Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 IÞROTTIR UNGLINGA___________________________________________ Umsjón/Andrés Pétursson * ’r Grundarfjörður heimsóttur: Rætt við íþróttafólk á Grundarfirði ÞVÍ MIÐUR vill það oft brenna við að landsbyggðin gleymist í skrifum dagblaðanna þar sem flest þeirra eru staðfest í Reykjavík. Umsjónarmaður ungl- ingasíðunnar mun reyna eftir fremsta megni að birta fréttir utan af landi. En til þess að það geti orðið að veruleika þurfum við á aðstoð ykkar úti á landi að halda. Ef fþróttafélög og ung- mennafélög um land allt luma á góðum myndum eða úrslitum úr unglingastarfi sínu ssttu þau að senda okkur það hér á íþrótta- síðunni og mjög líklega getum við birt það allt saman. Umsjónarmaðurinn var svo heppinn að fara til Grundarfjarðar fyrir nokkru og þar hittum við hressa krakka úr ungmennafélag- inu á staönum og ræddum við þau um starfið í þorpinu. íbúar Grundarfjarðar eru um átta hundruð og þar af er um helm- ingur þeirra félagar í ungmennafé- laginu, að vísu misjafnlega virkir. Á staðnum eru lítil sundlaug og nýtt íþróttahús. Vinsælasta íþróttagreinin er knattspyrna og senda Grundfirðingar meistara- flokk karla og kvenna, 3. fl. og 5. fl. stráka til keppni í íslandsmóti. Einnig eru stundaðar frjálsar íþróttir og góður hópur krakka æfir sund undir stjórn Oddrúnar Sverrisdóttur og Eydísar Friðgeirs- dóttur. Það helsta sem er nú á döfinni er bygging grasvallar fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Forráðamenn ungmennafélagsins vonast til að framkvæmdir geti hafist í sumar ef fjárveitingar fást frá sveitarfélaginu. Að sögn þeirra er slíkur völlur forsenda þess að framfarir verði í íþróttalífi bæjarins. • Kristín Ýr Pálmarsdóttir, Jófríður Friðgeirsdóttir og Eva Jódís Pót- ursdóttir. Spila Í2. deildinni: Rætt vid þrjá leikmenn liðsins Morgunblaðið/A.P. • Sundgarparnir Sindri Sigurjónsson, Jófríður Friðgeirsdóttir, Kristín Ýr Pálmarsdóttir, Rúnar Pálmars- son, Þórarinn Kristjánsson, Jón Guðnason og Elín Ragnheiður Guðnadóttir. Gaman að fara í keppnisferðir í sundlauginni á Grundarfirði voru átta krakkar að æfa sund undir stjórn Oddrúnar Sverris- dóttur. Þó væri verið að taka tíma á þeim, gáfu þau blaðamanni nokkrar mínútur til að spyrja nokkurra spurninga og taka myndir. Þau sögðust flest hafa æft sund í þrjú ár og þá venjulega tvisvar til þrisvar í viku. Öll æfa þau einn- ig aðrar íþróttir og þá flest knatt- spyrnu. En nokkur eru einnig i frjálsum íþróttum. Þau sögðu að vinsælasta íþróttagreinin væri knattspyrna en líklegast æfðu jafn margir sund og frjálsar. Þó nokkur spenna var í hópnum út af keppn- isferð sem á að fara í júlímánuði í Mosfellssveitina til að keppa við Aftureldingu. Þau voru sammála um að það besta við íþróttirnar væri að komast í keppnisferðalög til annarra staða. Hins vegar voru þau á því að Grundarfjörður væri góður staður til að búa á og ekki vildu þau flytja neitt annað. • Strákarnir úr 6. fl.: Guðmundur Þorvarðarson, Gfsli Karel Elísson, Jón Guðnason, Rúnar Pálmarsson, Héðinn Rafnsson, Grettir Adolf Haraldsson, Karl Bjarni Guðmundsson og Þorsteinn Sigurlaugsson ásamt þjálfara og formanni knattspyrnudeildar ungmennafélagsins. Strákarnir úr 5. flokki: Æft með þjálfara ÞAÐ hefur vakið nokkra eftirtekt að Grundarfjörður sendir lið til keppni f 2. deild kvenna. Leik- mennirnir eru flestir ungir að árum en þær eru bjartsýnar á sumarið. Við tókum þrjár stúlkur, sem æfa með liðinu, tali og lögð- um nokkrar spurningar fyrir þær. Þær heita Kristín Ýr Pálmars- dóttir, Jófríður Friðgeirsdóttir og Eva Jódís Pétursdóttir. Þær eru allar 13 ára gamlar og hafa æft knattspyrnu í tvö ár. Grundarfjörður keppir í 2. deild B og eru andstæðingar þeirra frá Borgarnesi, Selfossi, Siglufirði og svo Fram úr Reykjavík. Ekki var mótið hafið er ég ræddi við þær stöllur en þær voru bjartsýnar á sumarið og Sögðust hlakka til leikj- anna. Þær vinna allar í fiski nú í sumar og þar að auki vinnur Eva á Ijósastofu. Þær voru nokkuð ánægðar með íþróttastarfið á staðnum en fyrir utan það væri ekki mikið um að vera. Ekki bjugg- ust þær við að verða í toppbaráttu í deildinni, til þess væru andstæð- ingarnir of sterkir, en þær sögðust ætla að gera sitt besta. HJÁ knattspyrnuvellinum hittum við hressan hóp af strákum úr 5. fiokki. Það var gott hljóð í strákunum jafnvel þótt leikirnir á vorinu hefðu ekki endað mjög vel. Ekki vildu þeir gefa upp markatöluna enda er það óþarfi því aðalatriðið er að vera með. Þeir hafa einungis haft þjálfara í 3 vikur og sögðu að það væri allt annað líf aö fá einhverja leið- sögn. Mikill hugur var í strákunum að standa sig á héraðsmótinu og sögðu þeir að mesta áherslan væri lögð á það aö sigra Stykkis- hólm því þeir væru helstu and- stæðingarnir. Flestir sögðust ætla að halda áfram að æfa knattspyrnu og spila síðan með meistaraflokki. í 3 vikur Þeir voru nú ekki mjög bjartsýnir að meistaraflokkurinn kæmist upp í 3. deild, jafnvel þótt þeir hefðu verið að enda við að ieggja Augna- blik að velli og hefðu ekki tapað leik í íslandsmótinu til þessa. Ástæðuna sögðu þeir vera hinn mikla fjöldi liða í 4. deild og mjög erfitt væri að komast upp úr henni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.