Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 17
MöKGÚNMLÁfilfi/LAUGARBAGim 27. 'JÚNl' Ið87 f*f þegar sýndar eru. Tískan hefur áhrif á okkur öll, það geta allir við- urkennt, en það er óneitanlega dálítið undarlegt þegar einn ákveð- inn háralitur kemst „í móð“ eins og kolsvart, litað hár liðinna miss- era er dapurlegt dæmi um. Það er sitthvað að hressa aðeins upp á eig- in háralit eða breyta algjörlega um, enda er hver einstaklingur sem í heiminn kemur „sérhannaður" með Greiða má slétt og sítt hár á marga vegu. augna-, húð- og háralit í samræmi , , við hvert annað, allt í stíl, ef svo Blétt Og eolllegt nár má að orði komast. í vor er leið bar mikið á sléttu Hárhnútar „chignon“: Annar tekinn aftur en hinn upp til hliðar. hári, mismunandi síðu, á tískusýn- ingum víða um lönd og þeim hárstíl spáð sókn, þegar á sumar og haust leið. Hárið er ýmist slegið (laust), tekið saman í hnút, fléttu eða tagl. Samhliða var notað ýmislegt hár- skraut: bönd, slaufur, spennur, spangir og kambar, og þótti mörg- um kærkomin tilbreyting frá síðustu árum. En myndir segja meira en mörg orð í þessum málum, og því fýlgja hér myndir af sýningarstúlkum, sitt úr hverri áttinni, með sítt og með- alsítt hár og ættu myndirnar að gefa dálitla hugmynd um þá kosti sem því fylgir að láta hárið vaxa, það er hægt að breyta um hár- greiðslu að vild. Sítt hár gefur konum óneitanlega kvenlegan blæ, ef nota má svo gam- aldags orð nú á jafnréttistímum. Ömmur áttu það til fyrir nokkr- um áratugum, að rifja upp með eftirsjá ungdómsár, þegar hár þeirra var það sítt að náði niður á bak, jafnvel niður í mitti. Um sum- ar konur var sagt að þær hefðu getað setið á hári sínu. Ömmur dagsins í dag hafa líkast til fæstar nokkuð slíkt til að státa af, enda dálítið annarrar gerðar en ömmur fyrri tíma. Það er hins veg- ar aldrei að vita með ömmur framtíðarinnar, ef ungar konur og stúlkur taka sig nú til að safna hári í takt við tfskuna, þær gætu átt eftir að segja síðar með söknuði, eins og konur fyrri tíma: Það var héma um árið, þegar ég hafði hárið! __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids 57 pör mættu til leiks sl. fimmtu- dag í Sumarbrids. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A-riðill: Gunnþórunn Erlingsdóttir — Sigrún Pétursdóttir 265 Stéinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 240 Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 238 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 233 Birgir Sigurðsson — Oskar Karlsson 231 B-riðill: Amar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 185 Eggert Benónýsson — Sveinn Sigurgeirsson 180 Lárus Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 176 Bemódus Kristinsson — Ragnar Jónsson 176 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 172 C-riðiIl: Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 200 Bragi Bjömsson — Þorsteinn Erlingsson 197 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 175 Birgir Öm Steingrímsson — Þórður Bjömsson 175 Rögnvaldur Möller — ÞórðurMöller 159 D-riðill: Einar Jónsson — Ragnar Hermannsson 199 Úlfar Guðmundsson — Þorfinur Karlsson 170 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 167 Anton R. Gunnarsson — Hermann Lárusson 165 Svafa Ásgeirsdóttir — Þorvaldur Matthíasson 159 Og eftir 12 kvöld í Sumarbrids er staða efstu spilara orðin þessi: Jacqui McGreal 206, Sveinn Sigur- geirsson 200, Jón Stefánsson 181, Þorlákur Jónsson 178, Þórður Björnsson 124, Óskar Karlsson 113, Anna Þóra Jónsdóttir, Hjördís Ey- þórsdóttir 103, Ragnar Jónsson 101, Birgir Ö. Steingrímsson 96. Samtals hafa 175 spilarar hlotið stig, það sem af er, þar af 30 kon- ur. Spilað er alla þriðjudaga og fimmtudaga í Sigtúni 9. Allt spilaá- hugafólk velkomið meðan húsrúm leyfír. Húsið opnað kl. 17.30 á fimmtudögum, en um kl. 18 á þriðjudögum. Umsjón annast Ólafur og Hermann Lárussynir. ISIAND FC/AT - fundinn fjársjóöur! Þú þarft ekki að kafa djúpt eftir fjársjóðnum. Einn slíkan finnur þú í ISLAND tölvunni. Verðið er ennþá hagstætt en bíddu ekki til morguns því að. . . Hafðu samband sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.