Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 55

Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 55 Baðinnréttingar ffyrir þá sem hafa góðan smekk. Útsölustaðir: Atlabúðin Málningarþjónustan Vöruval Valberg Har. Johansen Brimnes Akureyri, Akranesi ísafirði Ólafsfirði Seyðisfirði Vestmannaeyjum og flest kaupfélög um land allt. Powbew Suðurlandsbraut 10. S. 686499. Vil tryggja fjárhag ríkisins sem best - segirJónSig- urðsson viðskipta- ráðherra JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra mun í dag kynna á ríkis- stjórnarfundi kauptilboð 33 aðila á öllu óseldu hlutafé ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. Tilboð þetta barst viðskiptaráðherra i gær. Jón sagði við Morgunblaðið í gær að hann myndi ekki taka afstöðu til þessa tilboðs fyrr en lokið væri athugun á tilboði Sam- bandsins í 67% hlutafjár rikisins sem barst fyrir helgina. „Það er ákaflega ánægjulegt að aðilar í atvinnulífinu, bæði einkaað- ilar og samtök, skuli nú vera farin að sýna svona mikinn áhuga á að eignast hlutabréf ríkisins í Utvegs- bankanum og það sýnir að það er hægt að selja banka á íslandi,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er mitt áform að selja hlut ríkisins í bank- anum sem fyrst með sem bestum kjörum. Ég vil með því tryggja fjár- hag ríkisins sem best og létta skuldbindingum af almenningi sem hann ber vegna taps sem Utvegs- bankinn fyrrverandi leið. Einnig vil ég tryggja að þau kaup stuðli að endurskipulagningu á bönkunum og gera rekstur þeirra ódýrari og hagkvæmari. Út frá þessu verður málið metið. Morgunblaðið/KGA Ég mun ekki taka afstöðu til til- boðs þessa hóps sem hér kom í dag fyrr en ég er búinn að ljúka athug- un á tilboði Sambandsins og samstarfsaðila þess. Ég mun kynna tilboðið á ríkisstjómarfundi [í dag] en viðskiptaráðuneytið fer með þetta mál og ég mun taka ákvörðun í því þegar athugunum er lokið. En á því eru ýmsar hliðar, svo sem tryggingar og greiðslukjör og góðar viðskiptavenjur," sagði Jón Sig- urðsson. Jón sagðist aðspurður ekki vilja bera þessi tvö tilboð saman á þess- ari stundu því málið væri ekki þannig vaxið að hann vildi tala um einstaka þætti þess. Þegar Jón var spurður hvort máli skipti að seinna tilboðið væri um stærri hluta hluta- fjárins en Sambandið bauð í, sagði hann að fyrir lægi að Sambandið gæti hugsað sér að kaupa meira ef eftir því væri leitað. Fulltrúar fyrirtælqa og samtaka ganga til fundar á skrifstofum Landssambands íslenskra útvegs- manna kl. 11 í gærmorgun. Þar var gengið frá tilboði 33 aðila í ýmsum starfsgreinum í hlutabréf rikisins i Útvegsbankanum. Á efstu myndinni eru frá Trygpng- armiðstöðinni, Gunnar Felixson og Gísli Ólafsson, formaður bank- aráðs Útvegsbankans. Neðst til hægri er Indriði Pálsson, Skelj- ungi. Neðst til vinstri eru Guðmundur H. Garðarsson og Friðrik Pálsson, SH. Benedikt Sveinsson, Sjóvá er á myndinni hér fyrir neðan. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Fagna því að þessir aðilar hafa komið fram með tilboð „ÉG FAGNA auðvitað því að þessir aðilar eru komnir fram með ákveðið tilboð. Þetta sýnir mikinn áhuga, og raunar sýnir tilboð SÍS áhuga úr átt þaðan sem andstaða við sölu ríkis- bankanna hefur einna helst verið. Allt þetta er út af fyrir sig ánægjuefni. En mín skoðun er óbreytt frá því sem áður var að selja ætti þetta hlutafé mörg- un aðilum og fyrirtæki og samtök i sjávarútvegi ásamt öðr- um þjónustufyrirtækjum yrðu þar í stærstum hluta,“ sagði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra þegar Morgunblaðið spurði hann álits á tilboðinu í hlutafé Útvegs- bankans. „Ég minni á enn og aftur að við svöruðum neitandi í vor fyrirspurn- um um það hvort einstakir aðilar. gætu keypt meirihlutann og mín afstaða er alveg óbreytt að þessu leyti. Það liggur fyrir að það er farvegur fyrir verulegri uppstokkun í bankakerfinu og aukinni hagræð- ingu. Þetta tel ég vera mikilvægt. En síðan verður um þetta fjallað í ríkisstjórninni," sagði Þorsteinn. — Áttu von á að það verði ágreiningur í ríkisstjóminni um af- stöðu til þessara tilboða? „Það vona ég ekki og slíkt kæmi mér á óvart," sagði Þorsteinn Páls-“ son. Valur Arnþórsson stj órnarf ormaður Sambandsins: Bréf in voru tekin úr sölu - meðan okkar tilboð er í athugun „VIÐ buðum í ákveðinn hluta af hlutabréfunum og þar með voru þau bréf tekin úr sölu meðan verið væri að athuga okkar til- boð. Við munum að sjálfsögðu athuga hvort einhver viðbrögð verða við þessu af okkar hálfu og þá hver,“ sagði Valur Am- þórsson stjórnarformaður Sambandsins þegar Morgunblað- ið náði tali af honum í gær. Valur var þá staddur í Noregi og Guð- jón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins er einnig erlendis og því bjóst Valur ekki við að yfir-'\ stjórn Sambandsins ræddi þetta mál fyrr en á miðvikudag. Valur sagði aðspurður að Sam- bandið hefði ekkert hugleitt að bjóða í stærri hluta hlutabréfanna ef staða sem þessi kæmi upp. Að öðru leyti sagðist Valur ekkert geta sagt um málið að svo stöddu. Jiafa ‘Royal Hvítar baðinnréttingar í miklu úrvaii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.