Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 18. ÁGÚST 1987 31 Norður-Irland: Hryðjuverkamenn hirða yfír tvo milljarða af opinberu fé St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. YFIRVÖLD á Norður-írlandi ætla að leggja tvö hundruð milljónir enskra punda i endurbyggingu húsa i Belfast. Talið er að hryðju- verkamenn mótmælenda og katólskra hirði allt að fjörutíu milljónir af þessu fé (um 2,4 milljarða ísl.kr.) fyrir að láta byggingarnar og verkamennina í friði. Norður-írlandsmálaráðuneytið hefur birt áætlun um byggingu í Belfast upp á tvö hundruð milljónir sterlingspunda. Vitað er að fulltrúar írska lýðveldishersins (IRA), hryðjuverkasveita katólskra, og vamarsveita Ulster (ULSDR), sem er hryðjuverkasveit mótmælenda, hafa hist til að skipta sín á milli ágóðanum af þessum framkvæmd- um. Verktakar gera ráð fyrir kostn- aðinum af því að greiða hryðju- verkamönnum, þegar þeir gera tilboð í opinberar framkvæmdir á borð við þessa. Verkamenn greiða hryðjuverkasamtökunum fyrir að fá að vinna við þessar framkvæmd- ir vandræðalaust og fyrirtækin greiða þeim einnig fyrir „vemd“. Talið er að um fjórðungur af heild- arkostnaði renni með þessum hætti í vasa hryðjuverkamanna. Yfírvöld óttast að þessar opin- bem framkvæmdir gera hryðju- verkamönnunum kleift að kaupa sér meiri vopn en ella_ og auki þannig ófriðinn á Norður-írlandi. IRA hef- ur eflst að undanfömu, félögum fjölgað og stuðningur aukist í ýms- um hverfum Belfast. Yfirvöld hafa átt von á aðgerðum IRA nú um nokkurt skeið eftir að átta liðsmenn hersins vom skotnir í Loughgall fyrr á þessu ári. í síðustu viku varð uppvíst að IRA hafði fengið nákvæmar áætlanir breska sendiherrans í Dublin um sumarleyfi á vesturströnd írlands, en hafðist ekki að. Enn sennilegra þykir því að látið verði til skarar skríða á næstunni. Rudolf Hess: Aðdáandi leggur blóm á leiði meistarans. A innfelldu myndinni sést Elvis. Nazisti til dauðadags Vestur-Berlín, Reuter. RUDOLF Hess, sem lést í gær níutíu og þriggja ára að aldri, var næstráðandi og einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitlers við uppbyggingu hins nazíska Þýskalands. Á öðru ári seinna stríðs gaf hann sig hins vegar fram við Breta og hefur síðan verið fangi í fjörutíu og sex ár. AJlan tímann hefur hann haldið fast við nazismann og kunni að meta hvorugt þjóðskipulagið, sem nú ríkir í Þyskalandi. Hess fæddist í Egyptalandi 26. apríl 1894 og ólst þar upp hjá breskri íjölskyldu. Hann barðist fyrir Þýskaland í fyrri heimsstyij- öldinni sem fótgönguliði og síðar flugforingi. í stríðinu kynntist hann fyrst Adolf Hitler og árið Tundiirduflaslæðaram- ir verða brátt 17 talsins Breska stjórnin sakar ýmsar ríkis- sljórnir um að skjóta sér undan ábyrgð Bahrain, London, Teheran, Reuter. Bandaríkjamenn bjuggu sig í gær undir að leita að tundurdufl- um á norðanverðum Persaflóa og samdægurs létu úr höfn í Bretlandi og Frakklandi sjö tundurduflaslæðarar. Breska stjórnin hefur áfellst aðra banda- menn sína í Evrópu fyrir að vilja ekki taka þátt í að tryggja ekki öryggið á siglingaleiðum, sem eru lífsnauðsynlegar Vesturlönd- um. Bandarískar Sea Stallion-þyrlur frá herskipinu USS Guadalcanal hófu í gær leit að tundurduflum á norðanverðum flóanum til að tryggja öryggi næstu skipalestar frá Kuwait. Bíða þar nú þijú skip fulllestuð olíu auk risaolíuskipsins Bridgeton, sem laskaðist nokkuð þegar það rakst á tundurdufl. Sjö tundurduflaslæðarar, fjórir breskir og þrír franskir, sigldu í gær áleiðis til Persaflóa og er búist við, að þeir verði komnir þangað eftir tvær til flmm vikur. Verða þá alls 17 slík skip í flóanum frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Saudi-Arabíu og Sovétríkjunum. David Mellor, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bretlands, sagði í gær, að þótt Bretar styddu hugmyndina um alþjóðlegan flota tundurduflaslæð- ara væri alveg ljóst, að sumar ríkisstjórnir héldu henni á loft til þess eins að skjóta sér undan ábyrgð. „Það er ekki hægt annað en að hneykslast á tillögum um að Sam- einuðu þjóðimar gangist fyrir tundurduflaslæðingu á Persaflóa. Allir vita, að þær ríkisstjómir, sem hamra á þessu, hafa ekkert gert til að koma þeirri hugmynd á fram- færi innan SÞ. Hér er aðeins verið að skjóta sér undan ábyrgðinni,“ sagði Mellor og bætti við, að ríki, sem fengju 40-60% olíunnar frá Persaflóa ættu að taka þátt í að tryggja siglingaleiðina. Á það t.d. við um Japan, Italíu, Vestur-Þýska- land og Holland. íranir segjast vera farnir að leita að tundurduflum í Hormuz-sundi og á Oman-flóa og sé þess vegna engin þörf fyrir tundurduflaslæðara frá öðrum þjóðum. í fyrradag sagði hins vegar Akbar Hashemi Rafsanj- ani, talsmaður íransstjórnar, að hún réði yfir verksmiðju, sem gæti fram- leitt „tundurdufl eins sáðkom" og dreift þeim um allan flóa. *>>**<*■ Eitt tundurduflanna á Persaflóa. Reuter Reuter Rudolf Hess í einkennisbúningi nazistaforingja á hátindi valda sinna árið 1935. 1920 gekk hann í nazistaflokk hans. Flokksskírteini Hess var númer 16, en Hitler var félagi númer sjö. Hann skipulagði storm- sveitir flokksins og tók þátt í uppreisn nazista í Munchen 1924. Hann sat þá með Hitler í ýangelsi og aðstoðaði hann við samningu Mein Kampf, sem er grundvallar- rit nazismans. Er nazistar komust til valda 1933 útnefndi Hitler hann sérlegan staðgengil sinn og eftir- mann. Þann 10. maí 1941 flaug Hess til Skotlands í orrustuflugvél og varpaði sér út í fallhlíf. Enn er ekki fullljóst hver tilgangurinn með Skotlandsförinni var. Sumir telja að vegna uppeldis síns hafí Hess ekki viljað stríð milli Breta og Þjóð- veija, sem sumir kölluðu „bræðr- astríð" vegna skyldleika þjóðanna. Sovéskir sagnfræðingar hafa hald- ið því fram að hann hafi viljað semja frið við Breta til þess að Þýskaland hefði frjálsar hendur á austurvígstöðvunum, og jafnvel viljað fá þá til liðs við Þjóðveija í herferð gegn kommúnismanum. Við Numberg-réttarhöldin 1946 var Hess dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir að hafa átt þátt í upptök- um stríðsins, en var ekki sakaður um glæpi gegn mannkyninu eins og margir foringjar nazista. Síðan hefur hann setið í Spandau-fang- elsinu í Vestur-Berlín, gamalli byggingu sem Prússar reistu sem herfangelsi. Hess sat þar í fyrstu ásamt sex öðmm nazistaforingj- um, en síðan árið 1966, er Albert Speer og Baldri von Schirach var sleppt, hefur hann verið eini fang- inn 5 hinu geysistóra 600 klefa fangelsi. Sigurvegarar stríðsins, Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Sov- étmenn, hafa gætt Hess í Spandau og á mánaðarfresti hafa 100 her- Hess sem fangi í Spandau. menn frá hveiju ríki um sig þrammað til fangelsisins til skiptis. Þar hafa þeir setið í varðtumum og gætt ljóskastara og rimlahurða, sem tryggja áttu að öldungurinn slyppi ekki út. Kostnaðurinn við rekstur fangelsisins, en hann ber borgarstjóm Vestur-Berlínar, nam um tuttugu milljónum króna á síðasta ári. Hess bað fjórveldin að láta sig lausan og leyfa sér að eyða ellinni hjá fjölskyldu sinni, en Sovétmenn hafa ætíð staðið í vegi fyrir því. Margir framámenn á Vesturlönd- um hafa hins vegar barist fyrir því um árabil að hann verði látinn laus af mannúðarástæðum. Fangaverðir Hess sögðu hann mjög gáfaðan. Hann fylgdist vel með og var til dæmis áhugamaður um geimvísindi og tennis og ákaf- ur aðdáandi tennisleikarans Boris Becker. Hann hélt alltaf fast við nazismann og í bréfum til konu sinnar fordæmir hann nútímaþjóð- félag í Þýskalandi beggja vegna jámtjalds og segist vona að Þýska- land snúi aftur til „lífshátta okkar.“ 25 létust í námuslysi Pcking, Reuter AÐ MINNSTA kosti tuttugu og fimm verkamenn létu iífið í ná- muslysi í Sichuan héraði í suðvestur Kína, að því er China Daily sagði frá mánudag. Gas- sprenging varð i námunni og þrjátíu og sex menn lokuðust inni. Sagði blaðið, að nú væri vitað, að 25 væru látnir, en björg- unarstarfi væri haldið áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.