Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 29 Nicaragua: Hundum att á mótmælendur Managua, Reuter. LÖGREGLAN í Managua, höfuð- borg Nicaragua, handtók í gær sex manns, sem reyndu að efna til mótmæla gegn stjórninni. Með- al þeirra var einn helsti baráttu- maður fyrir auknum mannréttind- um í landinu. Lino Hemandez Triguero, formað- ur mannréttindasamtaka í Nic- aragua, var handtekinn þegar hann reyndi að efna til mótmæla ásamt nokkrum öðrum fyrir utan aðalstöðv- ar Lýðræðisbandalagsins en það er samfylking ýmissa stjómarandstöðu- flokka, verkalýðsfélaga og samtaka í atvinnulífinu. Er það haft eftir vitn- um, að lögreglan hafí ráðist á fólkið með kylfur á lofti og sigað á það hundum. Luz Marina, aðstoðarmaður Hern- andez, sagði, að hann hefði verið sakaður um að spilla almannafriði og væri ekki vitað hve lengi hann yrði hafður í haldi. Samtökin, sem Hemandez veitir forstöðu, halda því fram, að í fangelsum sandinista- stjórnarinnar séu um 7000 pólitískir fangar. Suður-Kórea: Bandaríkin: Engir tollar lagðir á grænlenskan fisk Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. Verkamenn í Hyundaihverfinu hlusta á einn foringja verkfallsmanna flytja hvatningarorð. Verkamennirnir kröfðust þess, að vinnuveitend- ur greiddu hærri laun og að þeir fái að stofna óháð og frjáls verklýðsfélög. GRÆNLENDINGUM er ntt heimilt að selja fiskafurðir sínar tollfrjálst á bandarískum markaði. Slíkan sess geta þau Iönd hlotið, sem hafa mjög litla þjóðarframleiðslu. Grænlenska heimastjórnin hef- ur í nokkur ár sóst eftir þessum hlunnindum, þar sem tollar gerðu fisksölu á Bandaríkjamarkaði erf- iðleikum bundna. Þar til nú hafa Bandaríkjamenn haldið því fram að þjóðarframleiðsla Grænlend- inga sé of mikil til þess að þeir fái að selja fiskinn tollfrjálst. í upphafi áratugarins keyptu Bandaríkjamenn mest viðskipta- landa Grænlendinga af þorskflök- um og óunnum fiski, en þegar aflabrestur varð hjá grænlenskum fiskimönnum árin 1983 og 1984 minnkaði útflutningurinn. Á síðasta ári nam fisksala Grænlend- inga til Bandaríkjanna aðeins um 25 milljónum íslenskra króna. Þeir keyptu hins vegar vörur af Banda- ríkjamönnum fyrir 3,5 milljarða. Stærsti markaður Grænlend- inga er nú í Japan, en þangað voru seldar fískafurðir að andvirði 3,5 milljarðar króna árið 1986. Þrjátíu þúsund verkamenn í mótmælaaðgerðum í gær Kyrrt að mestu þegar kvöldaði Seul, Reuter HÖRKUMÓTMÆLAAÐGERÐ- UM allt að 30 þúsund verka- manna í Hyundai iðnaðarhverf- inu í Ulsan í Suður Kóreu virtist lokið á mánudagskvöldið, eftir að þær höfðu staðið meira og minna allan daginn. Foringjar verkamanna hótuðu að grípa til sams konar mótmæla á þriðju- dag, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Sjónarvottar sögðu, að 30 verkamenn við sex verskmiðjur hefðu meiðzt í slagsmálum við lögregluna. Upphaf átakanna var, þegar forsvarsmenn verksmiðjanna ráku verkamennina af vinnu- svæðunum, vegna hávaða og ókyrrðar. Verkamennirnir brutu niður girðingar og hlið við verksmiðjurn- ar, brutu glugga og tálmanir, sem höfðu verið settar upp, til að varna þeim inngöngu. Þeir ruddust inn í kaffisofur einnar og skemmdu innanstokksmuni, þegar vinnu- veitendur neituðu að færa þeim mat. Fimmtíu farþegabílar, með lög- reglumenn innanborðs, voru sendir á vettvang, en verkamennirnir gerðu aðsúg að lögreglumönnun- um, en urðu síðan að hopa. Að því er segir í fréttum féllust verka- mennirnir á að hætta mótmælaað- gerðum, þegar stjómendur verksmiðjanna sex, sem þarna komu við sögu, báðu um dagsfrest til að ræða kröfur þeirra um hærri laun og óháðari verklýðsfélög. Því var bætt við, að um eitt þúsund verkamenn, fokreiðir vegna þess að rafmagn var tekið af svefnskálum og híbýlum verka- manna og matur var ekki fram borinn, hefðu ákveðið að fara í setuverkfall, eftir að meirihluti hafði ákveðið að hætta aðgerðum að sinni. Talsmaður viðskiptaráðuneytis Suður Kóreu sagði að þetta væri í fyrsta skipti, að verkamenn margra fyrirtækja sameinuðust í kröfugerð og það liti út fyrir að stjórnendur þeirra myndu reyna að leysa málið í sameiningu. Þetta væri all mikilsvert, þegar til lengri tíma væri litið. í Seul kom einnig til nokkurra átaka og þrjú liundruð reiðir verkamenn réðust til að mynda inn á Hotel Lotte í miðborg Seul. Mennirnir létu ófriðlega í fordyri hótelsins og bjuggu síðan um sig í kaffistofu þess á neðstu hæð. Hótelinu var að öðru leyti lokað í skyndi og hótelstjórnendurnir reyndu að ræða við verkamennina. Þeir hurfu síðan á braut, án þess teljandi vandræði hlytust af. Eftir opinberum upplýsingum að dæma urðu nær 300 fyrirtæki fyrir barðinu á reiðum verkamönn- um um helgina. Flest eru það námafyrirtæki, rafeindaverk- smiðjur og samgöngufyrirtæki. Fulltrúar stjórnarinnar og stjómarandstöðunnar hafa verið á fundum um helgina til að reyna að koma sér saman um endurskoð- un á stjórnarskrá landsins. Samkomulagi verður að ná um breytingar fyrir árslok til að for- setakosningar geti farið fram þar í upphafi næsta árs, eins og að er stefnt. Talsmenn beggja hafa látið í ljós bjartsýni og segja, að góðar vonir séu til að samkomulag verði. Bæði fulltrúar stjórnarinnar og stjórnarnadstöðunnar hafa hei- tið því að endurskoða lög um verklýðsfélög, en varla búizt v ið, að því verði lokið fyrr en eftir for- setakosningarnar. Lionsmaður látinn laus Beirút, Reuter. FORSETA Lionshreyfingar- innar í Líbanon og Jórdaníu hefur verið sleppt úr ellefu mánaða langri gíslingu. Manninum, sem heitir Victor Kano, var sleppt suður af Beirút aðfaranótt föstudags og tók hann ieigubifreið heim til sín í hverfi múhameðstrúarmanna í Vestur-Beirút. Að sögn fjöl- skyldu var Kano við góða heilsu. Kano, sem er kristinn Líbani af sýrlenskum ættum, var rænt af vopnuðum mönnum í september á síðasta ári. Victor Kano. Reuter ERLENT Er rétt að endurskoða punktakerfið í brids? Meta gosa og tíur meira en lækka risið á ásum og kóngum Stærðfræðilegir útreikning ar hafa ekki hjálpað neinum við að sprengja bankann í spilavitunum í Monte Carlo en samt er ekki loku fyrir það skotið, að þeir geti komið brids- spilurum að góðu gagni. Þeir þurfa að geta metið höndina sína rétt, hvernig dreifingin er í lit og hve mörg háspilin eru, og notast þá jafnan við Goren/ Work-punktakerfið, sem metur ás, kóng, drottningu og gosa í hlutföllunum 4:3:2:1. Dr. Richard Cowan, stærð- fræðingur við Vísinda- og iðnað- arrannsóknastofnun breska samveldisins, birti nýlega grein í tímariti Konunglega, breska töl- fræðifélagsins þar sem hann heldur því fram, að skynsamlegra mat sé 5:4:3:2:1 fyrir ás, kóng, drottningu, gosa og tíu. Þeir, sem hafa háskólapróf í stærðfræði, ættu ekki að verða í neinum vand- ræðum meða að skilja röksemdir hans. Punktatalan gefur nokkra vísbendingu um hve marga slagi höndin er líkleg til að vinna. Hverju spili má skipta í tvö stig, sagnir og útspil- un. Þegar sagt er reyna menn að þreifa fyrir sér og meta hve marga slagi þeir geta fengið og gefa um leið meðspilaranum ákveðnar vísbend- ingar. Cowan veltir því fyrir sér hvað gerist þegar spilarinn og meðspilari hans hafa „flatar" hendur eins og það er kallað, það er að segja þegar spilin dreifast jafnt á alla liti. Þetta gerist alloft (í um 10% tilfella) og það er ein- mitt hér, að stærðfræðin getur látið til sín taka. Mismunandi möguleikar á flatri hendi fyrir tvo spilara eru 500 milljarðar milljarða en kúfurinn af þessum mörgu skiptingum kemur yfirleitt út á eitt fyrir spil- arann. Það er þvi hægt að ýta þeim til hliðar og skilja eftir 590 möguleika. Ut frá þessum 590 tilfellum reiknaði Cowan út meðalslaga- fjöldann, sem slík hönd er líkleg til að fá, slagagetuna eða SG, og gaf sér þá, að báðir spilararnir spiluðu skynsamlega úr spilunum. Síðan reyndi hann að fínna út samhengið á milli SG og fjölda ása, kónga, drottninga, gosa og tía. Það er ekkert áhlaupaverk því að engin ein regla getur átt við um öll 590 tilfellin og Cowan reyndi þess vegna að finna ein- hveija, sem almennt kæmist næst SG hveiju sinni. Segir hann, að sér hafí tekist það með því að nota fyrrnefnt hlutfall, 5:4:3:2:1. Kenning dr. Cowan fer í bága við skoðanir ýmissa sérfræðinga enda or það megininntak hennar að mota gosana og tíumar meira en tt'kka dálítið risið á ásum og kóngum. Flestir bridssérfræðing- ar halda því hins vegar fram, að Goren/Work-punktakerfíð hafí drottningar og gosa í of miklum hávegum og á kostnað ása og kónga. Dr. Cowan viðurkennir að vísu, að kenningin hafi sinn Akkillesar- hæl. Hann gerir nefnilega ráð fyrir, að annar spilaranna, sem útreikningarnir taka til, setji út fyrsta spilið. Segist hann telja, að þegar annar mótspilaranna eigi út fyrst, muni kerfi, sem byggir að hálfu á Goren/Work og að hálfu á hans eigin kenningu, gagnast best. Dr. Cowan hefur unnið að þess- um útreikningum í 12 ár og segir, að nú sé það bridsspilaranna og stærðfræðinga að sanna, að hann hafi rangt fyrir sér. ist Þýtt og stytt úr The Econom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.