Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 38
I 38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Afvopnunarviðræður risaveldanna Sovétmenn selja Vestur-Þjóð- verja í klípu vegna Pershing 1A ÓÐRU hverju berast fregnir af því frá Genf að óðum styttist í sam- komulag- risaveldanna um algera upprætingu skamm- og meðal- drægra flauga. Langt er um liðið frá 1981 þegar Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, lagði hornsteininn, sem samningsgerð þessi er byggð á. Það var þó fyrst á Reykjavíkurfundi hans og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, sem málin komust á skrið. Eftir að þeim fundi var slitið eftir framlengingu gætti mikilla vonbrigða með afrakstur fundarins. Árangur Reykjavíkurfundarins hefur þó smátt og smátt komið í ljós og nú þegar timamótasamkomulag um afvopnun er i augsýn þarf ekki mikla glöggskyggni til þess að sjá hvar grundvöllur þess var Iagður. En hver er ásteytingarsteinn slíks samkomulags? Með sáttmála um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjarnorkuflauga yrði brotið blað í afvopnunarviðræðum þjóðanna og enn er engan veginn hægt að sjá fyrir afleiðingar hans. Fyrir utan það að draga kynni úr spennu milli hins fijálsa heims og kommúnist- arikjanna er ljóst að um leið yrði samningurinn fordæmi annarra afvopnunarsamninga. Vegna þess árangurs, sem náðst hefur, vilja menn nefnilega oft gleyma því að í Genf er ekki einungis rætt um skamm- og meðaldrægar flaugar. Þar er einnig rætt um fækkun lang- drægra flauga og hvemig málum skuli háttað á sviði geimvopna og gagnflaugakerfa. Náist samningar um skamm- og meðaldrægar flaug- ar skrifa risaveldin um leið upp á víxil um árangur annarra við- ræðna. Óvíst er hins vegar hvenær hann gjaldfellur. Pershing 1A Sovétmenn vilja að samkomulag risaveldanna nái einnig til 72 flauga af gerðinni Pershing 1A. Flaugamar em eign Bundeswehr — vestur-þýska hersins. Þær eru hins vegar búnar kjamorkuoddum Bandaríkjahers og því vilja Sovét- menn telja flaugamar til kjam- orkuherafla Bandaríkjamanna, þó svo að þær séu undir stjóm íjóð- veija. Flaugamar em í sjálfu sér ekki mjög mikilvægar frá hemað- arsjónarmiði og fram að þessu hafa Sovétmenn ekki fett fíngur út í þær. Þrátt fyrir það er það vestur- þýsku stjóminni mikið hjartans mál að ekki verði um flaugamar samið. í fyrsta lagi er fullvalda ríki það ómögulegt að láta annað ríki semja um herafla þess við þriðja ríki, en auk þess líta þeir á flaugamar sem síðustu tryggingu sína gegn innrás VarsjárbandaJagsríkjanna. Banda- ríkjamenn hafa á hinn bóginn þráfaldlega neitað að semja eitt eða neitt um flaugamar — segja þær einfaldlega ekki koma sér við. Vandræði Kohls Helmut Kohl, kanzlari Vestur- Þýskalands, er kominn í talsverða klemmu vegna þessa máls alls og er ekki laust við að mann gruni að tilgangur Sovétmanna með þrá- kelkni sinni sé ekki fyrst og fremst sá að losna við þessar 72 flaugar af yfírborði jarðar, heldur sá að auka áhrif sín í vestur-þýskum stjómmálum á kostnað Bandaríkja- sljómar. Snar þáttur þessa er tilraun Sov- étmanna til þess að sneiða hjá Kohl og öðmm leiðtogum íhalds- manna, en reyna þess í stað að höfða beint til yngri kynslóðar Vestur-íjóðveija, sem óttast ekki hættuna í austri líkt og hinir eldri og líta ekki á Bandaríkin sem bak- hjarl frjálsrar Evrópu. Sovétríkin vingast við V estur-Þýskaland Sovétríkin hafa löngum haft hom í síðu Vestur-Þýskalands, en í ár hefur þessi afstaða breyst mjög til hins betra. Dr. Richard von Weizsácker, forseti Sambandslýð- veldisins, fór í opinbera heimsókn til Moskvu í júlí síðastliðnum, en það var í fyrsta skipti í 15 ár, sem vestur-þýskum þjóðhöfðingja var boðið til Sovétrílq'anna. I kjölfar þess sigldi samþykki Kremlar- bænda fyrir heimsókn Erics Honecker, kommúnistaleiðtoga Austur-Þýskalands, vestur yfír jámtjald. Komi ekkert upp á mun Honecker heimsækja bræður sína í vestri í næsta mánuði. Heimsókn þessi hefur verið á döfínni í árarað- ir, en ávallt verið frestað af Sovétmönnum til þess að refsa fyr- ir meintar misgjörðir stjómarinnar í Bonn. Gorbachev veit, sem er, að Vest- ur-íjóðveija lengir eftir nýju slökunartímabili og því reiðir hann sig á að afvopnunarvilji almennings reynist festu stjómarinnar yfir- sterkari hvað flaugamar 72 varðar. Hann stóðst heldur ekki tækifærið til þess að nota væntanlega heim- sókn Honeckers til þess að auka spennu innan Atlantshafsbanda- lagsins og veikja stöðu Kohls á heimavelli. Kremlarbændur eiga sérstakra harma að hefna gagn- vart Kohl, því þeim svíður enn samanburður kanzlarans á áróð- ursherferð Gorbachevs og verkum Dr. Jósefs Göbbels, áróðursmeist- ara Hitlers. „Hlutlaust“ Vestur- Þýskaland? „Gorbachev ávarpar vestur- þýsku þjóðina án þess að yrða á Kohl og hún hlustar á hann," seg- ir John Hardt, sérfræðingur Þingbókasafnsins í Washington í málefnum Sovétríkjanna. Hardt segir að markmið Sovétrílq'anna sé alls ekki bundið við afvopnun eina, en bætir við að þeir geri sér heldur engar vonir um að geta klofíð Vest- ur-Þýskaland frá NATO, eins og sumir hafa ýjað að. Hann segir að Sovétmenn vonist öllu heldur til þess að Vestur-Þýskaland verði „hlutlausara" — aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins, sem sé reiðubúið að hlýða á óskir Sov- étríkjanna og óbundnara Banda- ríkjunum. Með þessum leik tekur Gorba- chev vissulega áhættu. Hann á á hættu að Kohl hörfí hvergi og fari svo, eins og reyndar virðist líkleg- ast, neyðast Sovétmenn fyrr eða síðar til þess að falla frá kröfum sínum um Pershing 1A. Orð Max Kampelmans, aðalsamningamanns Bandaríkjanna í Genf benda til þess, en hann sagðist fyrir skömmu engar líkur telja á því að Sovét- menn létu flaugar Vestur-Þjóðveija standa í vegi fyrir samkomulagi, sem væri svo að segja frágengið. Þetta er ekki eina vísbendingin. í viðtali við bandaríska sjónvarps- stöð um sl. mánaðamót mátti skilja orð Alexei A. Obukhov sem svo að Sovétríkin kynnu að fallast á tilvist Pershing-flauganna að því tilskildu að tryggt væri að þær yrðu ekki endumýjaðar. Vestur-þýskir emb- ættismenn telja enda ólíklegt að Sovétmenn kasti þessu tímamóta- samkomulagi á glæ vegna vopna, sem verða hvort eð er úrelt innan fímm til sjö ára. Hviki Sovétmenn hins vegar hvergi óttast Bandaríkjamenn að Vestur-Þjóðveijar gefí eftir, þar sem Kohl vilji ekki líta út fyrir að vera helsti Þrándur í Götu af- vopnunarsáttmála sem þess sé í húfí — sérstaklega með tilliti til væntanlegrar heimsóknar Honec- kers. Ein hinna 72 Pershing 1A flauga vestur-þýska hersins. „Vinur í austri“ Afvopnunarsamningar snúast greinilega um fleira en afvopnun- ina eina. Fyrrverandi aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Richard M. Perle, ritaði fyrir skömmu grein í Washington Post þar sem hann varaði Bandaríkja- stjóm við því að flana um of að samningum og benti á að festa í samningsgerð væri það, sem hefði fengið Sovétmenn að samninga- borðinu. „Hvað sem afvopnunar- samningar annars færa okkur, mega þeir ekki verða til þess að grafa undan eindrægni ríkja Atl- antshafsbandalagsins." Bandaríkjaforseti og re- públikanar gera sér væntanlega vonir um að afvopnunarsáttmáli muni styrkja pólítíska stöðu þeirra. Reagan stendur höllum fæti eftir það sem á undan er gengið í vopna- sölumálinu og á næsta ári verða forsetakosningar þar vestra. Sovét- menn líta hins vegar á slíkan samning sem tækifæri til þess að gera Vestur-Evrópu óháðari Bandaríkjunum. Alræðisherramir í Kreml vita að hemaðarbrölt þeirra hefur gert þeim erfitt fyrir á stjóm- málasviðinu, svo nú reyna þeir að sannfæra Vestur-Evrópubúa um að í raun stafí þeim lítil hætta af Sovétríkjunum og þurfi því ekki að stóla eins á Bandaríkin í vamar- málum. Ronald Asmus, sem er rannsókn- arprófessor við Fríháskólann í Vestur-Berlín, telur að Sovétmenn séu að reyna breyta heimsmynd næstu kynslóðar Þjóðveija. „Þeir em að sannfæra fólk um að Sov- étríkin séu í raun velviljað, friðelsk- andi Evrópuríki. Fáir trúa því að þeim stafí ógn af Sovétríkjunum.“ Gorbachev hefur svo sannarlega tekist að sannfæra vestur-þýskan almenning um ágæti sitt. Sam- kvæmt skoðanakönnun Wickert- stofnunarinnar j síðasta mánuði vildu 42% aðspurðra frekar kaupa notaðan bíl af Gorbachev en Reag- an. 36% töldu Reagan áreiðanlegri bílasala. Þegar spurt var hvomm leiðtoganum þeir myndu frekar Kanslari í vanda: Helmuth Kohl bjóða heim til sin var munurinn enn meiri, eða 38% á móti 30%. Mestur var þó munurinn þegar spurt var hvor vildi frekar frið. Staðan var 62% - 38% Gorbachev í vil. Bent er á að þama ráði tilfínn- ingar ferðinni — ekki köld rök- hyggja eins og nauðsynlegt er í afvopnunarmálunum. Ekkert gæti þó haft meiri áhrif á tilfinningasvið Þjóðveija en betri samskipti Aust- ur- og Vestur-Þýskalands og Sovétríkin vonast til þess að þau muni styrkja stöðu Austur-Þýska- lands á alþjóðavettvangi og gera Vestur-Þýskaland sér vinveittara — bæði á fjármálasviðinu sem hinu pólítíska. Vestur-þýskur embættismaður benti þó fyrir skömmu á það að hvaðeina, sem Sovétríkin og Aust- ur-Þýskaland gera til þess að treysta samskiptin við Sambands- lýðveldið, sé gert einhliða og að það sé einnig auðveldlega einhliða á- burt tekið. Það sem Vestur- Þjóðveijar gefi eftir — lán og e.t.v. Pershing-flaugamar — sé óaftur- kræft. „Þeir geta skipt um skoðun hvenær, sem þeim sýnist. Við ekki.“ Heimildir: The Wall Street Journal, Financial Times og Washington Post. Stykkishólmur: Veitinga- rekstur Stykkishólmi. EGILSENSHÚS í Stykkishólmi sem átti að fjarlægja fyrir skömmu, er nú orðið eitt af feg- ustu húsum bæjarins og til mikillar fyrirmyndar. Pétur Ágústsson o.fl. stofnuðu um hús- ið sameignarfélag og er þarna veitingarekstur, þar sem hægt er að fá kaffi, öl, pylsur og létt- ar máltíðir. Einnig er þar afgreiðsla fyrir Eyjaferðir sf. Veitingastofan er smekkleg, björt og hlý og sæti fyrir um 20 manns. Þá er þarna myndbanda- leiga. Fréttaritari átti þess kost að litast þarna um fyrir skömmu og sannfærðist um að hér er þarft og gott framtak á ferðinni, vel upp- byggt og þeim til sóma sem að því standa. Fyrir framan anddyrið er stórt auglýsingaspjald sem beinir vegfarendum og upplýsir um veit- ingar og afgreiðslu Eyjaferða. Þess skal getið að þetta hús var á sínum tíma merk stofnun. Þar bjó um skeið Sigurður Jónsson sýslumaður og sýna myndir frá tíma fyrir aldamót, að það var glæsilegur sýslumannsbústaður og einnig bjó þar Hjörtur Jónsson héraðslæknir, víðkunnur læknir hér á Vestur- landi, en báðir þessir menn létust skömmu eftir 1890. Bæjarbúar fagna þessum um- skiptum og eins að sjá þetta gamla og góða hús komið í sitt upphaflega horf. — Árni Morgunblaðid/Ámi Helgason Forstöðukona Egilsenshúss ásamt fréttaritara og gesti fyr- ir framan suðurhlið hússins. Prammitek- innáland Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Þessi prammi, sem er í eigu bandaríska hersins á Keflavík- urflugvelli, er eitt af mörguni tækjum Vamarliðsins er vekja mikla eftirtekt þegar þau eru flutt milli staða. Prammi þessi hefur verið á sjó að undanf- örnu, en siðastliðinn föstudag var hann tekinn í land og flutt- ur á Keflavíkurflugvöll. Pramminn var tekinn á land í Njarðvíkurhöfn, þar sem hann var hífður á dráttarvagn og síðan dreginn sem leið liggur um Njarðvík og upp á Keflavík- urflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.