Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
Kókaínfengur
belgísku lögreglunnar
þaðan vegir til allra átta,“ sagði
Suður-amerískir kókaínsmyglar-
ar í leit að skjótfengnum gróða
eru nú farnir að láta að sér kveða
í Belgíu, að því er starfsmaður
bandarísku fíkniefnalögreglunn-
ar í Belgíu, Charles Olender,
sagði í gær. Á föstudag gerði
belgíska lögreglan 115
kílógrömm af kókaíni upptæk á
flugvellinum í Brússel og er þetta
mesta kókaín, sem náðst hefur
í einu í Evrópu til þessa. Að sögn
lögreglu fást 2,4 milljarðar
belgískra franka (tæpir 2,6 millj-
arðar ísl.kr.) fyrir eitrið á svört-
um markaði. „Eiturlyfjasmyglið
snýst um Belgíu, enda liggja
Olender og bætti því víð að vegna
falls dollarans á gjaldeyrismörk-
uðum fengist allt að því þpefalt
hærra verð fyrir kókaín á götu
í Evrópu, en í Bandaríkjunum.
Mynd þessi var tekin er blaða-
menn fengu að virða fyrir sér
kókaínfeng belgísku lögreglunn-
ar í gær. Kókaínið var falið um
borð í flutningavél, sem kom frá
Paraguay, og hafði bandaríska
fíkniefnalögreglan látið belgíska
starfsbræður sína vita. Tveir
voru handteknir, Þjóðveiji bú-
settur í Paraguay og maður með
ríkisfang þar.
Reuter
TOYOTA
ER AÐ KOMA
FULLKOMNARI &FALLEGRI
EN NOKKRU SINNI
FYRR
TOYOTA-1988- í ÁGÚST
TOYOTA
Kjarnorkutilraunir
Sovétmanna:
Líkur
á geisla-
virknií
Svíþjóð
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKIR embættismenn sögðu
í gær að geislavirkni, sem rekja
mætti til kjamorkutilraunar fyrr
i þessum mánuði, hefði ef til vill
borist til Svíþjóðar. Geislavirknin
væri aftur á móti óvemleg og
bryti ekki i bága við neina samn-
inga.
Charles Redman, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði á fímmtudag í síðustu viku
að geislavirkar agnir hefðu komist
út í andrúmsloftið í tilraun, sem
Sovétmenn gerðu neðanjarðar á
eyjunni Novaya Zemlya 2. ágúst,
og borist út fyrir landamæri Sov-
étríkjanna. Sagði hann að þessar
agnir hefðu ekki verið hættulegar
heilsu manna, en brytu engu að
síður í bága við sáttmálann um tak-
mörkun kjamorkutilrauna frá árinu
1963, þar sem bannað er að gera
kjamorkutilraunir undir bemm
himni, í geimnum eða neðansjávar.
Yuri Izrael, yfírmaður sovésku
veðurstofunnar, sagði á blaða-
mannafundi í gær að gerðar hefðu
verið mælingar í Moskvu áður en
og eftir að Svíar greindu frá auk-
inni geislavirkni í síðustu viku. Þar
hefði ekki komið fram að nein fylgni
væri milli mælinga Svía og tilraun-
arinnar.
„Að minni hyggju eru engar
óyggjandi sannanir fyrir því að
geislavirknina megi rekja til tilraun-
arinnar 2. ágúst, en vissulega er
það ekki útilokað fræðilega," sagði
Izrael. Hann kvað vísindamenn vita
að örlítil geislavirkni gæti sloppið
út f andrúmsloftið eftir kjamorkutil-
raun neðanjárðar. ísotópa og
geislavirkar gastegundir gæti borið
til annarra ríkja. Þessu þyrfti aftur
á móti ekki að fylgja geislavirkt
úrfelli og svo hefði ekki verið nú.
Tilraunin hefði því ekki verið brot
á sáttmálanum frá 1963.
Sjöburafæðing
Liverpool, Reuter.
Á laugardag ól 27 ára gömul
ensk kona sjöbura.
Bömin, flórar stúlkur og þrír
drengir, vom tekin með keisara-
skurði fl'óra mánuði fyrir tímann.
Þau vógu samtals fjögur kg.
Eitt bamanna dó strax eftir fæð-
inguna og annað í gær. Að sögn
lækna bíður hinna fimm hörð
lífsbarátta. Þau em nú á gjörgæslu-
deild fæðingardeildarinnar og anda
með hjálp öndunarvélar.