Morgunblaðið - 18.08.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.08.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 4\ Minning: Helge Roksvold Fæddur 20. febrúar 1931 Dáinn 9. ágúst 1987 Hinum mörgu vinum Helge Roksvold fyeri ég nú þá harma- fregn að í dag verður lík hans borið til hinstu hvíldar í Osló. Áratuga vinátta okkar veldur því að ég tel mér skylt að skýra nú að leiðarlokum frá helstu ævi- atriðum hans og þakka góða samfylgd. Helge fæddist í Mandal, syðsta bæ Noregs og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Að loknu námi í viðskiptafræðum gerðist hann starfsmaður flugfélagsins Braat- hen’s Safe. Tuttugu og sex ára gamall er hann valinn til þess trún- aðarstarfs að verða fulltrúi félags- ins á islandi, þar sem það átti þá nána og góða samvinnu við Loft- leiðir. Á þeim tveimur árum, sem Helge vann hér á landi rækti hann störf sín í senn af miklum trúnaði við vinnuveitanda sinn og þeim drengskap, sem skóp honum virð- ingu og vinsældir allra þeirra Loftleiðamanna, er áttu samstarf við hann Að íslandsdvölinni lokinni virt- ist braut Helge auðveldlegast getað legið til aukinna trúnaðar- starfa hjá Braathen þar sem hann hefði áreiðanlega orðið einn af framkvæmdastjórum félagsins. En fljótlega tók Helge þá ákvörðun að standa fjárhagslega á eigin fótum. Vegna þess stofnaði hann fyrsta fyrirtæki sitt, Aircontact, ásamt tveimur félögfum sínum. Þar lagði hann grundvöllinn að umsvif- um á sviðum flugmála, ferðamála og margvíslegra annarra athafna, þar sem allt virtist geta orðið hon- um að ábata. A þeim rúma aldarfjórðungi, sem nú er liðinn frá því er fjárvana skrifstofumað- ur hóf fyrst sjálfstæðan atvinnu- rekstur, skipta fyrirtæki hans tugum. Fyrir nokkru taldi Helge sig vera búinn að ná því efnalega sjálfstæði, sem hann keppti að í öndverðu. Þess vegna hafði hann í huga að taka til við að rifta segl- in og einbeita sér að því að njóta þeirra lífsgæða, sem hann var búinn að afla sér. En þá var dagur- inn kominn að kvöldi. Og eftir er þá einungis í hugum hinna mörgu vina endurminningin um góðan dreng, sem féll til moldar löngu fyrir aldur fram._ Helge kom til Islands með konu sinni, Berit, og hér fæddust börnin um, oftast til Iaxveiða sem var honum hugljúfust dægrastytting. Það var hamingja okkar hjón- anna að eignast fljótlega_ vináttu þeirra Berit og Helge. Á öllum þeim árum, sem nú eru liðin frá okkar fyrstu kynnum hefur þar aldrei borið á nokkurn skugga. Vináttan hefur orðið dýpri og verð- mætari með auknum samvistum og vaxandi kynnum. Við eigum ekki einungis minningar frá yndis- legum laxveiðidögum hér á ís- landi. Við fískuðum einnig saman í Noregi, áttum þar marga unaðs- stund í áraraðir, bæði á heimilinu í Nordstrand i útjaðri Oslóborgar og ekki síst í hinu undurfagra sumarhúsi þeirra að Hvaler- í norska skeijagarðinum í Oslófirði. Allt þetta er nú geymt í þakklátum huga. Frá gömlum Loftleiðafélögum má ég áreiðanlega færa í dag þakkir fyrir ljúf kynni og órofa vináttu. Frá okkur Dídó eru sendar inni- legar samúðarkveðjur til aldraðra foreldra í Mandal, til Berit og barnanna og bræðranna Per og Kjeld. Island hefur misst góðan vin. Við, sem kynntumst honum eigum hann ætíð í hjartakærum minning- um. Fyrir það þökkum við í dag. Finnbjörn Þorvaldsson þeirra tvö, Björn og Wenche. Auk þeirra mörgu vina, sem Helge eignaðist hér átti ísland ætíð ör- uggt heiðurssæti við hjartarætur hans. Hingað kom hann 25 sinn- Lokað Lokað í dag milli kl. 12.00 og 16.00 vegna jarðarfarar HRUNDAR JÓNSDÓTTUR. Teppabúðin, Suðurlandsbraut 26. jmffíspí: imwb +SINCIWSW Erum með á lager flestar stærðir af kúlulegum frá japanska fyrirtækinu Nachi. Höfum einnig hjóla- og kúplingslegur í margar gerðir japanskra bíla. Mjög hagstætt verð. 3ÖTT3MM1 HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530 Hörpuskjól - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Sími (91)11547 HARPA lífinu lit! G0DARFREGNIR AF RVDFRHISTAU! Eftir ánægjulegt samstarf undanfarin ár hefur Sindra Stál nú gerst umboðsaðili Damstahl A/S, stærsta lagerfyrirtækis fyrir ryðfrítt stál á Norður- löndum. Þessi nána samvinnatryggir viðskiptavin- um okkar enn betri og markvissari þjónustu. DAMSTAHL Ryðfrítt stál er okkar mál! SINDRA^f^STAL HF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.