Morgunblaðið - 06.08.1987, Page 21

Morgunblaðið - 06.08.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 21 Orð í belg um eyðni eftirHeimi Steinsson Að undanfömu hefur nokkur um- ræða átt sér stað í blöðum um sjúkdóm einn, er heijar á mannkynið í svip og hlotið herur heitið „eyðni" á Islenzku máli. Tilefni umræðunnar er m.a. sam- þykkt Prestastefnu 1987, en ályktun sú hefur sætt gagnrýni. Gagnrýnin virðist vera byggð á þeirri skoðun, að útbreiðsla eyðni reki rætur sínar til sérlega syndsamlegs lífemis þeirra einstaklinga, er heyra til svonefndum „áhættuhópum". Prestastefna er gagnrýnd fyrir að hafa hvatt til umburðarlyndis I sam- skiptum við það fólk, — sem og við aðra menn. Hér verður ekki fjallað um sjúk- dóminn sjálfan, né heldur um áhættu- hópana, atferli þeirra eða sérstöðu. Læknisfræðileg hlið þessa máls er ekki á færi undirritaðs. Aðrir eru hæfari til að tjá sig um það, hvemig haga skuli samskiptum manna í þvl skyni að hindra sjúkdómsfaraldur sem þann, er hér um ræðir. Þar hafa sér- fróðir lagt nýtileg lóð á vogarskálar, og vonandi ber viðleitni þeirra nokk- um ávöxt. Hitt verður íslenzkum kirkjumanni ígrundunarefni, þegar kveðið er upp úr með það, að einstakir hópar manna séu „syndugri" en annað fólk. Sú hugsun, sem býr að baki slíkum at- hugagreinum, kann að eiga rétt á sér samkvæmt skilningi einhverra kirkju- deilda. En arfleifð evangeliskrar kirkju á íslandi er önnur. Reyndar eru hug- myndir lútherskra kirkna yfirleitt um synd og dóm, sekt og sáttargjörð mikl- um mun dýpri en nemur orðalenging- um um einstakar ávirðingar manna. Fýrr greind samþykkt Prestastefnu 1987 er í fyllsta samræmi við þann lútherska arf. Sá arfur er að sfnu leyti í fullkominni samhljóðan við Heilaga Ritningu og byggður á fagnaðarerind- inu um Jesúm Krist. Mikilvægt er, að íslendingar gjöri sér það ljóst, að kirkja þeirra vísar öllum einstaklingum til sætis á sama bekk syndugra manna og boðar þeim, er þar sitja, eitt og sama fagnaðarer- indið um fyrirgefningu Guðs fyrir trúna á Jesúm Krist. Þar er, var eða verður aldrei nokkru sinni nokkur manna munur. Reyndar gegnir furðu, að til skuli vera meðal kristinna manna sá hugs- unarháttur, að „syndin" sé með einhveijum hætti stigskipt. „Sjmd“ er orð, sem ritningin og kirkjan nota um ástand mannkjms á öllum öldum eftir hið fyrsta syndafall. Andspænis ein- um, heilögum Guði er mannkjmið gjörspillt og á sér alls engrar viðreisn- ar von af eigin rammleik. Allt vort framferði er flekkað ranglæti. Allir menn eru sekir og skortir Guðs dýrð. Það er fáfengilegur hégómi að ímjmda sér, að unnt sé að vinna sig út úr þessu ástandi með svonefndum góðum verkum eða réttri brejrtni. Maðurinn er „svínbeygður inn í sjálfan sig“, eins og gamli Marteinn Lúther komst að orði, eigingjarn þræll sjálfselsku sinnar. Maðurinn losnar alls ekki úr þeirri bóndabeygju, þótt hann sigrist á einhveijum þeim löstum, sem honum eru tamastir. Rætur illgresisins eru dýpri en svo, að unnt sé að grafa fyr- ir þær með þvi að fítla við nokkrar blöðkur á yfírborði. Fyrir augliti Guðs er saurlífsseggur- inn ekki hótinu sekari en munkurinn eða hinn heiðvirði borgari, sem aldrei vék af vegi varfæminnar. Guð er al- gjör. Krafa hans um hreinleika er hið sama. Enginn maður hefur nokkm sinni komizt nærri því að uppfylla kröfu Guðs. Þar af leiðandi getur eng- inn með Guðs nafn á vömm áfellzt annan fyrir takmarkaðan siðferðis- þroska. Slíka dóma fá menn kveðið upp á almennum borgaralegum for- sendum, — ef þeim þykir ástæða til. En frá Guði hafa þeir ekkert umboð til þess háttar yfirlýsinga. Einasta lausnin á þeim vanda, sem fólginn er í orðinu „sýnd“, birtist I því, að Guð sjálfur kom í heiminn í Jesú Kristi og tók á sig sjmd heimsins alla. Þar með rétti skaparinn himins og jarðar bömum sínum úrslitahönd til hjálpar. Mennimir veita þeirri hjálp- arhönd viðtöku með þvt að iðrast sjmda sinna og þiggja fyrirgefningu Guðs í Jesú Kristi. Sá, sem það gjörir, hefur öðlazt nýja stöðu, — náðarstöðu. Af sjálfs síns dáðum er hann jafn syndug- ur og fyrr. Verk hans fá engu brejdt þar um. En fyrir náð Guðs er hann réttlættur. Guð hefur afmáð sekt hans. Þaðan I frá lifir hann á fyrirgefningu Guðs, í iðrun, trú og þakkargjörð. Þessi lausn nefnist „fagnaðarerind ið um Jesúm Krist“. Lausnin er Guðs verk alls endis. Guð kveikir trúna í bijósti mannsins, knýr hann til ið- ranar, skapar þakkarhug við hjartar- ætur hans. Síðast greindum staðreyndum til áréttingar skírir kirkja fagnaðarerindisins (evangelisk kirkja) ómálga böm. Reyndar gjörir heimskirkjan upp til hópa hið sama: Guð tekur hvítvoðunginn á arma sína, ritar nafn hans í lífsins bók og gefur með þeim hætti fyrirheit um að tendra trúna, iðranina og þakkarhuginn í bijósti bamsins, þótt bamið sjálft á skímardegi fái ekki gjört sér grein fyrir þessum efnum. Guð einn er gjör- andinn. Árangurinn af verkum Guðs er engu háður öðra en vilja hins al- máttka. Óþarft kjmni að virðast að rifja upp þann almenna bamalærdóm kristinnar kirkju, sem hér hefur verið ýjað að I fáum orðum. Blaðaskrif undangeng- inna vikna benda þó til, að brýnt sé að haida þeim lærdómi á lofti. Fagnaðarerindið er undursamleg- asta gjöfin, sem mönnum er gefin. Fagnaðarerindið veitir innri ró, sálar- frið, af því að það er boðskapur um fyrirgefningu, miskunn og mildi hins eilífa Guðs, er öllu heldur I hendi sér. Þessi sálarfriður er þýðingarmesti ávöxtur trúarinnar, iðranarinnar, þakkargjörðarinnar. Einnig sá ávöxtur er gjöf og annað ekki, — þeim gefínn, er þiggja vilja, — og bera vilja mis- kunnina og mildina bræðram sínum og systram á jörðu. Þegar mannkjmið stendur and- spænis hrellingum af því tagi sem „eyðnin" er, verður mörgum það á að leita uppi sökudólga. Mjmdin er þá einfölduð eftir föngum. Einnig vill svo til takast, að menn fari að ragla sam- an borgaralegum umgengnisháttum, sem brýnt er að hafa í heiðri, og Heimir Steinsson hinztu rökum tilverannar. Enginn viti borinn maður mótmælir því, að hollast sé að hlíta réttum regl- um í kjmferðislegum efnum, — eins og öðram efnum öllum. Skylt er að taka höndum saman um varðveizlu þeirra verðmæta, er birtast I skipu- lögðu samfélagi manna á jörðu, — og mótazt hafa m.a. af margra alda áhrif- um kristinnar kirkju. Hitt ber að varast — að hræra I einn graut þeim almennu viðmiðunum, sem vel hafa rejmzt og lengi skyldu standa — og þeim römmu rökum efsta dóms, er birtast, þegar talið berst að sjmd og sekt, fyrirgefningu og hjálp- ræði þessa heims og annars. Undir slíkum kringumstæðum skiptir þvl mestu, að kirkjan beri fagn- aðarerindið fram, — hreint og ómengað. Ekki verður betur séð en títtnefnd prestastefnusamþykkt 1987 sé nýtilegt framlag til þeirrar við- leitni. Að sjálfsögðu ber ekki að skoða þá ályktun sem neins konar stuðning við afbrigðilega kjmllfshætti. En álit Prestastefnunnar endurspeglar þá miskunnsemi I garð bágstaddra manna, sem er kjami fagnaðarerindis- ins sjálfs. Höfundur er prestur ogþjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Utsala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.