Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Þörf er þj óðarátaks _Skógardauði og gróðureyðing eftirBjörn Friðfinnsson Erindi þetta flutti Björn Frið- finnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á full- trúafundi Skógræktarfélags íslands í mars sl. Fyrsta Iaugar- dag í júní ár hvert hafa aðildar- félög Skógræktarfélags íslands víðs vegar um land valið sem „skógardag" og vilja með því vekja athygli á starfi því sem fram fer á vegum félaganna svo og málstað skóg- og tijáræktar almennt. í tilefni dagsins er er- indið birt hér. Skógardauði og gróðureyðing Ég hef átt þess kost að sækja Evrópuþing sveitarfélaga, sem haldið er árlega í Strasbourg í Frakklandi á vegum Evrópuráðsins. Evrópuráðið er mikilvæg stofn- un, sem stuðlað hefur að samvinnu og friði milli þjóða í V-Evrópu, stofnun sem hefur unnið að sam- ræmingu ýmiss konar löggjafar, —. styrkingu mannréttinda og sem hefur dregið úr þeirri hindrun, sem landamæri ríkja geta verið fyrir samskipti fólks. Evrópuráðið og stofnanir þess, en sveitarstjórnar- þingið er ein þeirra, hefur stuðlað að því að stór hluti íbúa í V-Evrópu er smám saman farinn að líta á sig sem Evrópumenn fyrst og fremst, Frakka eða Þjóðveija í öðru lagi og Normandy-búa eða Bæheimsbúa í þriðja lagi. Þær þjóðir sem búa í kjaj-na V-Evrópu eru hröðum skref- __ um að sameinast í einu ríki innan Evrópubandalagsins. Það er þó ekki þar með sagt að eining andans ríki ávallt á þingum Evrópuþjóðanna. Á þeim sveitarfé- lagaþingum, sem ég hefi sótt, er rætt um margvísleg málefni og eru skoðanir um þau yfirleitt skiptar milli íbúa í norður- og suðurhluta álfunnar, miili hægri og vinstri afla o.s.frv. En því rek ég þetta hér, að eitt atriði er það, sem sameinar alla V-Evrópubúa að því að mér virðist. Þar á ég við óttann andspænis skóg- ardauða í Evrópu og eindreginn vilja manna til vamaraðgerða á því sviði. Sú samkennd nær einnig til þjóða A-Evrópu, þótt hljóðara sé um málið þar. Ég hef hlustað á ótrúlega margar ræður um skógar- dauðann, um útbreiðslu hans, orsakir og afleiðingar. Nefndar eru skelfilegar tölur í þessu sambandi, en um orsakir eru menn ekki sam- mála að öðru leyti en því, að hér eru á ferðinni afleiðingar mengunar frá iðju- og orkuverum og frá út- blæstri bifreiða. En eitt sinn undir óvenju langri ræðu Austurríkis- manns nokkurs á sveitastjómar- þinginu fór ég að hripa niður á blaðsnifsi þær tölur sem hann fór með og bera þær saman við gróður- eyðingu á íslandi síðustu aldimar. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að á sviði skógareyðileggingar og almennrar gróðureyðingar stæðum við íslendingar langsamlega fremstir Evrópuþjóða. Gróðureyðing' á íslandi Hér komu landnámsmenn að ey- landi þar sem um 65 þús. ferkíló- metrar eða 2/s hluti yfirborðsins voru gróið land, en nú eru aðeins um 25 þús. ferkílómetrar eða V< hluti yfirborðsins enn þaktir gróðri. Og skóglendi, í okkar merkingu þessa orðs, var við landnám álíka stórt að flatarmáli og allt gróður- lendi okkar er í dag. í dag eru aðeins smáskikar eftir, sem vaxnir em birkikjarri eða innfluttum tijá- tegundum og af hinu náttúmlega skóglendi er taliða að tæplega þriðj- ungur sé í framför en 2/s em ýmist í stöðnun eða afturför. Það er því engum blöðum að fletta að við íslendingar emm mun afkastameiri við eyðingu skóga og gróðurs en vinir okkar á megin- landinu og við höfum sigrast á gróðrinum með því að beita til þess tiltækum ráðum svo sem nær hömlulausri lausagöngu búpenings, skógarhöggi til eldsneytis og viðar- kolagerðar og með almennu skeyt- ingarleysi um umhverfi byggðanna. Við höfum að vísu tekið nokkrar rokur á síðustu áratugum og dreift áburði og fræi á afréttarlönd, en því hefur svo oft á tíðum verið fylgt Björn Fríðfinnsson eftir með fjölgun grasbíta á afrétt- unum. Afrakstur landgræðslunnar hefur þá lítill eða enginn orðið, þótt vissulega finnist frá þessu örfá- ar undantekningar. Og enn fá leifar skóglendisins að hröma, þótt eyði- legging þess á liðnum öldum hafi orðið orsök mikils hluta hinnar gífurlegu gróðureyðingar í landinu. Þeir sem reynt hafa að spoma gegn þessari þróun og snúa vöm í sókn hafa verið í minnihluta með þjóðinni og lengi töldust þeir hálf- gerður sértrúarsöfnuður. Skóg- ræktarfólk hefur talist til þess söfnuðar, enda þurfti mikla trúar- vissu til þess að standa fyrir og fylgja eftir fyrstu skógræktartil- raununum hér á landi. Þáttaskil? En nú em e.t.v. að verða þátta- skil í umgengni okkar Islendinga við gróðurþekju landsins. Aðeins lítill hluti þjóðarinnar hef- ur nú afkomu sína beint frá uppskeru gróðurþekjunnar, en al- menn þekking og áhugi fyrir umhverfísmálum hefur stórlega aukist. Þessu til viðbótar koma svo markaðsörðugleikar fyrir afurðir sauðfjár- og nautgriparæktar og sauðfjársjúkdómar, sem valdið hafa fækkun búfjár. Ætti því að draga úr beitarþunga á næstu ámm. Byggðin í landinu hefur tekið miklum breytingum á síðustu ára- tugum. Nú búa 91% þjóðarinnar í 65 þéttbýlissveitarfélögum, en 9% búa í 156 stijálbýlissveitarfélögum. Fólksflutningar frá stijálbýli til þéttbýlis og frá minni þéttbýlis- kjömum til stærri bæjanna em staðreynd og enn sér ekki fyrir endalok þeirrar þróunar. Þéttbýlislqamar landsins vom í upphafi sundurlausar húsaþyrping- ar, þar sem búfé gekk í lausagöngu sem annars staðar. Gróður átti þar erfitt uppdráttar, en smám saman hefur það breyst. Svarta byltingin svokallaða í þéttbýlinu, þ.e. lagning bundins slitlags á götur og vegi, varð upphaf annarrar byltingar, grænu byltingarinnar, en á öldu hennar siglum við enn. Hvers kyns garðrækt og umhverfismótun með tijágróðri og öðrum fögmm plönt- um, stendur nú bókstaflega „með blóma“. En betur má ef duga skal. Ein af orsökum byggðarröskunar í landinu hefur verið landlægt skeyt- ingarleysi um umhverfismál. Enn breytast gróðursælar hlíðar í rofa- börð og síðar í ömurlegan berangur og vindurinn gnauðar á gróðurvana melum og holtum og feykir jarðvegi yfír byggð ból. Menn flytja því á brott og leita sér skjóls í hinum gróðursæla fmmskógi malbiksins svo ekki sé minnst á yfirbyggðar götur og torg, sem nú hafa hafið innreið sína hér á landi. Vissulega er hægt í smáum stíl að loka sig frá umhverfinu og njóta þar ávaxta og anganar suðræns gróðurs, en það breytir þó ekki ásjónu landsins. Þar dugar ekkert til nema að þekja landið á ný með gróðri, sem fellur að náttúmfari landsins. Og við vitum að með skóg- rækt getum við bætt fijósemi og afrakstur gróðurlendisins og skap- að umhverfi fyrir ánægjulegra mannlíf. Forfeður okkar skiluðu okkur verra landi en þeir tóku við, en við verðum aftur á móti að skila eftirkomendum okkar betra landi, landi sem er að ná sér eftir rán- yrkju liðinna alda. Ef við gemm það ekki, þá erfa eftirkomendur okkar ekki land sem neins virði er, heldur aðeins skuldimar, sem við skiljum eftir ógreiddar. Hvað skiljum við eftir okkur? Þegar ferðast er um fjarlæg lönd furðar maður sig oft á því, hvað einstakar kynslóðir hafa skilið eftir sig mikil stórvirki fyrir eftirkom- endur sína, þótt af flestum þeim einstaklingum sem gengið hafa lífsbraut sína á undan okkur séu engar sagnir. Ég hef stundum spurt mig þeirrar spumingar, hvað við munum skilja eftir og hvort það sé ekki einhvers virði. Vissulega hefur hér orðið bylting á öllum sviðum þjóðlífsins á einni öld og ýmis mann- virki höfum við reist, sem standa munu um aldir og sama er að segja um einstaka menningarafrek. En menn skildu þó muna að allt er í heiminum hverfult eins og borgar- rústir bera víða vitni um. Byggingar okkar munu grotna niður í tímanna rás og önnur mann- virki sömuleiðis. Ef hér þrífst áfram háneyslusamfélag mun það stöðugt krefjast nýrra mannvirkja og breyt- inga á þeim eldri og það mun fljótt falla í gleymsku, hvað það var sem okkar kynslóð skildi eftir sig. Og reyndar má segja að tilrauninni með sjálfstætt þjóðríki hér á landi sé alls ekki lokið og svo geti farið að neyslukröfur borgaranna gangi að því dauðu — þeir séu ekki fúsir til þess að neita sér um stundar- gæði í því skyni að byggja upp fyrir framtíðina. Því muni þjóðin standa uppi einn góðan veðurdag eins og Hrafna-Flóki forðum. Hann hafði vanrækt að hugsa fyrir framtíðinni og afla vetrarfóðurs fyrir búfénað sinn og varð því að hrökklast úr landi. Sameinumst um stór- virki Mér finnst tvö verkefni koma til greina, sem við íslendingar gætum sameinast um í dag í þágu okkar sjálfra og þeirra, sem á eftir okkur munu byggja þetta land. Tvö stór- verkefni, sem taka muni á krafta okkar og samstöðu og sem við verð- um að kosta með því að draga að einhveiju leyti úr neyzlu okkar. Hér á ég við stórverkefni á sviði sam- göngumála svo sem jarðgangna- gerð og bygging segulbrauta, er tengi byggðimar saman í lífræna heild um ókomna tíð. Og í öðru lagi á ég við stórátak á sviði gróður- vemdar, sem miðist við það að vinna aftur það gróðurlendi, sem þjóðin hefur tapað frá upphafí. Því verk- efni mun ekki ljúka á æviskeiði einnar kynslóðar, en e.t.v. væri / í * / f T 7r\HTTT TTTOT ■ V () H l J H l J n x V vJUvÁiVMi . |\ S\ fA K aae dfcljs XtX T7i n í H K I 1 Tl M A Df. ,, , , W Li K I j U K T TTnfTS A TTTnTTTl \/TST A R \/ N H j h V JLkJ JL jTIJA V JLjJL vU JL\ Við bjóðum ykkur velkomin úr einni vistarveru í aðra. Þar fást öll vistarföng því VÖRUHÚSIÐ er sannkölluð birgðamiðstöð. aNÖt'i eúi1 .Öfc MíS' s'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.