Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 4
MÐRGUNBfc&ÐIÐ, ÞRIÐJUPAGUR 18:-ÁGÓST I9B7: l? Skólaskák: Seljaskóli efstur á Norð- urlandamóti grunnskóla 5VEIT Seljaskóla sigraði á Jorðurlandamóti grunnskóla í kák sem lauk í Jakobstadt í ?innlandi á sunnudag. Vinnings- ílutfall sveitarinnar var 16 ‘/2 if 20 mögulegum sem mun vera :itt hið besta í þessari keppni. >etta er fimmta árið i röð sem slensk sveit verður efst á mót- nu. Skákmennimir hvíldust í íaupmannahöfn í gær og eru /æntanlegir heim í lok vikunn- ir. Að sögn Ólafs H. Ólafsson.n- far- irstjóra var keppnin nokkuð ivisýn 'ramanaf. Sveitir Norðmanna og 3ana þóttu mjög sterkar. Sérstak- ega vakti danska sveitin ugg í Jijósti, því þar fóru nemendur úr rrunnskóla sem rekinn er af danska ikáksambandinu. „Þeir voru nokk- ið færir í byijunum en töpuðu síðan i úthaldinu. Það var eins og þeir hefðu setið fyrirlestra en ekkert þjálfast í að vinna úr stöðunum," sagði Ólafur. Norska sveitin veitti þeirri íslensku harða keppni og varð öðr- um skólum skeinuhætt. Drengirnir úr Seljaskóla unnu allar viðureignir sínar. í fyrstu umferð sigruðu þeir Dani 3—1 og A-sveit Finna 4—0. Á laugardag tefldu þeir við Norð- menn, unnu þá 2'h— IV2 og Svía sem náðu V2 vinningi gegn 3V2. I síðustu umferðinni á sunnudag vann Islenska sveitin B—sveit Finna með 3V2—V2. Röð sveita á mótinu varð sú að í fyrsta sæti hafnaði Seljaskóli með I6V2 vinning. Norðmenn urðu í öðru sæti með 14V2 vinning, Danir í þriðja með 12V2 vinning og í fjórða sæti urðu Svíar með 9V2 vinning. Finnsku sveitimar tvær ráku lestina með 3V2 vinning hvor. Á fyrsta borði tefldi Þröstur Árnason og vann hann fjórar skák- ir af fimm. Sigurður Daði Sigfússon tefldi á öðru borði, tefldi fimm skák- ir, vann fjórar og gerði eitt jafntefli. Sæberg Sigurðsson vann allar sínar skákir á þriðja borði. Snorri Karls- son og Kristinn Friðriksson skiptust um að tefla á fjórða borði. Þeir fengu báðir IV2 vinning, en Sr.orri tefldi þijár skákir og Kristinn tvær. Þetta er fimmta árið í röð sem Islendingar eru efstir á mótinu. Hafa íslenskar sveitir tekið þátt í því 11 sinnum, sjö sinnum hafnað í efsta sæti og þrisvar í öðm sæti. Álftamýrarskóli reið á vaðið og vann mótið árin 1978 og 1979. A fyrsta borði tefldi þá Jóhann Hjart- arsson, síðar stórmeistari. Þegar mótið var haldið hér á landi síðastliðið sumar varð sveit Seljaskóla einnig efst. Drengirnir í Morgunblaðið/Sverrir Sigursveitin á Norðurlandamóti grunnskóla i Skák: Þröstur Árna- son, Sigurður Daði Sigfússon, Sæberg Sigurðsson, Snorri Karlsson og Kristinn Friðriksson. Með þeim á myndinni er ann&r tveggja farastjóra þeirra, Ólafur H. Ólafsson. sveitinni hafa flestir aldur til þess að taka þátt í mótinu að ári og veija titilinn. Fararstjórar í ferðinni vom Ólaf- ur H. Ólafsson varaformaður Taflfélags Reykjavíkur.og umsjón- armaður skólaskákar um áraraðir og Guðmundur Guðjónsson kennari í Seljaskóla. VEÐURHORFUR í DAG, 17.08.87 YFIRLIT á hádegi í gaer: Um 700 km suðvestan af Reykjanesi er 900 mb kyrrstaeð lægð en lægðardrag við suðausturströndina, þokast norður. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæð. Hiti breytist iítið. SPÁ: Hæð yfir Grænlandi, enn víðáttumikil lægðarsvæði fyrir sunn- an og suðvestan land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt og smáskúrir á víð og dreif inn mest allt land. Hiti 8 til 15 stig. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tíma hlti veður Akureyri 14 léttskýjað Reykjavik 14 skýjað Bergen 15 alskýjað Helslnki 15 hálfskýjað Jan Mayen 5 súld Kaupmannah. 17 þokumóða Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 3 þoka Osló 18 skýjað Stokkhólmur 18 hálfskýjað Þórshöfn 13 súld Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 25 mistur Aþena 27 skýjað Barcelona 27 heiðskirt Berlin 21 rigning Chicago 21 léttskýjað Feneyjar 26 heiðskírt Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 18 rignlng Hamborg 20 skýjað tas Palmas 26 léttskýjað London 21 rignlng Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 24 skýjað Madríd 29 mlstur Malaga 35 heiðskírt Mallorca 31 þokumóða Montreal 25 mlstur New York 27 mlstur Paris 24 rigning Róm 31 heiðskírt Vfn 21 skýjað Washington 25 léttskýjað Winnipeg 10 skýjað Morgunbladið/Júlíus Á sunnudeginum missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og lenti á ljósastaur. Slasaðist hann illa og var fluttur á slysadeild ásamt far- þega sem var í bílnum. Mikið um óhöpp í Reykjavík um helgina 130 óhöpp í síðustu viku TÖLUVERT var um árekstra í umferðinni í Reykjavík um helgina og urðu einhver meiðsl á fólki í átta tilvikum. Mikið hefur verið um óhöpp í umferðinni það sem af er ágústmánuði og má sem dæmi nefna að þau voru 130 í síðustu viku. Flest voru óhöppin og meiðslin minniháttar en á laugardaginn þurfti að flytja þrennt á slysadeild eftir harðan árekstur við gatnamót Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Lönguhlíð var þegar þetta gerðist lokuð í suður að gatnamótum Miklubrautar sökum malbikunarframkvæmda. Á sunnudeginum missti ökumaður á leið vestur Kleppsveg stjórn á bílnum og ók á Ijósastaur. Einn far- þegi var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild ásamt ökumanni bílsins. Ökumaðurinn hlaut höfuðáverka og er talinn vera illa slasaður. GuðmundurÁ. Ingólfs- son framkvæmdastjóri í Kefla vík er látinn GUÐMUNDUR Á. Ingólfsson framkvæmdasfjóri Nesgarðs hf. í Keflavík lést fimmtudaginn 13. ágúst á sjúkrahúsi í London 58 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 28. apríl 1929. Guðmundur útskrifaðist frá Verslunarskóla íslands 1948 og lauk kennaraprófi frá íþróttakenn- araskóla íslands á Laugarvatni 1950. Hann fluttist til Keflavíkur sama ár og var forstöðumaður Sundhallar Keflavíkur fyrstu árin og síðan forstöðumaður Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs í 16 ár. Síðustu árin var hann fram- kvæmdastjóri Nesgarðs hf. sem er bókhalds- og umboðsfyrirtæki. Guðmundur var mikill sundmað- ur og keppti fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 1948. Hann þjálfaði og kenndi sund í Keflavík um árabil. Hann var sonur hjónanna Helgu I. Guðmundsdóttur og Ingólfs Þor- steinssonar fyrrverandi yfirlög- regluþjóns í Reykjavík. Þau lifa bæði son sinn. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Guðmundsdóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust fimm dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.