Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
Tíl málsvara skólastefnunnar
eftirSiglaug
Brynleifsson
Heimir Pálsson virðist fremur
ánægður með þær kennslubækur
og aðferðir við móðurmálskennslu
sem notaðar hafa verið í grunnskói-
um undanfarin ár og eru skyldaðar
til notkunar af þeim aðilum sem
móta móðurmálskennsluna. Hann
flallar um „misskilning" og „frum-
stæðar ályktanir" og „vanþekk-
ingu“ varðandi þessi fræði, sem
stafi af því að móðurmálskennarar
og „vísindamenn íslenskra fræða
hafa verið heldur ónýtir að skýra
meginatriði fræðanna fyrir almenn-
ingi“.
Heimir virðist álíta að allir móð-
urmálskennarar og málvísinda-
menn séu sama sinnis um þau fræði
sem nemendum eru ætluð og að
með skýringum á þessum fræðum
(kennslubókum í móðurmáli) muni
almenningi verða ljóst ágæti fræð-
anna.
Nú hagar svo til, að því fer mjög
fjarri að allir móðurmálskennarar
landsins og málvísindamenn séu
ánægðir með þessi fræði. Sumir
þeirra og ekki þeir rejmslulausustu
telja þessar kennslubækur ákaflega
vafasamar. Árangurinn af notkun
þessara bóka kemur skýrt fram í
umsögnum kennara og skólastjóra
á blaðsíðum 40—42 í þvf sama blaði
og grein Heimis birtist um „Leyfí-
legar og óleyfilegar ályktanir".
(Morgunblaðið 28. maí 1987.)
Það er um árangurinn af notkun
þeirra fræða í móðurmálskennslu
„ Aðalatriðið er, að nú-
verandi skólastefna
innan grunnskólans
varðandi móðurmáls-
kennslu og reyndar
einnig málakennslu, er
alröng og sá árangur
sem náðst hefur, hefur
náðst þrátt fyrir skóla-
stefnuna og það
námsbókahrasl, sem
skyldugt er að nota.“
sem málið snýst, ekki um „meginat-
riði fræðanna" sem slíkra. En
Heimir virðist vera svo altekinn af
ágæti eigin hugmyndafræði, enda
þótt flestöllum beri saman um slak-
an árangur um nokkurra ára skeið
(ekki aðeins í sambandi við grunn-
skólaprófíð í íslensku 1987, sem
hefur reyndar talsverða sérstöðu
sem próf), að honum virðist vera
fyrirmunaður skilningur á því.
Hafi Heimir Pálsson aldrei efast
um ágæti þeirrar hugmyndafræði,
sem hann og skilningsnautar hans
halda fram, þá mætti e.t.v. vænta
þess, að viðbrögðin við og umsagn-
ir um móðurmálsbækumar í
Morgunblaðinu 28. maí sl. gætu
orðið kveikja að víðari skilningi
hans á því ástandi í móðurmáls-
kennslu, sem mótast hefur með
þeim „nútímalegu" aðferðum sem
hann er málsvari fyrir.
Aðalatriðið er, að núverandi
skólastefna innan grunnskólans
varðandi móðurmálskennslu og
reyndar einnig málakennslu, er al-
röng og sá árangur sem náðst
hefur, hefur náðst þrátt fyrir skóla-
steftiuna og það námsbókahrasl,
sem skyldugt er að nota. Móður-
máiskennarar og málvísindamenn
andsnúnir núverandi stefnu í móð-
urmálskennslu hafa kennt „fram-
hjá“ námsbókahraslinu og náð
árangri með því, en til þess þarf
bæði talsverða hörku og meiri þekk-
ingu en skilningsnautar Heimis
Pálssonar hafa til að bera.
Heimir ræðir á tveimur stöðum
um hugtakið „formgerð" og virðist
skilja það tvennskonar skilningi.
Því verður að benda honum á inn-
gangsrit í nútíma málvísindum, þar
sem er m.a. fjallað um hugtakið.
Þetta rit er bók M.F. de Saussure:
Cours de linguistique generale.
1916. Bók þessi er þýdd á margar
tungur, þ.m. á ensku. Chomsky
kemur einnig til álita og hin ágæta
uppflettibók: Hugtök og heiti í bók-
menntafræði, ritstýrð af Jakobi
Benediktssjmi, Reykjavík 1983.
Heimir ræðir um viðbrögðin við
málhrömun og breytingum á máli.
Hann segir að það „hafí vafíst fyr-
ir vísindunum að gera grein fyrir
því hvers vegna og samkvæmt
hvaða lögmálum málin breytast".
Það sem hefur breyst hér á landi
er, að bömum virðist minna sinnt
á heimilunum en áður tíðkaðist.
Málnotkunin er minni og aukin flöl-
Siglaugur Brynleifsson
miðlun og afþreyingarmiðlun ýmiss
konar dregur úr notkun máls manns
við mann. Æfíng í máli dvínar og
meðvitundin verður þrengri þar
með. Margar aðrar ástæður koma
tii. Þess vegna er brýnt að skólam-
ir leggi því meiri áherslu á kennslu
í móðurmálinu og styrki sem mest
„formgerð tungunnar", m.a. staf-
setningu og málfræði, og velji til
iestrar, svona til tilbreytingar, fjöl-
skrúðugra lestrarval. (Undanfarin
10—15 ár hefur Gísla saga Súrsson-
ar verið aðaltextinn í efri bekkjum
gmnnskólans.)
Skólastefnan og skólakerfí
grunnskólans hefur bmgðist hrap-
A
3.Sumarnellikur
30% afslátlur
Verðí#ö/‘"147.-
2.Bláhnoða
35% afsláltur
Verð 150.- 9£
sjú er tími sumarblomanna^
Eigum gott úrval sumarbloma
ogfjölærraplantna.
Allt í garðinn á einum stað.
I.GIitbra
30% afsláttur
Ve rð^ocr.-140.-
rAthugíð:
Hvítasunnudag
LO^^jhvítasi^
Faglegþekking-fegk
Símr.68 90 70
Gróðurhúsinu v/Sigtun
allega, þegar það átti að koma að
nokkm leyti í stað málsuppeldis
heimilanna og hamla gegn _götu-
máli afþreyingariðnaðarins. í stað
þess hafa hugmyndafræðingar
skólastefnunnar talið fúskið jafngilt
því sem vel er gert, götumálið jafn-
gilt vönduðu máli. Því er von að
nú beri meira en áður á götumáli
í því ijölmiðlafári, sem hellist yfír
þjóðina og þar em ávextir hug-
myndafræðinga skólastefnunnar að
ná sínum sérstæða þroska.
Hvemig útkoman verður eftir
nokkur ár, með samskonar skóla-
stefnu hlýtur að vekja hrylling.
Heimir Pálsson ber fram ýmsar
óleyfilegar staðhæfíngar í skrifum
sínum, t.d. að lítið sem ekkert sam-
band sé á milli kunnáttu í stafsetn-
ingu og málfræði og „að þekking
á málfræðihugtökum hafí engin
sannanleg áhrif á málbeitingu og
hafí aldrei haft“.
Svo má skilja á skrifum Heimis
Pálssonar, að kveikjan að grein
hans hafi verið, að hann taldi, að
skoðanir undirritaðs hafí á einhvem
hátt orðið til þess að ritstjórar
Morgunblaðsins hafí skrifað leiðar-
ann 24. maí sl. Þetta er mikill
misskilningur. Allir þeir sem lesið
hafa Morgunblaðið um árabil og
lengur, vita, að þeir, sem móta
stefnu þess, hafa leitast við að
stuðla að vönduðu málfari og það
má staðhæfa að þetta blað og rit-
stjórar þess hafi unnið mjög þarft
verk með skrifum sínum og annarra
um þessi efni.
Eitt er það einkenni, sem kemur
beint og óbeint fram í grein Heimis
Pálssonar, sem er óþarfa yfírlæti
gagnvart „almenningi". Þetta ein-
kenni er að færast í aukana, fylgir
e.t.v. aukinni sérþekkingu og sér-
hönnun á ýmsum sviðum. Þetta er
þó einkum hvimleitt og smekklaust
meðal þeirra einstaklinga, sem hlot-
ið hafa einhveija fræðslu, sem þeir
vilja telja til menntunar. Meðal
menntaðra manna þykja slík ein-
kenni meira en lítið hæpin og
vafasöm, enda byggjast þau á fölsk-
um forsendum, geysilegri þröngsýni
og sjálfbirgingshætti.
Þeim tilmælum er beint til Heim-
is Pálssonar að hann beiti sér fyrir
því, sem forystumaður í Bandalagi
kennarafélaga og sem málsvari
núverandi skólastefnu, að þeir, sem
sömdu grunnskólapróf í íslensku
1987, gefí sig fram, svo að afrek
þeirra verði ekki einn „hinna ótta-
legu leyndardóma".
Og í lokin leyfi ég mér að taka
mér orð Catos í munn og skrifa að
breyttu breytanda:
Ceterum censeo institutionem
ad evolutionem scholarum esse
delendam. (Biðst afsökunar á
knúsaðri latínu, en það er þýðing á
orðskrípinu: skólaþróunardeild.)
Höfundur er fræðimaður og ritar
um erlendar bækur i Morgun-
biaðið.
JR*f9tut~
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖOINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI