Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 62

Morgunblaðið - 06.06.1987, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 - . Morgunblaðið/Einar Falur • Ólafur Viggósson frá Neskaupsstað á hér í höggi vift belgískan leikmann í leik fslands og Belgfu á Stjörnuvelli fyrir stuttu. Þar tap- aði íslenska liftift niður unnum leik á síðustu mfnútunum. Vonandi tekst betur til gegn Dönum á Garðsvelli á mánudaginn. Fyrsti landsleikurinn á Garðsvelli: Piltaliðið gegn Dönum í Garðinum Liðin gerðu jafntefli ífyrri leiknum ÍSLENSKA piltalandsliðið f knatt- spyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur gegn Dönum f Evrópukeppni piltalandsliða á mánudaginn. Leikurinn fer fram á Vfðisvelll f Garðinum og hefst klukkan 17. Þetta er þriðji leikur liðsins í keppninni að þessu sinni. Fyrir skömmu töpuðu strákarnir 3:2 fyr- ir Belgum í Garðabænum, en Belgar „stálu" sigrinum — skoruðu tvö mörk á síðustu þremur mínút- unum. Fyrsti leikurinn var úti gegn Dönum. íslenska liðið stóð sig mjög vel og máttu Danir þakka fyrir 1:1 jafntefli. „Strákarnir hafa sýnt í þessum leikjum að við erum með lið í sama gæðaflokki og hinar þjóðirnar. Þeir hafa þegar öðlast mikla reynslu, bæði með meistaraflokki og eins í drengja- og piltalandsleikjum, þrátt fyrir ungan aldur. En því mið- ur er mikið álag á þeim flestum, margir leika með sínum félögum í tveimur eða þremur flokkum og það gengur ekki til lengdar," sagði Lárus Loftsson, þjálfari piltalands- liðsins, við Morgunblaðið í gær. Landsleikurinn á mánudaginn er sá fyrsti, sem fram fer á Víði- svelli í Garðinum, en íslenska liðið verður skipað sömu leikmönnum og í síðustu tveimur leikjum, en þeir eru: Karl Jónsson Þrótti Egill Örn Einarsson, fyrirliði Þrótti Þormóður Egilsson KR Bjarni Benediktsson Stjörnunni NBA-deildin: Frá Qunnari Vaigalrasyni ( Bandarfkjunum. LOS Angeles Lakers átti ekki f erfiðleikum með Boston Celtics f annarrl vlðureign liðanna um bandaríska meistaratitilinn. La- kers vann örugglega 141:122 og þar af skoruðu þeir 57 stig úr hraðaupphlaupum, en Boston aðeins sjö og segir það meira um yfirburðina en úrslitin. Boston tókst að róa leikinn nið- ur í byrjun og eftir að hafa leitt lengst af, var staðan aðeins 38:34 fyrir Lakers að fyrsta leikhluta loknum. í öðrum leikhluta vöknuðu heimamenn af dvalanum, náðu að keyra hraðan upp, komust í 69:52 og voru 19 stigum yfir í hálfleik, 75:56. Þegar sex mínútur voru til leiks- loka var staöan 124:101 og úrslitin ráðin. K. C. Jones, þjálfari Boston, játaði sig sigraðan, tók alla bestu menn sína út af og setti varamenn inná. Sama gerði Pat Riley, þjálf- ari Lakers, en öruggur sigur Lakers var í höfn. James Worthy var besti maður leiksins og skoraði 23 stig. Magic Johnston og Abdul-Jabbar skoruðu einnig 23 stig hvor og auk þess átti Johnston 20 stoðsendingar, en hann á sjálfur metið sem er 21 sending, sett í úrslitaleik sömu liða 1984. Byron Scott var stigahæstur með 24 stig, en Michael Cooper, varnarmaður ársins, skoraði sex þriggja stiga körfur í sjö tilraunum, sem er nýtt met í úrslitakeppni. Scott Wedman hjá Boston skoraði fjórar þriggja stiga körfur í úrslitum gegn Lakers 1985 og Larry Bird gerði fimm tilraunir til að skora fyrir utan gegn Houston í fyrra. Þá átti Cooper átta stoðsendingar í annarri lotu og jafnaði þar með metið. Larry Bird var bestur hjá Boston og skoraði 23 stig. Robert Parish lék meiddur, en skoraði 12 stig í fyrstu lotu og átti sjö af ellefu frá- köstum Boston, en leikmenn Lakers náðu aðeins sex fráköstum í fyrsta leikhluta. Staðan er nú 2-0 og fara næstu leikir fram i Boston. Yfirburðir La- kers hafa verið meiri en gert var ráð fyrir og ef fer sem horfir, lýkur keppninni á þriðjudaginn, en þá leika liðin fjórða leikinn. EM íkörfubolta: Auðvelt hjá Sovétmönnum ÚRSLITAKEPPNI Evrópumótsins í körfuknattleik stendur nú sem hæst í Aþenu f Grlkklandl: í gær fóru fram tvelr leikir. í A-riðli sigruðu Sovétmenn Rúmena með 121 stigi gegn 74 (66:24). Yfirburðir Sovótmanna voru miklir eins og tölurnar gefa til kynna. Valdis Valters var stiga- hæstur Sovétmanna með 25 stig, Aleksandr Volkov og Sergey Tara- konov gerðu 18. Petre Branisteanu var stigahæstur Rúmena með 20 stig, Costel Cernat geröi 18. Italía vann Holland í B-riðli 95:71 (43:33). Antonello Rivo var stiga- hæstur ítala með 18 stig. Okke Sukko Te Velde gerði 13 stig fyrir Hollendinga og var stigahæstur. Rúnar Kristinsson KR Valdimar Kristófersson Stjörnunni GunnlaugurEinarsson Val Steinn Adolfsson Val Haraldur Ingólfsson ÍA Ólafur Viggósson Þrótti Nesk. Árni Þór Arnason Þór, Ak. Kjartan Guðmundsson Þór, Ak. HólmsteinnJónsson Fram Helgi Björgvinsson Fram Leifur Hafsteinsson ÍBV Þórarinn Ólafsson UMFG Lakers skoraði 57 stig úr hraðaupp- hlaupum, en Boston sjö • James Worthy (númer 42) var bestl lelkmaður Los Angeles Lakers enn einu slnni. Hann skoraði nú 23 stig. 1. deild: Fjórir leikir ídag ÞRIÐJA umferð 1. deildar karla í knattspyrnu verður um helgina, fjórir leikir í dag, sem allir hefjast klukkan 14, og einn á mánudaginn, sem byrj- ar klukkan 20. Fyrsti leikurinn á aðalvellin- um á Akureyri verður í dag, þegar KA fær Val í heimsókn. FH og Víðir leika í Kaplakrika, Völsungur og ÍA á Húsavík og IBK og Þór í Keflavík. Á mánu- dagskvöldið leika síðan Fram og KR í Laugardalnum. Tveir leikir fara fram í 2. deild og hefjast þeir báðir klukkan 14. Á Isafirði leika heimamenn og Leiftur og Einherji fær Þrótt í heimsókn. í 1. deild kvenna verður einn leikur í dag og einn á mánudag- inn. UBK og Þór leika í Kópa- vogi í dag klukkan 14. Á mánudaginn leika Valur og Þór á Valsvelli og hefst hann klukk- an 14. Golf: Skermamót hjáGR ANNAÐ fjáröflunarmót GR tll kaupa á sjónvarpsskermi á klúbbhúsið fer fram á laugar- daglnn og hefst klukkan 9 árdegis. Lelkin verður punkta- keppni með fullri forgjöf. Fyrir viku var haldið sams- konar mót þar sem safnaðist um helmingur þess fjár sem þarf til að kaupa slíkan skerm en með tilkomu hans verður hægt að horfa á beinar útsend- ingar frá stærstu golfmótum heims. ( fyrsta mótinu vann Hjalti Atlason með 46 punkta, Óskar Ingason varð annar með 45 punkta og Gunnar P. Herberts- son fékk 42 punkta. Tennis: Opið mót NIKE-DUNLOP mótlð í tennis fer fram á vegum ÍK um helg- ina f Kópavogi. Keppt verður f einliða- og tvfllðaleik drengja og stúlkna og veitt verða veg- leg verðalun sem Austurbakki og ÍK gerfa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.