Morgunblaðið - 06.08.1987, Side 18

Morgunblaðið - 06.08.1987, Side 18
 Uppi á felli og inn til dala.. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Þegar ég var barn söng ég oft texta eftir Kristínu Guðmundsdóttur, þar sem sagði: „Uppi á felli og inn til dala augað margt eitt fagurt sér.“ Þetta er lýsing á landslagi í Kjósinni. En við þurfum ekki að vera bara upp í Kjós, þó þar sé fallegt, til að sjá fegurð umhverfísins. Mörg rækt- um við blóm og tré í garðinum okkar. Víða má sjá fugla á flugi, lömb í haga og hesta á spretti. Allt þetta gleður augað. í gönguferð um daginn stoppaði ég oft og skoðaði sveppina sem þar var að sjá. Þeir voru bæði stórir og smáir. Sumir voru rauðir en aðrir brúnir. Til eru margar tegunda sveppa. Suma sveppi borðum við en aðrir eru eitraðir og því óhæfir til átu, en það er gaman að sjá þá og skoða. Annað var það einnig sem ég staldraði við í gönguferðinni. Það voru kóngulóarvefír. Mörgum þykja kóngulær fremur leið- inleg dýr, en því er ekki að neita að vefímir sem þær búa til eru hreint ótrúlega vel gerðir og fallegir. Næst þegar þú ferð í gönguferð athugaðu þá hvort þú sérð ekki eitthvað fallegt. Þið gætuð skrifað Bamasíðunni og sagt frá einhveiju skemmtilegu og fallegu sem þið sjáið á þannig ferðum. *✓*- * 55 »5 5h:o 0ÍV. 5' .»p\' IO Ai »2 v? > •vl Vo. 3*IV/}S. * . * . * 3*7 Zí 38 37 3l° Hver er í felum? Hvaða dýr skyldi leynast á myndinni? Dragðu strik á milli talnanna frá 1 til 56 og vittu hvaða dýr er þama. Búðu tíl krana Ef þig langar til að búa til þennan krana skaltu nota lítinn pappakassa. A báðar hliðar hans býrðu til göt og stingur blýanti í gegnum þau. Um blýantinn bindur þú síðan bandið sem fest er við krókinn. Búðu til lítið gat á botn kassans, eins og sést á myndinni, og þræddu bandið þar í gegn. Armar kranans eru klipptir út úr stifum pappa og síðan límdir við kass- ann. Smáspýtu er stungið í gegnum endann á kranaörmunum. Búðu til krók úr pípuhreinsara eða þunnum stálþræði, þið getið einnig notað hámál eða blómavír. Nú getur þú híft krókinn eða látið hann síga með því að snúa blýantin- um. Ef þú vilt hífa eitthvað upp sem þú getur ekki sett krókinn beint í, þá getur þú búið þér til hálfgerðan kassa til að lyfta í úr strimli eins og sýndur er á myndinni. Pennavinur Bamasíðan fékk bréf frá 10 ára stelpu, sem gjaman vill eign- ast pennavini. Hún heitir Rakel María Ajcelsdóttir og á heima á Lokastíg 9, 101 Reykjavík. Áhugamál hennar eru: Hestar, tónlist, bamapössun og sveita- dvöl. Hún vill skrifast á við krakka sem em 10—12 ára. Hvað er þetta? Héma er hlutur sem við þekkjum öll. Hvað heldur þú að þetta sé? Ef þú veist svarið sendu það þá til Bama- síðunnar. Heimilisfangið er: Barnasiðsn, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Ingvar Hreinsson í Mosf ellss veitinni sendiokkur þessa skemmtilegu mynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.