Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 45
Eymundsson 115 ára: Starfslaun til þess að vinna að kennslubók BÓKAVERSLUN Sigfúsar Ey- mundssonar á 115 ára afmæli á þessu ári. Akveðið var í tíl- efni afmælisins að auglýsa og veita starfslaun til þess að vinna að gerð kennslubókar. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar áskilur sér forkaupsrétt að því/þeim námsbókarhandritum sem starfslaunin verða veitt til þess að vinna. Starfslaunin hafa verið auglýst og hefur Sigurður Pálsson á skrif- stofu Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar tekið við fyrirspurn- um og heimsóknum. Vegna óska hefur verið ákveðið að lengja skilafrest fram til 6. júlí. Göngnstíg-- ur lagður á Valahnjúk HÓPUR sjálfboðaliða starfar nú í samvinnu við Ferðafélag ís- lands i Þórsmörk við að leggja göngustíg upp á Valahnúk í Þórs- mörk. Sjálfboðaliðarnir eru féiagar í Samtökum sjálfboðaliða um náttúruvernd. Sjálfboðaliðar þessir hafa kynnt sér sérstaklega gerð göngustíga og vinna nú við að bæta sár sem kom- in voru í land vegna þess marg- mennis er sækir á Valahnúk, einn vinsælasta útsýnisstaðinn í Þórs- mörk. Jafnframt er göngustígurinn færður úr lautum á hryggi til að koma í veg fyrir að aftur sæki í saraa horf. í fréttatilkynningu frá Ferðafé- lagi íslands segir Höskuldur Jóns- son, forseti þess, meðal annars, að hér sé um áhugavert framtak ungs fólks að ræða. Full ástæða sé til þess að gefa því frekari gaum, sem vel takist til hjá æskumönnum, en þeim undantekningum, sem kalla megi sukk og svínarí. Aburðarverksmiðjan og Landgræðslan; Landsmenn hvattir til uppgræðslu landsins ÞESSA dagana er að hefjast sameiginlegt átak Áburðarverk- smiðju ríkisins og Landgræðsl- unnar til uppgræðslu landsins. Átakið felst í sölu Landgræðslu- pokans sem inniheldur auk áburðar 250 gr. af uppgræðslufræi sem er sérstaklega ætlað til dreifíngar með áburði. Pokinn inniheldur melgras- fræ og hentar því ekki til sáningar í heimagarða. í frétt frá Áburðarverksmiðju ríkisins segir að Landgræðslupok- inn sé ódýr og fáist á bensínstöðvum um allt land. í fréttinni segir enn- fremur að með sáningu úr Land- græðslupokanum megi ná töluverðum árangri í að endur- heimta þau landgæði sem svo víða hafi tapast. Melsölublad á hverjum degi! MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 FRIDA RHLA UPID LOKAATHÖFN HLAUPARARNIR VERÐA STADDIR Á ÁRTÚNSHÖFÐA KL. 1515 í DAG. ÞEIR SEM VILJA HLAUPA MEÐ SÍÐASTA SPÖLINN MÆTI ÞEIM ÞAR EÐA Á MIKLUBRAUT NÆR LÆKJARTORGI ÞAR SEM LOKAATHÖFN FER FRAM KL. 1600. ALLIR ERU HVATTIR TIL AÐ STÍGA SKREF í ÞÁGU FRIÐAR OG TAKA ÞÁTT í ENDASPRETTI ALHEIMSFRIÐARHLAUPSINS Á ÍSLANDI. EFTIRTALIN FYRIRTÆKISTYRKJA FRIÐARHLAUPIÐ: KORPUS HF PRENTSMIÐJAN ODDI KASSAGERÐ REYKJA VÍKUR SAMVINNUBANKINN LANDSBANKINN IÐNAÐARBANKINN BÚNAÐARBANKINN FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN HEKLA HF BRUNABÓTHF HARPA HF VÍFILFELL HF HAMPIÐJAN HF ÁBYRGÐ HF PRENTSMIÐJAN HORNAFIRÐI KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA EGILSSTÖÐUM KAUPFÉLAG ÓLAFSVÍKUR KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA KAUPFÉLAG RANGÆINGA HVOLSVELLI SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN FLUGLEIÐIR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ JAPIS HF DAVÍÐ S. JÓNSSON OSTA OG SMJÖRSALAN MJÓLKURSAMSALAN RADÍÓBÚÐIN KAUPFÉLAG VESTUR- SKAFTFELLINGA HÖFN KAUPFÉLAG FRAM NESKAUPSTAÐ KAUPFÉLAG FÁSKRÚÐSFIRÐINGA FÁSKRÚÐSFIRÐI KAUPFÉLAG VOPNAFJARÐAR KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA ÞINGEYRI KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Á HÚSAVÍK KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Á KÓPASKERI KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Á AKUREYRI KAUPFÉLAG VESTUR-BARÐASTRENDINGA Á PATREKSFIRÐI KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR BÚÐARDAL 45

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.