Morgunblaðið - 06.06.1987, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
Sigrún S. Péturs-
dóttir - Minning
Fædd21.júní 1922
Dáin 31. maí 1987
Hún Siddý okkar er farin. Farin
á betri stað, þar sem hún er nú
aftur hress og kát eins og hún allt-
af var. Alveg þar til hinn illi
sjúkdómur hafði heltekið hana svo
að hún gat ekki lengur hreyft sig,
var sami gamli hressileikinn yfir
henni.
Já, hún var kát og hress hún
Siddý, hláturmild og góð. Hún tal-
aði enga tæpitungu — sagði
meiningu sína afdráttarlaust í
hveiju máli — sagði manni til synd-
anna af fullri einurð, ef henni fannst
þörf á, en þú vissir líka alltaf hvar
þú hafðir hana og hún var góð.
Það er sárt að kveðja kæran vin,
og þó stríðið sé tapað, þá er það
þó búið og það er huggun að vita
að nú líður henni Siddý okkar aftur
vel.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja Siddý með virð-
ingu og innilegu þakklæti fyrir
samvinnuna og allar samverustund-
imar og sendum eiginmanni
hennar, syni og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Elsa og Ninna
Tendraðu lítið skátaljós
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla ljósið þitt
ljómandi stjama skær,
lýsir lýð, alla tíð
nær og fjær.
(H.T.)
„Eitt sinn skáti, ávallt skáti."
Þessi orð eiga vel við þegar rætt
er um Sigrúnu Pétursdóttur. Siddý
var á unglingsárum í kvenskátafé-
laginu Ásynjum á Sauðárkróki og
starfaði þar af þrótti.
Nú síðustu árin þegar bamaböm-
in hennar fóm að taka þátt í
skátastarfinu vaknaði gamli skát-
inn í henni á ný. Hún fylgdist af
áhuga með starfi Eilífsbúa á Sauð-
árkróki. Alltaf þegar við hittumst
vildi hún fá fréttir af skátunum.
Hvemig gengur? Hveiju emð þið
að vinna að núna? Og hún hafði
gaman af að segja frá sínum
skátaáram og hafði mörgu að
miðla. Hjóireiðaferð, sem farin var
í Melsgil sl. vor var t.d. ákveðin
eftir frásögn frá henni. Þá lýsti hún
því yfir að mest langaði hana til
að hjóla með okkur!
í fyrrasumar þegar Eilífsbúar
héldu félagsmót í Lambárbúðum
kom hún í heimsókn á kvöldvöku
þrátt fyrir veikindi sín. Veður var
svalt og var því nokkur hreyfing á
fólki, en Siddý sat manna lengst
og fylgdist með skemmtiatriðum
skátanna og tók undir söng þeirra.
Síðan gekk hún um svæðið og ræddi
um starfið framundan. Hvatti hún
okkur til þess að reisa skála fyrir
félagið og hristi um leið upp í nokkr-
um gömlum skátum sem þama
vom og sagði: „Er ekki hægt að
nota okkur til hjálpar?" Henni
fannst eitthvað standa á svarinu svo
hún bætti við, hress að vanda:
„Auðvitað eigum við að hjálpa til.“
Nú er Siddý dáin eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Við skátar þökkum henni
fyrir áhugann sem hún sýndi starfí
okkar og alla hvatninguna, sem frá
henni kom.
Innilegar samúðarkveðjur til
Áma, Bjössa, Dísu og bama þeirra.
Softiar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur kvenskáta)
F.h. Skátafélagsins
Eilífsbúa,
Inga H. Andreassen,
félagsforingi.
Því er svo einkennilega farið með
dauðann að maður getur aldrei
búið sig undir heimsóknir hans þótt
oftast nær geri hann boð á undan
sér. Þegar ég frétti lát Siddýar
móðursystur minnar að morgni 31.
maí sl. fannst mér nánast óhugs-
andi að rétt væri hermt, samt var
mér eins og öðmm er til þekktu
fullkunnugt um að hún hafði um
skeið staðið fyrir opnum dauðans
dyram. Persóna frænku minnar og
lífsafstaða var líka þess eðlis að
dauðbeygurinn átti þar hvergi rúm
enda hafði hún staðið af sér mörg
áföll í tæplega fjögurra ára baráttu
við þann sjúkdóm er tíðast sækir
nútímamanninn heim. Nú þegar
tími hefur gefíst til að átta sig ögn
á staðreyndum er ég sáttur við að
Siddý fékk að sofna burtu svo
skömmu eftir að ljóst varð að bar-
áttan var töpuð það var henni
ábyggilega lítt að skapi að bíða
með það sem ekki varð umflúið.
Sigrún frænka mín fæddist á
Sauðárkróki 21. júní 1922. Hún var
dóttir hjónanna Péturs Hannesson-
ar póstmeistara og Sigríðar Sig-
tryggsdóttur. Sigrún ólst upp á
Króknum ásamt systkinum sínum
Hönnu og Hannesi og þar bjó hún
öll fullorðinsárin með eftirlifandi
eiginmanni sínum, Áma Þorbjöms-
syni frá Geitaskarði í Langadal.
Siddý frænka og Sauðárkrókur
hafa ævinlega mæst í einum punkti
í mínum huga — Skagafjörðurinn
er bakgmnnur flestra myndanna
sem henni em tengdar. Mér skilst
líka að Qörðurinn hafí skartað sinu
fegursta, baðaður morgunsól, þegar
Siddý kvaddi þennan heim. Sú
umgjörð var svo sannarlega við
hæfi.
Ég kynntist frænku minni fyrst
fyrir alvöm þegar farið var að senda
mig snáða norður á Krók til dvalar
hluta úr summm. Minningamar frá
þessum ámm em margar og ljúfar
enda var Siddý ríkulega gædd ást
á bömum. Matvandur sunnanstrák-
urinn gleymir seint sælustundunum
í eldhúsinu á Smáragmndinni og
enn síður samræðunum á friðsælum
kvöldum þegar frænka gaf sér tíma
til að hlýða á ævintýri dagsins, ríku-
lega skreytt, vella upp úr mér. Þá
var hún yfírleitt sposk á svipinn —
einstaka sinnum þó alvarleg — og
virtist njóta bemskunnar með mér.
Siddý var ein af þeim manneskjum
sem umgangast böm af sömu virð-
ingu og fullorðna en leyfa þeim
jafnframt að njóta bemskunnar til
hins ítrasta. Það er mikilsverður
eiginleiki sem allt of fáum er gefínn.
Þegar ég fullorðnaðist naut ég
samverastundanna ekki síður en
sætti mig þá iðulega við að hlusta.
Siddý var nefnilega gædd ríkulegri
frásagnargáfu og miklu skopskyni
og það var unun að hlusta á hana
þegar hún náði sér á flug. Ég
minnist sextugsafmælisins sem
Siddý hélt uppá í Húsafellsskógi
af alkunnri rausn og höfðingsskap.
Þar var ýmislegt skrafað og skeggr-
ætt — allra kátlegust var þó
upprifjun systkinanna á ýmsum
atburðum fyá bemskuámnum. Þar
fór stórasystir fyrir og sópaði að
henni. Þannig ætla ég líka að
minnast hennar, sterkrar, kátrar
og skömglegrar. Þannig var Siddý
móðursystir mín.
Ég vil flytja þakkir okkar systur-
bama á þessari kveðjustund og
jafnframt votta Áma, Bjössa, Dísu
og bamabömum okkar dýpstu sam-
úð.
Systkini Siddýjar, Hanna og Hann-
es, hafa líka misst mikils. Eg þekki
af eigin raun hvað samband þeirra
systra var náið og innilegt — þar
bar aldrei skugga á. Hannes Péturs-
son yrkir á einum stað:
„Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
jæir eru himnamir
honum yfir.“
Þessar hendingar verða loka-
kveðjan mín. Hvíli í friði mín kæra
frænka.
Siggi
í dag verður borin til grafar á
Sauðárkróki, Sigrún Pétursdóttir.
Sigrún lést 31. maí sl. eftir langa
og hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm, sem nú hefur lagt hana
að velli.
Líklega koma bestu kostir hvers
einstaklings í ijós þegar á móti blæs.
Svo var með Siddý, eins og hún var
alltaf kölluð hér á Króknum. í þeim
langvinnu veikindum, sem hún átti
við að stríða undanfarin ár, gafst
hún hvorki upp né gaf frá sér von-
ina um bata. Hún tók við því
æðmlaus sem að höndum bar og
kvartaði aldrei um hlutskipti sitt
eða líðan. Og hún var ætíð mjög
þakklát öllum þeim sem önnuðust
hana, hvort heldur á sjúkrahúsum
í Reykjavík eða hér á Sauðárkróki.
Mér hefur alltaf fundist erfitt að
skilja þegar fólk er kallað héðan
úr heimi á vorin þegar náttúran er
að vakna til lífsins. En þegar barátt-
an er orðin vonlaus er hvíldin
kærkomin.
Við Siddý áttum mikið saman
að sælda, þó með hléum væri. Þeg-
ar ég fór fyrst til langdvalar utan
föðurhúsa, var það á heimili Siddý-
ar og Árna, frænda mins Þorbjöms-
sonar, en hjá þeim dvaldi ég þá
þijá vetur sem ég var í Gagnfræða-
skóla Sauðárkróks. Það þarf ekki
að lýsa þvi fyrir neinum, sem til
þekkti, hvílík fyrirmyndar húsmóðir
Siddý var. Síðan lágu leiðir okkar
aftur saman þegar ég hóf störf hjá
Sauðárkrókskaupstað haustið 1978
og fram á haust 1983.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hversu Siddý fagnaði mér innilega
er við hittumst sl. sumar þegar af-
ráðið var að ég kæmi að nýju til
starfa hjá Sauðárkróksbæ. Þá var
hún þungt haldin af sjúkdómi sínum
og dvaldi á Landspítalanum í
Reykjavik. Uppgjafartónn var ekki
til hjá henni, heldur rætt um hve-
nær hún kæmist aftur norður á
Krók. Og það tókst henni raunar.
Hresstist meira að segja svo um
tíma, að hún hóf starf hluta úr
degi. En þar var aðeins um stundar-
frið að ræða.
Það var gott að vinna með Siddý.
Hún var ákveðin og samviskusöm.
Lá heldur ekkert á því ef henni
mislfkaði og sagði skoðanir sínar
umbúðalaust og það gustaði af
henni ef svo bar undir.
Hún bar hag Sauðárkróksbæjar
mjög fyrir bijósti og vildi veg
Króksins í öllu sem mestan. Hún
fæddist hér og bjó hér alla sína
ævi. Hún hafði raunar lengstan
starfsaldur allra starfmanna Sauð-
árkróksbæjar.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Siddý samfylgdina. Mér sýndi hún
ætíð ástúð og hlýju, allt til hins
síðasta.
Guð blessi minningu hennar.
Snorri Björn Sigurðsson
í skini rísandi sólar, þegar
Skagafjörðurinn skartaði sínu feg-
ursta í vorblíðunni, 31. maí sl.,
kvaddi Sigrún Sigríður Pétursdóttir
þetta líf.
Hún fæddist inn í hina nóttlausu
veröld 21. júní 1922. Foreldrar
hennar vom sæmdarhjónin Sigríður
Sigtryggsdóttir og Pétur Hannes-
son á Sauðárkróki, sem bæði em
látin. Víst hefur hvildin verið Sig-
rúnu ljúf, eftir baráttuna við
sjúkdóminn skæða, en hún þráði
heitt að fá að lifa í fleiri ár — með
ástvinum, ættingjum og vinum —
fleiri vor í fangi hinnar fögm
byggðar undir Tindastólnum — þar
sem hún fæddist, ólst upp, byggði
sitt bú og hefur nú endað sína ævi.
Systkini Sigrúnar, Hanna og
Hannes skáld og þeirra fjölskyldur
sakna nú elskulegrar systur, sem
bar hag þeirra allra fyrir bijósti af
kærleiksríkri umhyggju. Systra-
bönd þeirra Sigrúnar og Hönnu
vom óvenjusterk og er Hönnu miss-
ir mikill. Hanna reyndi á allan hátt
að létta systur sinni sjúkdómsgöngu
og oft mátti heyra glaða hlátra
hljóma frá stofunni hennar Sig-
rúnar — eins og í fyrri daga —
þótt alvaran biði á næsta leiti.
Sár er söknuðu Þorbjamar, son-
arins, sem henni var gefinn, bam
í reifum, sem átti einn allan hennar
móðurkærleika. Tengdadóttirin,
Þórdís Þormóðsdóttir, og bama-
bömin þijú, Ámi, Helga og Atli
Bjöm, kveðja elskulega tengdamóð-
ur og ömmu, sem af skilningi og
kærleika bað þeim blessunar. Hún
gladdist yfir hveiju því, sem gerðist
í lífi þeirra, sem var af hinu góða.
Minnisstæður er gleðiglampinn í
augum Sigrúnar er hún sagði frá
því að bamabamið, sem fermt var
í vor, hefði fengið sérstaka viður-
kenningu frá prestinum fyrir góða
kunnáttu í þeim fræðum, sem kennd
em fyrir ferminguna. Augljóst var,
að henni þótti gæfulegt að leggja
rækt við kristindóminn, sem besta
veganestið fyrir lífíð.
Við fráfall Sigrúnar er að eigin-
manni hennar, Áxna Þorbjömssyni,
þyngstur harmur kveðinn. Skemmri
tími, en rúm fjöratíu ára sambúð,
tvinnar saman lífsþræðina í ferli
daganna í blíðu og stríðu svo erfitt
verður að horfast í augu við aðskiln-
að. Hann minnist glaðværðar
hennar og gjörvileika. Hversu speg-
ilhreint og yndislegt heimili hún bjó
honum, af smekkvísi sinni. Hversu
hún leitaðist við að slétta úr mis-
fellum og gera gott úr öllu, enda
var Ámi mjög háður sinni konu og
reyndar varð það sama um hana
sagt. Hún mátti varla af honum sjá
í sjúkdómslegunum, meðan hún
hafði fulla rænu.
Varla verður skilið við sjúkdóms-
þáttinn í lífi Sigrúnar síðustu rúm
ijögur árin, án þess að láta í ljós
aðdáun á bjartsýni hennar, hug-
rekki og baráttuþreki. Henni var
ríkt í huga þakklæti til lækna,
hjúkmnarfólks og allra þeirra sem
studdu hana í baráttunni við sjúk-
dóminn. Megi læknunum auðnast
að bera sem fyrst sigur af hólmi í
baráttunni við þennan skæða óvin
lífsins.
Um leið og við biðjum Áma bróð-
ur, fjölskyldu hans, Hönnu, systur
Sigrúnar, öðmm ættingjum og vin-
um hennar huggunar í sorginni
þökkum við systkinin og fjötskyldur
okkar elskulegri mágkonu sam-
fylgdina — og biðjum Guð að blessa
minningu hennar.
Systkinin frá Geitaskarði
í dag verður jarðsett á Sauðár-
króki frænka mín, Sigrún Péturs-
dóttir, en hún lést þar á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga eftir hetjulega bar-
áttu, sunnudaginn 31. maf sl. á 65.
aldursári. Það er nú, eins og oft
endranær, að við hjón hefðum
gjaman viljað vera komin norður
til að fylgja vinum og frændum,
mínum fyrrverandi sóknarbömum,
sem kvatt hafa þetta líf. Það hefur
hefur sjaldnast reynst unnt vegna
starfa minna hér syðra, en um það
var rætt, að ég mundi nú rita fáein
kveðjuorð og undan því skal ekki
vikist.
Hún var í raun aldrei kölluð ann-
að en Siddý og sagði mér, þegar
við hittumst fyrst, að hún vildi ekki
heyra annað, nema ég væri henni
reiður, þá mætti ég nefna fullt nafn,
Sigrún Sigríður. En við hittumst
fyrst á aðventu 1959, er ég kom
til Sauðárkróks og þá í þeim hug-
leiðingum að sækja um prestakallið,
sem hafði nýlega verið auglýst. Ég
vissi, að ég átti þama eitthvert
skyldfólk í fóðurætt, fólk sr. Hálf-
dáns heitins Guðjónssonar prófasts
Skagfirðinga og vígslubiskups
Hólastiftis, en þeir faðir minn og
hann vom systkinasynir. Sigríður
Sigtryggsdóttir, móðir Siddýjar,
ólst upp hjá sr. Hálfdáni móður-
bróður sínum. Hún og eiginmaður
hennar Pétur Hannesson vom flutt
frá Sauðárkróki til Reykjavíkur, er
hér var komið sögu. En Sigríður
Sigtryggsdóttir, sú mikilhæfa kona,
var of frændrækin til að láta af-
skiptalausa hagsmuni ungs manns,
sem var við hana þremenningur að
frændsemi. Hún gerði þá mikið fyr-
ir mig og Siddý ekki síður, enda
stóð frændgarðurinn á Króknum
þétt saman.
Siddý söng sópran í kirkjukóm-
um árin öll, sem ég var þjónandi á
Sauðárkróki, hún lagði ungu æsku-
lýðsfélagi ágætt lið og vann af
áhuga gott starf til stuðnings Safn-
aðarheimilinu þegar það var að
hefja störf. Hún og eftirlifandi eig-
inmaður hennar, Ami Þorbjömsson
lögfræðingur, áttu einstaklega fal-
legt og myndarlegt heimili. Þar var
oft komið saman á góðum stundum,
og nánast hygg ég að samfélag fjöl-
skyldnanna hafí verið árið, sem
okkur Áma var falið að leiða Rot-
aryklúbb Sauðárkróks, en ég var
ritari þar í hans forsetatíð.
Einkasonur þeirra Þorbjöm, sem
er lögfræðingur að mennt, og fram-
kvæmdastjóri Loðskinns hf. á
Sauðárkróki, er kvæntur Þórdísi
Þormóðsdóttur meinatækni. Eiga
þau þtjú mannvænleg böm, sem
vom Siddý ósegjanlega mikils virði
og gáfu lffi hennar síðari árín mikla
gleði og fyllingu. Þorbjöm varð
nemandi minn í 6. bekk bamaskóla
strax fyrsta veturinn nyrðra. Hann
var einstaklega áhugasamur og
skemmtilegur unglingur og við átt-
um fágætlega gott samfélag á
skólaámm hans á Króknum. Allt
varð þetta til að tengja enn frekar.
Siddý átti mikla mannkosti aðra
en frændrækni og tryggð. Hún var
syni sínum mikil móðir, og erfitt
mun að fínna myndarlegri húsmóð-
ur. Svo var hún þrekmanneskja,
bæði til líkama og sálar. Tæki hún
að sér verkefni á félgslegu sviði,
þá var vel fyrir því séð. Reyndi eitt-
hvað á í lífi fjölskyldunnar, þá var
hún sá klettur, sem aðrir gátu
treyst, að ekki mundi bifast.
Þegar Siddý gaf, þá gerði hún
það bæði fallega og vel. Mér er það
t.d. minnisstætt, að hún gaf blómin
á altari Sauðárkrókskirkju nokkrar
síðustu páskahátíðimar, sem ég
starfaði á Sauðárkróki. Hún bað
þess þá, að nafn hennar yrði ekki
nefnt. En ég er viss um það, að sú
nafnleynd gildir ekki lengur, því
nefni ég þetta hér.
Siddý veiktist af krabbameini
fyrir tæpum §ómm ámm. Hún kom
þá hingað til Reykjavíkur og gekkst
undir mikla skurðaðgerð, sem tókst
svo vel, að nánast mátti líkja við
kraftaverk. En þar var líka mikið
beðið fyrir árangri. Það vildi svo
til, að ég var hjá henni kvöldið fyr-
ir þá aðgerð, og það get ég fullyrt,
að óvíða hef ég upplifað eins mikla
sálarró við slíkar kringumstæður
og svo sterka trú á kærleika og
handleiðslu skaparans.
En sjúkdómurinn tók sig upp
aftur, og Siddý þurfti að koma oft
hingað suður. Ætíð sýndi hún sama
þrekið, sína sterku trú og aðdáan-
legt æðmleysi hetjulundar. Það er
langt síðan hún hvarf héðan, norður
og heim, til að eiga þar hin síðustu
jarðnesku dægur. Það er svo gott
að mega fara heim, sagði hún þá
við mig. Ég fann, að orðin höfðu
tvíþætta merkingu, trúarlega ekki
síður, því hún var orðin þreytt.
En _nú er hinni erfiðu baráttu
lokið. í dag verður jarðsett á hinum
yndisfagra stað á Nöfunum heima
á Sauðárkróki. Þar verður erfitt að
standa með harm í huga mitt í feg-
urð vorsins. En við skulum þá muna
það vel, að gröfin er ekki blind-
gata, heldur þjóðbraut kynslóðanna
frá myrkri til Ijóss, frá skuggum
harms og saknaðar inn til þess ljóss
sem nærist af kærleika lífgjafans
mikla. Hann gefur það nú, að Siddý
fær að hverfa frá lífi til lífs, þess
lífs sem stefnir öllu mót upprisu
sólar í austri, þeirrar sólar sem
skín yfír sístæðum páskablómum á
altari hins hæsta höfuðsmiðs ver-
aldarsviðs. Og þar bíða vinir í varpa.
Guð gefi ykkur öllum þá huggun,
frændfólk og vinir heima á Sauðár-
króki. Öll þökkum við, það sem í
hæfileikum og manngildi góðrar
konu var gefið og biðjum henni
blessunar Guðs.
Þórir Stephensen