Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Svona eiga sýslu- menn að vera eftirÞorgeir Þorgeirsson í grein sem yfirvald þeirra Is- firðinga ritaði í Morgunblaðið 8.8. síðastliðinn stendur þessi athyglis- verða klausa: „Það er ljóst, að það er tímabært og nauðsynlegt, að stíga nú að fullu skrefið til algers aðskilnaðar dóms- valds og framkvæmdavalds hér á landi, m.a. til þess að allir lan.is- menn búi við samskonar réttm far. Um það ætti að geta náðst full samstaða, enda á dómsvaldið mikið undir því að trúnaður þess sé hafínn yfír vafa og gagnrýni. Hitt er ann- að, að það verður að draga í efa, að almenningi fínnist svo mjög að sér kreppt og réttur sinn svo að- þrengdur við núverandi skipan, sem sumir vilja vera láta. Því má ekki heldur gleyma, að menn hafa ævin- lega getað leitað til Hæstaréttar, ef þeim hefur þótt gæta óhlut- drægni (svo!) í málsmeðferð sýslu- manna og bæjarfógeta í hlutverki bæði lögreglustjóra og dómara. Þann rétt má ekki vanmeta né þá fullnægju réttlætis, sem menn geta þrátt fýrir allt náð fram.“ Hvað meinar yfirvaldið? Nú fer ég ekki að vitna til svona klausu einvörðungu handa þeim sem njóta vilja ritsnilli yfirvaldsins heldur er ég líka með í huga inn- tak, hugsun og afstöðu. Jafnréttis- hugmyndir yfírvaldsins og réttlæt- isþrá birtast í þeirri frómu ósk hans að brátt muni allir hér búa við „samskonar réttarfar", en hann lætur þó alveg liggja á milli hluta hvort landsmenn eigi það yfirleitt skilið að búa við gott réttarfar eða verðskuldi kanski réttleysið eitt,“ enda á dómsvaldið mikið undir því, að trúnaður þess sé hafínn yfír vanda og gagnrýni," segir hann. Þannig má vel ætla að yfírvald- inu finnist réttarfarið fyrst og fremst eiga að vera til handa dóms- valdinu að leika sér með, enda kemur í ljós að honum þykir skríllinn hafa gleymt að þakka fyr- ir þá „fullnægju réttlætis, sem menn geta þrátt fýrir allt náð fram“ — einsog þar stendur. Þannig hugsar náttúrlega yfír- vald og þannig hafa öll yfirvöld þurft að hugsa síðastliðnar þijár aldir minstakosti. Þennan hugsunarhátt mætti vel kalla sýslumensku. Og manni sýnist líka að sýslumenskan sé nú óðast að búa sig undir það að lifa af þó embætti sýslumanna verði kanski aflögð. Nánar um það síðar. Ekki finnst sýslumenskunni þörf á því að kanna það að neinum vísindum hvem hug almenningur beri til réttarfarsins. Virðist nægja að yfirvaldið sjálft þykist mega „draga það í efa, að almenningi finnist svo mjög að sér kreppt. . . sem sumir vilja vera láta.“ Fyr í greininni hefur yfirvaldið þó látið þess getið að kveikja um- ræðunnar nú um réttarkerfið sé mál Jóns Kristinssonar, sem við hin einmitt teljum nokkumvegin full- trúa almennings. Eða hefur Jóni ekki jinmitt þótt svo að sér kreppt í sjálfum Hæstarétti að hann kýs nú að skjóta máli sínu til Strass- borgar í von um meiri réttlæti þar? Og bíðum við ekki líka öll í spenn- ingi eftir því hver niðurstaðan verður? Annarstaðar í greininni fer yfir- valdið með stóryrðakasti að þeim blaðamönnum sem honum þykja fáfróðir, illgjarnir og ranglátir í garð sýslumenskunnar. Raun væri ef þeir dómar hans (í eigin sök) væru nú „þrátt fyrir allt“ réttir. Málið snýst um gmnnskólapensúm í félagsfræði: kröfuna um fullkom- inn aðskilnað framkvæmdavalds, dómsvalds og ákæmvalds í lýðræð- isríki þarsem lög eiga að vera samin í þágu almennings en ekki yfir- valda. Og þá líka samin í krafti fullkomlega sjálfstæðs löggjafar- valds. Óþarfi að saka neinn um fáfræði varðandi svo einföld atriði. Enda em það stjórnendur okkar um áraraðir sem hafa gatað eins og toásar á þessum gmndvallarat- riðum og varið málstað hins foma Þorgeir Þorgeirsson „Nú fæ ég ekki séð að nokkur bót sé í því að taka framkvæmdavald- ið af dómurum en fá þeim ákæruvaldið í staðinn, Víðasthvar í nágrenni okkar hefur krafa nútímans verið sú að dómari fari með dómsvald, saksóknari með ákæruvald, lög- regla með fram- kvæmdavald. Ogþetta er í þágu allra þegn- anna því öðruvísi verður aldrei nein trygging fyrir óhlut- drægri meðferð opin- berra mála.“ einveldis í réttarfarsmálum. Sýslumenskan lifír kanski hvergi betra lífi en hjá þeim í dómsmála- ráðuneytinu. Alt er best í Reykjavík Mig langar þó aðeins að drepa hér á lítið atriði sem fram kemur hjá yfirvaldinu og gengur líka eins- og rauður þráður gegnum alt sem þeir Kerfismenn nú fullyrða til varnar dómsmálaósómanum sem, að þeirra mati, ætti „þrátt fyrir allt“ að geta dugað þessum fáeinu kynslóðum sem enn munu þurfa að burðast með íslenskt þjóðemi. Allir vísa þeir til ástandsins í Reykjavík og nágrenni eftirað lögin um Ransóknarlögreglu ríkisins tóku gildi árið 1976. Allir ganga þeir útfrá því sem gefnu að meðferð sakamála hafí síðan verið til fyrir- myndar á Reykjavíkursvæðinu. Og það er að sjá að þeir séu einnar skoðunar um það að hér í Reykjavík bíði fyrirmynd hinnar komandi „réttarbótar“. Allir „gleyma" þeir líka því að mjög vel rökstudd gagn- rýni kom á sínum tíma fram á þetta fyrirkomulag og bent hefur verið á meinbugi þess síðan með rökum sem Kerfinu þykir vissara að ræða ekki nánar. Allir „gleyma" þeir líka klúðurmálunum hjá RLR semm orð- ið hafa ónýt fyrir röng vinnubrögð hjá ranglega hugsaðri stofnun. Enda hagsmunir sýslumensk- unnar í veði. Samt gerist það nú einum tíu sinnum hvern virkan dag ársins að maður eða kona sest á sakamanns- bekk í Borgartúninu ásamt veij- anda sínum og þar situr líka dómari. Ákæruvaldið er hinsvegar fjær- verandi. Hent hefur að sakbomingur spyrði: Hver fer hér með ákæruvald í þessum sal? Þá segir dómarinn — einsog ekkert sé sjálfsagðara: „Hér fer ég með ákæruvaldið!" Opið bréf til lagadeildar Háskóla íslands með beiðni um upplýsingar og aðstoð Neytendasamtökin leyfa sér hér með að senda bréf með nokkrum spurningum í þeirri von að þeim verði svarað af hæstvirtri lagadeild Háskóla ís- lands. Einnig fylgir með greina- gerð fyrir málinu. 1. Hver er sá aðili í þjóðfélaginu sem á að fylgjast með því að ráðherra og aðrir valdamiklir aðilar í framkvæmdavaldi þjóðarinnar fari að lögum? 2. Hvernig geta Neytendasam- tökin staðið vörð gegn hugsanlegum lögbrotum ráð- herra, þegar um er að ræða brot gegn rétti íslenskra neyt- enda? Brotin snerta þá oft mjög marga, en hvern og einn ekki það mikið að einstakir neytendur telji það fýsilegt að standa i löngum málaferl- um. 3. Hefur landbúnaðarráðherra vald eða rétt til að þrengja rétt íslenskra neytenda með því að setja reglur sem gagna mun lengra en lögin sem regl- urnar byggjast á? Getur ráðherra markað nýjar grundvallarreglur með reglu- gerðum? Hvert geta Neyt- endasamtökin sent kærur sem varða slíkt mál? Greinargerð Neytendasamtökin telja að land- búnaðarráðherra hafí margsinnis gengið á rétt neytenda með skatt- lagningu, framleiðslutakmörkun- um, innflutningsbönnum og samkeppnishindrunum af ýmsu tagi. Dæmi er jafnvel um að álagn- ing kjamfóðursgjalds af hálfu ráðherra hafí verið dæmd ólögleg í Hæstarétti. Nú síðast hefur land- búnaðarráðherra sett reglur um innflutning á garðávöxtum, græn- meti, sveppum og blómum (24.04. 1987). I búvörulögunum er kveðið á um nefnd, sem stjóma skal inn- flutningi, en í nefndum reglum ráðherra er gerð tilraun til að setja nýjar og mjög alvarlegar megin- reglur fyrir innflutning áðumefndra vara, en þessar reglur byggjast m.a. á eftirfarandi: 1. Banna má innflutning einnar tegundar garðávaxta, grænmetis, sveppa og blóma, ef innflutningur- inn hefur áhrif á sölu annarrar tegundar íslensk ræktaðrar. 2. Veita skal innflutningsleyfí til innflytjanda í sömu hlutföllum og þeir versla með innlendar afurðir. Fyrri reglan er vægast sagt mjög alvarleg aðför að íslenskum neyt- endum. Nánast allar vömr á íslenskum markaði hafa áhrif hver á aðra í sölu. Sala á hrísgijónum hefur þannig áhrif á sölu kartaflna svo dæmi sé tekið. Slíkar reglur eru að mati Neytendasamtakanna hvergi til annars staðar í íslenskum lögum og reglum. Innflutningsbann á kjöti og mjólkurafurðum er ann- ars eðlis, t.d. er kjötinnflutningur bannaður af sjúkdómsástæðum. Fyrri reglan er undirstöðuatriði í neytendarétti og því skiptir mjög miklu máli nú, að fá úr því skorið hvort landbúnaðarráðherra hefur lagalega heimild til að þrengja rétt íslenskra neytenda á þennan hátt, en ísland hefur mjög takmarkaðar aðstæður til ræktunar garðávaxta og innflutningur því nauðsynlegur. Seinni reglan felur í sér alveg nýja tegund af samkeppnishindrun- um á siðum sem styðjast við verðlagslöggjöfina (nr. 76/1978). í þessu sambandi vakna spumingar um hlutverk viðskiptaráðuneytis og Verðlagsstofnunar. Það er skoðun Neytendasamtakanna, að þau framleiðslusvið á Islandi sem hafa kosið að starfa undir verðlagslög- gjöfínni, eigi að hlíta þeim lögum. Þær eiga ekki að fá að notfæra sér frelsi til verðlagningar samkvæmt þeim lögum, en bindast samtökum á sama hátt og þær greinar land- búnaðar sem búa við opinbera verðlagningu. Það virðist stundum ríkja nokk- urs konar „sjálftökuréttur“ ein- stakra ráðuneyta og ráðherra og að önnur ráðuneyti skipti sér lítið var verkum annarra. Sérstaklega er þetta bagalegt fyrir neytendur varðandi matvörur, en landbúnað- arlöggjöfin og verðlagslöggjöfín eiga nánst ekkert sameiginlegt. Landbúnaðarráðherra skilgreinir einn daginn fryst grænmeti sem nýtt grænmeti, svo unnt sé að hefta innflutning þess. Fjármálaráðu- neytið skilgreinir hins vegar frosið grænmeti þannig að það geti ekki talist nýtt grænmeti, en þá er hægt að leggja söluskatt á frosna græn- metið. Það er þvi nauðsynlegt að fá skilgreint verksvið viðskipta- ráðuneytis, ekki síst varðandi innflutning á garðávöxtum, enda með öllu ólíðandi og raunar rök- leysa að samtök framleiðenda garðávaxta undir forystu land- búnaðarráðherra, fái ráðið innflutn- ingi á nauðsynjavöru íslensks almennings. Þessi beiðni er sett fram til að fá aðstoð lagadeildar þannig að hægt sé að leysa þetta viðkvæma deilumál. Hin venjulega dómstóla- meðferð er mjög erfið og tímafrek og það er ekki sanngjarnt að sam- tök eins og Neytendasamtök þurfí að eyða orku sinni í langvarandi málarekstur við lögmenn kerfísins. Fagleg umsjón lagadeildar er því mjög mikilvæg. Virðingarfyllst, f.h. Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson formaður. Skúli Alexandersson framkvæmdastjórí Jökuls hf. og alþingismaður: Verið að ásaka mi g um vísvitandi skjalafals Ætlar að kæra úrskurð ráðuneytisins „ÞETTA er með alvarlegustu sökum sem hafa verið bornar á alþingismann í langan tíma. Það er verið að ásaka mig um vísvit- andi skjalafals," sagði Skúli Alexandersson, alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið og fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrir- tækisins Jökuls hf. á Hellissandi, á blaðamannafundi sem hann hélt í gær. Sjávarútvegsráðuneytið telur vanta um 120 tonn af físki sam- kvæmt fískkaupanótum til þess að framleiðsla Jökuls hf. sé í samræmi við fiskkaup á síðasta ári og hefur í hyggju að gera þann afla upptæk- an. Skúli ítrekaði á fundinum að hann teldi fyrirtæki sitt saklaust af þessum ásökunum ráðuneytisins. „Það virðist hafa verið einhver ákveðin vissa hjá ráðuneytinu um að Jökull hf. hafi verið sekur. Ég krefst þess að ráðuneytið taki úr- skurð sinn til baka, annars fer ég í dómstóla.“ Sagðist Skúli vera búinn að ganga frá kæru sem yrði lögð fram í lok kærufrestsins yrði ekki breyting á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.