Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.06.1987, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 46'b í ÞINGHLÉI . STEFÁN FRIÐBJÁRNARSON Þáttaskil í byggðaþróun: Byggðastefna - breyttar áherzlur Hagsveiflur ýta undir búsetubreytingar í skýrslu byggðanefndar þingflokkanna, sem gefin var út í fyrra, er sett fram það sjónarmið „að nú séu sérstök þáttaskil í byggða- þróun“. Þessi þáttaskil verða umfjöllunarefni „í þinghléi" i dag sem og breyttar áherzlur í byggðastefnu. Helztu orsakir Hezltu rök, sem tíunda má fyr- ir þáttaskilum í byggðaþrón, eru þessi: * Skuttogarabyltingin, sem kom í kjölfar útfærðrar landhelgi, og aflaaukning, er henni fylgdi, eru um garð gengin. * Sterkar líkur standa til þess að frumframleiðslugreinar, físk- veiðar og landbúnaður, sem eru undirstaða atvinnulífs í stijálbýli, búi við sóknar- og framleiðslutak- markanir í næstu framtíð. * Vaxandi eftirspurn eftir ferskum físki (sem helzt í hendur við breytileg alfabrögð fískveiði- þjóða í V-Evrópu) þrengir kosti fískvinnslu í sjávarplássum okkar. * Breyttar neyzluvenjur hafa dregið úr neyzlu hefðbundinnar búvöru. * Illgjörlegt er að markaðs- setja verðbólgu okkar erlendis, það er að selja íslenzka búvöru í verðsamkeppni við verulega ódýr- ari vöru frá nær verðbólgulausum ríkjum. Engin „plága" hefur reynzt íslenzkum landbúnaði verri en verðbólga áttunda áratugarins og fyrstu ára þess níunda. * Ný störf, sem verða til í þjóð- félaginu, eru að stærstum hluta í þjónustugreinum, sem vaxa örar á höfuðborgarsvæðinu en í stijái- býli. Aldursskipting og at- vinna í byggðaskýrslu þingflokk- anna, sem hér er m.a. byggt á, segir: „Aldursskipting íbúa landsins er þannig, að hlutfallslega fleira ungt fólk býr nú á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er því meiri þörf nýrra starfa ef jöfn- uður á að komast á í byggðaþró- un. Þróunin hefur verið þveröfug". Ennfremur: „Sú hætta er yfírvofandi, að verulegur hluti þess unga fólks, sem nú er að alast upp á lands- byggðinni, þurfí að flytjast til höfuðborgarsvæðisins til þess að fá vinnu við hæfí. Vegna þess hversu mjög hefur degið úr bams- fæðingum á undanfömum árum myndi það leiða til þess að fest yrði í sessi það misvægi, sem nú er í mannfjölgun í landinu. Það er ekki sízt þessi hætta, sem markar þáttaskil í byggðaþróun- inni “. Ólík aðstaða ungmenna, eftir búsetu, til framhaldsnáms, veldur oft þeim herzlumun, sem lyktar í flutningi fjöldskyldna af lands- byggð á suðvesturhomið. Helzu afleiðingar í skýrslunni er komist svo að orði um afleiðingar óhóflegrar byggðaröskunar: „Rétt er að undirstrika að stór- felld - jafvel aukin - byggðaröskun hefur ekki einungis í för með sér verulegan félagslegan vanda í þjóðfélaginu heldur beina og óbeina vannýtingu verðmæta og félagslegan kostnað. Fólksfækk- un jafvel í heilum landshlutum leiðir augljóslega til lakarí nýting- ar fjárfestingar, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila, lækkunar á fasteingaverði, vannýtingu stað- bundinna auðlinda o.sv.fv. Á hinn bóginn er það einnig kostnaðarsamt fyrir höfuðborgar- svæðið að taka við nær allri fólksQöIgun í landinu. Það má nefna kostnað sem hlýzt af ýms- um þjónustustofnunum, skólum og elliheimilum, og ekki síður að höfuðborgarsvæðið er nú það fjöl- mennt og þéttbyggt, að fyrir dyrum stendur að leysa vandamál í sambandi við umferð og frá- rennsli, sem verða dýrari úrlausn- ar eftir því sem þéttbýlið þenst út og vex“. Nýjar áherzlur Sú byggðastefna, sem fylgt hefur verið, hefur ýmsa kosti. Hún hefur hinsvegar ekki rétt hlut landsbyggðar nægilega í þeim atvinnu- og þjóðlífsbreytingum sem yfír hafa gengið og ganga. Ástæðan er m.a. sú að í efnahags- lægðum, hagsveiflum niður á við, sem bitna harðast á stijálbýli með einhæft atvinnulíf, hefur sam- félagið minnsta efnahagslega burði til að rækta viðreisnarstarf. Hagvöxtur Fólksflutn. til hbs. flr Myndin sýnir annarsvegar breytingu vergrar þjóðarframleisðlu 1972-1986 en hinsvegar búferlaflutninga fólks innanlands. Hún leiðir líkur að tengslum hagsveiflna og búsetubreytinga í landinu. Árið 1984 fluttu 1,113 manns til höfuðborgarsvæðisins umfram burtflutta þaðan. Misunur brottfluttra og aðfluttra á Iands- byggðinni þetta ár nam 1% af íbúafjölda þar. Kvarðinn um fólksflutninga er ýktur tífalt miðað við kvarðann um hagvöxt. (Heimild: Byggðastofnun, Tölfræðihandbók, Hagtölur mánaðarins). Þáttaskil í byggðaþróun Þessi skýringarmynd, sem fylgdi skýrslu þingflokkanna, sýnir annarsvegar áætl- aða fjölgun landsmanna 1985-1990, 1990-1995 og 1995-2000 (hærri súlan) Mannfjöldaspá en hinsveKar áætlaða fjölgun á lands- byggðinni. Mismunur súlnanna sýnir því áætlaða §ölgun á höfuðborgarsvæðinu. Vöxtur á tímabilinu Efnahagslægðir og landbyggðar- flótti haldast oft í hendur (sjá meðfylgjandi skýringarmynd). Þessvegna horfa fleiri og fleiri til hugmynda um stærri og sterk- ari landsbyggðarsveitarfélög með aukin sjálfsákvörðunarrétt og meiri framkvæmdagetu. Þriðja stjómsýslustigið, sem sumir tala um, er umdeildara. Það eykur yfírbyggingu og skrifræði samfélagsins, þ.e. opinberan kostnað og skattheimtu, og þrengir verk- og ákvörðunarsvið sveitarfélaganna. Enn skal vitnað í skýrslu byggðanefndar þingflokkanna, kaflann um nýjar áherzlur í byggðamálum: „I stað almennra, miðstýrðra aðgerða komi sértækar aðgerð- ir, sem byggi á frumkvæði og ábyrgð heimaaðila. Þeim rök- um er einkum beitt, að hjá þeim sé sú staðarþekking, sem tryggi bezta nýtingu fjármuna, auk þess sem heimamenn viti bezt hvaða verkefni er vert að styðja og í hvaða forgangsröð. Þetta á síðan að vera aflvaki aukins hagvaxtar og nýrra atvinnu- tækifæra". Marktæk byggðastefna verður að taka tillit til ijölmargra þátta. í skýrslunni eru eftirtalin megin- atriði talin vega þyngst til áhrifa á byggðaþróun: * Ákvarðanir stjómvalda í sjávarútvegsmálum. * Staðsetning þjónustu, en 90% nýrra starfa verða til í þjónustu- greinum. * Staðarval stórfyrirtækja. * Byggðaáætlanir. * Skattaaðgerðir. * Flutningastyrkir, sem tíðkast víða erlendis. * Staðsetning ríkisstofnana. Að síðistu sakar ekki að minna á það að réttur þjóðar til lands byggist ekki sízt á nýtingu þess. Ný tísku- vöruverslun á Skólavörðustíg SVANURINN, ný tískuvöruversl- un, hefur verið opnuð á Skóla- vörðustíg 6 í Reykjavík. Eigendur verslunarinnar eru Guðrún Margrét Njálsdóttir og Unnur Ólafsdóttir. Verslunar- stjóri er Sigrún Sigurðardóttir. Verslunin býður fatnað fyrir kon- ur á öllum aldri og eru vörumar frá þýskum og belgískum framleiðend- um. Viðskiptavinir eiga kost á módeí-fatnaði auk þess sem keyptar eru inn fáar flíkur sömu gerðar. Opnunartími er virka daga kl. 10.00-18.00 og laugardaga kl. 10.00-12.00. Unnur Ólafsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Guðrún Margrét Njálsdóttir í nýju versluninni sem ber nafnið Svanurinn. Ferminsrar Skálholt ° Fermt í Skálholti hvítasunnudag klukkan 14. Prestur er sr. Guð- mundur Óli Ólafsson. Eftirtalin böm fermast: Anna Svavarsdóttir.Drumboddsstöðum, Ágústa Þórisdóttir, Haukadal, Elsa Fjóla Þráinsdóttir, Miklholti, Hrafn- hildur Grímsdóttir, Fífuseli 13 Reykjavík, Eiríkur Sæland Gústafs- son, Sólveigarstöðum, Guðmundur Lúter Loftsson, Kjóastöðum. Miklabæjarkirkja Fermt í Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð hvítasunnudag kl. 14.00. Prestur er Dalla Þórðar- dóttir. Eftirtalin böm fermast: Atli Már Traustason, Syðri Hofdöjum, Margrét Guðrún Helgadóttir, Úlfs- stöðum, Sveinn Amar Sæmunds- son, Syðstu Grund, Valdimar Öm Matthíasson, Frostastöðum, Þor- valdur Konráðsson, Ytri Brekkum 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.