Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 24
24<r* MGRGUNBLAÐIÐ; ÞRiÐJUÐAGUR I87ÁGÚ8T >W87 ” Náttúruvemd og selir eftir Önund Ásgeirsson voru víst tveir hringanórar og tveir vöðuselir. Okkur vantar áreiðanlega ekki að kenna vöðuselnum á leiðir til Islands. Næstir á eftir hvölum eru selir mestu meindýrin hér við land. Þeir eru hér í tugþúsundatali, og er tal- ið að þeir éti meir en 2 milljónir tonna af fiski sér til framfæris ár- lega, auk þess sem þeir valda landsmönnum miklum búsifjum með ormi í ýmsum fisktegundum. Þó höfum við enn sloppið við vöðu- selinn, sem olli Norðmönnum mestum búsifjum sl. vetur í Norð- ur-Noregi, sen hans mun von hingað næsta vetur, bæði frá Ný- fundnalandi og Barentshafí. Kveðjan frá Hollandi Fyrir nokkru gerðust þau tíðindi, að kona nokkur í Hollandi þóttist hafa bjargað grindhoruðum og fár- sjúkum selum á menguðum sjávar- ströndum Hollands og komið þeim til heilsu á dýraspítala þar í landi. Hún sótti nú um leyfi íslenzkra stjómvalda til að mega sleppa þess- um gæludýrum sínum í ómengaðan sjó við ísland. Upplýst er, að hún hafði áður fengið synjun frá Norð- mönnum um að sleppa þessum meindýrum við Norður-Noreg, enda höfðu Norðmenn fengið sig full- sadda af vöðuselnum sl. vetur. Leyfið til sleppingarinnar hér virðist hafa verið auðsótt, enda vissu landsmenn ekkert um málið fýrr en tilkynnt var í fjölmiðlum að von væri þessara meindýra til sleppingar næsta dag. Kom send- ingin síðan í einkaflugvél til Akureyrar, þar sem selunum var umskipað í minni flugvélar til áframsendingar til Grímseyjar, þar sem þeim var síðan sleppt, að við- stöddum sjónvarpsmönnum og öðru stórmenni, allir jafn bláeygðir fyrir því, sem var að gerast. Sjálfa slepp- inguna fengu menn síðan að sjá í sjónvarpi hér, eins og um einhvem stórviðburð væri að ræða. Þetta Fremstu mengunar- lönd Evrópu Hvalur er löngu dauður vegna mengunar fyrir Eystrasaltsströnd: um Svíþjóðar og selur af mestu. I Frakklandi situr Brigitte Bardot og grætur söltum tárum úr eigin sel- augum til vemdar ranghugmyndum hennar sjálfrar um vonsku mann- anna gagnvart selum. I Hollandi segist blessuð konan halda að selir, sem þar sjást, séu undanvillingar og eigi þar ekki heima. Þeim verði að koma í heilbrigðara umhverfi við ísland. í Þýskalandi treystir mann- fólkið sér ekki lengur til að nýta fisk til matar, vegna ranghug- mynda um ormafár í fiski, sem stafar af hýslum í hvali og sel. Þetta má eflaust rekja til minnk- andi mótstöðuafls fisksins vegna mengunar í Norðursjó. Allar sam- einast svo þessar þjóðir um að ráðast gegn hagsmunum íslands í fiskveiðimálum og stjómun Islend- inga á eigin málum í sambandi við nýtingu náttúrugæða landsins eða sjávarins við strendur landsins. * Utsendarar Green- peace Þetta er grundvöllurinn að stofn- un svonefndra „náttúmverndar- samtaka", sem ganga undir nafninu Greenpeace. Það er einkennandi fyrir þátttakendur í þessum sam- tökum, að þeir koma allir frá mest menguðu löndunum, þar sem nátt- úran hefir verið eyðilögð vegna mengunar. Væri ekki nær að þetta fólk héldi sig að eigin löndum og úrbótum þar? Greenpeace í Svíþjóð sendir hing- að talsmann sinn, „hvalavininn" Birgit Seffmark, með þau skilaboð til Islendinga, að það séu „ekki Rotel 1080 rafeindastýrð kr. 11.900, staðgreidd 11.300. Rotel 1060 rafeindastýrð kr. 10.900, staðgreidd 10.355. Rotel 1030 stillanlegt sog kr. 8900, staðgreidd 8450. útborgun á mánuði. Svissneskar glæsilegar ryksugur. Láttu sumartilboðið ekki fara fram hjá þér. Einar Faréstveit &Co.hf. Borgartúni 28, sími 91-622900. r hvalavinir, sem séu einangraðir í afstöðu sinni, heldur íslendingar" (Mbl. 25/7). Hvers virði er svona boðskapur frá siðspilltustu þjóð Evrópu, Svíþjóð, þar sem hvalir em löngu útdauðir vegna mengunar? Er þessi boðskapur settur fram af heilindum af hendi Greenpeace? Býr eitthvað annað undir? Er þetta ekki sama erindið og gæðakonan góða frá Hollandi átti við íslendinga, nefnilega það, að nota átti erindi þessara kvenna til áróðurs á vegum Greenpeace? Menn skyldu ekki gleyma því að það em hagsmunir í veði. Birgit Steffmark upplýsir, að í Svíþjóð séu 250.000 manns, (jafn margir og allir fslendingar), sem greiða SKK 1000.00 á ári til samtakanna. Þetta gerir 250 milljónir sænskra króna eða 1,5 milljarða íslenzkra króna á ári. Þetta er sænska spillingin í hnotskurn. Þetta fólk hefir það að atvinnu að féfletta almenning í Svíþjóð undir því yfirskini að það sé að vinna náttúruverndarmálum gagn. Hefir nokkur maður heimild- ir um það, hvað Birgit Steffmark hefír gert fyrir hvalina í Eystra- salti? Það væri gott að hún liti sér nær. Gæðakonan góða frá Hollandi var aðeins „selavinur". Hún var þó miklu laumulegri og undirförlari en sú sænska, og náði meiri árangri. Henni tókst ætlunarverkið, að lauma fársjúkum selum af strönd- um Hollands í hreina sjóinn við ísland. En hún sagði ekki frá því, hverjar tekjur Greenpeace í Hol- landi hefði af sendiför hennar. Menn geta nú gengið frá því sem vísu, að myndirnar af sleppingu selanna í Grímsey hafa þegar verið notaðar af Greenpeace til aukins áróðurs í Evrópu fýrir meiri starf- semi Greenpeace og til enn frekari blekkinga gagnvart almenningi. Þetta er þeirra aðferð til að auka tekjur sínar fyrir Greenpeace. Þáttur yf irdýralæknis Innflutningur á lifandi dýrum lýtur stjóm embættis ýfirdýralækn- is á íslandi. Venjan er sú, að dýrum er haldið í einangrun þar til gengið hefir verið úr skugga um það, að þau séu ekki með neina (smit- næma) sjúkdóma. Þetta gilti ekki um selina hjá gæðakonunni góðu frá Hollandi, öðru nafni Green- peace. Þeir voru teknir beint úr ormahafínu í Norðursjó, þar sem hverskonar sjúkdómar grassera, þar með taldir laxasjúkdómar, eflaust bæði norskir og írskir, svo og allir hinir sjúkdómamir. Síðan em selimir fluttir á kostnað Green- peace, eflaust, því það er eini í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Önundur Ásgeirsson „Þetta er grundvöllur- inn að stofnun svo- nefndra „náttúru- verndarsamtaka“, sem ganga undir nafninu Greenpeace. Það er ein- kennandi fyrirþátttak- endur í þessum samtökum, að þeir koma allir frá mest menguðu löndunum, þar sem náttúran hef ir verið eyðilögð vegna mengunar. Væri ekki nær að þetta fólk héldi sig að eigin löndum og úrbótum þar?“ aðilinn, sem getur haft hagsmuni af þessari „óperasjón", og sleppt í höfnina í Grímsey. Nokkmm dögum síðar er einn selurinn seztur að við laxanót við Húsavíkurhöfn, þar sem hann er skotinn á færi af Húsvík- ingum. Þökk sé þeim. Hver er nú staða embættis yfir- dýralæknis, þegar sjúkdómar btjót- ast út í þessari laxanót á næstunni? Eða koma þessir sjúkdómar kannske upp í laxinum í Laxá í Aðaldal? Hver veit. Hætt er við að svörin verði eitthvað fátækleg. Dagblöðin segja, að það hafi alls ekki verið stjórnarmennirnir 7 í stjóm Náttúmverndarráðs, sem sendu út fréttatilkynninguna í nafni þeirrar stofnunar til verndar hvöl- um, heldur hafi það verið 21 líffræð- ingur, að vísu ónafngreindir. Þetta geta nú vísast ekki talist miklir „líffræðingar", því þeir vom að kalla dauðann yfir embættisferil stjómarmannanna 7 í stjóm Nátt- úruvemdarráðs, ef einhver stjóm- völd vildu taka þá alvarlega. Eða svona ætti þetta að vera, ef farið væri eftir efnisatriðum þessa máls. En rétt stjórnvöld hafa nú ekki fram til þessa hreyft þessu máli. Nú mega allir „líffræðingarnir", 21 talsins, skrifa fjálgar greinargerðir um nauðsyn þessara aðgerða og um þátt yfirdýralæknisembættisins í þessu máli. Það mun ekki verða tekið mark á þeim. Þetta er það sem heitir botnlaus kjánaskapur og er algjörlega ábyrgðarlaust að svona hlutir geti gerzt. En yfirdýralæknisembættið hefir áður komið við sögu í sambandi við eldisfísk hér á landi. Menn hafa ekki enn gleymt því, að þetta sama embætti tafði fyrir eldi á regn- bogasilungi hjá Skúla Pálssyni í Laxalóni í 25—30 ár, og seinkaði þar með öllu fiskeldi í landinu um jafnlangan tíma. Embættið hélt því fram, að fiskurinn hjá Skúla væri mengaður eða sjúkur, en þegar upp var staðið reyndist þetta eini ósýkti stofninn í Evrópu. Þá sneri þetta embætti blaðinu við og lét drepa öll laxaseiðin gjá Skúla. Okkur er sagt að þetta hafi gerst eingöngu vegna þess að þeir voru ekki í sama stjórnmálaflokki og afstöðunni var ekki breytt fyrr en flokksmenn yfir- dýralæknisins vildu sjálfir taka til höndunum um fiskeldi. Þetta er hið sérhannaða íslenzka siðferði. Þetta er dýrt fyrirkomulag og erfítt hefir reynzt að komast út úr vítahringn- um. Ábjtrgð á ríkis- stofnunum Stjómarfarslega séð heyra stofn- anir ríkisins undir einhvern ráð- herra. Þar er að finna hið æðsta stjórnarfarslega vald. Ráðhermm ber að hlutast til um þau málefni, sem fara úr böndum hjá einstökum ríkisstofnunum. Þeirra er að vísa rétta veginn og grípa inn í, þegar þörf gerist. Hvort myndi það nú vera landbúnaðarráðherrann eða sjávarútvegsráðherrann, sem grípur hér inn í? Þeir eiga greini- lega báðir aðild að þessu máli. Krafan hlýtur að vera sú; að þetta sé ekki látið endurtaka sig. Senni- lega þurfum við að bíða nokkra stund eftir svari við þessari spurn- ingu, enda gengur hún nærri hinu sérhannaða íslenzka stjómmálasið- ferði. Við bíðum og sjáum til, hver framvindan verður. Á meðan borg- um við bara stríðskostnaðinn í hærri sköttum, eins og varð með laxaseið- in hans Skúla í Laxalóni, þegar þau voru drepin. Það er alltaf hægt að hækka skattana, eins og menn eru að reyna nú. Andvægið gegn Greenpeace „Ekki hvalavinir, sem eru ein- angraðir í afstöðu sinni, heldur íslendingar," segir bullukollurinn Birgit Seffmark, talsmaður Green- peace, í Morgunblaðinu 23/7’87. „Við leggjum ekki tilfinningaleg rök til grundvallar andstöðunni við hvalveíðum. Baráttumál okkar er tilskilin virðing fyrir náttúrunni." Þetta er áróðurslygavefur Green- peace, sem samtökin nota til að blekkja fé út úr almenningi víðs vegar um lönd. Greenpeace em samtök, sem einungis starfa í mengunarlöndunum og hafa farð með ófriði gegn íslendingum að til- efnislausu. Þau em þannig hvorki „green“ í merkingunni hrein, né „peace“ í merkingunni friðsamleg. Þetta er fjárplógsmafía, sem ekkert gerir í því að vemda náttúm heima- landanna, af því að ekkert er upp úr því að hafa. Birgit Seffmark er þannig fulltrúi hins spillta hugar- fars, eins og það er óþrifalegast í Svíþjóð. Við sjáum þetta menning- arfyrirbrigði í sjónvarpinu hér; morð, manndráp, blóðsúthellingar, böðlar, skækjur, klámritaútgefend- ur, Ingmar Bergman, Hrafn Gunnlaugsson o.s.frv. Þetta er sú sænska menning, sem Birgit Seff- mark er fulltrúi fyrir. Það em greinilega nægileg verkefni fyrir hana heima fyrir í Svíþjóð. Hún mætti gjarnan sitja heima og reyna að bæta hugarfar landa sinna. Eða kannske ætti hvalavinurinn bara að ala upp hvali í Eystrasalti? Þar fengi hún verkefni við hæfi. Það vantar andvægi gegn áróðursher- ferð Greenpeace móti íslenzkum hagsmunum, bæði gegn selveiðum og hvalveiðum. Þetta andvægi er unnt að skapa með samstöðu land- anna, sem ráða hinum hreinu sjávarsvæðum umhverfís norður- skautið, og ísland ætti að hafa fmmkvæði um stofnun slíks and- vægis, þannig að hægt sé að mæta áróðrinum á jöfnum grundvelli. Það em nóg verkefni fyrir Greenpeace á heimavelli þessara mengunar- landa, og þeir ættu að snúa sér að því að rækta sinn eigin jurtagarð, en ekki senda óþrifin til okkar. Samtök íslands, Færeyja, Nor- egs, Sovétríkjanna, Kóreu, Japans, Alaska, Kananda, Nýfundnalands og Grænlands, um vemdun hrein- leika norðurhafanna og eðlilega nýtingu þeirra, væri mjög sterkt andsvar gegn áróðri Greenpeace. Við bíðum framkvæmdanna. Höfundur er laxveiðimaður í Laxá íAðaldal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.