Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
19
Um fimm þúsund manns
sóttu tónleikana í Kerinu
Ovenjuleg hugmynd gerð að veruleika með samstilltu átaki
Selfossi.
ÞAÐ voru um fimm þúsund
manns á öllum aldri á tónleikum
í Kerinu á sunnudag í einstöku
bliðviðri, sólskini og hita. Greini-
legt var að hin óvenjulega
umgjörð tónleikanna dró að fólk
sem vildi heyra tónlistarfólk í
fremstu röð reyna sig við þessar
aðstœður. Brekkan norðaustan
megin í Kerinu var þétt setin
fólki sem greinilega naut ver-
unnar á staðnum.
Hugmyndin að þessum sérstæðu
tónleikum var kynnt snemma í vor
og síðan drifu nokkrir einstaklingar
undir forystu Áma Johnsen í fram-
kvæmdinni með stuttum fyrirvara,
í samvinnu við Héraðssambandið
Skarphéðin. Seldur var aðgangs-
eyrir að tónleikunum en ókeypis var
fyrir 14 ára og yngri og ellilífeyris-
þega
Tónleikamir eru einstakir fyrir
umgjörðina, aðstæðumar og fram-
kvæmdina. Tónlistarflutningurinn
fór fram á þremur gúmmíbátum á
vatninu og síðan voru tveir aðrir í
ferðum með tónlistarfólkið og út-
búnaðinn. Þeir sem fram komu á
tónleikunum gerðu það allir án end-
urgjalds og sama er að segja um
alla þá ijölmörgu sem lögðu hönd
á plóginn. Menn heilluðust af því
að gera óvenjulega hugmynd að
veruleika. Þama voru um leið
treystar undirstöður mikilvægs
starfs héraðssambandsins sem orð-
ið hafði fyrir nokkru áfalli Ijár-
hagslega um verslunarmannahelg-
ina.
Það var Ásgeir Steingrímsson
trompetleikari sem hóf tónleikana,
síðan söng Kristinn .Sigmundsson
við undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar. Hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar og Ema Gunnarsdóttir
komu fram og einnig Björgvin
Halldórsson. Þau sungu nokkur lög
og saxófónleikarar hjómsveitarinn-
ar léku einleik. Björgvin söng meðal
annars eitt lag í minningu rokk-
kóngsins EIvis Presley. Hin létt
Fólk á öllum aldri sótti Kertónleikana og lét fara vel um sig í grasbrekkunni, týndi eitt og eitt ber og
naut veðurblíðunnar.
leikandi lög Magnúsar Kjartansson-
ar og félaga gerðu að verkum að
sjá mátti fólk dilla sér þar sem það
stóð og sumir tóku dansspor.
Á meðan hljómsveit Magnúsar
var feijuð í land stjómaði Ámi
Johnsen fjöldasöng og var vel tekið
undir. Að því búnu kom Kristinn
Sigmundsson aftur aftur fram með
nokkur lög. Loks söng Krislján Jó-
hannsson við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
Áður en Kristján söng lýsti hann
ánægju sinni með samkomuna.
Þetta væri sönn útihátíð. Öllum sem
fram komu var vel fagnað af áhorf-
endum sem kunnu vel að meta
framgöngu þeirra. Sterkur og
hljómfagur söngur þeirra Kristins
og Kristjáns skilaði sér greinilega
vel og heillaði áhorfendur. Fyrir-
hugað var að Bubbi Morthens kæmi
fram en aðstæður hans við stúdíó-
vinnu gerðu að verkum að hann
átti ekki heimangengt.
Tónleikamir stóðu yfir í tvo
klukkutíma og gengu vel i alla
staði. Þrátt fyrir mikla umferð í
Grímsnesinu fyrir og eftir tónleik-
ana gekk allt liðugt og engin óhöpp
urðu.
í lok tónleikanna lýsti Guðmund-
ur Kr. Jónsson formaður HSK því
hversu mikill stuðningur héraðs-
sambandinu væri að því að tónleik-
amir urðu að veruleika. Hann flutti
kveðjur frá frjálsíþróttaliði HSK
sem þessa helgi háði harða bikar-
keppni og mátti sjá af sigri með
einu litlu stigi. Hann færði landeig-
endum í Miðengi og öllum aðstand-
endum þakkir fyrir framlag til
ógleymanlegrar dagstundar,
Við brottför úr Kerinu lýstu gest-
ir ánægju sinni með dvölina og
tónleikana. Þegar upp var staðið
og allir voru á brott kom í ljós að
það rusl sem um fimm þúsund gest-
ir skildu eftir sig komst fyrir í litlum
plastpoka, sannarlega óvenjulegt
fyrir þá sem hafa reynslu af útihá-
tíðahaldi.
Áður en menn skildu á brún
Kersins kom fram sú skoðun að
líklega væri fundin leið til að þjóna
þeim aldurshópum sem venjulegar
útihátíðir höfða lítið til.
Sig. Jóns.
■ • maé&BSiiUL-M
. - r*
' U\
‘V* -
■ - *
"Av.•'•’'V;‘> ■ •'•' -> ■ • ' ..... •-• -
‘ • >V* A. .,'•}* ** t ' *
Þessi loftmynd sýnir vel afstöðuna á brekkunni þar ssem fólkið sat og hins vegar vatnið f Kerinu, en listamennirnir voru fluttir á bátum út
á sviðið þar sem pfanó og önnur hljóðfæri voru um borð f bátunum.
NYTT FRA
0DEXION
IMPEX-hillukerfi
án boltunar
Útsolustaðir:
LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun
Ármúla 23 - Slmi (91)20680
STRAUMRÁS SF. — Akureyri
Sími (96)26988
JjAUSN
Á FROST-OG
ALKALÍSKEMMDUM
Þétti-og
sprunguviðgerðarefni
HY BUIID ACRYUC
COAYIKG
Málningarverksmiðjan Harpa hf.
hefur nú tekið við einkaumboði á
íslandi fyrir hinar heimsþekktu RPM
vörur frá Republic Powdered Metals
Inc. Þetta eru ýmis þétti- og
viðgerðarefni, t.d. Nu-Sensation
Hy-Build Acrylic, sem hefur verið
notað hérlendis á undanförnum
árum og reynst mjög vel til
sprunguviðgerða.
SKÚLAGÖTU 42
PÓSTHÓLF 5056
® (91)11547