Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 18.08.1987, Síða 64
Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Á sjötta þúsund manns íKerinu FJÖLMENNT var í Kerinu í Grímsnesi á sunnudag. Talið er að um 5000-6000 manns hafí fylgst með tónleikum sem haldnir voru til stuðnings Héraðssambandinu Skarphéðni. Listamenn úr ýmsum áttum komu fram endurgjaldsiaust og safnaðist þannig á aðra milljón króna. Morgunblaðið/RAX Vonast aðstandendur til að það rétti nokkuð við fjárhag héraðssam- bandsins sem mun hafa farið illa út úr mótshaldi um verslunarmanna- helgina. Sjá nánari frásögn og myndir á bls. 18 og 19 Banaslys á Breiða- dalsheiði BANASLYS varð á Breiðadals- heiði ofan við ísafjörð á sunnu- dagsmorgni er ökumaður bifhjóls fór út af veginum. Töluverð þoka var á heiðinni þeg- ar slysið gerðist. Nafn hins látna var Þórarinn Agúst Jónsson. Hann var til heimil- is á Brekkugötu 36 á Þingeyri. Þórarinn var 23 ára. Vogar: Lax í síkínu Vogum. LAX gekk nýverið upp sikið við Voga. Sást til laxins þar sem hann svamlaði í grunnum polli, en fískur- inn hefur gengið upp síkið í stór- streymi því þá er það eins og á. Þegar fjaraði út hefur laxinn orðið eftir í pollinum. Aigengt er að síkið þomi upp á sumrin. Ekki er vitað til að fískur hafí áður farið inn síkið. EG Iðnaðarbank- inn ábyrgist tékka að upp- hæð 10.000 Nýtttilboð í Útvegsbankann: Bjóða 760 milljónir í allt hlutafé ríkisins Útvegsbankinn og Iðnaðarbankinn sam- einist og hugsanlega Verzlunarbankinn I GÆR lögðu fulltrúar 33 fyrirtækja, félaga og einstaklinga í sjávarút- vegi, þjónustu og bankastarfsemi fram tilboð í allt óselt hlutafé ríkisins í Utvegsbanka Islands hf. Verði tilboðið samþykkt eignast þessir aðil- ar 76% hlutafjár að nafnverði 760 milljónir króna, eða með vísitöhibót- um alls 797 milljónir króna. Þessir aðilar vilja þvi kaupa 90 milljónum króna meira hlutafé að nafnverði en Samband íslenskra samvinnufé- laga og þijú fyrirtækja þess sóttust eftir í tilboði siðastliðinn föstudag. Meðal þeirra sem standa að hinu nýja tilboði eru Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn. Það er ásetning- ur þeirra sem að tilboðinu standa að Útvegsbankinn og Iðnaðarbank- inn sameinist á næsta ári. Þá segir i bókun bankaráðs Verzlunarbank-, ans að með hlutabréfakaupunum í Útvegsbankanum opnist möguleikar á „frekara samstarfí milli bankanna í framtíðinni, sem þannig gæti skap- að grundvöil fyrir sameiningu einkabanka". „Það er afskaplega ánægjulegt að aðilar í atvinnulífmu, bæði einka- aðiiar og samtök, skuli nú vera farin að sýna svona mikinn áhuga á að eignast hlutabréf ríkisins í Útvegs- bankanum og það sýnir að það er hægt að selja banka á íslandi," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, þegar hann var spurður álits á þessu nýja tilboði. Sambandið iagði fram tilboð í 67% hlutafjár síðastliðinn föstudag og kom það aðilum í sjávar- útvegi, sem hafa frá því í vor undirbúið kaup á meirihluta i bank- anum, í opna skjöldu. Jón Sigurðsson kynnir bæði tilboðin á ríkisstjómar- fundi sem verður haldinn í dag. Hann segist hins vegar ekki taka afstöðu til síðara tilboðsins fyrr en hann hefur gert upp hug sinn gagn- vart tilboði Sambandsins. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði á blaðamannafundi i gær þar sem síðara tilboðið var kynnt að tilboð Sambandsins hefði vissulega komið á óvart. Hann sagð- ist ekki hafa átt von á því að tilboð í meirihluta hlutafjárins bærist fyrr en 15. nóvember, sem var frestur viðskiptaráðherra: „Við teljum að þeim sem tilboðið gerðu hafi verið kunnugt um að við höfðum rætt þetta og að stjórn LÍU samþykkti á fundi sínum 11. maí að leggja fram 50 milljónir króna til að stuðla að samstöðu um kaup á þessum bréf- um.“ Valur Arnþórsson, stjómarfor- maður SÍS, sagði að athugað yrði hvort og þá hvemig Sambandið myndi bregðast við nýja tilboðinu. Langflestir þeirra aðila sem eiga hlut að tilboðinu í gær em úr sjávar- útvegi. Ef tilboðinu verður tekið verður Eimskip annar stærsti hlut- hafínn í Útvegsbankanum með 10% hlutafjár. Fiskveiðasjóður á þegar 20%. Sjá nánar fréttir á bls. 54-55 og leiðara í miðopnu. IÐNAÐARBANKINN tók þá ákvörðun á síðasta ári að ábyrgj- ast alla tékka að upphæð allt að kr. 3.000 sem útgefnir eru af eig- endum Alreikninga og almennra tékkareikninga í Iðnaðarbankan- um. Nú hefur sú upphæð verið hækkuð í kr. 10.000. I fréttatilkynningu frá bankanum segir að þessi 3.000 króna ábyrgð hafi mælst mjög vel fyrir hjá við- skiptavinum bankans og afgreiðslu- fólki í verslunum en reynslan sýnt að sú upphæð væri of lág og því verði hún hækkuð frá og með mið- vikudeginum 19. ágúst í kr. 10.000. Abyrgðin er gagnvart þeim sem taka við tékkum frá reikningseig- endum í góðri trú og framselja bönkum eða sparisjóðum. Iðnaðar- bankinn ábyrgist þessa tékka án þess að bankakort sé sýnt og ekki þarf að færa bankakortsnúmer á tékkana til að ábyrgðin sé gild. Þorbjörn hf., Grindavík: Endurbygging bátanna sparaði um 800 milljónir Gríndavík. UNDANFARIN ár hafa staðið yfir gagngerar breytingar og endur- hygging á bátum Þorbjörns hf. í Grindavík. Þeim lauk í sumar er Hrafn GK kom heim frá Danmörku eftir að skipt var um skut fyr- ir togveiðar. Auk þess var sett á hann perustefni. Ef fyrirtækið hefði keypt nýja báta á þessum tíma lætur nærri að kostnaður væri 1.000 milljónir en þegar upp er staðið hafa breytingarnar kostað um 200 milljónir og bátarnir svo gott sem nýir. Að sögn Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra Þorbjöms hf., er helsta ástæðan fyrir því að end- urbyggingarleiðin var valin sú að stjómvöld bönnuðu alla nýsmíði og það var ekki fyrr en Hrafn Svein- bjömsson II GK kom heim 1986 eftir gagngerar breytingar að leyft var að heQa nýsmíðar aftur með því skilyrði að gömlum bátum væri skipt upp í. „Við völdum þessa leið til þess að endumýja okkur og þróast í þessa átt. Þegar upp er staðið hafa þessar breytingar allar heppnast mjög vel og eru í raun ódýrari fyr- ir útgerðina og þjóðarbúið en ef farið hefði verið út í ný skip. Þama getum við einnig nýtt mun betur ýmsa Qárfestingu sem nú þegar liggur í bátunum, enda vom þeir í góðu ástandi þegar þeir fóru í breyt- ingamar," sagði Eiríkur. Kr.Ben.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.