Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 49

Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 49 Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Nítján sumarbústaðalóðum úthlutað við Hellnahraun Laugarbrekku, Breiðuvíkurhreppi. TÍÐARFAR hefur verið með ein- dæmum gott þetta vor og sumar sem af er og muna menn varla eftir svo góðu vori sem nú. Klaki fór snemma úr jörð og flýtti það mjög fyrir gróðri. Sauðburði er nú lokið og flestir búnir að sleppa í úthaga. Sauð- burður gekk mjög vel hjá flestum, en nú tíðkast það almennt að ær eru látnar bera í húsi og vaktaðar allan sólarhringinn. Matthías Björnsson, bóndi á Gíslabæ á Hellum, er búinn að selja jörð sína. Það voru hjón frá Reykjavík sem keyptu hana og eru þau flutt. Einnig fluttu á Gíslabæ ung hjón frá Siglufirði. Við Arnarstapa austan við Hellnahraun er búið að úthluta nítján lóðum undir sumarbústaði og eru einhvetjir á biðlista. Verið er að leggja nýja vatnsleiðslu ofan á Stapapláss og er vatnið tekið úr uppsprettulind sem kemur undan Hellnahrauni við svokallaða Grenja- snoppu í Hellnalandi. Þá er verið að úthluta lóðum undir árshús á Amarstapa og eru það §órar eða fímm lóðir. Af þessu má ráða að miklar byggingafram- kvæmdir standa fyrir dyrum við Amarstapa og þá fólksfjölgun í sveitinni. Mikil trillubátaútgerð er nú frá Amarstapa. Höfnin er yfírfull af bátum og standa vonir til að fé fáist áður en langt líður til frekari framkvæmda við höfnina sem sjó- menn telja mjög áríðandi. Afli bátanna hingað til hefur verið góð- ur og mun vera komið á land milli sex og sjö hundmð tonn frá áramót- um. Hátt á þriðja tug báta leggja upp afla á Amarstapa og er fiskur- inn verkaður í salt, bæði hjá Bjarná Einarssyni og Ingjaldi Indriðasyni. Nokkrir bátar sem gerðir em út frá Hellnum em geymdir þar vegna þrengsla í Amarstapahöfn. Vegir hér á nesinu em sagðir slæmir, t.d. er útnesvegur mjög grýttur og telja sumir vegfarendur hann illfæran. Vegaverkstjóri tjáði fréttaritara nýlega að fljótlega yrði vegurinn lagfærður. Hjörleifur Kristjánsson, Amar- felli, Arnarstapa, sem rekur ferða- mannaþjónustu og hefur veitingar í Arnarbæ hefur nú opnað fyrir ferðafólk. Hann hefur hlaðborð, kaffi, öl og sælgæti. Einnig er boð- ið upp á gistingu. Nú stendur yfír málverkasýning í Amarbæ og sýnir þar Soffía Þor- kelsdóttir frá Bjargi á Amarstapa. — Finnbogí. Guðspjall dagsins: Lúk. 14.: Hin mikla kvöld- máltð. mauu. jfflpssuc “ á morgun ARBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta og alt- arisganga kl. 11.00. Fermdir verða bræðurnir Hálfdán Þór Hilmarsson og Hilmar Þór Hilm- arsson, Borás, Svíþjóð. P.t. Stóragerði 10. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Sr. Ólafur Skúla- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Sören Lodberg Hvas dómpró- fastur í Haderslev á Jótlandi prédikar. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Nýir kirkjugrip- ir verða teknir í notkun: messu- hökull og stóla. Einnig bókarstóll (biblíustatíf). Leikið verður á org- el kirkjunnar í 20 mínútur fyrir messu. Sr. Þórir Stephensen. ' FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11.00. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa og altarisganga kl. 14.00. Ræðuefni „Skundum í fagnaðinn þótt seint sé“. Söngstjóri og org- anisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Sumarferð Fríkirkjusafnaðarins er heitið að Strandakirkju 5. júlí nk. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 12.00 á hádegi. Upplýs- ingar og skráning í síma 15880 á kvöldin og í síma 26606 á dag- inn. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Vinsamlegast athugið að þetta er síðasta messa fyrir sum- arfrí. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11.00 árdegis í Kópavogskirkju (altarisganga). Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11.00. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknar- nefndin. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Orgel- og kórstjórn: Reyn- ir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudagur I. júlí: Fyrirbænammessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11.00 ár- degis. Altarisganga. Síðasta gúðsþjónusta fyrir sumarleyfi. Sr. Valgeir Ástráðsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organ- isti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Sr. Gunn- þór Ingason. AKRANESKIRKJA: Messa kl. II. 00 við lok vinabæjamóts. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Síðasta messa fyrir sumarleyfi. Sr. Björn Jónsson. HflNS PETERSEN HF Bankastræti, Austurveri og Glæsibæ Fyrsta myndavélin með þrenns konar sjálfvirkri fókusstillingu: • Venjulegur sjálfvirkur fókus. • Vélin „eltir“ myndefnið og heldur því í fókus. • Vélin er stillt þannig að þegar myndefnið kemur í fókus smellir vélin sjálfvirkt af. Yashica 230-AF myndavélin er nýjung frá Yashica, fyrsta myndavélin sem býr yfir þrenns konar sjáifvirkri fókusstillingu, auk hinnar handvirku. Þessir eiginleikar, meðal annarra, gera Yashica 230-AF að sérlega fjölhæfri myndavél. Nýlega dæmdi breska tímaritið Camera Weekly Yashica 230-AF bestu vél sinnar gerðar á markaðnum, úr hópi átta reflex-myndavéla með sjálfvirka fókusstillingu. Yashica 230-AF hefur nýja gerð af innbyggðu leifturljósi sem tekur aðeins 2,5 sekúndur að endurhlaða. Yashica 230-AF hleður sig sjálfvirkt, færir filmuna sjálfvirkt áfram og til baka og hefur innbyggt rafdrif. Betri kaup eru því vandfundin. Verð kr. 30.206 (miðað við 50 mm linsu). YASHICA KYNNIR VASHICA V4J SÆNSK VÖRUKYNNING SCANIA HÚSINU, SKÓGARHLÍÐ 10 DAGANA 23. - 27. JÚNÍ OPIN: VIRKA DAGA KL. 14 - 22 LAUGARDAG KL. 10 - 19 ÍSAGA h.f. HF.OFNASMIflJAN @ SÓL SAAB UMBOÐIÐ GÍSLI J.JOHNSEN SF n KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF. HAÞRÓUÐ TÆKNI — GÓÐ ENDING — FAGURT IIANDHKAGI)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.