Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987
I ÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Fjárlagahalli
ávísun á skattheimtu?
Ríkisútgjöld og skattheimta tvær hliðar á sama fyrirbærinu
I
Ríkissjóður eyddi 2.400 milljón-
um króna umfram tekjur árið
1985. Umframeyðslan nam 1.900
milljónum 1986. Ríkissjóðshallinn
nam því langleiðina í hálfan
fimmta milljarð króna síðastliðin
tvö ár.
Fjórir fimmtu ríkissjóðshallans
þessi tvö ár stöfuðu beinlínis af
minni skatttekjum og auknum
útgjöldum ríkissjóðs í tengslum
við kjarasátt aðila vinnumarkað-
árins og ríkisvaldsins í febrúar
1986.
í greinargerð Þjóðhagsstofnun-
ar frá í maimánuði sl. um ástand
og horfur í efnahagsmálum segir
m.a. að tekjuhallinn 1987 „geti
orðið um 3,4 milljarðar króna, en
það svarar til um 7,5% af áætluð-
um tekjum ríkissjóðs á árinu".
Að öllu óbreyttu gæti því
þriggja ára ríkissjóðshalli, 1985,
1986 og 1987, orðið um 7.700
m.kr.
Hagræðing og spamaður I
ríkisbúskapnum mætir yfírhöfuð
andófí. Ekki linnir heldur hvers
konar útgjaldakröfum á hendur
ríkissjóði. Það glejrmist oft að
ríkisútgjöld og skattheimta em
tvær hliðar á sama fyrirbærinu.
II
Það gildir sama máli um ríkis-
sjóð og einstakling eða heimili,
að eyðsla umfram tekjur þýðir
skuldasöfnun. Skuldum fylgir
fjármagnskostnaður, það er leiga
fyrir þá fjármuni sem léðir em
af sparendum, hérlendis og er-
lendis.
Og það kemur að skuldadögum.
Þess vegna styðst sú kenning við
þau rök að ríkissjóðseyðsla um-
fram ríkissjóðstekjur sé ávísun á
síðari tíma skattheimtu. Ríkis-
sjóðshalli — og tilheyrandi fjár-
magnskostnaður — er endanlega
sóttur til skattborgara með einum
_eða öðmm hætti.
Tímabundinn ríkissjóðshalli er^
þó réttlætanlegur ethann er liður
í því að ná mikilvægum efnahags-
legum markmiðum. Ríkissjóðs-
halli næstliðinna ára er réttlættur
með hjöðnun verðbólgu, auknum
stöðugleika í atvinnu- og efna-
hagslífí, sem fylgdi í kjölfar
kjarasáttarinnar, atvinnuöryggi
og hagvexti. Atvinnuleysi, sem
víða er þjóðarböl í grannríkjum,
hefur verið óþekkt hér um langt
árabil.
III
Ríkissjóðshalli, sem fjármagn-
aður er með innlendum lánum,
er tvímælalaust illskárri en sá, er
eykur erlenda skuldabyrði. Er-
lendar skuldir þjóðarinnar hlóðust
fyrst og fremst upp á verðbólgu-
ámnum, 1971-1983, en á þeim
ámm drógst innlendur peninga-
spamaður vemlega saman, hmndi
nánast.
Vaxandi samkeppni ríkisins við
atvinnuvegi um takmarkað inn-
lent lánsfjármagn hlýtur að hafa
áhrif á samspil framboðs og eftir-
spumar. Hinsvegar greinir hag-
fræðinga á um hve mikil áhrif
ríkissjóðshallans — og tilheyrandi
aukningar lánsfjáreftirspumar
innanlands — séu á verðbólgu,
viðskiptahalla og vexti. Hér verð-
ur ekki farið ofan í saumana á
þeim ágreiningi.
Fram hjá hinu verður ekki
gengið að ríkissjóðsskuldir verður
að greiða og að ábyrgðarmenn
þeirra skulda; skattgreiðendur,
borga brúsann endanlega með
einum eða öðmm hætti.
IV
í umræðunni um ríkissjóðshall-
ann hefur verið sett fram athygli
verð kenning. Samkvæmt henni
er fjárlagahalli á hvetjum tíma
ávísun á skattheimtu síðar meir.
Um það geta flestir verið sam-
mála.
Síðari hluti kenningarinnar er
umdeildari. Hann felur það ein-
faldlega í sér að fólk geri almennt
ráð fyrir þessari staðreynd og
taki mið af henni þegar það áætl-
ar útgjöld sín fram í tímann. Eða
með öðmm orðum: fólk leggi fyr-
ir fjármuni til að mæta fyrirsjáan-
legri skattahækkun vegna
ríkissjóðshalla. Þannig myndist
innlendur spamaður á móti hall-
anum.
Hætt er við að kenning þessi
byggi á oftrú á almennri peninga-
legri framsýni fólks.
V
Þegar þessar línur em settar á
blað hafa stjómmálmenn enn ekki
komið sér saman um ríkisstjóm
né kortlagt endanlega niðurskurð
og/eða tekjuöflun til að mæta
þegar orðnum og fyrirsjáanlegum
ríkissjóðshalla.
Vonandi tekst þeim að halda
svo á málum að skattheimta
næstu missera dragi sem minnst
úr almennu framtaki, vinnufram-
lagi og spamaði. Meginmál er að
stjómarstefnan hvetji fremur en
letji þegar verðmætasköpun í
þjóðarbúskapnum og innlend
spari§ármyndun á í hlut.
Stjómmálamenn verða að taka
á málum eins og aðstæður krefja
hverju sinni og hafa kjark til að
láta heildarhagsmuni ráða gjörð-
um sínum. Það var í aðalatriðum
gert næstliðið kjörtímabil. Þess-
vegna vannst mikilvægur áfanga-
sigur á verðbólgunni. En ríkissjóð-
ur var skuldfærður fyrir
bróðurhluta herkostnaðarins.
Og nú er komið að skuldadög-
um.
Það er mikilvægt að aðhalds-
söm stefna ráði ferð í ríkisfjár-
og peningamálum næstu misseri
ef stuðla á að áframhaldandi hag-
vexti samfara rénandi verðbólgu,
sem hlýtur að vera markmiðið.
Hvanneyri:
Dýralækmrinn gerir til-
raunir með sæðingar hrossa
Hvannatúni í Andakíl.
NOKKUÐ yfirgripsmikilli til-
raun til að sæða hryssur með
fersku sæði úr tveim Ófeigum
er nú að ljúka á Hvanneyri.
Gunnar Örn Guðmundsson hér-
aðsdýralæknir í Borgarfirði
hefur lært þesskonar sæðingar
og framkvæmir tilraunina að
mestu á eigin vegum.
Á sl. ári hvatti Ingimar Sveinsson
kennari við Bændaskólann til að
gerð yrði frumtilraun með sæðingar
á íslenskum hryssum. Tók Gunnar
Öm að sér þessa tilraun og lét
Bændaskólanum í té margskonar
aðstöðu. Heppnaðist hún það vel
að þeir félagar ákváðu að endurtaka
hana í mun stærri stíl í ár.
í þessu skyni samstillti Gunnar
gangmál 46 hryssa með hormóna-
sprautum. Hryssumar eru úr
Borgarfírði og frá hópi manna á
Reykjavíkursvæðinu, sem eiga stóð-
hestinn Ófeig 882 frá Flugumýri
og lána Ófeig í þessa tilraun.
Hrossaræktarsamband Vesturlands
lánar svo að auki Ófeig 818 frá
Hvanneyri, báðir eru þeir viður-
kenndir kynbótagripir.
Auk Gunnars og Ingimars vinnur
að þessari tilraun Sigbjöm Bjöms-
son bóndi og búfræðikandidat á
Lundum í Stafholtstungum, en
hann ljallaði um hrossasæðingar í
aðalritgerð sinni í Búvísindadeild
Bændaskólans. Einn megin tilgang-
ur tilraunarinnar er að sögn
Gunnars, að rannsaka gangferli
íslenskra hryssa. í þessu skyni fylg-
ist Gunnar mjög náið með ástandi
eggjastokkanna, þreifar á þeim alla
daga gangmálsins, sem er um 8—10
daga. Hann speglar líka leghálsop-
ið, sem er mun auðveldari athugun,
en ástand leghálsins gefur líka
vísbendingu um hvenær best er að
sæða. Besti árangur næst ef unnt
er að fínna tímabilið 6 klst. fyrir
og eftir egglos. Til þess eru fram-
kvæmdar tvær sæðingar með
sólarhrings millibili.
Stóðhesturinn Falur frá Syðstu-
Fossum er látinn leita á hryssumar
og er skráð hegðun hryssanna, til
að bera hana saman við ástand
eggjastokkanna. Þetta verk er unn-
ið í bítið á morgnana.
Á kvöldin þegar Gunnar hefur
lokið vitjunum hefst svo sæðistakan
og sæðing hryssanna. Sæðistakan
úr Ófeigunum hefur gengið áfalla-
lítið og öll meðhöndlun á hryssunum
einnig.
Engu fé hefur verið veitt til þess-
ara tilrauna. Eigendur koma með
og sækja hryssumar í hesthúsið á
Hvanneyri. Bændaskólinn lætur í
té aðstöðu alla á staðnum. Folatoll-
ar, sem fást fyrir fengnar hryssur,
verða að standa undir hluta kostn-
aðarins við lyf, áhöld, tæki, akstur
og heyfóður. Öll vinna þeirra félaga
er framlögð af áhuga einum fyrir
málefninu. Gunnar Öm fór m.a.
ferð til Þýskalands til að kynna sér
nýjustu framfarir þar og til að
þjálfa sig enn betur.
- D.J.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir í Borgarfirði, til
hægri, og Sigbjörn Björnsson bóndi og búfræðikandidat á Lundum
í Stafholtstungum með eina hryssuna.
Atriði úr myndinni „Platoon" sem Háskólabíó hefur hafið sýningar á.
Háskólabíó sýnir verð-
launaniyndina „Platoon“
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á verðlaunamyndinni
„Platoon“ eða Herdeildin eins og
hún er nefnd á íslensku. Oliver
Stone er handritshöfundur og
leikstjóri og með aðalhlutverkin
í myndinni fara Tom Berenger,
Willem Dafoe og Charlie Sheen.
Myndin gerist í Víetnam árið
1967. Chris Taylor, ungur og
óreyndur háskólanemi, býður sig
fram til herþjónustu í Víetnam
vegna þess að honum finnst ekki
réttlátt að minnihlutahópar og hinir
fátæku vinni skítverkin fyrir föður-
landið. Þegar Chris kemur til
Víetnam fær hann heldur kuldaleg-
ar móttökur hjá liðsmönnum deild-
arinnar vegna þess að hann er
nýliði. Þeir líta niður á hann af því
að hann hefur enga reynslu af bar-
dögum og gæti því reynsluleysi
hans kostað þá lífíð. Þeir eru frum-
skógarhermenn, síðhærðir, skreytt-
ir orðum og perlum, andlitin
hörkuleg, óhreinir, úrvinda, en samt
ávallt reiðubúnir. Þrátt fyrir allt
þetta eru þeir flestir ennþá ungir
drengir, segir í frétt fTá kvikmynda-
húsinu.