Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 33

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 33 Morgunoiaoio/ raii uagojartsson Sigríður Sigurðardóttir nýráðinn safnvörður í Skagafirði. skal fyrir og hvemig. Ég vil t.d. benda á að hvergi svo ég viti hefur verið lögð áhersla á að taka til varð- veislu gömul útihús úr torfí og gijóti, fjárhús, flós og hlöðu, en ég veit um slík hús hér í nágrenninu í ótrúlega góðu ástandi, á Tyrfings- stöðum á Kjálka. Mér finnst athugandi að varðveita þessi úti- hús. Ef athugaðir em þeir gömlu bæir sem víðast hýsa byggðasöfn, þá er um að ræða höfðingjasetur, stórbýli þar sem búið hafa héraðs- höfðingjar. Spumingin er hvort slík húsakynni gefa ekki ranga hug- mynd um lifnaðarhætti og húsakost hjá almúga manna hér á landi fyrr á tímum. Ég er spennt fyrir því að ná í gamlan kotbæ af minn gerð- inni og púsla honum inn í þessa mynd.“ Þá sagði Sigríður tíma til kominn að taka til handargagns gömlu hestavélamar sem notaðar vom í sveitinni og ollu byltingu í atvinnu- háttum þar. Þessar gömlu vélar era víðast týndar eða þá að þær em að hverfa ofan í jörðina sem hvert annað drasl. „Ég hef öragglega næg verkefni fyrst um sinn,“ sagði Sigríður. „Og ég hlakka til að ta- kast á við þetta verkefni". Þess má geta í lokin að mikill straumur innlendra og erlendra ferðamanna koma í Skagafjörð sumar hvert til þess að skoða þessi gömlu hús og muni og era Glaum- bær og Víðimýrarkirkja fjölsóttastir þessara staða. í júlímánuði s.l. komu t.d. í Glaumbæ nærri sjö þúsund manns. - P.D. Af sölumálum íslenska HM-liðsins: Tveir hestanna enn óseldir Farið með þá á skeiðmeistara- mótið í Þýska- landi í október Ekki hefur enn tekist að selja alla hesta íslensku keppnissveit- arinnar sem keppti á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í Austurríki. Þeir Spói frá Geirshlið sem Reynir Aðalsteinsson keppti á og sigraði í gæðingaskeiði, 250 skeiði og samanlögðum fimm- gangsgreinum og Þrymur frá Brimnesi sem Erling Sigurðsson keppti á eru enn óseldir. Erling og Þrymur urðu sem kunnugt er ! öðru sæti í gæðingaskeiði og þriðja sæti í 250 metra skeiði. Þá var stóðhesturinn Djákni frá Hvolsvelli ekki seldur. Spói er nú í Þýskalandi hjá manni að nafni Rittmann en Þrymur er hjá Jóhannesi Hoyos í Austurríki. Að sögn þeirra Erlings og Reynis munu þeir báðir stefna með hestana á skeiðmeistaramótið sem haldið verður í nágrenni Bonn um miðjan október verði hestamir ekki seldir fyrir þann tíma. Er því ljóst að minnsta kosti þrír keppendur munu mæta á mótið frá íslandi farí svo að hestamir seljist ekki, því Sigur- bjöm Bárðarson hyggst mæta á mótið með Kalsa frá Laugarvatni. Um verðið á þeim hestum sem era seldir hafa gengið miklar trölla- sögur og hafa heyrst tölur upp í eina milljón króna. Lætur nær að verðið sé á milli fjögur og fimm- hundrað þúsund króna en sá ódýrasti mun hafa selst á milli tvö Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Þrátt fyrir gott gengi á Heimsmeistaramótinu hefur ekki tekist að selja Spóa keppnishest Reynis Aðalsteinssonar. og þijúhundrað þúsund. Ekki hefur fengist staðfesting á söluverði Bijáns en vafalaust hefur hann selst hæstu verði. Óstaðfestar fregnir herma að söluverðið hafi verið á bilinu sex til sjöhundrað þúsund. Kolbeinn frá Sauðárkróki var seldur til Hamborgar, Brandur frá Runnum var seldur til Sviss og Waiter Schmitz, Þýskalandi keypti Biján frá Hólum, Isak frá Runnum og Valdísi frá Vallanesi. Blika frá Kirkjubæ var seld til Noregs en stóðhesturinn Djákni frá Hvolsvelli var sendur óseldur til Noregs þar sem hann verður hjá föður eigan- dans sem er ungur piltur á Hvol- svelli. EIRIABYRGÐ! 10.000 króna tékkaábyrgð, gegn framvísun bankakorts. mm rá 1. september 1987 hækkar tékka- ábyrgðin úr 3.000 krónum í 10.000 krónur á hvern tékka, - gegn framvísun banka- korts. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1115 0000 0003 3081 KAKKI rÆP'MC ARrtúvxít 7I7S 9955-2006 121053-519 JÓNÍNA JÓHANNSOÓTTIR utDiaOr 01/89 1. Rithandarsýnishorn. 2. Númer bankakortsins. Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! < to - Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, V erzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.