Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
45
Úr skógræktargirðingu í Skorradal. í baksýn sér á gróðurlitla mela
sem ekki hafa notið umhyggju.
Ljósm./Páll Jónsson
Rofabörð sem þetta er víða að sjá á íslandi. Margir virðast þeirrar
skoðunar að þetta sé hin eðlilega ásýnd landsins. Slikt ástand ber
þó eingöngu vott um rányrkju og skeytingarleysi.
unnt að ljúka því á einni öld eða svo.
Við megum engan tíma missa í
gróðurvemdarmálum. Og svo vill
til, að við höfum nú einstakt tæki-
færi til þess að hefja stórsókn á
því sviði. í sveitum landsins er nú
kreppuástand sökum ástandsins í
landbúnaði og rætt er um að veru-
legur hluti bænda þurfi að láta af
sauðfjár- og nautgriparækt, svo
hinir sem áfram starfa við þær
búgreinar geti búið við þolanlega
afkomu.
Vandi þessara bænda og íjöl-
skyldna þeirra er að fínna sér annað
lífsviðurværi án þess að hrökklast
frá eignum sínum og því umhverfí
og menningarsamfélagi, sem þeir
unna.
Hér geta gróðurvemdarstörf
komið að góðu gagni. Fyrir aðeins
hluta þess fjár, sem í dag er varið
úr ríkissjóði til markaðstryggingar
ill- eða óseljanlegra landbúnaðaraf-
urða, er hægt að skapa fjölda nýrra
starfa við gróðurvemd, svo sem við
gerð girðinga, sandgræðslu, skóg-
rækt og ýmiss konar eftirlit með
gróðri og beit.
Við eigum að nota þetta tæki-
færi og aðlaga byggðastefnu hins
opinbera að þjóðarátaki í gróður-
vemdarmálum. Jafnframt opin-
berum aðgerðum verður einnig að
efla sjálfboðið starf á þessu sviði,
en „þjóðarátak" verður ekki að
raunveraleika án virks áhuga og
almennrar þátttöku þjóðarinnar.
Fordæmi Skota
Ég ferðaðist á sl. hausti um há-
lönd Skotlands og vakti það sér-
staka athygli mína hvað skógrækt
er þar mikill þáttur í gróðurvemd
og aðgerðum til byggðaeflingar.
Skotum hefur tekist með skatta-
hlunnindum og fleiri aðgerðum að
skapa fjárhagslegan grandvöll fyrir
skógarbúskap og hafa þeir fengið
veralegt íjármagn til skógræktar
frá aðilum, sem era að festa fé sitt
með það í huga, að það geti borið
góðan arð í framtíðinni. Og Skotar
hafa löngum sannað að þeir era
hagsýnir menn, sem fjárfesta í
framtíðinni. Þaess vegna íjárfesta
þeir nú í skógum, sem era 80-90
ár að ná fullum vexti, en bera fyrst
ríkulegan ávöxt á síðustu áram
þess tímabils. Stóraukning sauð-
íjárræktar í kjölfar iðnbyltingarinn-
ar olli miklu tjóni á mannlífi og
gróðurlendi skosku hálandanna eins
og kunnugt er, en Skotar era nú
langt komnir með að bæta fyrir
gróðurskemmdimar.
Samstarf sveitar-
stjórna og skógræktar-
félaga
Skógræktarfélög áhugafólks og
sveitarstjómir, einkum í þéttbýli,
hafa um langt skeið haft gott sam-
starf. Félögin hafa víða notið
nokkurs Qárstuðnings frá sveitarfé-
lögunum og vinnuflokkar unglinga
á vegum sveitarfélaganna hafa að-
stoðað við gróðursetningu og
umhirðu trjáplantna á ræktunar-
svæðum skógræktarfélaganna.
En við getum gert betur. í þétt-
býli hér á landi þarf að auka
skjólbeltarækt og almenna skóg-
rækt umhverfís byggðina. Við
eigum ekki að þola óheftan vind-
baming þar sem unnt er að draga
úr vindhraða og skapa byggðinni
skjól með gróðursetningu tijá-
plantna. Við höfum nú þá þekkingu
á sviði skógræktar að við getum
með fullri vissu náð árangri í skjól-
beltarækt.
Skógræktarfélögin þurfa að beita
sér fyrir gerð stórhuga áætlana um
skjólbeltarækt, hvert í sinni heima-
byggð. T.d. mætti gera 20 ára
áætlun, sem skipt yrði í afmarkaða
verkáfanga. Þaessi áætlun verði
síðan borin upp við sveitarstjóm og
leitað samstarfs við sveitarfélagið
um framkvæmd hennar, en auk
þess mætti fá fleiri aðila til sam-
starfs, t.d. hina fjölmörgu þjónustu-
klúbba, sem nú starfa í öllum
byggðum. Slíkir klúbbar gætu hver
um sig tekið að sér ákveðin verk-
efni innan heildaráætlunarinnar.
Skógræktarfélögin geta einnig
unnið að því að skógræktarsvæði
séu felld að skipulagi hverrar
byggðar og víðast hvar þarf að
koma betur á framfæri við almenn-
ing niðurstöðum af skógræktartil-
raunum síðustu áratuga, er þýðingu
hafa fyrir hvert byggðarlag.
Menningin vex í lundi
nýrra skóga
„Sú kemur tíð er sárin foldar
gróa“ era fleygar ljóðlínu í alda-
mótaljóði Hannesar Hafstein. Þótt
slík ættjarðarljóð hafi nú mjög vik-
ið til hliðar fyrir ýmiss konar
naflaskoðun þjóðskálda nútímans,
þá kemur senn að aldamótum á
nýjan leik og menn munu riija upp
það sem vel var sagt fyrir einni
öld. Margt hefur breyst, en herhvöt
Hannesar er enn í ftillu gildi. Hún
er áskorun til okkar allra um að
taka rösklega til hendi í þágu okkar
sjálfra og þeirra, sem eftir eiga að
byggja þetta land. Með samstilltu
átaki mun „menningin vaxa í lundi
nýrra skóga".
Höfundur er formaður Sambands
ísl. sveitarfélaga.
Tónlist-
arskóla
Kópavogs
slitið
Lokið er 24. starfsári Tónlistar-
skóla Kópavogs. 440 nemendur
stunduðu nám við skólann og þar
af var 101 í forskólanum. Kennarar
vora 32 á þessu starfsári.
6 menntaskólanemendur stund-
uðu nám í tónlistarvali en 1
nemandi var á tónlistarbraut og
lauk námi.
Eins og jafnan áður var mikil
áhersla lögð á tónleikahald. Fyrir
utan opinbera tónleika, svo sem
jóla- og vortónleka, vora haldnir
fjölmargir tónleikar fyrir nemendur
og aðstandendur þeirrra. Einnig
komu nemendur oft fram utan skól-
ans við ýmis tækifæri. Sú nýbreytni
var tekin upp að heimsækja dag-
heimili og halda tónleika þar og er
ákveðið að heimsækja öll dagheim-
ili kaupstaðarins á næsta starfsári.
Þá má geta um gagnkvæmt tón-
leikahald nemenda úr Tónlistar-
skóla Garðabæjar og Tónlistarskóla
Kópavogs.
I haust sem leið var boðið upp á
námskeið í tónlist fyrir fullorðna
og er það nýlunda við skólann.
Hugmyndin er sú að koma fólki á
sporið með að hlusta á tónlist. Nám-
skeiðið var í fyrirlestrarformi og
ætlað fólki, sem hefur áhuga á tón-
list en ekki haft tök á að læra á
hljóðfæri. Fjallað var um undir-
stöðuatriði og helstu byggingar-
þætti tónlistar, um hugtök og heiti,
farið í hljóðfærafræði og gefið yfír-
lit um helstu tónlistarstefnur og
skóla. Haustnámskeiðið stóð yfír í
11 vikur og fór kennsla fram einu
sinni í viku. Námskeiðið var endur-
tekið á vormisseri. Aagot Oskars-
dóttir kenndi á námskeiðunum og
hafði veg og vanda af öllum undir-
búningi.
Hljóðfærakynning var haldin fyr-
ir forskólanemendur á 2. ári og þar
vora kynnt hin ýmsu hljóðfæri sem
kennt er á við skólann.
Nú í maí fór svo fram vomám-
skeið fyrir forskólaböm og er
tilgangurinn að kynna námsefnið
forskóla Tónlistarskóla Kópavogs.
(Fréttatilkynning)