Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁCÚST 1987 27 Búnaðarþing: Gerð verði áætlun um þróun landbún- aðar til aldamóta í TILEFNI af 150 ára afmæli bændasamtaka á Islandi var haldið 70. Búnaðarþing með hátí- ðarfundi og afmælisdagskrá síðastliðinn laugardag. Á þinginu flutti milliþinganefnd Búnaðar- þings 1987 eftirfarandi ályktun um gerð heildaráætlunar um þróun landbúnaðar til næstu aldamóta. Eftir nokkrar umræð- ur var ályktunin samþykkt samhljóða: „Landbúnaður á íslandi er á tímamótum. Mikilvægt er, að fé- lagasamtök bænda efli samstöðu sína og starf til að tryggja hag stéttarinnar og farsæld byggða í landinu. Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags íslands að beita sér fyrir því, að í samvinnu við Stéttarsam- band bænda verði gerð áætlun um þróun landbúnaðar á Islandi fram til aldamóta. Áætlunin hafi það að megin- markmiði að treysta stöðu land- búnaðarins með því m.a. að efla nýjar búgreinar í því augnamiði, að framleiðslan og þjónustan verði fjölbreyttari, svo og að auka hag- kvæmni í hefðbundnum búskap. Miða skal við, að með hag- kvæmum fjölskyldubúskap búi bændur hvorki við lakari kjör né lengri vinnutíma en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Leggja ber áherslu á að auka fagþekkingu bænda með því að efla bændaskólana, endurskipuleggja leiðbeiningaþjónustu og laga rann- sóknir að breyttum viðhorfum. Lokið verði við áætlunina og hún lögð fyrir Búnaðarþing 1989. Jafnframt áætluninni verði gerð SIGLINGAMÁLASTOFNUN rikisins opnaði nýlega umdæ; misskrifstofu á Fáskrúðsfirði. I lögum frá 1986 um Siglinga- málastofnun ríkisins er gert ráð fyrir að starfandi verði umdæ- misskrifstofur í öllum umdæm- um landsins sem eru sex að tölu. Umdæmisskrifstofunni á Fá- skrúðsfirði er ætlað að þjóna umdæmi 5, en það nær frá Vík í Myrdal austur um land að Langa- nesi. Starfsmenn skrifstofunnar eru tveir og umdæmisstjóri Albert Kemp. Umdæmisskrifstofum er ætlað að annast eftirlit og skoðun skipa og að sögpi Ástvaldar Magn- jarðabók, er gefi sem gleggstar upplýsingar um allar bújarðir á landinu.“ Fjöldi gesta mætti á hátíðarfund- inn og fylgdist með afmælisdags- ránni. Þar á meðal voru fulltrúar frá búnaðarsamtökum á hinum Norðurlöndunum. ússonar skrifstofustjóra hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins felur starfsemi þeirra í sér bætt eftirlit um land allt og betri yfirsýn með skipakosti landsmanna sem stækk- að hefur mjög á undanförnum árum. Á Akureyri hefur verið umdæm- isskrifstofa í nokkur ár en nýlega var einnig opnuð skrifstofa á Isafirði. Að sögn Ástvaldar er stefnt að opnun umdæmisskrif- stofa í Vestmannaeyjum og í Olafsvík síðar á árinu. Umdæmisskrifstofa Siglinga- málastofnunar ríkisins á Fáskrúðs- firði er opin virka daga frá kl. 8-16. Siglingamálastofnun ríkisins: Umdæmisskrif stofa á Fáskrúðsfirði Gamall draumur að koma upp líflegum sýningarsal - segir Elísa Jónsdóttir í Gallerí List „FYRST og fremst er þetta hugsað sem hreyfanlegt og líflegt gallerí sem jafnframt er sölusalur. Hér verða stöðugt ný listaverk tekin til sýningar og það sem fyrir er verður fært til,“ sagði Elísa Jónsdóttir leirlistakona í samtali við Morg- unblaðið, en í dag opnar hún Gallerí List í Reykjavík. Elísa sagði að hún myndi leggja áherslu á að sýna verk eftir unga og gamla íslendinga, en fjöl- breytnin yrði í hávegum höfð. Fyrst í stað verða sýnd vatnslita- myndir, olíumálverk, grafík, venjulegt keramik og rakú- keramik og postulín. Þá hefur hún fengið til liðs við sig norska og enska glerslistamenn og verður sýnt bæði handblásið og munn- blásið gler eftir þá. Hrafnhildur Ágústsdóttir listakona sem býr í Bandaríkjunum hefur gert antik- lampa með glerjum, sem unnin eru með svokallaðri Tiffany að- ferð, sérstaklega fyrir Gallerí List. Listsýningar í hefðbundnum stíl, eins og Elísa orðaði það, verða einnig haldnar á um það bil mán- aðarfresti í sýningarsalnum. -En hver urðu tildrög þess að Elísa ákvað að setja Galleríið á fót? „Ég hef alltaf haft áhuga á svona starfsemi," sagði Elísa. „Þegar ég var í Kaupmannahöfn í gamla daga fékk ég þessa hug- mynd og það hefur verið minn draumur síðan að koma upp lífleg- um sal þar sem margt er að sjá. Þar sem maður getur endalaust skoðað margskonar listaverk. Hér verður ýmsum tegundum af lista- verkum blandað saman og hreyf- ingin verður mikið. Fólk getur þess vegna komið nokkrum sinn- um í viku og alltaf séð eitthvað nýtt, því ef ekki verður breytt algerlega um þá verða listaverkin Elisa Jónsdóttir í Gallerí List færð til. Þetta á að vera opið og líflegt og fólk á að geta komið hingað í stað þess að fara í bíó. Þess vegna hef ég reynt að hafa þetta svolítið heimilislegt. Hér verða stólar og fólk getur horft á hlutina í ró og næði“. Gallerí List er í í alveg nýju húsi í Skipholti 50 b. Húsnæðið er á jarðhæð og er um 150 fer- metrar að stærð. „Ég var búin að leyta að björtu og stóru hús- næði á annað ár. Þegar ég sá þetta gat ég ekki hugsað mér neitt annað," sagði Elísa Jóns- dóttir að lokum. Morgunblaðið/Júlíus Sumarbúslaöa eigendur og verktakar. Eigum til afgreióslu mótordrifnar RAFSTÖÐVAR og RATSLÐIJVÉLAR. LEITIÐ UPPLÝSINGA. Jazz leikfimi: Tímar 2x í viku ásamt frjálsri mætingu íþolþjálfun, allt að5xíviku. 3 vikur kr. 1.600. Þolþjálfun: Tímarfyrirkonurog karla. Mætingallt að 5xíviku. Mánaðarkort kr. 2.100. Innritun ísíma 13880 kl. 16.00—22.0C möguleiki fyrir alla. MAXI plastskúfíur og festiplötur. Margar stærðir og margir litir. Hentar verslunum, lagerum, verkstæðum og heimilum fyrir smáa hluti og stóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.