Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Leiðangnrsmenn á Árna Friðrikssyni stöldruðu við á Jan Mayen í örfáa klukkustund- ir. Hér hefur landsstjórinn, Michael Newcomer stillt sér upp með Guðmundi Bjarnasyni skipsstjóra, Jóhanni Sigiirjónssyni leiðangursstjóra og Oddi Halldórssyni. Guðmundur og Oddur halda á skilti sem gefur til kynna að myndin er tekin 7. júlí. i'f t Rannsóknarskipið Árni Friðriksson, eitt þriggja sem notuð voru við hvalatalningar Islendinga í sumar. Víðtækasta taln- ing hvala á Norð- ur-Atlantshafinu Talningarmaður skráir upplýsingar um hval sem hann hefur komið auga á úr skýli á þaki brúar Árna Friðrikssonar. TALNINGUM á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi, sem eru liður í rannsóknaráætlun íslenska ríkisins, lauk fyrir skömmu. Morgunblaðið birtir með þessari grein myndir af nokkrum helstu hvalategund- unum við ísland sem teknar voru í Ieiðangrinum í sumar. Að sögn Jóhanns Sigurjónsson- ar sjávarlíffræðings var hér um víðtækari talningu að ræða en nokkru sinni. Samstarf náðist við Norðmenn, Dani, Færeyinga og Spánverja um leiðangra á allt hafsvæðið frá Barentshafi og Svalbarða í norðri að Spánar- ströndum og frá Vestur-Græn- landi að Noregsströndum. Átta skip voru gerð út til talningar, þar af þrjú íslensk og tvær flugvelar, önnur þeirra kostuð af íslending- um. Yfir fjögur þúsund hvalir voru taldir af íslensku skipunum. Grindhvalir voru flestir, um 1400. Langreyðar voru á fjórða hundr- að, hrefnur á þriðja hundrað og á annað hundrað dýra af tegundun- um andanefja, hnúfubakur og búrhvalur. Hvala varð mest vart vestan Hnúfubakur blæs hressilega áður en hann kafar. Vísindamenn þekkja ekki að fullu leyndardóminn að baki köfun hvala. Sem dæmi má nefna að búrhvalurinn kafar allt niður á þijú þúsund metra dýpi og andarnefjan getur verið í kafi í tvær klukkustundir samfleytt. við landið, þar sem veiðar eru stundaðar frá Islandi. I fyrsta sinn tókst að telja skipulega norðaust- an við landið og reyndist veruleg hvalagengd á þeim slóðum. Þess má geta að þetta var helsta veiði- svæðið fyrr á öldinni, áður en hvaleiðar voru bannaðar árið 1915. Talningar úr flugvél staðfestu tölur frá síðasta sumri. Talið er að á annan tug þúsunda hrefna gangi á miðin við Island að sumar- lagi. Undirbúningur leiðangursins tók heilt ár. Samhæfa þurfti að- ferðir þjóðanna við talninguna og úrvinnslu gagnanna. Siglingaleið- ir skipanna voru valdar af handahófi innan hvers svæðis. Á hveiju skipi var komið fyrir af- drepi á þaki brúar fyrir talninga- mann og einnig útsýnistunnu í mastri. Talningamenn, sem allir voru reyndir hvalveiðimenn, höfðu sér til aðstoðar LORAN-miðunar- tæki. Þegar þeir komu auga á hval var tíminn, staðsetning hvalsins og fjarlægð frá skipinu skráð. Leiðangursstjórar um borð í Andarnefja fyrir Austfjörðum. Hún hefur höfuðlag sem líkja má við andarhöfuð og hátt enni. Þetta Hrefna var talin úr lofti. Flugleiðirnar mynda þéttriðið net um- er tannhvalur sem nær 5—9 metra lengd. hverfis ísland að 600 metra dýptarlínunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.