Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 15
T8C1 T8Ú0Á .81 HUOAaUlQIM .aiOAJaVUJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 * lf Lausnin á sveppa gátunni Margir hafa undrast miklu hærra sveppaverð hérlendis en í Dan- mörku. (Sjá mynd.) En varist yfirborðslega athugun á þessu. Skýringamar eru fyrst og fremst þijár og allar auðskildar. 1. Þyngdin er önnur. Manst þú hvemig rótin var á íslensku svepp- unum sem þú keyptir síðast? Það er ekki von, hana hafði garðyrkju- bóndinn skorið burt. Sveppir í Danmörku em aftur á móti seldir í heilu lagi, með rót, sem neytand- inn sneiðir síðan af eftir smekk heima hjá sér. Rótarhlutinn sem skerst af er yfirleitt á bilinu 15—30% af vigt sveppsins. Danski neytandinn, sem greiddi fyrir 1 kíló af sveppunum hjá græn- metissalanum, fær í raun aðeins 700—850 grömm. Raunverulegt kílóverð er því mun hærra en það sem stendur á skiltinu við sveppina. Þetta er grundvallaratriði sem margir átta sig ekki á í samanburði milli landa. Islenskir garðyrkju- bændur reyndu líka á sínum tíma að hafa sveppi af þessu tagi á markaði, en því miður kom í ljós að neytendum líkaði það ekki. Þess vegna skera íslenskir framleiðendur rótina af, áður en varan fer á mark- að. Nýtingin er semsé betri hérlend- is, neytandinn greiðir aðeins fyrir það sem hann notar. íslenskir garð- yrkjubændur bera hins vegar kostnaðinn við afskurðinn, sem hækkar verðið enn umfram það sem ella væri, ef neysluvenjur væru hér svipaðar og í Danmörku. 2. Efnafræðin er önnur: Þurr- efnin í hálminum, sem er Jarðvegur sveppanna“, er eitt mikilvægasta atriðið varðandi uppskerumagnið. Það er hlutfallslega miklu lægra hér en erlendis. Þurrefni í íslenskum hálmi sem garðyrkjubændur fá frá byggræktendum á Suðurlandi er um 30%. Erlendis er þurrefni að meðaltali um 45%. Þessi staðreynd leiðir augljóslega til betri skilyrða og lægri kostnaðar þar. Ekki er leyfilegt að flytja inn hálm vegna hættu á að gin- og klaufaveiki ber- ist til landsins. 3. Hálmverðið er annað: Hálm- ur erlendis kostar lítið, enda komrækt mikil og alls staðar stutt í hálm. Hér þarf að greiða miklu meira fyrir hálm, eða sem svarar hálfu heyverði, enda byggrækt lítt útbreidd og flutningskostnaður kemur til. Aðstöðumunur er því gífurlegur. Þessi þrjú atriði sýna hve hættu- legt er að draga stórar ályktanir án þess að afla sér heimilda. Svepp- ir á íslandi eru ekki óeðlilega dýrir. Gæði íslenska grænmetisins Skýringar á gæðum íslenska grænmetisins samanborið við erlent eru margar, en þessar helstar: 1. Grænmeti er að jafnaði bragð- meira þeim mun norðar í álfunni sem það vex. Grænmeti ræktað úti undir beru lofti á íslandi er laust við loftmengun, sem er stöðugt áhyggjuefni erlendis. 2. Notkun á eiturefnum, sveppa- lyfjum og meindýralyfjum er hér hverfandi, enda sjúkdómar og mein- dýr færri en erlendis. 3. Meirihluti íslenskra garðyrkju- bænda hefur sérmenntun á sínu sviði. Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi sér auk reglulegr- ar kennslu um símenntunamám- skeið og stöðuga fræðslu í fréttabréfum. Um langt árabil hefur Búnaðar- félag íslands og ráðunautar þess, ásamt Rannsóknastofnun land- búnaðarins, sinnt leiðbeiningar- þjónustu um garðyrkju og ylrækt. Meðal annars hafa verið haldin sér- stök námskeið fyrir bændur í notkun og meðferð hættulegra efna í X- og A-flokkum. 4. íslenskir garðyrkjubændur hafa mikil samskipti við útlönd, bæði með þátttöku í félagsstarfi og kynnisferðum á sýningar og til framleiðenda. íslenskir garðyrkju- bændur fylgjast með framförum og tækni í sinni grein. ísland er opið fyrir eitri ísland er opið fyrir eitri í inn- fluttu grænmeti. Hérlendis er engin reglugerð eða reglur um eftirlit með eiturefnum í innfluttu grænmeti og ávöxtum. í öðrum Evrópulöndum og reyndar hjá flestum þjóðum heims eru strangar reglur um slíkt eftirlit, vegna þeirrar hættu sem menn gera sér grein fyrir varðandi eiturefni í matjurtum, og nú síðast geislun sveppa og annarrar við- kvæmrar vöru. Ekki er látið nægja að fá í hendur heilbrigðisvottorð frá útflutningslandinu. Víðast eru efna- greiningarstofur tengdar tollgæslu viðkomandi ríkis. Notkun hættulegra eiturefna, lyfja og rotvamarefna í matjurta- rækt gengur víða fram úr hófi erlendis. Epli, appelsínur og aðrir ávextir eru iðulega sprautaðir með meindýralyú'um og síðan rotvamar- efnum, sem hefta þroskun þeirra. Sumar vömr em vaxbomar. Nýj- asta aðferðin er geislun, sem ýmsir aðilar em famir að beita ótæpilega á sveppi og aðra vöm, til að hamla gegn útlitsbreytingum og áferðar- göllum við geymslu. Hafa sérfróðir menn lýst yfír áhyggjum sínum vegna þessarar aðferðar. Enn ber að nefna, að neytendur víða um heim vara sig nú í síaukn- um mæli á þeim gróðri, sem rætkaður er nærri iðjuvemm, stór- borgum og jafnvel þjóðvegum. Komvömr, grænmeti og garðávext- ir af slíkum svæðum lenda nú í lægri gæða- og verðflokkum en ómenguð vara. I rauninni er þetta að mörgu leyti aðal markaðsum- ræðan hjá þeim þjóðum sem við viljum sífellt bera okkur saman við. Mengaðar og eitraðar vömr verður sífellt erfiðara að losna við. Ymsar þeirra er aðeins hægt að selja (og yfirleitt ódýrt) til svæða eins og Islands og einstakra þróunarríkja. Hér er viðeigandi að skjóta því inn, að bandaríska matvælafyrir- tækið NABISCO fékk nýlega til greiningar byggbrauð, sem bakara- meistari í Reykjavík er nú farinn að framleiða úr 70—80% íslensku byggi af Suðurlandi. Er ekki að orðlengja þær ánægjulegu niður- stöður, sem komu fram í athugun- um á rannsóknastofum þessa virta fyrirtækis, varðandi tre^ar, stein- efni og aðra hollustu íslenska byggsins. Hitt er ef til vill íhugunar- efni, að Bandaríkjamenn sáu sér- staka ástæðu til að geta þess, að varan bæri glæsilega með sér, að engin mengun léki um vaxtarsvæc hráefnisins. Hvöttu þeir aðila hé til að efla þessa framleiðslu, þv neytendur sem gerðu kröfur t) matvæla sæktust mjög eftir braué úr gæðakomi af þessu tagi — oj væm reiðubúnir að greiða hærr. verð fyrir það, sem og annan jarðar ávöxt af mengunarlausum svæðum íslenskir garðyrkjubændur, sen framleiða fyrsta flokks, heilnæm; og heilbrigða vöm, geta ekki seti> þegjandi undir samanburði um ven og gæði við þessar órannsökuði vömr. Það hlýtur að vera ein helst; krafa neytenda og hollustuvemdar aðila að tryggja opinbert gæðaeftir lit með innflutningi matjurta. Höfundur er formaður Sambands garðyrkjubænda. ÁRGERÐIRNAR FRÁ MITSUBISHI ERU KOMNAR í bílunum frá MITSUBISHI þarf ekki aö hafa áhyggjur af ,,aukabúnaði‘‘. — Hann fylgir meö í veröinu. Hjá okkur fá allir bíl viö sitt hæfi. Það borgar sig að bíða eftir bll frá MITSUBISHl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.