Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
m ð vT
Morgunblaðið/Þorkell
Á leikvellinum á Grundarfirði
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands er nú á ferð
um Snæfelisnes. Á þeirri ferð hefur hún verið hand-
gengin bömunum og á Grundarfirði brá hún sér í
rólumar á leikvellinum með Hrafnhildi Eik Skúla-
dóttur.
Sjá nánari frásagnir á
miðopnu og bls. 35.
Forráðamenn Kringlunnar:
Vilja fá þriðju ak-
reinina á Miklubraut
50.000 manns komu a laugardag
AÐSÓKN að verslunarmiðstöðinni Kringlunni náði hámarki á laugar-
dag þegar talið er að um 50.000 manns hafi komið í húsið. Húsið
var tekið í notkun á fimmtudag. Ragnar Atli Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri sagði að umferð hefði gengið framar vonum og engin
óhöpp orðið. Hann sagði það skoðun forráðamanna hússins að viðun-
andi lausn fengist á vanda vegna umferðar með því að gera þriðju
akreinina á Miklubraut. Þessi tillaga sé nú til athugunar hjá borgar-
yfirvöldum og vænst svara fljótlega.
„Við veitum því athygli að öku-
menn virðast ekki búnir að læra á
undirgöngin undir Miklubraut sem
nota má til þess að aka að Kringl-
unni úr austri og fara frá henni í
vestur. Margir koma þess í stað
akandi eftir Miklubraut og Kringlu-
mýrarbraut inn í hverfíð. Um
helgina vorum við með eigið starfs-
fólk og lögregluþjóna til aðstoðar
við að greiða úr umferðinni. Þegar
á heildina er litið hefur þetta geng-
ið furðanlega vel miðað við
mannfjöldann sem hingað kom,“
sagði Ragnar Atli.
Hann sagðist vona að umferðar-
þunginn yrði minni þegar mesta
nýjabrumið væri farið af Kringl-
unni. Þetta hefði verið mun meiri
aðsókn en bjartsýnustu menn þorðu
að vona.
„Þetta myndi strax batna ef gerð
yrði þriðja akreinin á Miklubraut í
báðar áttir. Okkar hugmjmdir eru
að gatan yrði breiðari á kaflanum
frá Lönguhlíð að Grensásvegi.
Myndi það að líkindum leysa málið
að mestum hluta. Borgaryfirvöld
eru nú með athuganir í gangi og
við vonumst eftir einhveijum svör-
um fljótlega," sagði Ragnar Atli.
Strandasýsla:
Nauðgnn-
artilraun
Utlánum fækkar um 200
þúsund bækur á milli ára
Bókasöfnin víðast í fjárhagslegu svelti
ÚTLÁNUM bókasafna hefur
farið fækkandi á undanförnum
árum, en svo virðist sem árið
1985 marki tímamót hvað útlán
bókasafna varðar. Þá fækkaði
Á söguslóð-
um á Hólum
HIÐ foma biskupssetur, Hólar
í Hjaltadal, er einn þeirra staða
sem flestir ferðamenn heim-
sækja er þeir eiga leið um
Skagafjörð. Þeim gefst nú kost-
ur á að kynna sér sögu staðarins
á sérstakan hátt þar sem í sum-
ar var gefinn út leiðsagn-
arbæklingur og stikuð leið,
Söguslóð, sem þræðir helstu
öraefni á Hólum.
í bæklingnum segir að honum
sé ætlað að aðstoða ferðamenn við
að kynnast hinum foma höfuðstað
Norðurlands, en fram til þessa
hafí þá sem koma heim að Hólum
skort handhægar upplýsingar um
sögu staðarins. Einnig er fátt af
augljósum kennileitum og minnis-
merkjum um foma frægð Hóla,
en með bæklinginn í höndum get-
ur ferðamaðurinn fetað sig áfram,
frá einum stað til annars, á merktri
leið. Hefst ferðin urn söguslóðir
Hóla við minnisvarða um Jón Ara-
son biskup og lýkur í skólahúsnæði
Bændaskólans. Alls eru númeraðir
viðkomustaðir á „Söguslóðinni"
14 talsins og er í bæklingnum stutt
frásögn um hvem þeirra.
Jón Gauti Jónsson, kennari við
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki,
sá um að stika út leiðina, í sam-
ráði við Hjalta Pálsson bókavörð
á Sauðárkróki, og hanna bækling-
inn. Hólaskóli stendur straum af
kostnaði við vinnslu bæklingsins
og þar liggur bæklingurinn
frammi. Hann er prentaður á
íslensku og ensku.
útlánum um 200 þúsund bækur
á einu ári. Útlánum fækkaði um
28 þúsund hefti á árinu 1984 og
um 30 þúsund árið þar á undan.
Enn liggja ekki fyrir upplýsing-
ar um útlán bókasafna á síðasta
ári en nú er unnið að lokafrá-
gangi ársskýrslu bókafulltrúa
ríkisins fyrir árið 1985. Þar seg-
ir meðal annars að ljóst sé að
mörg safnanna séu úr tengslum
við umhverfi sitt, lokaðar og lítt
virkar stofnanir sem aðeins séu
sóttar af hluta íbúa og eigi ekki
virkan þátt i uppbyggingu
menningar- og atvinnulífs.
Sveitarfélögin bera allan kostn-
að af stofnun og rekstri almenn-
ingsbókasafna og er ísland eina
landið á Norðurlöndum sem ekki
styrkir sveitarfélögin til rekstrar
og byggingar bókhlaða. Er þetta
fyrirkomulag í samræmi við verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga frá
1874-1975. í skýrslu bókafulltrúa
ríkisins fyrir árið 1985 segir að
almennt séu bókasöfnin í fjár-
Steinn Logi Bjömsson, deildar-
stjóri hjá Flugleiðum, sagði í
samtali við Morgunblaðið að verið
væri að skoða þetta tilboð og at-
huga hvort einhver samningsgrund-
völlur væri til. Söluverð vélanna
tveggja samkvæmt tilboðinu væri
þó allt of hátt en hugsanlega væri
hægt að fá verðið lækkað. Einnig
skipti miklu máli hvemig vélar
hagslegu svelti. Ástæða þess sé
að skylduframlög sem ákveðin séu
með lögum séu svo lág að ekki sé
unnt að halda uppi sómasamlegri
þjónustu fyrir þá upphæð eina og
þar við bætist að hluti sveitarfélag-
anna greiði ekki það sem þeim sé
ætlað til almenningsbókasafns-
þjónustu. Hlutverk bókafulltrúa
ríkisins er meðal annars að fylgj-
ast með rekstri almenningsbóka-
safna og benda á það sem áfátt
kann að vera.
Að sögn Þóru Óskarsdóttur að-
stoðarbókafulltrúa ríkisins er
lögbundið framlag til bæjar- og
héraðsbókasafna nú rúmlega 500
krónur á hvem íbúa, en enn lægra
til hreppsbókasafna. Meðalútlán
bókasafna á íbúa á landinu voru
8,48 árið 1985, en voru 9,25 árið
1984 og9,46 árið 1983. Seltjamar-
nes er með hæst hlutfall útlána á
íbúa samkvæmt þessum nýjustu
upplýsingum sem fyrirliggjandi
eru, 17,50 bindi, og næsthæst er
hlutfallið á Kirkjubæjarklaustri,
16,10 bindi.
í skýrslu bókafulltrúa kemur
Flugleiða yrðu metnar.
Steinn Logi sagði að þessar vélar
væru svipaðar þeim vélum sem
Flugleiðir eiga nú, en þær væru
aðeins lengri, hreyflamir væra
öðruvísi og spameytnari og auk
þess eru þær búnar sjálfstýringu.
Vélamar vora smíðaðar fyrir Air
Chicago árið 1984 en rúmu ári
seinna varð félagið undir í far-
fram gagnrýni á bæjar- og sveitar-
stjómir sem margar hveijar hafí
lítinn skilning á gildi bókasafna í
menningarstarfí sveitarfélaganna.
Einnig virðast sveitarstjómir ekki
koma auga á þann möguleika sem
almenningsbókasöfnin bjóða upp á
sem upplýsingamiðstöðvar f upp-
lýsingaþjóðfélagi nútímans, segir í
skýrslu bókafulltrúa ríkisins.
Grindavík.
ÓLAFUR Þór Jóhannsson, 33
ára gamall kennari úr
Grindavík, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Fiskmark-
aðs Suðuraesja. Ólafur hefur
unnið við sjávarútveginn með
námi og kennslu. Hann hefur
því töluverða reynslu á því sviði.
gjaldakapphlaupinu í Bandaríkjun-
um og var lýst gjaldþrota. Það era
skiptaráðendur búsins sem nú eru
að reyna að koma eignum þess í
verð.
Fokkervélar Flugleiða eru nú
orðnar gamlar og meðalaldur þeirra
er um 17 ár. Steinn Logi sagði að
fyrirtækið hefði því alltaf augun
opin fyrir tilboðum á borð við þetta
ef í þeim leyndust góð tækifæri.
Hinsvegar væri endumýjun innan-
landsflotans ekki efst á dagskrá hjá
Flugleiðum því nú stæði fyrir dyram
endumýjun á millilandaflugvéla-
flota fyrirtækisins.
mistókst
TVÍTUGUR maður vopnaður
hnifi réðst inn í íbúðarhús í
Strandasýslu aðfaranótt laugar-
dags og gerði þar tilraun til þess
að nauðga konu. Konan var ein
í húsinu ásamt sex mánaða barni
sinu en eiginmaður hennar var
á sjónum.
Konunni tókst að veijast árás
mannsins og komast undan en hlaut
minniháttar áverka. Maðurinn var
handtekinn skömmu síðar.
Málið er nú í höndum Rannsókn-
arlögreglunnar en árasarmaðurinn
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald og gert að sæta geðrann-
sókn.
Nú er unnið af fullum krafti við
að ganga frá formlegri stofnun
fyrirtækisins. Ólafur sagði frétta-
ritara Morgunblaðsins að verið
væri að standsetja húsnæði í
Njarðvíkum og Grindavík. Settur
verður upp tölvubúnaður þannig
að uppboðin færu fram á báðum
stöðum samtímis. í Njarðvíkum
yrðu aðalstöðvar markaðarins í
húsnæði því sem Trésmiðja Amars
var áður í. í Grindavík hefur verið
gengið frá afnotum á húsnæði
fískmats Grindavíkur fram að ára-
mótum.
„Markaðurinn verður fjar-
skiptamarkaður enda illfram-
kvæmanlegt á þessu vetrarvertíð-
asvæði að taka afla hvers
dagróðrabáts inn á gólf. Því verð-
ur að sníða sig að því fyrirkomu-
lagi sem tíðkast hefur.
Þetta þýðir að mjög mikilvægt
er að upplýsingar um afla verði
sem nákvæmastar bæði um afla-
samsetningu, magn og gæði svo
kaupendur fái ekki köttinn í
sekknum. Hér gildir f rauninni það
sama og á hinum mörkuðunum
að bátar geti skapað sér gott nafn
með vandaðri meðhöndlun á físk-
inum,“ sagði Ólafur.
Kr. Ben.
Flugleiðum bjóðast tvær
Fokker 27-500 til kaups
FLUGLEIÐIR hafa fengið tilboð um að kaupa tvær flugvélar af
gerðinni Fokker 27-500. Vélar þessar eru úr þrotabúi flugfélagsins
Air Chicago, smíðaðar 1984, en hafa aðeins verið notaðar sem sam-
svarar einu ári. Flugleiðum býðst að setja tvær af Fokker 27-200-
vélum sinum á milli.
Fiskmarkaður Suðurnesja:
Grindvíkingnr ráð-
inn framkvæmdastjóri