Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
Nýir aðilar
takavið
rekstri
Naustsins
NÝIR aðilar munu taka við veit-
ingarekstri i Naustinu frá og með
1. október nœstkomandi. Það eru
hjónin Kristjana Geirsdóttir og
Sveinn Hjörleifsson, sem undan-
farin ár hafa starfað við veitinga-
stjórn í Hollywood og Broadway,
og Sturla Pétursson framreiðslu-
maður og Rósa Þorvaldsdóttir
kaupmaður.
Kristjana sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ætlunin væri að lagfæra
ýmislegt innanstokks, en þó myndi
húsið halda sinum upprunalega svip.
Bryddað yrði upp á ýmsum nýjung-
um í rekstrinum og í Geirsbúð yrði
komið upp nýjum bar með tilheyr-
andi barstemmningu og lifandi
tónlist, þar sem boðið yrði upp á
smárétti. Kristjana sagði ennfremur
að lögð yrði áhersla á að vinna
Naustinu aftur þann sess og þá sér-
stöðu, sem húsið hafði á blómaskeiði
sínu.
Hæstiréttur:
Haraldur o g
Hrafn sóttu um
TVEIR menn hafa sótt um stöðu
hæstaréttardómara, en Halldór
Þorbjörnsson lét af þvi starfi i
gær.
Umsækjendumir tveir eru þeir
Haraldur Henrysson, sakadómari, og
Hrafn Bragason, borgardómari. Lög-
um samkvæmt gefur Hæstiréttur
umsögn um umsælq'endur áður en
forseti íslands skipar í stöðuna, sem
verður að öllum líkindum á næstu
dögum.
Kaupsamningur
við Boeing
heimilar skipti
á flugvélum
í kaupsamningi Flugleiða við Bo-
eing-flugvélaverksmiðjuraar um
kaup á Boeing 737-400-þotum er
ákvæði um heimild til að skipta á
B 737 og Boeing 7J7-fIugvéIum.
Þetta kemur fram I frétt I Flug-
tíðindum, fréttablaði um flugmál.
Þar er haft eftir Sigurði Helgasyni
forstjóra Flugleiða að: „Með því að
setja þetta ákvæði inn í samninginn
vildum við leggja áherslu á sveigjan-
leika. Boeing 7J7-flugvélin á að vera
tilbúin til flugs árið 1992 og á þessu
stigi veit enginn nákvæmlega hvað
hún verður tæknilega fullkomin í
endanlegri mynd. Nú þegar gefur
Boeing t.d. upp að hún verði a.m.k.
20% ódýrari í rekstri en þotur búnar
nýjustu gerðum þotuhreyfla."
Ræður for-
sætisráð-
herraá
Akureyri
Mistök voru gerð við vinnslu á
sunnudagsblaði Morgunblaðsins,
þegar sagt var frá ræðu Þorsteins
Pálssonar, forsætisráðherra, á
Akureyri. Þar var vísað til ræðu
forsætisráðherra i Akureyrar-
kirkju og tilkynningar hans um
að rfkissljórnin hefði ákveðið að
styrkja starfsemi Leikfélags Ak-
ureyrar. í frétt blaðsins sagði
ranglega, að forsætisráðherra
hefði skýrt frá þessari ákvörðun
ríkisstjórnarinnar á þingi Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, sem
haldið var á Akureyri um helgina,
en þar flutti ráðherrann einnig
ræðu.
Biður Morgunblaðið alla sem
hlut eiga að máli velvirðingar á
þessum mistökum.
Morgunblaðið/Þorkell
Valur Araþórsson, Jón Sigurðsson og Kristján Ragnarsson svara
spurningum fréttamanna eftir fund sinn í gær.
Garðar Garðarsson hrl og Skúli Ólafs eftir fund sinn með við-
skiptaráðherra og tilboðshöfum í hlutabréf Útvegsbankans hf.
Útvegsbankinn hf:
Mögiileikar á þríhliða
kaupum á lilutabréfunuin
Viðskiptaráðherra segist
ekki útiloka að starfsfólk og
viðskiptamenn Útvegsbankans
hf., sem nú eru að kanna mögu-
leika á hlutafjársöfnun á
breiðum grundvelli, komi inn í
viðræður við Sambandið og þá
33 aðila sem gert hafa tilboð i
hlutabréf ríkisins í bankanum
og þessir þrír hópar sameinist
um hlutafjárkaupin. Ráðherra
hefur óskað eftir að Sambandið
og aðilamir 33 ræði saman um
sameiginleg kaup á hlutabréf-
unum og munu þeir síðar-
nefndu taka afstöðu til þessa á
fundi í dag.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hélt í gær annan sameigin-
legan fund með Vali Amþórssyni
stjómarformanni Sambandsins og
Kristjáni Ragnarssyni fulltrúa
þeirra 33 fyrirtækja og aðila
tengdum sjávarútvegi sem gert
hafa tilboð í hlutabréf ^ríkisins í
Útvegsbankanum hf. Á þennan
fund komu einnig Skúli Ólafs við-
skiptafræðingur og starfsmaður
Útvegsbankans og Garðar Garð-
arsson hæstaréttarlögmaður sem
fulltrúar starfsmanna og við-
skiptamanna bankans sem nú
kanna hlutafjársöfnun.
Jón Sigurðsson sagði eftir
fundinn að það yrði athugað hvort
starfsmenn og viðskiptamenn
bankans gætu orðið þátttakendur
í lausn þessa viðfangsefnis sem
sala hlutabréfa ríkisins í bankan-
um er. Hann vildi ekki segja að
sú lausn væri í sjónmáli en líkur
væru á að viðræður um hana
væru framundan. Þegar Jón var
spurður hvort til greina kæmi að
hlutabréfunum yrði skipt jafnt
milli þessara þriggja aðila sagði
hann að verkefnið sem fyrir lægi
væri að selja takmarkaða fjárhæð
af hlutafé bankans og ef þrír
kæmu til sögunnar hlytu viðræður
að snúast um hvemig heppilegast
væri að skipta hlutafénu.
Kristján Ragnarsson og Valur
Amþórsson vildu ekkert segja um
viðbrögð þeirra umbjóðenda við
að þessir 3 aðilar sameinuðust um
að kaupa bréfin. Kristján sagði
að þessari spumingu hefði ekki
verið beint til þeirra en þeir hefðu
alltaf fagnað því að eignaraðildin
að bankanum yrði dreifð og því
væri ekkert á móti fleiri sam-
eignaraðilum.
Valur Amþórsson sagði að
samráð hefði verið haft hans meg-
in og hann hefði skýrt þau
sjónarmið sem þar hefðu komið
upp en vildi ekki skýra frá þeim
fýrr en aðilamir 33 væra búnir
að halda sinn fund.
Skúli Ólafs, talsmaður starfs-
fólks og viðskiptamanna Útvegs-
bankans, sagði við Morgunblaðið
að verið væri að kanna hug fólks
og athuga hvort það treysti sér
að leggja fram hlutafé. Stefnt
væri að stofnun víðtæks almenn-
ingshlutafélags sem gæti keypt
öll hlutabréfin.
Skúli sagði þó ekki fullljóst
hvort aðeins væri tekið við tilboði
í hlutabréf ríkisins í heilu lagi eða
hvort bréfín væra á markaði eins
og áður og hver sem er gæti keypt
hlutabréf. Ráðherra hefði upplýst
að allir gætu farið í viðskiptaráðu-
neytið og skrifað sig fýrir hluta-
bréfum. Hinsvegar væri ekki ljóst
hvað yrði um þær uppáskriftir ef
öðra hvora tilboðinu, sem þegar
hefur borist í öll bréfin, yrði tekið
og því væri knýjandi að fá
ákveðna afstöðu í málinu.
Skúli sagði að erfitt yrði fyrir
svona hóp að gera eitt tilboð með
litlum fyrirvara og óljóst hvemig
standa þyrfti að slíku með trygg-
ingar og annað þess háttar. Skúli
sagði hinsvegar að markmiði
hópsins væri náð ef þeir tveir
aðilar sem gert hafa tilboð í bréf-
in og starfsfólk og viðskiptamenn
gætu sameinast á einhvem hátt
um kaupin á bréfunum.
Kaupmáttiir launa í iðn-
greinum aldrei meiri en nú
— samkvæmt athugnnum Félags íslenskra iðnrekenda
ATHUGANIR Félags íslenskra
iðnrekenda benda til að kaup-
máttur launa i iðngreinum hafi
aldrei verið meiri en nú, og
jafnvel að kaupmáttur launa
almennt sé sá mesti sem mælst
hefur.
FÍI og Vinnuveitendasamband-
ið hafa unnið að athugunum á
kaupmætti launa út frá niðurstöð-
um Kjararannsóknanefndar úr
kjararannsóknum á 1. ársfjórð-
ungi þessa árs og sagt var frá í
Morgunblaðinu fyrir helgi. í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Ólafur
Davíðsson, framkvæmdastjóri
FÍI, að sú mikla kaupmáttar-
hækkun, sem varð frá 4. ársfjórð-
ungi 1986 til 1. ársfjórðungs
1987, eða um 6%, og launaþróun
í sumar, svo sem fastlaunasamn-
ingar í ýmsum greinum og
launaskrið, bendi til að kaup-
mátturinn hafi enn aukist tölu-
vert.
Ólafur sagði að endanlegar nið-
urstöður væru ekki komnar úr
þessum athugunum en svo virtist
sem ekki vantaði mikið upp á að
kaupmáttur almennt hafí náð því
sem hann hefur farið hæst áður
þótt hann hafi ekki aukist í eins
stórum stökkum undanfarið og í
kringum síðustu áramót auk þess
sem verðbólgan hefði verið á tals-
verðu skriði á sama tíma. Hægt
væri að sýna tölur um að kaup-
Alþýðubandalagið:
SVAVAR Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér
til endurbjörs á landsfundi
flokksins í haust. Segir Svavar
að endurnýjunarreglur flokksins
geri ráð fyrir að formenn væru
ekki lengur við völd en sex ár
og hefði hann þegar verið form-
máttur iðnaðarmanna hefði aldrei
verið meiri eftir fastlaunasamn-
inga og Iaunaskrið sumarsins, en
tölur um verkafólk væru óljósari
og þar yrði að bíða niðurstaðna
frekari kannana.
Ólafur sagði að tölur um fólk
aður í 7 ár.
Svavar hefur einnig sagt í flöl-
miðlum að hann telji að þeir sem
era hvað mest markaðir af innan-
flokksátökum í Alþýðubandalaginu
eigi að láta af störfiim og að þessi
ákvörðun hans ætti að auðvelda
endurskipulagningu innan forys-
tunnar.
í öðrum starfsgreinum eins og
þjónustu og verslunargreinum
bentu til þess sama. Þannig sýndu
tölur Kjararannsóknanefndar að
kaupmáttur kvenna í afgreiðslu-
störfum á 1. ársfjórðungi þessa
árs hefði aldrei verið meiri.
Svavar Gestsson
hættir sem for-
maður í haust