Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 26

Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 26
26 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 1 Viðurkenning* fyrir Vöku - segir Eyj ólfur Sveinsson nýkj örinn varaformaður EDS, Evrópusamtaka lýðræðissinnaðra stúdenta Morgublaðið/Börkur Eyjólfur Sveinsson nýkjörinn varaformaður Evrópusamtaka lýð- ræðissinnaðra stúdenta: „Vaka nýtur mikillar og óskiptrar virðingar meðal annarra samtaka lýðræðissinnaðra stúdenta í Evrópu fyrir sterka stöðu og sjálfstæði, bæði gagnvart öllum stjórnmálaflokkum og í málefnalegri afstöðu." Á AÐALFUNDI European Democrat Students, sem haldinn var í ísrael í byrjun ágústmánað- ar, var Eyjólfur Sveinsson, fyrrum formaður Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, kjörinn vara- formaður. Eyjólfur er nemi í vélaverkfræði og var formaður Stúdentaráðs HÍ í fyrravetur. Aðildarfélög EDS eru 19 talsins, frá flestum Evrópulöndunum og ísra- el, en auk þeirra eiga félög lýðræðis- sinnaðra stúdenta frá Bandaríkjun- um, Kanada og Ástralíu þar aukaaðitd. Einnig eru lýðræðissinn- aðir pólskir stúdentar meðlimir, en þeir hafa aðsetur í París. Tengsl við stjórn- málaflokka Félög þessi eru mjög mismunandi, bæði að því er varðar stærð og pólitíska starfsemi. Sums staðar, sérstaklega í Suður-Evrópu, eru fé- lögin í mjög nánum tengslum við stjómmálaflokka í sínu heimalandi, ýmist frjálslynda eða íhaldssama. „Önnur félög, eins og til dæmis Vaka og hið sænska félag starfa óháð stjómmálaflokkum," segir Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs er EDS mjög virkt og áberandi félag og hafa aðildarfé- lögin flest sterka áróðurslega stöðu í sínum heimalöndum. „Styrkur EDS er því ekki svo lítill, þegar við höfum það í huga, að heimalönd félaganna telja um 550 milljónir manna." Eyjólfur hóf afskipti sín af EDS sumarið 1985 og dregur hann ekki í efa gildi starfsins innan EDS fyrir íslenska stúdenta. „Mér finnst mjög mikilvægt og í raun ómetanlegt að heyra hvað lýðræðissinnaðir stúdent- ar segja í öðrum löndum. Á fundum samtakanna ræðum við mikið um námslán, en ekki er síður mikilvægt að fylgjast með þróun erlendra há- skóla. Miklar breytingar eiga sér nú stað þar og að miklu leyti hliðstæðar 6101 þróun, sem hófst hjá Háskóla ands, þegar Sigmundur Guðbjam- arson varð rektor. Æ meiri áhersla er lögð á það í Háskólum Evrópu eins og hér að efla rannsóknir og rannsóknarstarfsemi, og um leið auka kröfur til kennara að þeir sinni rannsóknum á markvissan hátt og skili niðurstöðum af þeim. Víða hafa verið settar upp rannsóknarstofnan- ir, hliðstæðar hinni nýstofnuðu Rannsóknarþjónustu Háskóla ís- lands." Námslán eða námsstyrkir Eyjólfur snýr sér síðan að stöðu Vöku fls. innan EDS. „Staða Vöku er mjög sterk, sérstaklega með tilliti til smæðar landsins á alþjóðavett- vangi." En Vaka hefur að mati Eyjólfs ekki aðeins sterka stöðu, heldur nokkuð sérstæða. I fyrsta lagi er það styrkur Vöku heima við. „Vaka er hlutfallslega öflugra og stærra en nokkurt hinna aðildarfé- laganna, enda er það langstærsta stúdentafélagið á íslandi; með 44% fylgi í síðustu stúdentakosningum." I öðru lagi felst sérstaða Vöku að mati Eyjólfs í afstöðunni til lána- mála. „Erlendis felst baráttan í því að stúdentar fái hærri ríkisstyrki, en við höfum haldið ákveðið fram þeirri stefnu að öll námslán eigi að endur- greiðast. Það hefur og komið í ljós, að sú stefna er happadrýgri, því þeg- ar krafist er styrkja, verða þeir aldrei nógu háir, en þegar lánað er og greitt til baka fá námsmenn yfírleitt nóg. f styrkjakerfínu er niðurstaðan því oftast sú, að aðeins þeir efna- meiri eiga auðvelt með að stunda nám, en í lánakerfmu eiga menn hægara með að stunda nám óháð efnahag." í þriðja lagi taldi Eyjólfur sérstöðu Vöku felast í þvi að mjög óalgengt væri að stúdentafélög störfuðu alfar- ið óháð tengslum við stjómmála- flokka, eins og Vaka, þó það þekkist meðal lýðræðissinnaðra stúdenta. „Slíkt sjálfstæði er hins vegar óþekkt meðal vinstrisinnaðra stúdentafé- laga.“ Aðspurður um ástæður þess, að hann var kjörinn varaformaður, sagði Eyjólfur: „Ég kann ekki aðrar skýringar en þær, að ég hef lagt mig mjög fram við að kynna þær lausnir, sem við í Vöku höfum boðað í málefnum stúdenta og háskóla. Sá málflutningur hefur fallið í mjög góðan jarðveg. Það má því segja að hróður Vöku hafi nú einnig borist út fyrir landsteinana." Fundur með Shamir Auk aðalfundarins í ísrael var haldin ráðstefna á vegum samtak- anna undir heitinu „Intemational Forum for Freedom". Um ferðina til ísrael sagði Eyjólfur: „Ferð þessi var ævintýri út af fyrir sig. Við höfðum ótakmarkaðan aðgang að ráða- mönnum. Við hittum flesta ráðherra í hinni svokölluðu þjóðstjóm, þ.á.m. áttum við mjög athyglisverða fundi með bæði Shamir forsætisráðherra og Peres utanríkisráðherra. fjölmiðl- ar sýndu fundunum geysilegan áhuga. Skari fréttamanna fylgdi okkur hvert fótmál og á hveiju kvöldi voru sagðar fréttir frá fundin- um og ráðstefnunni í sjónvarpi. Sem dæmi nefndi Eyjólfur hádegisverðar- fund, sem hópurinn hefði átt með Shamir. „Ég flutti hátíðarræðu á fundinum, þar sem ég ræddi meðal annars um samskipti lslands og ísra- el. Að lokinni ræðunni tóku frétta- menn mig á tal, meðal annars frá AP, og vildu ólmir fá nánari upplýs- ingar um íslensk málefni, land og þjóð.“ Höfuðstöðvar Evrópusamtaka lýð- ræðissinnaðra stúdenta eru í Osló og er Mattías Bengtson frá Svíþjóð formaður samtakanna. Hólahátíðin hald- in í sól og blíðu Bæ, Höfðastrðnd HOLAHÁTÍÐ var haldin í dá- samlegu veðri þann 16. ágúst. Fólk flykktist heim að Hólum og fyllti kirkjuna. Hátíðin fór fram með hefð- bundnum hætti. Níu hempu- klæddir prestar gengu í kirkju ásamt settum biskupi séra Sigurði Guðmundssyni. Stólræðu flutti séra Öm Friðriksson en söng ann- aðist kirkjukór Víðumýrar undir stjóm Stefáns Gíslasonar. Séra Öm flutti athyglisverða prédikun og lagði hann út af tvöfalda kær- leiksboðorðinu og ræddi um trúarhreyfingar og stefnuna í samtímanum. Eftir messu og kaffihlé flutti séra Þórir Þórðarson athyglisvert erindi um Hóla og framtíð þjóðar- innar og gildi hins liðna fyrir framtíðina. I ávarpi séra Hjálmars Jónssonar prófasts kom fram að framundan væm miklar fram- kvæmdir við Hóladómkirkju. í lok Hólahátíðar var farið að Neðra- Ási í Hjaltadal þar sem afhjúpaður var minnisvarði um fyrstu kirkj- una sem vitað er um að hafi verið reist á Norðurlandi. Það er jafn- framt fyrsta kirkjan sem vitað er til að sé árangur af trúboði Þor- valdar víðförla og Friðriks bisk- ups. Að lokum þakkaði settur biskup gestum fyrir komuna og sleit samkomunni. Björn í Bæ Porto Rico T oyota Forrunner 1986 Lítið notaðir, 4ra cil., með beinni innspýtingu, vökva- stýri, lituðu gleri, álfelgum, rafdrifnum rúðum, þrem dyrum, 6 hátölurum, útvarpi og segulbandi, tónmixara, veltistýri, sjálfvirkum hraðastilli, sentral læsingum, loftkælingu og sóllúgu. Verð kr. 1.100.000 þús. með ryðvörn og skráningu. Ársábyrgð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.