Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Hvenær byrja skal að slá ? (skv. hita 1987) 15/7 * 11/7 27/6 2/7 o/7 25/6 9/7 27/6 18/6 27/6 27/6 30/6 m m 10/7 6/7 25/6 5/7 9/7 29/6 28/6 27/6 6/7 27/6 25/6 23/6 23/6 24/6 25/6 22/6 20/6 22/6 19/6 19/6 Dagsetningar eftir 24. júní eru fengnar með því að nota hita- | summuna fram að þeim degi, en áætla hitann eftir það eftir 140 S ára meðaltölum hans fyrir hvern dag. (Páll Bergþórsson) Kort sem sýnir hvenær sláttur ætti að hefjast Náum sáttum, sjálfstæðismenn PÁLL Bergþórsson veður- fræðingur hefur gert kort sem sýnir útreikninga hans á því hvenær eðlilegt sé að sláttur hefjist víða um land. í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sagði Páll að dagsetn- ingar á kortinu væru í raun reiknaðar út frá meðalhita og kvaðst hann nota upplýsingar um hita í hverri veðurstöð allt frá ára- Haraldur Bessason flytur fyrirlestur PRÓFESSOR Haraldur Bessason frá Winnipeg, nýskipaður for- stöðumaður háskólakennslu á Akureyri, flytur opinberan fyrir- lestur í _ boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 29. júní kl. 17.15 i stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Innra sam- hengi Völuspár". Öllum er heimill aðgangur. mótum. „Hitastig allra daga frá áramót- um sem eru yfír frostmarki er lagt saman. Það myndar ákveðna summu sem fer hækkandi eftir því sem líður á sumarið," sagði Páll. Hann sagði að margra ára reynsla sýndi hve há þessi hita- summa þyrfti að vera til að sláttur gæti hafíst og þannig mætti reikna út dagsetningar þær sem sjást á kortinu. Páll sagði að fleiri veðurfræði- leg atriði kæmu inn í þessa út- reikninga, t.d. væri lengd dagsins látin hafa áhrif og einnig það að á sumrin væri hiti niður við jörðu hærri en mældur hiti. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér litist vel á kort Páls Bergþórssonar. „Það er skemmti- legt að velta því fyrir sér hvort hægt sé að reikna þetta út,“ sagði. Jónas og taldi kortið fróðlegt og gott til viðmiðunar. eftir Magnús Helgason Ég hefí mætt á alla Landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðan 1943. í minningunni standa tveir fundir upp úr. Landsfundurinn á Þingvöll- um 1943, er Sigurður Eggerz stjómaði fundi undir berum himni á Lögbergi og mælti „Vtö erum komnir heim Islendingar". Á þeim fundi flutti Bjami Benediktsson hina frægu ræðu sína um sjálfstæð- ismálið og lagði út af orðum Fjall- ræðunnar: „Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða". Hinn fundurinn sem er stór í minningunni var haldinn á Akur- eyri 1948. Þá hafði um skeið verið ólga í flokknum, eða frá því að Ólafur Thors myndaði Nýsköpunar- stjómina 1944 með Alþýðuflokki og sósialistum. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins neituðu að styðja stjomina; þeir Ingólfur Jóns- son á Hellu, Gísli Sveinsson, Jón Sigurðsson á Reynisstað, Pétur Ottesen og Þorsteinn Þorsteinsson. Vísir, undir ritstjóm Kristjáns Guð- laugssonar, studdi fimmmenning- ana ötullega. Enda þótt nærri tvö ár væru lið- in frá þvi að Nýsköpunarstjómin hvarf frá völdum hafði enn ekki gróið um heilt mneð flokksmönnum. Á Landsfundinum kvaddi Kristján Guðlaugsson sér hljóðs. Hann flutti áhrifamikla ræðu og mæltist til sátta. Er Kristján hafði lokið máli sínu reis Ólafur Thors upp og mælti: „Kristján Guðlaugsson hefur rétt fram sáttarhönd, ég segi: hér er önnur“. Þeir tókust í hendur og voru ákaft hylltir af fundarmönnum. Sættir höfðu tekizt. Nú er ástandið þannig í flokki okkar sjálfstæðismanna, að mér sýnist að mál sé komið til að menn bijóti odd af oflæti sínu og einhver rétti fram sáttarhönd. Ég geri það því að tillögu minni að góðir menn gangi nú fram fyrir skjöldu og reyni að sætta hin stríðandi öfl. I þessu sambandi koma mér í hug nokkrir vitrir menn og lífsreyndir: Geir Hallgrímsson, Jónas Rafnar, Steinþór Gestsson frá Hæli, Sigurður Bjarnason frá Vigur og Pétur Sigurðsson. Magnús Helgason „Nú er ástandið þannig- í flokki okkar sjálfstæð- ismanna, að mér sýnist að mái sé komið til að menn brjóti odd af of- læti sínu og einhver rétti fram sáttarhönd.“ Er þetta ekki hugmynd sem vert er að reyna, sjálfstæðismenn? Höfundur erforstjóri Hörpu hf. Ólafur Thors Bjarni Benediktsson Sigurður Eggerz Kristján Guðlaugsson Markaðurinn: Smíðar arkitektinn hús? eftirSigurð Sigurðarson Gagnstætt því sem margir halda er markaðsfræðin ekki aug- lýsinga- eða sölustarfsemi. Við- fangsefni hennar eru vörur og þjónusta, vöruþróun, einkenni ein- stakra vörutegunda og vörudreif- ing. En framar öllu snýst markaðsfræðin þó um hina eilífu leit að viðskiptavinum og hvemig fullnægja megi þörfum þeirra og óskum. Margir halda að verkefni mark- aðsmanna sé hið sama og sölu- manna, munurinn sé einungis sá að nú fáist háskólamenntun í sölu- störfum. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Það getur hins vegar verið að víða fínnist háskóla- menntun í sölumennsku, en í raun tengist slíkt nám ekki markaðs- fræðinni. Markaðsfræðingurinn er ákaflega fákunnandi um eigin- lega sölutækni. Hans verkefni er að fínna hugsanlega viðskiptavini og búa svo um hnútana að varan eða þjónustan falli neytendum svo vei í geð að þeir kaupi hana. Starf markaðsfræðings er í ætt við starf fískifræðings, jarðfræð- ings eða arkitekts. Fiskifræðing- urinn notar þróaðar aðferðir til dæmis til að fínna út stærð fisk- stofna, hversu einstakir hlutar þeirra eru stórir og hversu mikið óhætt er að veiða af einstökum tegundum. Jarðfræðingurinn þekkir jarðskorpuna, gerð hennar og eiginleika og þekking hans er undirstaða fjölmargra fram- kvæmda, námuvinnslu, húsbygg- inga o.s.frv. Arkitektinn byggir ekki hús, þó svo að hann viti gjörla hvemig það eigi að líta út, hvaða efni skal nota, lengd og mál o.s.frv. Svo taka aðrir við og byggja eftir teikningum hans. Breska markaðsstofnunin, „The Institute of Marketing", skil- greinir markaðsfræðina sem þann „feril sem ætlað er að finna neytendur, auðvelda tengsl við þá og fullnægja þörfum og ósk- um þeirra á arðsaman hátt“. Verkefni markaðs- deildarinnar Fullyrt er að um 80% af öllum nýjum vörum nái aldrei umtals- verðu gengi. Það hefur jafnvel verið stofnað safn yfír vörur sem markaðurinn hefur algjörlega hafnað. Hvers vegna gengur ýms- um vörum illa á markaðnum? Svarið er ekki einhlítt, en oftar er það vegna þess að ekki er nógu vel staðið að markaðssetningunni frekar en að varan sé hreinlega léleg. Skipulag fyrirtækja byggir að meira eða minna leyti á fjórum megin stjómunarþáttum; fram- leiðslu, fjármálum, rannsóknum og þróun og — markaðsmálum. Önnur bresk stofnun, Breska markaðsráðið, COMO, „The Com- mittee of Marketing Organizati- on“ hefur það að markmiði að hvetja til þróunar á markaðsmál- um meðal annars með rannsókn- um á gildi þeirra innan allra þátta viðskiptalífsins. COMO hefur greint starfssvið markaðsstjóm- unar í níu þætti: 1. Að fínna staðreyndir. Mark- aðsrannsóknir 2. Ráða í niðurstöður rannsókna. Markaðshorfur 3. Finna frávik í niðurstöðum rannsókna. Vöruþróun 4. Hefur viðskiptavinurinn áhuga? Áætlanagerð 6. Á hvaða verði? Hver verður hagnaðurinn? Verðstefna 7. Tilfærsla frá framleiðslustigi til neyslustigs. Dreifing. 8. Sala, sem hluti af markaðs- færslu. Sölustjórnun 9. Hafa áhrif á makaðinn. Aug- lýsingar í markaðsfræðinni eru þessir þættir sameinaðir í mjög þekkt fyrirbrigði sem á ensku nefnist „The four P’s“ („Product, Price, Place and Promotion"), hin fjögur pé; vara, verð, staður og kynning. Markaðsstokkurinn Eftir því sem markaðsfræðinni hefur fleygt fram hafa pé-in Qög- ur breyst örlítið og mynda nú svokallaðan markaðsstokk eða „Marketing Mix“. Þessir mikil- vægu grunnþættir markaðsmála eru nú vara, verð, kynning og dreifing („Product, Price, Pro- motion and Distribution“). Markaðsstokkurinn er þannig orð- inn að útgangspunktinum, sem Sigurður Sigurðarson „Markaðsf ræðingur- inn er ákaflega fákunnandi um eigin- lega sölutækni. Hans verkefni er að finna hugsanlega viðskipta- vini og búa svo um hnútana að varan eða þjónustan falli neyt- endum svo vel í geð að þeir kaupi hana.“ allir markaðsmenn verða að hafa í huga. Markaðsmaðurinn þarf víða að líta. Starf hans er umfangsmikið og mikilvægt. Sem dæmi um það má líta á innihald markaðsstokks- ins, sem í grófum dráttum má skipta á þennan hátt: Vara: Einkenni. Tegund. Umbúð- ir. Þjónusta vegna vörunnar. Árangur miðað við aðra fram- leiðslu fyrirtækisins. Viðbót (sama tegund en örlítið frábrugð- in). Verð: Verðlagning, viðbrögð neytenda, áhrif á sölumagn, sam- keppni. Verðbreytingar. Kynning: Auglýsingar, eðli og innihald, tíðni, markhópur, fjöl- miðlaval. Skipulag sölu. Eftirtekt neytenda, frægð vörunnar. Sölu- mennska. Dreifing: Heildsala og smásala. Hversu víða er varan í boðin. Tegund flutninga, lagerbirgðir. Söluskipting, stærð, staðir, söluk- vótar. Af þessu má ljóst vera að mark- aðsstarfsemi fyrirtækis hefst löngu áður en komið er að þeirri stundu sem hún býðst til sölu, í ýmsum tiivikum löngu áður en framleiðslan hefst. En þar með er ekki öll sagan sögð, því mark- aðsstarfseminni lýkur ekki með sölu á vöru, heldur er eftirleikur- inn langur og afar mikilvægur. Markaðsfræðin er ekki sala eða auglýsingar. Ef eitthvað er, þá eru sala og auglýsingar aðeins einn af fíölmörgum þáttum sem tengjast markaðsfærslu fyrirtæk- is. Að mörgu leyti er markaðs- fræðin misskilin í rekstri fyrirtækja, en það hefur valdið mörgum fyrirtækjum, íslenskum sem útlendum, miklum vandræð- um og tekjutapi. Höfundur stundar náni ínmrk■ aðsfræðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.