Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
Fínnska ríkið 1egg-
ur fé inn á banka
Flugvélasmiðir mótmæla
Þúsundir ísraela, sem starfa við flugvélaiðnað, stöðvuðu umferð á aðalveginum miUi Jerúsalem
og Tel Aviv í gœr. Aðgerðir flugvélasmiðanna voru liður í mótmælum gegn ákvörðun ísraelsstjórn-
ar um að hætta við smíði Lavi-orrustuþotunnar. Ákvörðun stjómarinnar hefur valdið mikilli ólgu
i landinu, ráðherrann Moshe Ahrens hefur sagt af sér og margir líta svo á að herveidisímynd ísra-
els hafi beðið hnekki. Á myndinni sjást flugvélasmiðir ráðast á bifreið, en á innfelldu myndinni má
sjá hina umdeildu Lavi-þotu í flugskýli.
ur og láti framkvæma fóstureyðing-
ar.
Þessi könnun er gerð nú nokkru
fyrir heimsókn Jóhannesar Páls páfa
II til Bandaríkjanna og Kanada í
september.
Bandarískir kaþólikkar drógu
ekki f efa, að páfi hefði nokkuð til
síns máls í viðvörunum og umvönd-
unum, lytu að Jarðneskum" málum.
Þannig sögðust 75% kaþólikka og
56% mótm ælenda, sem voru spurð-
ir að yfirlýsingar páfa um efnis-
hyggju, eigingimi og græðgi til
gaeða ættu fullan rétt á sér.
Fram kom, að 53% bandarískra
kaþólikka telja páfann óskeikulan,
þegar hann fjallar um kenningar
Líbýumanna, um að þeir hefðu fellt
460 manns, væru þó sennilega ýkt-
ar. Fréttamönnum voru sýnd
hertekin hergögn, eldflaugar og
loftvamabyssur. Haski sagði að
Líbýumenn virtust hafa góða stjóm
á öllu og ekki óttast að her Chad
reyndi að ná bænum aftur.
í gær skýrði útvarpið í Trípólí,
höfuðborg Líbýu, frá því að frá og
með gærkvöldinu yrði loftárásum á
Chad hætt til að halda upp á af-
mæli byltingar Gaddafis IJbýuleið-
toga, en hann náði völdum í
ágústlok 1969.
Ósigur Chadbúa nú bindur enda
á þriggja vikna herferð þeirra til
að frelsa norðurhluta landsins úr
höndum Líbýumanna. Aouzou-
ræman svokallaða, sem er álíka að
flatarmáli og ísland, liggur með-
fram hinum alþjóðlega viðurkenndu
landamæmm ríkjanna og hefur ver-
ið hemumin af Líbýu síðan 1973.
Líbýumenn gera kröfu til svæðisins
samkvæmt samningi frá 1935, sem
var undirritaður af fyrrum nýlendu-
hermm landanna, Ítalíu og Frakk-
landi, en aldrei staðfestur.
Frakkar, sem hafa 1200 manna
lið í suðurhluta Chad, fyirum ný-
lendu sinnar, munu ekki skipta sér
af stríði ríkjanna að sögn Andrés
Bandarískir kaþólikkar:
Meirihluti leiðir hjá
sér siðfræðileg páfaboð
New York, Reuter
MIKILL meirihluti bandarískra
kaþólikka er þeirrar skoðunar,
að þeir geti leitt hjá sér boð páf-
ans um siðfræðileg efni og veríð
engu að sfður góðir og gegnir
kaþólikkar. Einkum og sér í lagi
á þetta við um rétt til fóstureyð-
inga og til að nota getnaðarvara-
ir. Það er vikuritið Time sem
birtir niðurstöður skoðanakönn-
unar um viðhorf kaþólikka um
helgina.
Þar kemur fram að 93% banda-
rískra kaþólikka segja það eðlilegt,
að menn séu ekki alltaf sammála
páfa. 78 prósent segja að þeir telji,
að menn eigi sjálfir að taka ákvörð-
un um, hvort þeir noti getnaðarverj-
Krists, en 37% telja hann óskeikulan
þegar hann snýr sér að siðfræðileg-
um málefnum.
í Bandaríkjunum er fjórði stærsti
söfnuður rómversk kaþólskra í heim-
inum, á eftir Brasilíu, Mexico og
Ítalíu.
Loks má geta þess að samkvæmt
skoðanakönnuninni hafa kaþólikkar
í Bandaríkjunum ekki sömu skoðan-
ir og hin opinbera stefna kaþólsku
kirkjunnar er. Meirihluti kvaðst til
að mynda fylgjandi kvenprestum,
að leyft yrði að kaþólskir klerkar
fengju að giftast og meirihluti studdi
einnig, að skilnaðir og ný hjónabönd
yrðu leyfð innan kaþólsku kirlqunn-
Eftirlýstur
Síki gripinn
Nýju Delhi, Reuter
INDVERSKA lögreglan handtók
um helgina Rajinder Singh, al-
þekktur undir nafninu Jinda, en
hann hefur veríð eftirlýstur
síðustu sextán mánuði. Hann er
talinn standa á bak við ótal pólitísk
morð og hryðjuverk og umfangs-
mikil leit að honum hefur staðið
yfir mánuðum saman.
Jinda hefur verið foringi þeirra
Sfka í Punjabríki, sem hafa barizt
fyrir, að það fái sjálfstæði frá Indl-
andi. Hann var handtekinn í janúar
1986, en slapp úr haldi. Álitið er,
að Jinda hafi einnig skipulagt mót-
mælaaðgerðir Sfkha f Delhi og víðar
um Indland. Lögreglustjórinn f Delhi
skýrði fagnandi frá handtöku Jinda
um helgina. Hann sagði, að hann
hefði náðzt eftir mikinn eltingaleik
og hefði lögregla sært hann skotsá-
rum. Félagi hans sem náðizt lfka
Satnam Singh Bawa, var eftirlýstur
fyrir glæpi í Punjab. Hann var sömu-
leiðis handtekinn.
Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunbladsins í Helsinki.
FINNSKA ríkisstjómin ætlar á
næsta árí að leggja inn u.þ.b.
einn milljarð marka (samsv. 10
milljörðum ísl. króna) á banka-
reikning f Finnlandsbanka,
seðlabankanum finnska. Féð er
ekki nein venjuleg fjárfesting
heldur á að geyma það þangað
til nýtt skattakerfi tekur gildi,
en það mun væntanlega gerast
eftir tvö ár.
Ráðherrar í finnsku ríkisstjóm-
inni komust seint í háttinn á
fimmtudaginn en þeir voru að klára
^árlagaframvarp ríkisstjómarinnar
fyrir árið 1988. í stómm dráttum
gekk stjómarflokkunum vel að ná
endum saman en auk skattamálsins
var deilt um framlag ríkisins til
landbúnaðarins og um hvemig á
að fjármagna aðgerðir sem stuðla
að aukinni atvinnu. Meginlínur
frumvarpsins vora skýrðar á föstu-
daginn en fjárlagafmmvarpið
verður birt í heilu lagi eftir hálfan
mánuð.
Helst er búist við deilum á þjóð-
þinginu um þau mál sem varða
atvinnulöggjöfina svokölluðu. Fyrri
ríkisstjóm setti lög um skyldu þjóð-
félagsins að sjá atvinnulausum fyrir
vinnu en íjármögnun þessara að-
gerða virðist vera erfið. Ríkisstjóm-
in vill nú fara hægt af stað en til
þess þarf lagabreytingu sem stjóm-
arandstaðan gæti komið í veg fyrir.
Peningamir, sem ríkið ætlar að
leggja inn á bankareikning, sam-
svara þeirri upphæð sem ríkissjóður
væntanlega fær „í aukatekjur" á
næsta ári ef skattaálagning verður
ekki leiðrétt sem samsvarar verð-
bólgu. Raunvirði heildarskatta
landsmanna verður þess vegna
meira en búist var við, en þetta fé
á að nota til að greiða niður skatta
árið 1989, þegar endumýjun
skattakerfisins hefur tekið gildi.
Jafnaðarmönnum og hægri-
mönnum hefur rejmst erfitt að ná
Tvöföld tví-
buragifting
Moskva, Reuter
SKRÁSETJARANUM í Gifting-
arhöllinni í Leningrad hnykkti
við, þegar hjón sem hann hafði
rétt lokið við að gifta, komu aft-
ur inn og báðu um að vera gefin
saman. I ljós kom þó fljótlega,
skrásetjaranum til léttis, að eðli-
legar skýringar voru á málinu;
Nazarov tvíburabræðumir sem
eru við nám í Landvarnarskólan-
um, voru að giftast tvíburasystr-
unum Galinu og Marinu
Sheinykh, fóstruskólakennurum.
saman um hvort skerða eigi kaup-
mátt skattgreiðenda á næsta ári
en Erkki Liikanen, fjármálaráð-
herra, (jafn.) tókst loksins að
sannfæra hægrimenn um nauðsyn
þessarar aðgerðar. Flokksstjóm
hægri manna hefur oft ítrekað að
ekki megi láta skattana hækka eft-
ir því sem verðbólgan eykst. Búist
er við að verðbólgan í Finnlandi
verði 3—5% á þeim tíma sem um
er að ræða.
Hægri menn hafa lagt mikla
áherslu á að framkvæma heildar-
endurskoðun skattakerfisins m.a.
til þess að auka vinnugleði þjóðar-
innar, en jafnaðarmenn hafa efast
um að sú endurskoðun gagni öðram
en þeim tekjuháu. „Sparisjóðsbók"
ríkissjóðs hjá Seðlabankanum kem-
ur þess vegna bæði hægrimönnum
og jafnaðarmönnum að gagni. Sjóð-
inn á eingöngu að nota í það að
minnka þær hugsanlegu neikvæðu
afleiðingar sem nýtt skattakerfi
getur haft í for með sér. Jafnaðar-
menn þurfa ekki að óttast ásakanir
um að hugsa bara um þá tekjuháu
í þjóðfélaginu en hins vegar leggja
þeir sjóðinn að veði fyrir að hægri
menn fái sína breytingu á skatta-
kerfinu.
Líbýski herinn hrekur stjórn-
arhermenn Chad frá Aouzou
París, Bordeaux, Beirút, Reuter.
LÍBÝSKAR hersveitír ráða nú
Iögum og lofum i eyðimerkur-
bænum Aouzou í norðurhluta
Chad og hafa hrakið stjóraar-
hermenn Chad á brott. Breskur
blaðamaður, sem staddur er í
Aouzou, skýrði frá þessu í fyrra-
dag og franskur starfsbróðir
hans staðfesti fregniraar í gær.
Chadíska útvarpið hélt því enn
fram í gær að hermenn stjómarinn-
ar héldu stöðvum sínum umhverfís
bæinn og þar væri enn barist af
hörku. Blaðamanni franska blaðsins
Liberation sagðist hins vegar svo
frá að líbýskir hermenn hefðu sýnt
fréttamönnum bæinn, lík hermanna
Chad lægju út um allt og hersveit-
imar, sem náðu bænum af Líbýu-
mönnum fyrir þremur vikum, væra
augljóslega flúnar.
„Meðfram tólf kílómetra vegar-
spotta á leiðinni til Aouzou era
ummerki orrastunnar nánast
óbærileg," sagði Pierre Haski í frétt
sinni. „Stirðnuð lík hermanna Chad
liggja sviðin við hjól farartækja
þeirra, aðrir sundurtættir af
sprengjum og með iðrin úti, frá
þeim leggur nádauninn í hitanum."
Haski sagði að yfírlýsingar
Girauds, vamarmálaráðherra
Frakklands.