Morgunblaðið - 06.08.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
55
Þessir hringdu .. .
Einar keypti Herdís-
arvík
Gestur Sturluson hringdi:
„Föstudaginn 31. júlí birtist
grein eftir Svein Bjömsson list-
málara sem bar yfirskriftina „Á
að gera fólksvang að öskuhaug-
um?“. Grein þessi er hin ágætasta
í alla staði og er gott innlegg í
baráttuna gegn mengun og sóða-
skap. Þó er í þessari grein ein
villa sem mig langar að leiðrétta.
Sveinn segir að Einar Benedikts-
son skáld hafi keypt Krýsuvíkina.
Þetta er ekki rétt, ég veit ekki til
að Einar hafi keypt Krýsuvíkina.
Aftur á móti keypti hann Herdís-
arvík sem var næsta byggt ból
fyrir austan Krýsuvík og er í Sel-
vogshreppi í Ámessýslu."
Hvar eru gjöldin?
Laufey Elsa Þorsteinsdóttir
hringdi:
„Eg er kaþólsk og var að frétta
það um daginn að þau kirkjugjöld
sem við greiðum með sköttunum
okkar og átti að skipta á milli
kaþólsku kirkjunnar og þjóðkirkj-
unnar eftir að breytt var um
fyrirkomulag á innheimtu þeirra
hefðu aldrei skilað sér til kaþólsku
kirkjunnar. Við erum víst bara
1700 á öllu landinu og sjáum eft-
ir þessu þótt upphæðin sé kannski
ekki há. Áður var látið nægja að
safna fijálsum framlögum og við'
borguðum ekkert í gegnum Gjald-
heimtuna. Ég vona að einhver
treysti sér til að segja frá afdrifum
þessara peninga."
Vakandi starfi í vertu
M.J. frá Búrfelli hringdi:
„Þessar vísur urðu til við lestur
á ísköldum sannleik um gott veð-
ur, góða bíla og góða bílstjóra sem
Samvinnutryggingar birtu í
Morgunblaðinu föstudaginn 31.
júlí sl. Það væri vonandi að menn
hefðu þetta í huga í umferðinni.
Láttu þinn lífsferil sýna
listir við náunga þinn
hendi með hjálpina þína
hlýlega tala og vinn.
Sig^ur í huga með sértu
sofandi ekki í dag.
Vakandi starfí í vertu
viljir guð blessi þinn hag.“
Ókurteisir dyraverðir
Hildur hringdi:
„Ég og móðir mín brugðum
okkur á skemmtistaðinn Lennon
um daginn og urðum fyrir heldur
óskemmtilegri reynslu. Skömmu
eftir að við vorum komnar inn
elti einn dyravarðanna okkur uppi
og skipaði okkur að koma okkur
út. Við spurðum um skýringu en
hann neitaði alfarið að útskýra
hvers vegna við yrðum að fara.
Við vildum þá fá að tala við yfir-
mann hans en það var ekki hægt
því að hann var sagður erlendis.
Þetta finnst mér dálítið gróft og
er ákaflega sár enda hef ég aldr-
ei sýnt dyravörðunum þama
annað en fyllstu kurteisi."
Vötn á hálendinu sam-
eign allra
Vigfús Guðmundsson hringdi:
„í tilefni af umræðu sem hefur
verið um veiðirétt á vötnum á
hálendinu langar mig að koma
því á framfæri að ýmsir eru þeirr-
ar skoðunar að öll þjóðin eigi þessi
vötn í sameiningu. Vil ég gera
að tillögu minni að seld verði veiði-
leyfí í þessi vötn fyrir skikkanlegt
verð og ágóðinn notaður til að
vinna að uppgræðslu landsins."
Sérstakir afsláttar-
miðar fást
Sveinn Björnsson hringdi:
„Okkur hjá SVR langar til að
koma með nokkrar athugasemdir
vegna skrifa Hönnu í Velvakanda
sl. föstudag um undarlegan af-
slátt hjá SVR. Þeir aðgöngumiðar
sem eru seldir í vögnunum sjálfum
eru ekki afsláttarmiðar heldur
hugsaðir fyrir þá sem ekki hafa
afsláttarmiða eða skiptimynt til
að greiða fargjaldið með. Raunar
er okkur ekkert allt of vel við að
selja þessa miða um borð í vögn-
unum því að það tefur óneitanlega
fyrir vagnstjórunum.
Hins vegar fást raunverulegir
afsláttarmiðar, 26 saman á 530
krónur, víða og þetta notfæra
þeir sér sem ferðast mikið með
vögnunum. Þá kostar hver ferð
20 krónur og 38 aura í stað 28
króna ef greitt er með skipti-
mynt.“
Á berjamó
Oddfríður Sæmundsdóttir
hringdi vegna kvæðis sem birtist
í Velvakanda sl. sunnudag og
heitir Á beijamó. Hún vissi ekki
eftir hvem kvæðið er en hún hafði
lært þriðja erindið öðruvfsi en það
birtist í blaðinu. Hana minnti að
það væri á þessa leið:
Ó, hjartans bam mitt hættu,
að harma og gráta mig.
Þú finnur einhvem annan,
sem elskað getur þig.
Þá móðurhönd, sem mjúk er,
þann mann, sem býðst þér veg
og segir: Sigga litla,
með sama róm og ég.
Hvert flutti Stalín
Krímtatarana?
0348—3340 hringdi:
„Má fréttastofa ríkisútvarpsins
ekki segja frá því að Stalín flutti
Krímtatarana til Síberíu en ekki
í næsta þorp? Svífur andi Stalíns
enn yfir fréttastofunni?"
Af ríkis- og einkabönkum
Leiðari Morgunblaðsins 12. júlí
var um ríkisbanka, verðbólgu og
einkabanka svo kallaða. Eins og
áður og lengi heldur leiðarahöfund-
ur því fram að einkabankar séu
betri og hagkvæmari en ríkisbankar
og hefur nú fengið sem liðsauka
Þorvald prófessor Gylfason, einn
af þessum ungu fijálshyggjumönn-
um, lærðum frá Ameríku. En
óneitanlega er það dálítið fyndið að
í þessu sama Morgunblaði, 12. júlí,
er sagt frá því að á fyrra helmingi
þessa árs hafi 100 bankar orðið
gjaldþrota í Bandaríkjunum og á
síðasta árí hafi 138 bankar farið á
hausinn, sem sagt á einu og hálfu
ári höfðu 238 bankar í Bandaríkjun-
um orðið gjaldþrota, ef til vill hafa
einhveijir tapað þar fé sem ekki
máttu við því. Ekki voru þetta ríkis-
bankar, þeir eru ekki til f því landi,
en eitthvað virðist hafa skort á að
margumtöluð hagkvæmissjónarmið
hafi verið ráðandi f öllum þessum
einkabönkum.
Mál Útvegsbankans og Hafskips
eru svo einstæð og sérstök og eng-
in rök með eða móti neinu og
lágkúra að nota þau mál sem rök
gegn ríkisbönkum. Bankastjórar
Utvegsbankans voru grandvarir og
heiðarlegir menn og vildu gera sitt
besta þó þetta færi svona.
Þeir sem skrifa leiðara í blöð,
prófessorar og aðrir, sem hafa að-
stöðu til að hafa áhrif á hugmyndir
fólks og skoðanamyndun, eru skyld-
ugjr til að færa rök fyrir máli sínu.
Til þessa hafa ekki verið færð nein
haldbær rök fyrir því, að einkabönk-
um yrði betur stjórnað en ríkis-
bönkum, né þeir þjónuðu undirstöðu
atvinnuvegar þjóðarinnar betur eða
hlytu meira trausts almennings. En
traust almennings er mikilsvert at-
riði, því að umtalsverður hlutur
þess fjár sem bankamir hafa handa
á milli eru spariskildingar fátæks
fólks, sem vill eiga fyrir útförinni,
frekar en eyða í óþarfa. En áróður-
inn gegn ríkisbönkunum er bara
einn þáttur í trúboði ftjálshyggju-
postulanna. Það er þekkt fyrirbæri
Til Velvakanda
í lesendabréfsdálki blaðs yðar
þann 1. ágúst sl. er bréf „íbúa við
Njálsgötu" þar sem ákveðnum til-
mælum er meðal annars beint til
embættis lögreglustjórans í
Reykjavík, um aukið eftirlit hvað
varðar ökuhraða og bifreiðastöður
á gangstéttum.
Af þessu tilefni óskast eftirfar-
andi birt. Ifyrstu 20 dagajúlímánað-
ar sektaði lögreglan 75 ökumenn
fyrir að hafa lagt bifreiðum sínum
ólöglega á Njálsgötu. Auk þessa
vora nokkrar bifreiðar fjarlægðar
með kranabifreið.
Ffylgst hefur verið með hraða
ökutækja á Njálsgötu og 23. júlí
sl. kl. 22—22.30 var gerð sérstök
úr allri sögu að gáfaðir, menntaðir
og ágætir menn geta verið haldnir
blindri ofsatrú á kennisetningar,
stundum með skelfilegum afleiðing-
um. Fijálshyggjutrúboðið hefur
þegar valdið upplausn og óbætan-
legum skaða og mun þó meiri verða
ef ekki verður stungið við fótum.
Þetta mætti leiðarhöfundur áður-
nefnds Morgunblaðs gjaman
hugleiða og líka ýmsir fleiri.
Ingi Jónsson,
Njálsgötu 75.
hraðakönnun með ratsjártæki. Þá
var mældur hraði 227 ökutækja og
reyndist hraðinn vera frá 14 til 51
km á klst., meðalhraði 20 km á klst.
Á Njálsgötu er 30 km hámarks-
hraði og af þessum 227 ökutækjum
sem mæld voru reyndust 22 vera
yfir 30 km, þar af 7 yfir 40 og 1
yfir 50 km.
Þá má geta þess að lögregluþjón-
ar verða varir við að ökumenn aka
hraðar þegar umferð er minni.
Þá hefur gangandi lögregluþjónn
farið við og við um Njálsgötu í al-
mennu eftirliti, en eftirlitsferðum á
lögreglubifhjólum og bifreiðum
haldið óbreyttum.
Böðvar Bragason
Aukið eftirlit með
umferð á Njálsgötu
Hjartans þakkir til allra þeirra jjölmörgu œtt-
ingja og vina sem glöddu mig á sjötugsafmœli
mínu 21. júlí sl.
GuÖ geymi ykkur öll.
Elísabet Jónsdóttir,
Hlíðavegi 14,
ísafirði.
Hjartans þakkir til allra þeirra jjölmörgu œtt-
ingja og vina sem glöddu mig á sjötugsajmœli
mínu 14. júlí sl.
Guð geymi ykkur öll.
Svanfríður Gísladóttir,
Hlíðarvegi 8,
ísafirði.
Ég þakka mínum jjölmörgu jélögum, vinum
og vandamönnum hlýjar kveÖjur, árnaÖaróskir
oggjafir á 70 ára afmœli mínu hinn 9. júlísl.
Megi ykkur veröa allt aÖ óskum.
Sveinn Björnsson.
Námskeið
Námskeið eru haldin í
stjörnukortagerð (Esoteric
Astrology) og sálarheimspeki.
Stjörnukortarannsóknir.
Upplýsingar í síma 79763 til 17.
ágúst og eftir 7. sept.
Ættarmót á Ketilási
Afkomendur Sigurlaugar Sæmundsdóttur og
Kristjáns Jóhanns Jónssonarfrá Lambanesi koma
saman á Ketilási 14.-16. ágúst nk. Mótið hefst
með varðeldi föstudagskvöldið kl. 22.00 í Val-
garðslundi. Þeir sem ekki hefur náðst til vinsam-
iegast hafið samband.
Nánari upplýsingar og tilkynning um þátttöku í símum: Bára
95-5576, Elva 91-37114, Kristin 91-23765.
Mætid vel.
Bladburðarfólk
óskast!
Athugið: Aðeins til afleysinga !
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Laugavegur neðri Aragata
Lindargata frá 1 -40 Nesvegur
Lindargata frá 40-63 Tjarnarból
ÚTHVERFI KÓPAVOGUR
Síðumúli Hrauntunga
Ármúli frá31-117
Ártúnsholt
— iðnaðarhverfi