Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 15 í tilefni Reykjavíkurbréfs eftirÓlafG. Einarsson Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sunnudaginn 21. júní er athyglisverð lesning. Þar er skrif- að um skipulag og starfshætti stjórnarráðsins í framhaldi af ummælum Þorsteins Pálssonar um fækkun ráðuneyta og aðrar breyt- ingar á þeim. Einnig er velt vöngum yfír hversu langan tíma stjómarmyndunarviðræður taka hér á landi. Loks er kafli um ráð- herraembætti og störf Alþingis. Þann kafla vil ég sérstaklega gera hér að umtalsefni, vegna þess að þar er komið inn á atriði, sem skipta miklu máli. Annars vegar launakjör þeirra þingmanna, sem gegna sérstökum störfum í þinginu, hins vegar, og tengt laun- um og kjöram, eftir hveiju þingmenn sækjast til aukinna áhrifa. í þessum kafla Reykjavíkur- bréfs er lýst furðu á því að þingmenn skuli fremur sækjast eftir virðingarstöðum hjá fram- kvæmdavaldinu en löggjafarvald- inu. Virðingar- og áhrifastöður í þinginu era réttilega taldar stöður forseta Alþingis, þingflokksfor- mennska og formennska í hinum veigameiri þingnefndum. Með áhrifastöðum hjá framkvæmda- valdinu er hins vegar átt við ráðherradóm. Ég er sammála þeirri skoðun bréfritara, að þingmenn, sem sækja vilja fram til aukinna áhrifa, ættu ekki síður að gera svo innan þings en utan. Að vísu fá þing- menn aukin áhrif innan þingsins við það að verða ráðherrar, enda búum við við það kerfi, að menn halda þingmennskunni þótt þeir verði ráðherrar, og svo heyrir það til hreinna undantekninga að utan- þingsmenn taki við ráðherradómi. Asókn þingmanna í ráðherra- dóm kann að eiga sér ýmsar skýringar. í fyrsta lagi áhuginn á handhöfn framkvæmdavaldsins. í öðra lagi vitundin um virðingar- og tekjuauka. Um hið fyrra, þ.e. að vera handhafi framkvæmda- valdsins, gildir jú sú meginregla, að því ná menn helst ekki nema að vera jafnframt alþingismenn, eins og áður sagði. Ég tel að við eigum að breyta þessu fyrirkomulagi þannig, að þingmaður, sem verður ráðherra láti af þingmennsku á meðan, og varamaður taki við þingsætinu. Það skipulag myndi hafa það í för með sér að þingflokkum yrði auð- veldara að velja til ráðherrastarfa menn utan þings. Ahugi þing- manna á ábyrgðarmeiri störfum innan þingsins myndi og aukast. Þá kem ég að launum og öðram kjöram. í Reykjavíkurbréfi er sett fram sú skoðun að formennska hinna veigameiri nefnda, svo sem utanríkismálanefndar og fjárveit- inganefndar, og formennska í þingflokkum eigi að jafngilda ráð- herraembættum. Sama gildi um deildaforseta. Forseti sameinaðs Alþingis eigi hins vegar að njóta sömu kjara og forsætisráðherra. Ég fagna þessum skoðunum bréfritara og hlýt að líta á þær sem skoðanir Morgunblaðsins, sem satt að segja hefur verið held- ur hornótt þegar hækkun hefur orðið á launum alþingismanna samkvæmt úrskurðum kjaradóms. Það er rétt hjá bréfritara að Alþingi hefur ekki gætt virðingar sinnar gagnvart framkvæmda- valdinu. Þar eiga þingmenn við sjálfa sig að sakast. Þeir hafa lot- ið þeim, sem ráðið hafa hinni neikvæðu umræðu í fjölmiðlum áram saman um aumingjaskap alþingismanna. Þeim nægi smán- arlaun, enda komi ekkert út úr þeirra starfi, og vinnutími þeirra sé frá kl. 14—16 fjóra daga vi- kunnar. Ef vinnutíminn væri þessi ættu launin að vera í samræmi við það. Af alllangri reynslu þekki ég vel til vinnutíma alþingismanna. í raun eiga þeir aldrei frí. En það er með þá eins og aðra, þeir vinna misjafnlega mikið. Það fer m.a. eftir því hver störf þeim era falin í þinginu. Þeir, sem gegna þeim trúnaðarstörfum sem hér vora áður talin, leggja fram meiri vinnu í þágu þings og þingflokka en aðrir. Þeim ber því að launa í sam- ræmi við það. Þetta þarf ekki að þýða að aðrir þingmenn vinni ekki jafnmikið. Það kunna þeir einmitt að gera við undirbúning mála, sem þeir flytja í þinginu, eða vegna þátttöku í umræðum. En það gera Ólafur G. Einarsson „Ásókn þingmanna í ráðherradóm kann að eiga sér ýmsar skýring- ar. I fyrsta lagi áhuginn á handhöfn fram- kvæmdavaldsins. I öðru lagi vitundin um virð- ingar- og tekjuauka.“ menn oftast upp við sjálfa sig og sig eina. En til era líka þeir sem sitja í „léttum" nefndum eða jafn- vel engum, taka sjaldan til máls og flytja ekki mál. Þeir þiggja hins vegar laun sem hinir. Mér þykir þetta ekki réttlátt. Þessvegna tek ég undir þá skoðun bréfritara að launa beri sérstak- lega þau störf, sem þingið felur meðlimum sínum, og era umfram hina beinu þingmennsku. Einnig þau störf, sem þingflokkar fela sínum meðlimum, svo sem þing- flokksformennsku. Til athugunar kann þó að vera, að þingflokkam- ir ákveði slík laun sjálfir, enda hafi þeir þá til þess fjármagn. Hugmyndir bréfritara um sér- stök laun til þeirra, sem nefndum störfum gegna, falla því að mínum skoðunum. Ég er sammála því, að keppi þingmenn um þessi störf, dregur úr ásókn í ráðherraemb- ætti. Það sæti síst á mér, sem gegnt hef starfi þingflokksformanns á áttunda ár, að segja slíkt starf aðeins fyrir þá, sem ekki ná hinum mesta trúnaði sinna samflokks- manna. Ég tel mig hafa átt trúnað þeirra, þótt ég hafi ekki sóst eftir ráðherradómi. Ég þekki nokkuð vel til á Norðurlöndum. I mörgum, ef ekki flestum tilfellum, era þing- flokksformenn fyrrverandi ráð- herrar. í a.m.k. einu landanna væri talið ólíklegt, ef ekki útilok- að, að velja þingflokksforseta úr hópi annarra en fyrrverandi ráð- herra eða flokksformanna. Það er skoðun mín að þróunin verði sú hjá okkur, að þingmenn muni ekki síður hafa áhuga á hinum sérstöku trúnaðarstörfum í þinginu en ráð- herradómi. Ég tel þá þróun æskilega og að ýta beri undir að svo verði. Ein leiðin til þess er sú, sem bréfritari bendir á. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. útsala Seííurn um heiginamikið magn af frábærum burknum á hálfvirði Eigin ræktun. Verð kr. £90:- 245,- ISumartilboð: iPelargóniur FaHeg og vinsæl P&® 195 35% aísláttufyVerökLjmj^ Hentar jafnt úti sem inni. Fagleg þekking - fagleg þjonusta. . Sími'. 68 90 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.