Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 35 Opinber heimsókn forseta íslands á Snæfellsnesi: Við verðum að passa íslenskuna mjög vel - segir Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Sverrisson, sveitarstjóri Eyrarsveitar, færði forsetanum minjagTÍp að gjöf. í Búðakirkju sungu viðstaddir sálm við undirleik Wilmu Yo- ung. og lúðrasveit tónlistarskólans lék henni til heiðurs. Forsetinn heils- aði upp á eldri borgara Stykkis- hólms á dvalarheimili aldraðra og þáði þar kaffiveitingar. í Norska húsinu opnaði forsetinn sýningu á byggingar- og viðgerðarsögu hússins. Séra Gísli Kolbeinsson flutti ávarp og Hörður Ágústsson, listmálari og arkitekt, fræddi sýn- Stykkisliólmi. Frá Bryndisi Pálmarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins. OPINBERRI heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogad- óttur, um Snæfeilsnes- og Hnappadalssýslu lýkur í félags- heimilinu Breiðabliki síðdegis í dag. í heimsóknum sínum hefur Vigdís hvatt börnin til þess að varðveita mál sitt fyrir erlend- um áhrifum. Hún hefur lagt mikla áherslu á muninn á því að segja „hæ hæ“ annarsvegar og „komdu sæl(l)“ hinsvegar og útskýrt fyrir börnunum merkingu þess að vera sæll. Forsetinn fór, ásamt fylgdar- liði, í heimsókn að Búðum á sunnudagskvöldið. Þar þáði hún kvöldverð í boði sveitarstjórna Staðarsveitar og Breiðuvíkur- hrepps. Kristín Thorlacius, oddviti Staðarsveitar, flutti ávarp og að loknum kvöldverði stjórnaði Þórð- ur Gíslason frá Ölkeldu fjöldasöng við undirleik Wilmu Young, fíðlu- leikara. Þá var Búðakirkja skoðuð og séra Rögnvaldur Finnbogason rakti sögu kirkjunnar. Að því lo- knu var opið hús fyrir íbúa hreppanna. Áð morgni mánudags lagði for- setinn af stað áleiðis til Grundar- fjarðar. Á leiðinni heilsaði hún upp á hreppsnefnd Fróðárhrepps og sveitarstjóm Eyrarsveitar tók á móti henni þegar þangað kom. Þá var vistheimilið Kvíabryggja heimsótt. Vilhjálmur Pétursson, forstöðumaður, sýndi forsetanum heimilið og fræddi hana um það starf sem þar á sér stað. Áuk þess heilsaði Vigdís upp á þá vist- menn sem þar dvelja. Mikill fjöldi fólks tók á móti forsetanum við komu hennar til Grundarfjarðar. Þar gróðursetti hún þrjú tré með aðstoð barna og bað þau að hlúa vel að þeim í framtíðinni. Síðan heimsótti Vigdís leikskóla staðarins, spjall- aði við bömin og söng með þeim „Það er leikur að læra". Þá var Hraðfrystihús Gmndarfjarðar heimsótt og heilsað upp á starfs- fólk þess. Næst skoðaði Vigdís kirkjuna og þáði hádegisverð í safnaðarheimilinu í boði sveitar- stjórnar Eyrarsveitar. Eftir hádegi var íbúum staðar- ins boðið til kaffísamsætis í samkomuhúsinu. Þar flutti_ Emil Magnússon stutt ávarp og Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur flutti erindi um sögu Eyrarsveit- ar, en hann vinnur nú að skrán- ingu hennar. Olafur Sverrisson, sveitarstjóri Eyrarsveitar, færði síðan forset- anum minjagrip að gjöf. Gripurinn er unninn úr leir og á hann er ritaður texti úr Landnámabók um landnám í Eyrarsveit. Því næst lá leið forsetans og fýlgdarliðs til Stykkishólms. Þar tók á móti henni Sturla Böðvars- son, bæjarstjóri, og Ellert Krist- insson, forseti bæjarstjómar, ásamt íbúum bæjarins sem fögn- uðu komu hennar með lófataki. Vigdís gróðursetti tré í Hólmgarði ingargesti um það sem fyrir augu bar. Bæjarstjóm Stykkishólms og sýslunefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu bauð forseta og fylgdarliði til kvöldverðar á Hótel Stykkishólmi og á eftir var kaffi- boð fyrir bæjarbúa í félagsheimil- inu. Forsetinn gróðursetti tré í öllum heimsóknum sínum og hér nýtur hún dyggrar aðstoðar baraa f Stykkishólmi. M°rgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.