Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JUNI 1987
29
Honecker hittir gamla
félaga o g skjalafalsara
Frakkland:
Klaus Barbie á saka
mannabekkinn á ný
Lyon, Reuter.
Erich Honecker, kommúnista-
ieiðtogi Austur-Þýskalands,
hefur að undanfömu verið í
opinberri heimsókn í Hollandi.
Þar hitti hann m.a. gamla fé-
laga úr hugsjónabaráttunni,
m.a. Fake van der Tak, sem
skaut yfir Honecker skjólshúsi
eftir að hann var útlægur ger
frá Þýskalandi eftir valdatöku
nazista. Meðal annarra, sem
hann hitti var grafiklistamað-
urinn Harry van Kruiningen,
sem falsaði hollenskt vegabréf
fyrir Honecker svo hann gæti
ferðast tíl Þýskalands á ný. Á
myndinni sjást þeir Honecker
og van Kminingen, en þeir hitt-
ust á Andspyrauhreyfingar-
safninu í Amsterdam í gær.
KLAUS Barbie, fyrrum gestapó-
foringi, var í gær fluttur
nauðugur tii dómshússins í Lyon
þar sem réttað er í máli hans.
Barbie er sakaður um hina
hryllilegustu striðsglæpi á valda-
tíma nasista og var hann neyddur
til að taka sér sæti á sakamanna-
bekknum en hann hafði áður
neitað að vera viðstaddur vitna-
leiðslur.
Fjöldi lögreglumanna gætti
Barbie er hann var fluttur frá fang-
elsinu í Lyon til dómshússins.
Lögreglumenn gráir fyrir jámum
stóðu við innganginn er bfllinn sem
flutti Barbie renndi í hlað.
Barbie, sem er 73 ára að aldri,
var fluttur í fangaklefa dómshúss-
ins. Hann var síðan leiddur inn í
dómsalinn þar sem hann hlýddi á
vitnisburð fólks sem hann er sakað-
ur um að hafa fangelsað og pyntað.
Klukkutíma síðar var hann leiddur
út úr dómsalnum. Þetta er í annað
skiptið sem Barbie er neyddur til
að fylgjast með réttarhöldunum. I
fyrra skiptið báru fímm vitni kennsl
á Barbie og sögðu hann hafa pynt-
að þau. Þann 13. fyrra mánaðar
neitaði Barbie að vera viðstaddur
frekari vitnaleiðslur í málinu gegn
honum. Fullyrti hann að honum
hefði verið rænt í Bólívíu og hann
verið fluttur nauðugur til Frakk-
lands. sagði hann þetta ólöglegt
athæfí af hálfu franskra yfírvalda.
4í '
Reuter
Klaus Barbie fluttur í járaum í
dómshúsið í Lyon í gær.
Feneyjafundurinn:
Nakasone býst við tíma-
mótafundi í Feneyjum
London, Tókýó, Washington, Feneyjum, Reuter.
Reuter
Gondólarnir í Feneyjum verða að vikja fyrir hraðskreiðum bátum,
sem flytja munu leiðtoga helztu iðnríkja heims á síkju borgarinar,
þegar þeir ferðast milli fundarstaðar síns og náttstaðar.
Yasuhiro Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, sagði í gær að
leiðtogafundur helztu iðnríkja
heims i Feneyjum, mundi marka
tímamót fyrir hagvöxt í heimin-
um. Spáði hann þvi að sam-
þykktir fundarins, sem hefst á
mánudaginn og lýkur á miðviku-
dag, yrðu til að hleypa fjöri í
efnahagslíf iðnríkjanna. Kyrr-
staða var á gjaldeyrismörkuðum
heims í gær þar sem beðið er
útkomu fundarins. Feneyjafund-
inn sitja ieiðtogar Banda-
ríkjanna, Bretlands, Kanada,
Frakklands, ftalíu, Japans og
Vestur-Þýzkalands.
Leiðtogarnir munu ijalla um og
glima við efnahagslegt öngþveiti
nútímans á fundi sínum í Feneyjum,
sem um aldir hefur verið nefnd hin
róandi borg. „í fyrra komum við
okkur saman um að skjóta stoðum
undir efnahagslíf iðnríkjanna og á
fundinum í Feneyjum munum við
ákveða hvemig við ætlum að efna
það loforð," sagði Nakasone.
Búist er við að leiðtogamir reyni
að komast að samkomulagi um
aðgerðir í gengismálum og að þeir
taki sameiginlega afstöðu til er-
lendrar skuldasöfnunar þróun-
arríkja. Þó er ekki síður búist við
að fundurinn muni snúast um
stjómmál og að þar verði efst á
baugi afvopnunarmál, Persafló-
astríðið og ástandið í Miðaustur-
löndum.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, mun reyna að fá leiðtogana
til að fallast á einhvers konar sam-
ræmingu stefnu ríkjanna í efna-
hagsmálum. Bandaríkjastjóm er
hins vegar sögð hafa fallið frá fyrri
hugmynd sinni um bindandi sam-
eiginlegar aðgerðir. Hörð andstaða
var við þá hugmynd af hálfu Breta
og Vestur-Þjóðveija en Frakkar
voru henni fylgjandi.
Sú tillaga, sem Reagan mun
reyna fá samþykkta gengur út á
það að með reglulegu millibili beri
ríkin saman efnahagsspár sínar og
raunverulegan árangur efnahags-
stefnunnar. Komi í ljós frávik frá
spánum heiti ríkin að leiðrétta þann
mismun með sérstökum ráðstöfun-
um. Spámar verði byggðar á
efnahagsstefnu viðkomandi ríkis og
skal spáð fyrir um hagvöxt, inn-
og útflutning, greiðslujöfnuðar,
verðbólgu, peninga- og gengismál.
Feneyjar voru á sínum helzta
miðstöð siglinga og viðskipta í Evr-
ópu og heimahöfn mikils kaupskipa-
flota. Áhrifa stórkaupmanna í
Feneyjum gætti víða um heim. Það-
an var efnahagslífí Miðjarðarhafs-
landanna stjómað um 700 ára
skeið, frá því á níundu öld og fram
á þá sextándu, en þá hnignaði Fe-
neyjum.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, mun gista á glæsilegasta hóteli
Feneyja, Cipriani, en þar kostar
næturgisting 1.200 dollara, eða 48
þúsund krónur. Ekki lætur forset-
inn sér nægja að sofa í rúmi því,
sem hótelið leggur til, heldur lét
flytja til Feneyja risastórt rúm, sem
smíðað var á sínum tíma vegna
heimsóknar hans til Portúgals
1985. Þar var rúmið í geymslu unz
það var flutt til Feneyja.
Helmut Kohl, kanzlari Vestur-
Þýzkalands, Nakasone og Brian
Mulroney, forsætisráðherra
Kanada, munu allir gista á Hotel
Danieli, sem byggt var á aðal hafn-
arbakka borgarinnar á 15. öld þar
sem kaupmenn í Feneyjum þrefuðu
um verð á silki og kryddvörum.
Margaret Thatcher og Jacques
Chirac, forsætisráðherrar Bretlands
og Frakklands, munu gista á 16.
aldar hótelinu Gritti Palace, en
Francois Mitterrand, Frakklands-
forseti, mun hafa aðsetur í húsi
því, Villa Volpi, sem hann hefur
nýlega keypt á Giudecci-eyju, en
það stendur skammt frá hóteli Re-
agans.
Gífurleg öryggisgæzla verður
viðhöfð meðan á fundunum stend-
ur. Meðal annars verða kafarar á
sveimi í sýkjum borgarinnar og
hundar verða látnir þefa að ferða-
mönnum. Leiðtogamir munu ekki
aka til fundarstaðarins á San Gi-
orgio-eyju í glæsivögnum heldur
skjótast þeir á milli í hraðbátum.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefur hvatt leiðtogana til að gefa
málefnum ríkja þriðja heimsins sér-
stakan gaum. Nakasone segist vera
með sérstakar tillögur í pokahom-
inu um 500 milljóna dollara þriggja
ára aðstoð við Afríkuríki sunnan
Sahara. Búist er við að þær verði
samþykktar.
Á þessu stigi er lítið hægt að
segja fyrir um hver árangurinn af
Feneyjafundi leiðtoganna verður.
Sérfræðingar í efnahags- og fjár-
málum telja þó að hann verði heldur
lítill. Tímin mun leiða í ljós hversu
sannspáir þeir eru og hvort Naka-
sone reynist hafa rétt fyrir sér.
GUNNAR ASGEIRSSON OG VELTIR HF TILKYNNA:
P&Ó/SlA
-4