Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Vegna rangsnúinnar umræðu í fjölmiðlum: Verð og gæði grænmetis á Islandi og uppboðsmarkaður bænda á næsta ári GAMLA SÖLUKERFIÐ: NÚVERANDI SÖLUKERFI GRÆNMETIS: FRAMLEIÐANDI AFURÐADEILD FRAMLEIÐENDA ► hjá Sölufélagi garöyrkjumanna HEILDSALAR SMÁSÖLU- VERSLANIR FYRIRHUGAÐ SÖLUKERFI 1988: Gleðileg niðurstaða Verðlagsstofnunar: Meðalverð 25. júní 1987 fSL. KR. A ALGENGUSTU EININGU 180 STEINSEUA GULRÓFUR BLAÐSALAT JÖKLASALAT TÓMATAR Grænmetisvcrö hefur faríð lækkandí á íslandi og við nálgumst nú íþvf efni sterkustu landbúnaðarlönd. Uppskcra hér var nvha r nýhafín á mörgum tegundum 25. júnf. ■ ÍDANMÖRKU □ ÍSLENSK VARA Uppskerutími og aðstæður hafa mest áhrif á verö 25.júníi987 HEIMILD: Vcrölagssiofnun. ■ ÍDANMÖRKU □ ÍSLENSK VARA eftirBjama Helgason Garðyrlqubændur hafa einkum verið sakaðir um tvennt að undan- fðmu: Að reyna að koma á einokun- araðstöðu í grænmetissölu á nýjan leik og að selja vörur sínar óeðlilega dýrt. Hvort tveggja er rangur áburður. Aðdragandinn að uppboðsmarkaðnum Einokunarverslun ríkti að mestu leyti í sölu grænmetis og garð- ávaxta á íslandi árum saman, eða allt fram til 1985 (Grænmetisversl- un landbúnaðarins). Það ár voru hins vegar sett áhrifamikil Búvöru- lög, sem m.a. rýmkuðu um allt dreifingar- og sölukerfi grænmetis. Nú sjá aðallega 5 stórir heildsöluað- ilar um sölu og dreifingu grænmetis til smásöluverslana á Islandi: Sölu- félag garðyrkjumanna, Ágæti, Bananasalan hf., Bananar hf., MATA hf. Innan Sölufélags garðyrkju- manna er sérstök afurðadeild. Nánast allir garðyrkjubændur landsins (um 100) eru aðilar að henni. Garðyrkjubændur geta versl- að við hvaða heildsala sem er og margir hafa fasta einkaleyfissamn- inga við þá. Sumir bændur selja beint í verslanir. Mikil verðsam- keppni hefur ríkt á markaðnum. Hugmynd um grænmetismarkað að eríendri fyrirmynd er nokkurra ára gömul í röðum garðyrkju- bænda. Helst hefur verið litið til danska fyrirkomulagsins hjá GASA (Gartners Salgsforening). Samband garðyrkjubænda telur að komin séu fram óæskileg ein- kenni á grænmetismarkaðnum eftir 2 ára reynslutíma. Telja þeir hags- munum bæði framleiðenda og neytenda betur borgið með því að draga sem mest úr milliliðakostn- aði, einfalda sölukerfið og hafa virkara eftirlit með gæðum. Stefna þeir að því að opna uppboðsmarkað með grænmeti og garðávexti í Reykjavík í mars 1988. Heppilegt er að líta á skýringar- myndimar til að glöggva sig á því hvemig kerfíð var, er núna og hef- ur verið fyrirhugað frá og með næsta ári. Eina búvörufram- leiðslan í samkeppni við innflutning Grænmeti og garðávextir er eina búvömframleiðslan á íslandi sem á f beinni samkeppni á markaði við innfluttan vaming. Það er mikil- vægt að fólk átti sig á því, að með búvörulögunum 1985 rýmkaði líka um innflutning grænmetis. Nú var ekki lengur einokun á honum held- ur, þannig að heildsölufyrirtæki gátu snúið sér að slíkri þjónustu. 5 aðilar sjá nú um mestallan innflutn- ing á fersku grænmeti til íslands. Þeir hafa líka tekið að sér að dreifa innlendri framleiðslu í verslanir. Islensk framleiðsla er í beinni sam- keppni við fryst, innflutt grænmeti. Innflutningur á fersku grænmeti er mestur að vetrarlagi, en gat getur myndast í starf innflutnings- fyrirtælqanna yfir sumarið, þegar nægilegt framboð er á innlendri vöru. Reglugerð um grænmetisinn- flutning vemdar líka íslenska framleiðslu með tollum þegar völ er á sambærilegri íslenskri. Græn- metisheildsalar og innflytjendur hafa að mörgu leyti gagnrýnt þær opinberu reglur sem nú gilda um þessi málefni. Meta verður málflutning græn- metisheildsala og skoðanabræðra þeirra m.a. út frá eftirfarandi for- sendum: Árstíðabundnir kúfar og lægðir í grænmetisinnflutningnum koma fyrirtækjunum illa. Þau vilja væntanlega geta selt vöru sína mestan hluta ársins. Takmarkanir á innflutningi, til vemdar innlendri framleiðslu, þegar hún er á boðstól- um, em því ekki þeim í hag. (Neytendasamtökin hafa hins vegar fagnað þeirri vemd.) Enn skiljanlegra er að heildsölu- fyrirtækin reyni að spoma við fótum, þegar uppboðsmarkaður er á döfinni. Hlutverk þeirra gætu minnkað talsvert, þegar smásölu- verslanir taka að skipta í verulegum mæli beint við uppboðsmarkað grænmetisframleiðenda, sem tekur til starfa í mars 1988. Blekkingar um garð yrkjubændur Samband garðyrkjubænda telur sig vera að beijast fyrir einfaldara sölukerfí, þar sem milliliðum er fækkað og verð lækkar. Ýmsir aðil- ar virðast hins vegar hafa talið það hagsmuni sína (og sinna?) að gera bænduma tortryggilega í blaða- greinum og viðtölum að undan- fömu. í orðafari gagnrýnenda ber talsvert á ummælum eins og „kúg- un“, „móðgun við neytendur", „tilræði við viðskiptavenjur" og þess háttar. Mun alvarlegra er þó, að garð- yrkjubændum hafa verið gerð upp orð og áætlanir, sem enginn fótur er fyrir, og þeir síðan verið átaldir harðlega. Til dæmis hefur marg- sinnis verið fullyrt, að á uppboðs- markaði garðyrkjubænda, sem hefst í nýjum húsakynnum næsta vor, verði ekki um fijálsa verð- myndun að ræða, heldur „heildsölu- verð“, sem markaðsnefnd bændanna ákveði. Hefur tekist að bleklq'a ýmsa til andstöðu við áætl- unina með þessu ranga orðalagi. Staðreyndin er þessi: Á upp- boðsmarkaði Sölufélags garðyrkju- manna, sem hefjast á að erlendri fyrirmynd í mars 1988, mun fram- boð og eftirspum ráða verðinu eins og á öðrum slíkum mörkuðum. Hafa garðyrkjubændur kynnt sér fyrirkomulag þessara mála hjá flestum nágrannaþjóðum okkar og valið þann kost, eins og víða tíðkast, að óska eftir að fá að setja ákveð- ið, tímabundið lágmarksverð á hvem vömflokk. Lögfræðingur Verðlagsstofnun- ar hefur bent á að slíkar aðferðir þyki við viss skilyrði sjálfsagðar og almennt lýst ánægju sinni með þró- un þessara verðlagsmála hjá garðyrkjubændum. Það er því þýð- ingarlaust að nota röksemdina um lágmarksverðið til að vekja grun- semdir um einokunarkerfi. Því hafa andstæðingamir oftar notað orðið „heildsöluverð" og gefið í skyn að öll verðlagning verði ákveðin af markaðsnefnd garðyrkjubænda. Slíkt er hins vegar ekki í áætlun um uppboðsmarkaðinn. Samanburður við fiskmarkaði Margir, sem ekki fylgjast of vel með, halda að orðið „uppboðsmark- aður“ á alþjóðlegum vettvangi sé gulltrygging fyrir því að lögmál framboðs og eftirspumar ráði verði. Þeir hinir sömu gagnrýna garð- yrkjubændur fyrir að vilja vera á varðbergi og setja ákveðið lág- marksverð á vöru sína á uppboðs- markaði sínum í Reykjavík næsta vor. En skoðum lítið dæmi: Þegar fískmarkaðimir í Reykjavík og Hafnarfírði hófu göngu sína, fóru sölutölur og fréttir af þeim strax inn á alþjóðlegan tölvugagnabanka, „Fishnet", í Bretlandi. Síðan geta erlendir aðilar kynnt sér verð, fram- kvæmd og aðstæður héma jafn- harðan og borið saman við fjölda uppboðsmarkaða um allan heim. Einn af valkostum tölvubankans er að fá að lesa athugasemdir eða „comments" sérfróðra markaðs- fræðinga um einstaka sölustaði. Þetta gerðu líka margir hérlendis sem hafa aðgang að gagnabankan- um „Fishnet". Aðalatriðið í stuttri klausu um íslensku markaðina var þetta fyrst og fremst: „Ekkert bendir til þess enn, að á fiskmörkuðunum í Hafnarfirði og Reylq'avík hafi kaupendur gert með sér fyrirfram samkomulag um verð.“ Þannig sannar þetta litla dæmi, að í alþjóðlega viðskiptaheiminum dettur engum í hug að ganga blá- eygur inn á „uppboð með frjálsri verðmyndun" og treysta á guð og gæfuna. Því miður hefur það sann- ast á sölu- og þjónustuaðilum víðar en á íslandi, að þeir hafi bundist óformlegum samtökum til að tryggja hagsmuni sína á kostnað viðskiptamanna. Er íslenska grænmetið óeðlilega dýrt? Eins og fram kemur í kaflanum Bjarni Helgason „Samband garðyrkju- bænda telur að komin séu fram óæskileg ein- kenni á grænmetis- markaðnum eftir 2 ára reynslutíma. Telja þeir hagsmunum bæði fram- leiðenda og neytenda betur borgið með því að draga sem mest úr milliliðakostnaði, ein- falda sölukerfið og hafa virkara eftirlit með gæðum. Stefna þeir að þvi að opna upp- boðsmarkað með grænmeti og garð- ávexti í Reykjavík í mars 1988.“ um sveppina hér á eftir eru þeir ósambærilegir milli landa. Verð á grænmeti fer fyrst og fremst eftir uppskerutíma. Verðlagsstofnun bar saman verð hér og í Danmörku 25. júní sl. Fjölmiðlar slógu því yfirleitt upp að grænmeti væri þá dýrara hér en í Danmörku. Þetta var mjög villandi túlkun. Sannast sagna er íslenskt grænmeti furðu ódýrt, mið- að við aðstæður okkar. í samanburði Verðlagsstofnunar kom skýrt fram að vinsælt og mik- ið notað grænmeti eins og tómatar, agúrkur, jöklasalat og steinselja, var aðeins lítils háttar dýrara hér en í landbúnaðarlandinu Danmörku. (Sjá mynd.) Er þó aðstöðumunur mikill. Þetta eru gleðileg tíðindi fyrir neytendur og sýna um leið hver þróunin hefur orðið í græn- metisrækt hérlendis. Könnunin var gerð í byrjun upp- skerutíma okkar varðandi margar jurtir. Þegar íslensku gulrætumar koma á markað eru þær vitaskuld dýrari en dönsku gulrætumar sama dag. í Danmörku höfðu þær verið lengi á markaðnum. Enn var mjög lítið framboð af t.d. íslenskum kál- tegundum þegar könnunin var gerð, en komið langt fram í uppskerutíma Dana. Það var því óhugsandi að búast við öðm en ódýrari vöm þar sama dag. íslenskir garðyrkjubændur búa heldur ekki við sömu aðstæður og kollegar þeirra erlendis. Öll aðföng, byggingarvömr og rekstrarvömr em hér tolluð rækilega og þykir bændum reyndar að fyrirheit um jafnaða aðstöðu í þessum efnum hafi ekki verið efnd. Þegar kjör þjóðarinnar vom leiðrétt síðast lækkuðu tollar á grænmeti úr 80% í 40%, án þess að rýmkað væri um aðstöðu innlendra framleiðenda. Neytendur hljóta að kalla eftir framkvæmdum á þessu sviði. Staðreyndin er sú, að verð á Islensku grænmeti hefur farið lækkandi undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.