Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Sunnan undir Jökli in furða að töfrar náttúrunnar taki menn tökum. Ekki er allt búið þó að utar sé farið. Svalþúfa og Lóndrangar eru einnig töfrastaðir, svo miklir að vart verður með orðum lýst. Hér verður að slá botninn í, ekki má svo áfram halda, brátt verður lýsingarorða vant. Hvemig sem á er litið er Snæ- fellsnes einn mesti dýrðarstaður íslands. Hver og einn verður að fá að upplifa og njóta náttúrunnar á sinn hátt, og á Snæfellsnesi gefast til þess mörg og góð tækifæri. Höfundurhefir unnið að ferða■ málum i 40 &r. Fyrir ofan Búðir trónir líparítfjallið Mælifell og fram af staili fellur Bjamarfoss. eftirEinarÞ. Guðjohnsen Snæfellsnes ræður norðvestur- sýn frá Reykjavík. Fjallakeðjan teygir sig til vesturs frá meginlandi Islands og mörgum reynist erfitt að greina landslagið í sundur frá höfuðborginni séð. Til þess að læra á og skynja Snæfellsnes og allar þess úfnu línur verða menn að fara á Nesið og njóta landslagsins úr minni fjarlægð. Nú gefst tækifæri til þess, því að Landsmálafélagið Vörður beinir hinni árlegu Varðarferð að þessu sinni til Snæfellsness. Ekki verður samt öll dýrð þessa svæðis gleypt og greind í einni stuttri ferð, en allgott jrfírlit má samt fá og njóta góðra útskýringa í ferðinni sjáífri. Oft hefir það verið sagt, að und- ir Jökli verði menn fyrir undarlegum áhrifum, sem ekki verði svo skjótt skýrð, og svo má vera. Halldór Laxness hefir lýst þessum áhrifum í verki sínu Kristnihaldi undir Jökli, og Ámi Óla, fyrrum aðalfararstjóri Varðar, lýsir þessu frá sinni hlið í verkum sínum. Og í fomum sögum kemur fram kyngimögnuð viska Bárðar Snæfellsáss og seinna orð- snilld Kolbeins Jöklaskálds er hann kvað sjálfan Kölska í kútinn á Þúfu- bjargi. Allt þetta og margt fleira gefur til kynna hve djúp áhrif Snæfellsnes hefir á mannfólkið. Hvað er það þá, sem hefir þessi miklu áhrif? Er það eitthvert dularmagn eða er það aðeins hin stórbrotna náttúra og umhverfí, sem öllu þessu tali veldur? Sjálfur hallast ég að því síðast- nefnda en virði samt álit annarra. Snæfellsnes er stórt og þar er margt að sjá, bæði að sunnanverðu og norðan. í þessari grein hefi ég fremur kosið að halla mér aðeins að suðurhliðinni, en norðurhliðin á einnig sína töfra og varla minni en suðurhliðin, þó að öðruvísi séu. Staðarsveit breiðir úr sér sunnan fjalla, brattra að baki, en á flatlend- inu er fjöldi vatna með miklu fuglalífí. Vaðfuglar, endur og aðrir fuglar eiga þar sitt kjörlendi. Því er bezt að fara hægt yfír og njóta augnablikanna. Varla verður það samt gert í snöggri yfírferð sem í Varðarferð. Utan Staðarsveitar er komið að Ljúft er lífið á Stapa, einnig hjá ritunum (skeglunum). Búðum, unaðsreit í yngri hraunum og þar þarf að staldra við og helzt oftar en einu sinni. í miðju hraun- inu er Búðaklettur, sjálfur gígurinn, og þar vaxa burknar betur en ann- ars staðar, enda er svæðið friðlýst. Utan Búðahrauns er Breiðavík, og verður okkur þá hugsað til rímnaskáldsins Sigurðar Breiðfjörð, sem þar bjó. Amarstapi eða Stapi er þar fyrir utan, umvafínn rósamynstrum náttúrunnar, stuðlar og strengir, göt og glufur, holur og hellar. Allar gerðir klettamynstra á litlu svæði og mitt í allri dýrðinni er fuglalíf fjörugra og fjölbreyttara en víðast annars staðar. Hvar í veröldinni fínnst önnur eins dýrð? Það er eng- Hafið sleikir hamra- stalla og stuðla á Stapa. Jökullinn og Stapafell standa á höfði f kyrru vatninu. Jökulsfar- ar horfa hugfangn- ir til fyrir- heitna landsins, þar sem áhrifin eru hvað sterkust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.