Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 47

Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 47
47» * MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Olafur Nikulásson Selfossi — Minning Fæddur 23. mars 1920 Dáinn 27. maí 1987 „Menn vaða í viliu og svima, veit enginn neitt um það, hvemig, á hveijum tíma eða hvar hann kemur að. Einn vegur öllum greiðir inngang í heimsins rann, margbreyttar líst mér leiðir liggi þó út þaðan." (H.P.) Orð og speki sr. Hallgríms úreld- ast ekki. Til þeirra geta allir á öllum tíma vitnað. Þau eru í nærveru hugans þegar fjölskylda, tengdafólk og vinir Ólafs Nikulásonar bifreiða- stjóra að Kirkjuvegi 22 á Selfossi standa frammi fyrir andláti hans. En hann lést með skyndilegum hætti miðvikudaginn 27. maí sl., 67 ára að aldri. Ólafur var fæddur 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Ólöf Bjama- dóttir og Nikulás ívarsson er þá voru í vinnumennsku hjá Skúla Thorarensen. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum sem fljótlega eftir fæðingu hans fluttu að Hemlu, en síðan á Eyrarbakka, þar sem þau bjuggu í 2 ár en fluttust þá til Vestmannaeyja þar sem Ólafur ólst síðan upp. Ólafur fór árum saman í æsku sinni til sumardvalar að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og líkaði vistin vel hjá Margréti Sigurðardóttur sem þar bjó þá með dætrum sínum. Hann var þar síðast í vist sumarið 1935, þá 15 ára að aldri. Skógrækt skáta við Ólafur hefir með greinargóðum hætti stiklað á lífshlaupi sínu í við- ræðu við Gísla Högnason frá Læk í bókinni „Isjur og austræna" er út kom fyrir nokkrum árum og má af þeim lestri ráða að sitthvað hef- ir hann fengist við á lífshlaupi sínu. Marga þekkta athafnamenn í landinu, ekki síst í Vestmannaeyj- um, átti Ólafur að húsbóndum og fór jafnan saman gagnkvæmt traust vinnuveitenda og verka- manns. Hann sótti á ungum aldri vélstjóranámskeið hjá Fiskifélaginu og stundaði síðan vélstjórastarf á fiskibátum í nokkrar vertíðir. í maímánuði árið 1943 ræðst Ólafur síðan til Kaupfélags Ámes- inga við bifreiðaakstur og sest að á Selfossi. Allar götur síðan til dán- ardags vann hann hjá samvinnufyr- irtækjum hér á Suðurlandi fyrst, eins og áður segir, hjá Kaupfélagi Ámesinga en síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Ég á von á að það sé björt minning sem forystumenn þessara fyrirtækja eiga um vel- virkni og trúa þjónustu Ólafs Nikulássonar í áratuga starfi hans. Af áratuga kynnum mínum við Ólaf ræð ég að hann hafi í upp- vexti sínum og á sínum þroska- ámm, átt rétt svipaða ævi og þá var almennt um jafnaldra hans. Litlar kröfur til lífsins gæða og hart að sér lagt til þess að ná því litla sem í boði var. Hann var harðduglegur til allra verka, vann hratt og vel með því markmiði að ljúka verkinu vel á sem stystum tíma. Létt lundarfar hans auðveldaði honum úthaldið. Heimilisfaðir var Ólafur í hópi þeirra bestu. Umhyggjusamur um velferð bama sinna og eiginkonu og þótti skjól sitt best þar sem heim- ili hans var. Hann var áreiðanlegur í viðskipt- um og tefldi ekki á tæpt vað gylli- boða eða hæpinna viðskipta. Gagnvart sifjaliði sínu var hann hinn tryggi, lífsglaði og sanni vinur. Hinn 7. júní 1947 giftist Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Sigurðardóttur frá Seljatungu í Gaulveijabæjarhreppi. Þau hófu búskap sinn að Árvegi 4 á Selfossi en byggðu árið 1953 íbúðarhús sitt að Kirkjuvegi 22. Böm Ólafs og Kristínar em: Sigríður, gift Steina Þorvaldssyni deildarstjóra hjá KÁ á Selfossi, þau eiga 3 böm; Sverr- ir, mjólkurfræðingur, búsettur á Selfossi, kvæntur Guðveigu Bergs- dóttur, þau eiga 2 böm; Ólöf gift Skúla Einarssyni. Þau búa á Tann- staðabakka í V-Húnavatnssýslu og eiga 2 böm. Sterk og yfirveguð minnast nú Kristin og böm hennar bjartra sam- vista eiginmanns og föður í heimil- islífi og öðm umfangi daglegs lífs. Að leiðarlokum megum við öll sem áttum Ólaf Nikulásson að vini, þakka samfylgdina, einlægni hans, létta lundina og heiðarleikann í hvívetna. Eiginkonu hans og bömum vott- um við hjónin einlæga samúð. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Ingibjörg Marinós- dóttir - Kveðjuorð Fædd 7. júní 1983 Dáin 29. maí 1987 í dag verður til moldar borin í Vestmannaeyjum lítil stúlka, Ingi- björg Marinósdóttir, aðeins tæplega fjögurra ára. Hún var eins og við- kvæmt blóm frá fæðingu. Hún var haldin sjúkdómi sem læknavísindin ráða ekki við. Litlar, mjúkar, falleg- ar hendur hafði hún. Það yljaði að hjartarótum þegar hún strauk okk- ur blítt um vanga. Það var yndislegt að vera í návist hennar. Ingibjörgu litlu var gefið að eiga góða foreldra og systkini, sem sýndu henni óvenju mikla umhyggjusemi og ástúð. Þau voru alltaf hjá henni. Sorg þeirra og söknuður er sár. Blessun sé öll- um þeim sem læknuðu hana og hjúkruðu og öðrum þeim sem á einn eða annan hátt hjálpuðu henni í hennar erfiðu veikindum. Það er huggun harmi gegn að eiga minninguna um Ingibjörgu litlu. Minningin lifir áfram með okkur um ókomin ár. Hún verður aldrei frá okkur tekin. Elsku Marý, Marinó, Heiða og Daddi, við biðjum algóðan Guð að blessa ykkur og styrkja. Nú legg ég augun aftur 6 Guð þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt Æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilson) Afi, amma og systkinin, Faxastíg 9. í dag er til moldar borin Iitla vinkona mín, Ingibjörg Marinsdótt- ir, en hún lést föstudaginn 29. maí sl. Ingibjörg hefði orðið 4ra ára á morgun, 7. júní, og var yngsta bam hjónanna Marinós Sigursteinssonar og Marý Kolbeinsdóttur. Systkini Ingibjargar eru Heiða Björk, 13 ára, og Bjami Ólafur, 11 ára. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Ingibjörgu fyrir tveimur árum og hef síðan átt með henni svo margar ógleymanlegar ánægjustundir. Ég minnist hlýju hennar og atlota, þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman. Það þurfti svo lítið til að gleðja „prins- essuna" mína, eins og ég kallaði hana svo oft. Hún hefur gefið mér svo margt og kennt mér svo margt sem ég aldrei fæ gleymt. Ingibjörg átti góða að. Fjölskylda hennar, sem reyndist henni svo vel, bæði á góðum og erfiðum stundum, á nú um sárt að binda. Enginn getur sett sig í þeirra spor. Ég þakka Ingibjörgu allar þær ánægjustundir sem hún gaf mér og bið góðan Guð að styrkja Marý, Marinó, Heiðu Björk og Bjama Ólaf, í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Ingibjargar Marinósdóttur. Rannveig Traustadóttir Úlfljóts- vatn SKÓGRÆKTARFÉLAG skáta við Úlfljótsvatn var stofnað 24. mars sl. og eru félagar nú um hundrað. Rætkunarstarf félags- ins hófst í maf með gróðursetn- ingu á lúpínu í Úlfljótsvatnsfjalli og nú f júní er fyrirhuguð gróð- ursetning á um 5.000 tijáplönt- um. Ætlunin er að girða tjaidstæðin skjólbeltum og prýða heimreiðina með greni og ösp. Tijálundur Helga Tómassonar skákahöfðingja, sem gróðursett var í sl. sumar, virðist hafa komið mjög vel undan vetrin- um og í sumar er ætlunin að stækka hann með skógarplöntum sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hef- ur gefið. Unnið verður við skógrækt við Úlfljótsvatn sunnudaginn 7. júní frá kl. 14.00, laugardaginn 13. júní og sunnudaginn 21. júní frá kl. 10.00. Nýir félagar em velkomnir til starfa og menn em minntir á að hafa skóflu meðferðis. Sumarveit- ingar í Amesi (ieldingaholt. Félagsheimilið Árnes rekur veitingasölu í sumar sem endra- nær. Er þar hægt að taka á móti hópum af öllum stærðum allan daginn. Arnes er tilvalinn áning- arstaður fyrir þá sem eru á leið f Þjórsárdal og inná hálendið Veitingarreksturinn í sumar er í höndum Jenníar og Guðbjargar í Skarði. Tekið er við pöntunum með stuttum fyrirvara. i Júni - Júli - Ágúst Mánudaga - fímmtudaga: Föstudaga: 10-20 . Laugardaga: Lokaó 10-18.30 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. 108 Reykjavík. Sími 686650 Jón ÓSA/SfA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.