frumkvöðull að stofn- un Hins íslenzka bókmenntafélags og varð fyrsti forseti þess. Alla tíð síðan hefur minning hans lifað með íslenzkri þjóð. Fyrir réttum hundrað árum minntist ungur ísienzkur stúdent, Þorsteinn Erlingsson, þess, sem Rask gerði fyrir íslenzka tungu, og orti þá m.a. á þessa leið, þegar hann var við háskólanám niður í Kaupmannahöfn: Þú komst þegar Fróni reið allra mest á, er afivana synir þess stóðu og myrkviðrin umliðnu öldunum frá þar eldgömlu skýjunum hlóðu, er hamingja fslands þá eygði þig hjá þeim árstjömum fyrstar sem glóðu; og þaðan vjer áttum þann fögnuð að fá, sem fœst hefur komið af góðu. Enn í dag muna menn viðbrögð danskra yfírvalda, en þau urðu þess valdandi að Þorsteini var vísað frá háskólanámi sínu. Niðurlagserindi kvæðisins á einnig vel við að rifja hér upp, en það hljóðar svo: Hví mundi þó í sland ei minnast á hann, sem meira en flestir þvf unni, sem hvatti þess dreingi, sem dreingur þvf vann og dugði þvf alt hvað hann kunni, og hjálpaði að reisa við helgidóm þann, sem hruninn var niður að grunni. Því lætur það bömin sín blessa þann mann og bera sjer nafn hans á munni. Enda þótt öld sé liðin, síðan Þor- steinn Érlingsson kvað svo, og trúlega farið eitthvað að fymast yfir minningu Rasks með þorra ís- lendinga, eru þeir þó enn margir, sem minnast velgjörða hans í þágu íslenzkrar tungu og bókmennta. Rasmus Kristján Rask var tíma- mótamaður í málvísindum og einn hinn mesti málfræðingur og mála- garpur, sem um getur. Þegar á menntaskólaárum sínum komst hann í kynni við íslenzkar bækur, einkum Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þá voru engar kennslubækur til í íslenzku og ekki heldur orðabækur eða málfræði, sem almenningur átti aðgang að. Rask tók þá saman eigin íslenzka orðabók og samdi málfræði sjálfur. Kom hún út í Kaupmannahöfn 1811, Vejledning til det islandske eller gamle Nordiske Sprog. Hún er fyrsta íslenzka málfræðin, sem verulegt gagn er að. Nokkrum árum síðar kom hún svo út á sænsku. Þegar Rask hóf háskólanám í Kaupmannahöfn 1807, komst hann í kynni við íslenzka námsmenn og eignaðist þar góða vini. Minnzt hefur verið á einn þeirra, en svo má bæta við mönnum eins og Svein- bimi Egilssyni og Hallgrími Schev- ing, en þeir kenndu um árabil við Bessastaðaskóla og þá m.a. Fjölnis- mönnum. Allir voru þessir menn ásamt Rask og ýmsum öðrum upp- hafsmenn hreintungustefnunnar svonefndu, sem fram á þennan dag hefur sett mark sitt á íslenzka tungu og gerir vonandi enn um langa framtíð. Rask lærði íslenzku af þessum vinum sínum og eins af íslenzkri alþýðu, þegar hann dvald- ist hér á landi 1813—15, og það svo vel, að hann bæði talaði hana og ritaði sem sitt móðurmál. Gat hann jafnvel látið fólk halda að hann væri íslendingur. Og eitt sinn steig hann í predikunarstól hjá vini sínum, sr. Áma Helgasyni, og messaði yfír söfnuði hans. Um Rask má auðvitað margt segja fleira en hér verður gert, en hann varð skammlífur maður og andaðist í Kaupmannahöfn 1832, 45 ára gamall. Af framansögðm er vel ljóst, að þessi mæti danski málfræðingur á það skilið, að verða fyrstur erlendra manna til þess að koma út á íslenzku frímerki. Þröstur Magnús- son hefur teiknað frímerkið, en sá kunni myndgrafari Czeslaw Slania, grafíð það í stálstungu. Er það prentað í „stungudjúpþrykki", eins og í tilkynningu póststjómarinnar segir, í Hollandi hjá Joh. Enschedé en Zonen. Eru 50 merki í örkinni. Útgáfudagur merkisins er næsti miðvikudagur, 10. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.