Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Morgunblaðið
Blaðberar óskast
Óskum eftir blaðberum víðs vegar í
Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi
meðal annars til sumarafleysinga.
Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu.
JlforgiiiiÞIfiMfe
Húsavík
Óskum eftir fóstrum/starfsfólki til starfa 1.
september nk.
Upplýsingar gefur dagvistarstjóri í síma
96-41255.
Barnaheimilið Bestibær.
Stýrimaður og
vélavörður
óskast á mb. Lýting NS 250 sem gerður er
út frá Vopnafirði.
Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og
97-31231 á kvöldin.
Kennarar — góðir
tekjumöguleikar
í Grindavík, um 50 km frá Reykjavík, eru laus-
ar nokkrar kennarastöður. Kennslugreinar:
íslenska og stærðfræði í 8. og 9. bekk, íþrótt-
ir stúlkna, almenn kennsla í 5. og 6. bekk.
Einnig möguleikar á vinnu í tölvuveri og við
bókasafn.
Gott ódýrt húsnæði, góður starfsandi.
Umsóknarfrestur til 25. ágúst.
Upplýsingar í síma 92-68020, eða hjá skóla-
stjóra í síma 92-68183.
Rafvirkjar
Okkur vantar menn til starfa strax.
Rafvirkinn sf.,
símar 40140, 73595 og 32733.
Framtíðaratvinna
Esjuberg auglýsir eftir fólki í sal og á kassa
í vaktavinnu og kjallaraverði.
Um framtíðarstörf er að ræða. Getum einnig
tekið nema í smurbrauð.
Upplýsingar í síma 82200 eða á staðnum í
dag og næstu daga.
Esjuberg.
Veitingahöllin óskar eftir
starfsfólki
í eftirtalin störf:
- Framreiðslu í sal.
- Afgreiðslustörf.
- Uppvask á leirtaui.
Góð laun í boði. Vaktavinna.
Upplýsingar í síma 33272 milli kl. 13.00-
Snyrtivöruverslun
óskar eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa.
Heilsdagsstarf.
Upplýsingar í síma 611529.
Verkamenn
Viljum ráða verkamenn strax. Mikil vinna.
Upplýsingar á Krókhálsi 1, sími 671210.
Gunnar og Guðmundur sf.,
Krókhálsi 1, 110 Reykjavík.
Endurskoðunar-
stofa
Stúlka óskast til starfa á endurskoðunarstofu
í Kópavogi. Krafist er góðrar vélritunarkunn-
áttu. Stúdentspróf af verslunarbraut æski-
legt. Góð laun í boði.
Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 25. ágúst
merkt: „P — 6103“.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið á
Blönduósi
Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk:
• Hjúkrunarfræðinga 1. september eða eft-
ir samkomulagi.
• Sjúkraliða.
Hringið eða komið í heimsókn og kynnið
ykkur aðbúnað og starfsaðstöðu.
Við erum í alfaraleið.
Hjúkrunarforstjóri,
símar 95-4206 og 95-4528.
Umbrot/tímarit
Við leitum að áhugasömum manni sem getur
tekið að sér að sjá um hönnun og/eða um-
brot tímarita í prentsmiðjunni. Hér er um
skorpuvinnu að ræða þar sem tíminn er dýr-
mætur í vinnslu þeirra.
Þeir sem áhuga hafa og getu eru beðnir að
hafa samband við verkstjóra næstu daga.
Prentsmiðjan Oddihf.,
Höfðabakka 7, 1 WReykjavík.
Leikskólinn
Kvistaborg Fossvogi
Fóstrur og annað starfsfólk með uppeldis-
menntun eða starfsreynslu óskast til starfa
eftir hádegi frá 1. september.
Upplýsingar á staðnum eða í síma 30311
og eftir kl. 18.00 í síma 37348.
Vélavörður
óskast á mb. Eyvind Vopna NS 70 sem gerð-
ur er út frá Vopnafirði.
Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og
97-31231 á kvöldin.
Nuddkona óskast
Góð nuddkona óskast. Þarf að geta unnið
sjálfstætt.
Upplýsingar í síma 689250.
Iðnrekendur
Iðnaðarmaður með fjölþætta reynslu bæði
til sjós og lands ásamt reynslu í rekstri og
stjórnun fyrirtækja óskar eftir góðri vinnu.
Upplýsingar í síma 32947 frá kl. 14.00-16.00
næstu viku.
Húsavík
Kennarar
Sérkennara vantar að Barnaskóla Húsavíkur
næsta vetur.
Upplýsingar veitir skólastjóri í símum
96-41660 og 96-41123.
Skólanefnd Húsavíkur
St. Jósefsspítali
Hafnarfirði
Laust starf í eldhúsi spítalans nú þegar eða
eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
54325 eða 50188.
Kjötafgreiðsla
Kaupfélag á Vesturlandi óskar að ráða starfs-
mann til að sjá um kjötafgreiðslu.
Starfssvið: Verkstjórn, innkaup, afgreiðsla
og fleira.
Við leitum að starfsmanni með reynslu í
verslunarstörfum, sem getur unnið sjálf-
stætt.
Húsnæði fyrir hendi.
Umsóknareyðyblöð fást hjá starfsmanna-
stjóra, er veitir upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAG A
STARFSMANNAHAID
SEXTIU œSEXNORDUR
Okkur vantar fólk í
eftirtalin störf
1. Duglegan og reglusaman mann í fram-
leiðslu á gúmmívettlingum. Góð laun í boði.
Uppl. í síma 12200.
2. Konur við framleiðslustörf á sport- og
regnfatnaði. Góðir tekjumöguleikar.
Uppl. í síma 14085.
3. Mann til aðstoðar á lager.
Uppl. í síma 12200.
Sjóklæðagerðin hf.
Skúlagötu 51.
Apótek
Lyfjatæknir eða starfsmaður vanur vinnu í
apóteki óskast til starfa í Garðs Apóteki
hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast
sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „Apó-
tek — 4092“.