Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 19 Um fimm þúsund manns sóttu tónleikana í Kerinu Ovenjuleg hugmynd gerð að veruleika með samstilltu átaki Selfossi. ÞAÐ voru um fimm þúsund manns á öllum aldri á tónleikum í Kerinu á sunnudag í einstöku bliðviðri, sólskini og hita. Greini- legt var að hin óvenjulega umgjörð tónleikanna dró að fólk sem vildi heyra tónlistarfólk í fremstu röð reyna sig við þessar aðstœður. Brekkan norðaustan megin í Kerinu var þétt setin fólki sem greinilega naut ver- unnar á staðnum. Hugmyndin að þessum sérstæðu tónleikum var kynnt snemma í vor og síðan drifu nokkrir einstaklingar undir forystu Áma Johnsen í fram- kvæmdinni með stuttum fyrirvara, í samvinnu við Héraðssambandið Skarphéðin. Seldur var aðgangs- eyrir að tónleikunum en ókeypis var fyrir 14 ára og yngri og ellilífeyris- þega Tónleikamir eru einstakir fyrir umgjörðina, aðstæðumar og fram- kvæmdina. Tónlistarflutningurinn fór fram á þremur gúmmíbátum á vatninu og síðan voru tveir aðrir í ferðum með tónlistarfólkið og út- búnaðinn. Þeir sem fram komu á tónleikunum gerðu það allir án end- urgjalds og sama er að segja um alla þá ijölmörgu sem lögðu hönd á plóginn. Menn heilluðust af því að gera óvenjulega hugmynd að veruleika. Þama voru um leið treystar undirstöður mikilvægs starfs héraðssambandsins sem orð- ið hafði fyrir nokkru áfalli Ijár- hagslega um verslunarmannahelg- ina. Það var Ásgeir Steingrímsson trompetleikari sem hóf tónleikana, síðan söng Kristinn .Sigmundsson við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar og Ema Gunnarsdóttir komu fram og einnig Björgvin Halldórsson. Þau sungu nokkur lög og saxófónleikarar hjómsveitarinn- ar léku einleik. Björgvin söng meðal annars eitt lag í minningu rokk- kóngsins EIvis Presley. Hin létt Fólk á öllum aldri sótti Kertónleikana og lét fara vel um sig í grasbrekkunni, týndi eitt og eitt ber og naut veðurblíðunnar. leikandi lög Magnúsar Kjartansson- ar og félaga gerðu að verkum að sjá mátti fólk dilla sér þar sem það stóð og sumir tóku dansspor. Á meðan hljómsveit Magnúsar var feijuð í land stjómaði Ámi Johnsen fjöldasöng og var vel tekið undir. Að því búnu kom Kristinn Sigmundsson aftur aftur fram með nokkur lög. Loks söng Krislján Jó- hannsson við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Áður en Kristján söng lýsti hann ánægju sinni með samkomuna. Þetta væri sönn útihátíð. Öllum sem fram komu var vel fagnað af áhorf- endum sem kunnu vel að meta framgöngu þeirra. Sterkur og hljómfagur söngur þeirra Kristins og Kristjáns skilaði sér greinilega vel og heillaði áhorfendur. Fyrir- hugað var að Bubbi Morthens kæmi fram en aðstæður hans við stúdíó- vinnu gerðu að verkum að hann átti ekki heimangengt. Tónleikamir stóðu yfir í tvo klukkutíma og gengu vel i alla staði. Þrátt fyrir mikla umferð í Grímsnesinu fyrir og eftir tónleik- ana gekk allt liðugt og engin óhöpp urðu. í lok tónleikanna lýsti Guðmund- ur Kr. Jónsson formaður HSK því hversu mikill stuðningur héraðs- sambandinu væri að því að tónleik- amir urðu að veruleika. Hann flutti kveðjur frá frjálsíþróttaliði HSK sem þessa helgi háði harða bikar- keppni og mátti sjá af sigri með einu litlu stigi. Hann færði landeig- endum í Miðengi og öllum aðstand- endum þakkir fyrir framlag til ógleymanlegrar dagstundar, Við brottför úr Kerinu lýstu gest- ir ánægju sinni með dvölina og tónleikana. Þegar upp var staðið og allir voru á brott kom í ljós að það rusl sem um fimm þúsund gest- ir skildu eftir sig komst fyrir í litlum plastpoka, sannarlega óvenjulegt fyrir þá sem hafa reynslu af útihá- tíðahaldi. Áður en menn skildu á brún Kersins kom fram sú skoðun að líklega væri fundin leið til að þjóna þeim aldurshópum sem venjulegar útihátíðir höfða lítið til. Sig. Jóns. ■ • maé&BSiiUL-M . - r* ' U\ ‘V* - ■ - * "Av.•'•’'V;‘> ■ •'•' -> ■ • ' ..... •-• - ‘ • >V* A. .,'•}* ** t ' * Þessi loftmynd sýnir vel afstöðuna á brekkunni þar ssem fólkið sat og hins vegar vatnið f Kerinu, en listamennirnir voru fluttir á bátum út á sviðið þar sem pfanó og önnur hljóðfæri voru um borð f bátunum. NYTT FRA 0DEXION IMPEX-hillukerfi án boltunar Útsolustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Slmi (91)20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26988 JjAUSN Á FROST-OG ALKALÍSKEMMDUM Þétti-og sprunguviðgerðarefni HY BUIID ACRYUC COAYIKG Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur nú tekið við einkaumboði á íslandi fyrir hinar heimsþekktu RPM vörur frá Republic Powdered Metals Inc. Þetta eru ýmis þétti- og viðgerðarefni, t.d. Nu-Sensation Hy-Build Acrylic, sem hefur verið notað hérlendis á undanförnum árum og reynst mjög vel til sprunguviðgerða. SKÚLAGÖTU 42 PÓSTHÓLF 5056 ® (91)11547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.