Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
33
fHtrp Útgefandi inMaíiifo Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald
550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Samkeppnijafn-
ingja farsælust
Iforystugrein Tímans síðastliðinn
laugardag, Frelsi handa hveij-
um?, segir m.a. svo í niðurlaginu sem
fjallar að mestu um Morgunblaðið:
„Þannig leggur Morgunblaðið
áherzlu einu sinni enn á sölu á eign-
um ríkisins, og auðvitað eru hluta-
bréf ríkisins í Útvegsbanka partur
af þessum eignum. Það verður því
forvitnilegt að sjá viðbrögðin næstu
daga við óskum samvinnumanna um
kaup á þessum bréfum.“
Þegar Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hafði tilkynnt um tilboð
sitt í Utvegsbankann skrifaði aðal-
málgagn fyrirtækisins, Tíminn,
fyrrgreinda forystugrein um snjall-
ræðið þar sem höfuðáherzlan var
lögð á hvað Morgunblaðið segði nú
um þessa herferð góðu riddaranna
í SÍS til að lina þjáningar skattþegna
landsins eins og allt væri komið
undir því hver yrðu viðbrögð Morg-
unblaðsins. Þau voru allt í einu orðin
höfuðatriði í fjármálafléttum sem
raunar koma blaðinu lítið við, nema
óbeint að sjálfsögðu, enda er blaðið
einungis áhorfandi að þessum til-
hlaupum öllum og þannig í sömu
sporum og almenningur.
Ótti Tímans og þeirra Sambands-
manna við neikvæð viðbrögð
Morgunblaðsins verður ekki skýrður
nema með orðum eins og sjúklegur
ótti. En þessum aðilum er alveg
óhætt að slaka á. Það er hlutverk
annarra en Morgunblaðsins að vega
og meta þau tilboð sem berast í
hlutafé ríkisins í Útvegsbankanum.
Blaðið hefur ávallt verið þeirrar
skoðunar að losa eigi Útvegsbank-
ann undan ríkisforsjá. Það yrði gert
með sölu bankans til Sambandsins
og mikill kostur að losa skattþegna
landsins þannig undan ábyrgð á
vondum rekstri.
Þó að margir hafi talið á sínum
tíma að samvinnufélögin hafí greitt
heldur litla skatta í ríkissjóð, er hlut-
ur þeirra nú meiri í þessum efnum,
þó að sumir framsóknarmenn hefðu
kannski helzt viljað hafa kaupfélags-
valdið skattfijálst með öllu. En
Sambandið getur ekki sótt fjármagn
sitt til skattþegnanna eins og ríkis-
valdið og er þannig á sama báti og
einkarekstrarmenn sem verða, án
opinberrar aðstoðar og aukinnar
skattheimtu, að standast samkeppn-
ina ef þeir eiga ekki að fara halloka.
Sambandið hefur að vísu ávallt
verið heldur frekt til fjörsins en í tíð
Erlends Einarssonar var lögð
áherzla á fijálsa verzlun og mark-
aðskerfi í verzlun sem dró úr einokun
og bætti hag neytenda. En Sam-
bandið hefur þó ávallt reynt að ná
til sín meira af verzluninni en eðli-
legt gæti talizt í svo litlu þjóðfélagi
sem við búum í. Sem opnast markað-
skerfi og mest samkeppni margra
aðila er neytendum hagstæðast. Of-
urvald eins hlýtur því að vera þeim
öndvert og dræpi verzlun og við-
skipti í dróma eins og átt hefur sér
víða stað úti á landi, einkum fyrr á
árum.
Þó að það sé af fyrrgreindum
ástæðum hagstæðara skattþegnum
í landinu að Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga reki Útvegsbankann en
ríkið, hefur Morgunblaðið talið
ákjósanlegt að nýtt hlutafélag um
rekstur þessa gamla ríkisbanka ætti
að vera í höndum sem flestra hlut-
hafa, þannig að þar ríki jafnvægi
eins og verið hefur í öðrum bönkum
einkaframtaksins. Það væri því að
dómi blaðsins ákjósanlegast að
bankinn hafnaði í höndum slíkra
aðila þó að ekkert væri því til fyrir-
stöðu að Sambandsmenn ættu þar
hlut að máli eins og aðrir athafná-
menn í landinu.
Það hlýtur til að mynda að vera
mikill fengur að því að einstakling-
ar, fyrirtæki og útgerðarmenn víða
um land sameinist um verulega
eignaraðild að Útvegsbankanum og
leysi skattþegnana með þeim hætti
undan kvöðum og álögum. Það hefur
nú gerzt og 33 aðilar lagt fram til-
boð sem erfitt er að ganga fram
hjá. Kosturinn við það er ekki sízt
sá, að enginn einn aðili nær tangar-
haldi á bankanum með meirihluta,
heldur dreifíst ábyrgðin og valdið.
Einnig að með því er stigið rétt spor
í áttina til sameiningar banka.
Einkaframtakinu hættir hins veg-
ar til að vakna upp við eld í húsinu.
Það þyrfti að eignast reykskynjara
sem vekur það áður en húsið er al-
elda.
Það fer ekki hjá því að ríkisstjóm-
in verður að vega og meta kosti og
hagkvæmni tilboða sem berast í
hlutabréf Útvegsbankans og taka
því sem hagkvæmast er, hver sem
í hlut á. Af ummælum sjálfstæðis-
manna má sjá að meirihlutaaðstaða
eins voldugs fjármagnsaðila í bank-
anum væri öndverð anda laganna
og því hæpin að þeirra dómi. Tíminn
og þeir framsóknarmenn ættu því
að beina spjótum sínum að þeim sem
halda fast við þessar skoðanir enda
gæti verið að þeir hefðu sitthvað að
segja um afgreiðslu málsins á loka-
stigi. Kannski á þetta eftir að verða
eitthvert heimilisböl í ríkisstjóminni
því að formaður Sjálfstæðisflokksins
er þessarar skoðunar eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu, svo
og formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, svo að ekki sé nú talað
um fyrrum viðskiptaráðherra sem
stjómaði ferðinni þegar kóssinn var
tekinn um framtíð Útvegsbankans.
En það fer ekki hjá því sem Morg-
unblaðið hefur ávallt sagt, að SIS
er ríki í ríkinu og ætlar sér æ meiri
hlut með hveiju ári sem líður.
Bankastarfsemi á vegum þess, eða
öllu heldur Samvinnubankans, er
staðreynd í íslenzku efnahagslífí og
ekki vitað til að sú starfsemi hafi
gefízt illa. Þá rekur Sambandið ann-
að stærsta útflutningsfyrirtæki
landsins, annað stærsta skipafélag
landsins, eitt stærsta tryggingarfé-
lag landsins, annað helzta olíufélag
landsins, helztu verzlanir í öllum
landsfjórðungum og helztu iðnaðar-
fyrirtæki. Fiskvinnsla og útflutning-
ur er víða í höndum Sambands-
manna og innflutningur með þeim
hætti sem allir þekkja. Þannig er
Samband íslenzkra samvinnufélaga
einnig stærsta verzlunarfyrirtæki
landsins.
Af þessum sökum er ljóst að Sam-
bandið er ekki einungis stærsti
heldur eini auðhringur á íslandi og
ekki hægt að taka afstöðu til starf-
semi fyrirtækisins án þess að hafa
það í huga. Og nú ætlar Sambandið
sér fimmtung allrar bankastarfsemi
í landinu í ofanálag. Tíminn veit að
þetta þætti ekki góð latína í öðrum
löndum. Hann veit einnig að ýmsum
þætti þetta heldur stór biti að kyngja
í svo fámennu þjóðfélagi sem okkar
og hann óttast viðbrögð Morgun-
blaðsins. Heldur að verið getið að
klappliðið verði ekki mætt þegar
markið verður skorað, og stúkan
hálftóm.
Þessi ótti er ekki vandamál Morg-
unblaðsins heldur Tímans og þeirra
framsóknarmanna sem telja að
hagsmunir Sambandsins og kaup-
félaganna skuli vera ær og kýr
Framsóknarflokksins. En það eru
bara til aðrar ær og aðrar kýr þótt
kvótinn sé lítill í litlu landi. Og stórbú
á borð við Sambandið sem dregur
að sér íjármagnið og völdin er ekki
sú lausn sem hagstæðust væri neyt-
endum. Samkeppni jafningja er
fámenni farsælast. Þá lexíu lærðu
íslendingar ekki sízt af einokunar-
verzlun Danakonungs.
Megi svo Tíminn gleðjast í Sam-
bandshjarta sínu án þess Morgun-
blaðsótta sem nú virðist helzti
skugginn á nýju fjárhagsævintýri
Sambandsins. Sízt af öllu hefur
Morgunblaðið löngun til að halda
vöku fyrir vongóðum framsóknar-
mönnum við kjötkatla Útvegsbank-
ans. Það er ekki heldur neitt ljótt
að bjóða í hlutafé bankans, því síður
ólöglegt. En fresturinn er bara ekki
útrunninn og augljóst að viðskipta-
ráðherra og ríkisstjórnin þurfa að
taka afstöðu til fleiri þátta en tilboðs
Sambandsins eins, fleiri tilboð hafa
borizt. Það var a.m.k. ekki ætlunin
að neinn einn aðili fengi Útvegs-
bankann, banka íslenzkra skatt-
þegna, á gljáandi silfurfati. En um
það verður Tíminn og þeir framsókn-
armenn að eiga við ríkisstjómina,
ekki Morgunblaðið.
Tíminn er í vanda staddur. Menn-
imir sem stjóma honum vilja ekki
vera haldnir þeirri pólitísku blindu
sem breytir öllu vemleikaskyni. Þeir
virðast því leita ásjár hjá Morgun-
blaðinu í upphafí erfíðs ævintýris.
En það er þó a.m.k. uppörvandi að
þeir skuli vita að það er ekki sjálf-
sagðasti hlutur í heimi að sá stóri
og voldugi verði æ stærri og vold-
ugri. SÍS er ekki fjöldasamtök nema
á afmælum og öðrum stórhátíðum;
félagsmenn eru aldrei spurðir, jafn-
vel ekki um kaup á heilum banka!
Tímamenn eru ekki vissir um að
Morgunblaðið leggi blessun sína yfir
þann stóra og volduga. En ósk-
hyggja þeirra, eða öllu heldur
skuldbindingar og tryggð við flokk
og fyrirtæki, leyfir þeim að beita
sefjandi aðferð til að geta síðar sýnt
fram á tvískinnung þeirra sem að-
hyllast sjálfstæðisstefnuna og í skjóli
þessa ímyndaða, fyrirfram ákveðna
tvískinnungs skal fara með upp-
hlaupum.
Hvað sem því líður telur Morgun-
blaðið að það sé heillavænlegra fyrir
þjóðina, ekki sízt svo fámenna þjóð
sem íslendingar eru, að leita jafn-
vægis í verzlun og viðskiptum eins
og öðrum greinum þjóðfélagsins.
Drottnun í skjóli auðs og valda er
hvorki æskilegt hlutverk né hugsjón
án skuldbindinga.
Það bætir ekki úr skák þótt menn
tali sama tungumál ef einn nær
haustaki á öðrum. Það er hinn ftjálsi
leikur glímunnar sem öllu skiptir.
Ekki aflið, heldur glíman sjálf eins
og hún er hugsuð í fijálsu samfélagi.
Það er við hæfi að Ijúka þessum
orðum með tilvitnun í skemmtilegt
samtal séra Siguijóns Einarssonar
við frú Stefaníu Gissurardóttur í
Afmælisriti Prestafélags Suður-
lands, Prestskona í hálfa öld. Það er
í senn viðeigandi gaman úr grárri
fomeskju annars eða þriðja áratug-
arins en jafnframt brýn ábending
vegna þess máls sem hér hefur ver-
ið gert að umræðuefni. Þegar séra
Sigurður Pálsson, maður frú Stef-
aníu, síðar vígslubiskup, hafði sigrað
í prestskosningum fyrir austan fjall
og var kjörinn lögmætri kosningu
þótti það minnisstætt að Magnúsi
sýslumanni Torfasyni hefði orðið á
munni: „Þetta er alvarlegt mál, að
framsóknarmenn skyldu ekki geta
ráðið þessu.“
Það skyldi þó ekki vera að þessi
setning sé enn í fullu gildi, gaman-
laust.
Forsetinn í Ólafsvík:
Tvær ungar stúlkur tóku að sér að leiðbeina Vigdísi forseta um syninguna í grunnskólanum. Kristján Pálsson bæjarstjóri fylgist ibygginn með.
hátíðar og góðs afmælisfagnað-
ar. í ávarpi sínu vitnaði hún
meðal annars í grískan heimspek-
ing sem sagði að sú þjóð sem
ekki legði rækt við fortíð sína
ætti sér enga framtíð. Að lokum
óskaði Vigdís heimamönnum
heilla og farsældar um alla
framtíð.
Af sýningunni lá leiðin yfir á
dvalarheimilið Jaðar þar sem
heimilinu á Klifi. Að honum
loknum flutti Kristján Pálsson
bæjarstjóri Ólafsvíkur ávarp og
sagði m.a. annars að nú ættu sér
stað merk tímamót í sögu Ól-
afsvíkur. Hann þakkaði ennfrem-
ur öllum þeim sem styrkt hefðu
byggingu félagsheimilisins á
ýmsa lund og þá sérstaklega
Sverri Hermannssyni fyrrverandi
menntamálaráðherra fyrir sitt
starf í þágu þessa málefnis. For-
seti íslands tók húsið síðan
formlega í notkun og óskaði
bæjarbúum til hamingju með
þennan merka áfanga. Séra Guð-
mundur Karl Agústsson sóknar-
prestur í Ólafsvík vígði síðan
félagsheimilið og sagðist vona að
friður fylgdi húsinu og öllum
þeim sem þar ættu eftir að starfa.
Fjölbreytt skemmtidagskrá
hófst með því að kirkjukór Ól-
afsvíkur söng lagið Ólafsvík eftir
Elías Davíðsson, sem einnig er
stjómandi kórsins, við texta Ött-
ós Árnasonar og undirieik Selmu
Guðmundsdóttur.
Stefán Jóhann Sigurðsson
bæjarfulltrúi rakti byggingar-
sögu félagsheimilisins og Kristj-
án Pálsson bæjarstjóri las upp
heillaskeyti sem borist höfðu í
tilefni af afmælinu. M.a. barst
bréf og heillaóskir frá Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráð-
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Kristján Pálsson bæjarstjóri Ólafsvíkur klöppuðu ungum Ól-
afsvíkingum lof í lófa þegar þeir slepptu dúfunum yfir hátiðarsvæðið.
TVíburasystumar Berglind og Bergey Óladætur færðu Vigdísi blóm
við komu hennar til Olafsvíkur.
endur grunnskólans léku verslun-
arsögu Ólafsvíkur undir stjóm
Soffíu Jakobsdóttur en Svanhild-
ur Jóhannesdóttir undirbjó
dagskrána. Þá dansaði dans-
flokkur staðarins vikivakadans
undir stjóm Helgu Þórarinsdótt-
ur.
Sunnudagurinn hófst með há-
tíðarguðsþjónustu í Ólafsvíkur-
kirkju þar sem séra Guðmundur
Karl Ágústsson predikaði. Org-
anisti kirkjunnar er Elías Davíðs-
son en hann stjómar einnig
kirkjukómum sem söng víð guðs-
þjónustuna. Viðar Gunnarsson
söng einsöng með kórnum.
Að loknum hádegisverði á
Hótel Nesi fór forsetinn ásamt
fylgdarliði sínu í heimsókn á
Hellissand þar sem Gunnar Már
Kristófersson sveitarstjóri og
Ómar Lúðvíksson oddviti tóku á
móti henni ásamt sveitarstjóm-
inni.
Á leiðinni var stöðvað_ við
Bjömsstein á Rifi og riíjaði Ómar
Lúðvíksson upp þá atburði sem
þar áttu sér stað árið 1476 þegar
Bjöm bóndi var veginn við stein-
inn. Forsetinn gaf sér einnig tíma
til þess að spjalla við íbúa Rifs
sem fylgdust með ferðum henn-
ar. Þaðan lá leiðin í Sjómanna-
garðinn á Hellissandi en þar er
einnig minjasafn. Þar gróðursetti
Vigdís þrjár birkihríslur, líkt og
í Sjómannagarðinum í Ölafsvík,
og Haukur Vigfússon safnvörður
útskýrði það sem fyrir augu bar
á safninu.
Síðan var kaffisamsæti og opið
hús í skólahúsinu. Kvennadeild
Slysavamafélagsins hafði lagt á
borð fyrir 240 gesti en það reynd-
ist ekki nóg og þurftu einhveijir
að bíða örlítið eftir kaffisopanum.
Seinni part dags lagði forset-
inn og fylgdarlið hennar af stað
áleiðis að Búðum þar sem sveitar-
stjómir Staðarsveitar og
Breiðuvíkurhrepps buðu til kvöld-
verðar.
Frá Bryndísi Pálmars blaðamanni Morgunblaðsins í ólafsvík.
OLAFSVIKURBÆR hélt upp
á 300 ára verslunarafmæli
kaupstaðarins laugardaginn
15. ágúst sl. Að mati heima-
manna voru gestir hátíðar-
innar um eða yfir þúsund
þegar nýtt félagsheimili var
tekið í notkun að kvöldi laug-
ardagsins. Forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, var
heiðursgestur hátíðarinnar
sem hófst á laugardaginn í
sól og blíðskaparveðri.
Að loknum hádegisverði í boði
bæjarstjómar Ólafsvíkur var
gestum boðið til málverka-, ljós-
mynda- og sögusýningar í
gmnnskóla Olafsvíkur. Þar flutti
Sóley Halla Þórhallsdóttir, kenn-
ari og formaður lista- og menn-
ingamefndar, stutt ávarp en
forseti íslands opnaði síðan sýn-
inguna formlega. Forsetinn
ávarpaði gesti sýningarinnar og
óskaði Ólafsvíkingum gleðilegrar
Vigdís heilsaði upp á eldri borg-
ara Ólafsvíkur.
Á hátíðarsvæðinu við gamla
pakkhúsið beið rhikill fjöldi
manna eftir forsetanum og fylgd-
arliði hennar. Þar slepptu ungir
Ólafsvíkingar 300 dúfum til heið-
urs forsetanum. Vigdís var allan
tímann umkringd bömum sem
leiddu hana um hátíðarsvæðið,
buðu henni í tívolí og tvær ungar
stúlkur færðu henni vínbeija-
klasa að gjöf.
í Sjómannagarðinum lagði
Vigdís blómsveig að styttu sjó-
mannsins og sagði við það
tækifæri að sín lífsspeki væri sú
að tíminn læknaði engin sár held-
ur Iærðu menn að lifa með þeim.
Þá gróðursetti hún þijár birki-
hríslur í garði og naut við það
dyggrar aðstoðar ungra Ólafs-
víkinga.
Hátíðardagskrá kvöldsins
hófst með kvöldverði í boði bæjar-
stjómar Ólafsvíkur í nýja félags-
Ungir Ólafsvíkingar slepptu 300 dúfum yfir hátíðarsvæðið til heiðurs forseta íslands.
herra sem ekki gat verið viðstödd
hátíðina.
Margir gestanna fluttu ávörp
og óskuðu bæjarbúum til ham-
ingju með afmælið og félags-
heimilið. Meðal þeirra sem tóku
til máls vom Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra, Alexander
Stefánsson 1. þingmaður Vestur-
lands, Sturla Böðvarsson bæjar-
stjóri Stykkishólms og Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra sem færði félagsheim-
ilasjóði tvær milljónir króna til
þess að standa straum af kostn-
aði hússins.
Síðan söng Viðar Gunnarsson
nokkur lög við undirleik Selmu
Guðmundsdóttur. Dagskrá
kvöldsins lauk með því að nem-
Um þúsund marnis tóku
þátt í afmælishátí ðinní
Nýtt félagsheimili tekið í notkun