Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 20
I
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
1
k
HVERS VEGNA FINNST
VÍKINGAMYNT f MAJNE?
_________Mynt______________
Ragnar Borg
A fundi norrænna myntfræð-
inga, sem haldinn var í Málmey
dagana 23. og 24. maí, hitti ég
Kolbjöm Skaare. Hann er líklega
þekktasti myntfræðingur Norð-
manna um þessar mundir.
Ég innti hann þá eftir upplýs-
ingum um pening Ólafs kyrra
Noregskonungs (1067—1093)
sem ég hafði lesið um í banda-
rísku myntblaði árið 1979 og
spurði hvað hann gæti sagt mér
af þessari mynt er hafði fundist
í Bandaríkjunum.
Kolbjöm gaf mér eintak af
blaði norska Myntsafnarafélags-
ins þar sem hann segir frá
rannsókn sinni á peningnum. Er
hún hér mjög stytt.
Það vom 2 sjálfmenntaðir
bandarískir fomleifagrafarar,
Guy Mellgren og Ed Runge, sem
fundu peninginn hinn 18. ágúst
1957. Voru þeir þá að grafa í
sorphaug á veiðistöð indíána á
nesi einu, er heitir Naskeag Point
í Brooklyn í Hancock-sýslu í
Maine-fylki. Þeir fundu einnig
urmul af steinverkfæmm, leir-
brotum og dýrabeinum, aðallega
úr sel. Indíánar höfðu þarna gert
út á árstíðabundnar veiðar í
margar aldir, bæði fyrir og eftir
víkingaöld.
Menn héldu lengi vel að pen-
ingurinn væri enskt penní frá
tímum Stefáns konungs
(1135-1154) en árið 1978 full-
yrti hinn þekkti enski mynt-
fræðingur Peter Seaby, að hér
væri um að ræða norskan pening
frá dögum Ólafs kyrra.
Kolbjöm Skaare fór árið 1979
til Maine State Museum í Au-
gusta, þar sem peningurinn hefir
verið frá 1978, og rannsakaði
hann. Með samanburði við norska
víkingaaldarmynt staðfestir hann
að fullyrðing Peters Seaby sé
rétt. Silfurinnihald, gróf teikning
á framhlið, kross á bakhlið, stærð
og þyngd bendi allt til þessa,
þótt enginn peningur frá þessum
tíma, sem er til á söfnum, hafi
verið sleginn í sama mót. Pening-
urinn sé líkast til sleginn á
ámnum 1065—1080. En hvemig
barst peningurinn til Naskeag
Point? Hugsanlegt er að einhver
hrekkjóttur maður hafí komið
honum þama fyrir. En þar á
móti kemur að allsendis væri
óvíst að hann hefði þá fundist
nokkumtíma aftur. Að vísu hafa
fundist_ 3 rúnasteinar í Maine-
fylki. Á einum er ártalið 1011,
sem gæti vísað til Vínlandsferðar
Þorfínns Karlsefnis. Ósannað er
hvort þessir steinar em ekta eða
seinni tíma smíð. Einnig gæti
hugsast, þótt ólíklegt sé, að pen-
ingurinn hafí borist með spönsk-
um, frönskum eða enskum
landnemum. Líklegast er að indí-
ánamir hai einhvem tíma týnt
peningnum. Þegar peningurinn
fannst var gat í hann. Hann
gæti því hafa verið borinn sem
skart. Gatið sést á fyrstu mynd-
unum, sem af honum vom
teknar, en við hijúfa meðhöndlun
hefír dottið upp úr röndinni, svo
nú er það horfíð. Það er því alls
ekki hægt að útiloka þennan
möguleika.
Frekari rannsóknir á fundar-
staðnum hafa ekki leitt neitt
nýtt í ljós, og nú hafa verið að
verki alvöru fomleifafræðingar.
Menn geta því leyft sér að láta
ímyndunaraflið segja sögu pen-
ingsins.
Margir héldu því fram, að
Vínlandskortið væri falsað. Ann-
að er uppi á teningnum í dag.
Seinni tíma rannsóknir og nýir
fundir í Maine eiga ef til vill eft-
ir að skýra það hvers vegna norsk
mynt frá dögum Ólafs kyrra
fannst í Maine. Barst peningur-
inn með Islendingum um Græn-
land? Hver veit?
Á Myntsafni Seðlabankans og
Þjóðminjasafnsins em peningar
frá víkingaöld. Safnið er á Ein-
holti 4 og er opið á sunnudögum
milli kl. 2 og 4. Fallegt safn, sem
geymir margt er gleður augað.
FRAMTlÐIN ER VIÐ