Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.09.1987, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 38 Suður-Kórea: 32 lágu í valnum Seoul, Reuter. LÍK þrjátíu og tveggja tnanna, þar á meðal sjö ungra stúlkna, úr sér- trúarflokki fundust í verksmiðju í Suður-Kóreu á laugardag. Lögregla telur ljóst að um fjöldasjálfsmorð hafi verið að ræða. Leit stendur enn yfir af 60 öðrum verkamönnum sem saknað er úr verksmiðj- unni, sem er í bænum Yongin 80 km suður af Seoul. Líkin fundust á skemmulofti yfir kaffístofu verksmiðjunnar. Flest fórnarlömbin voru bundin á höndum og fótum og pappír hafði verið troð- ið upp í nasir og munnvik þeirra. Fataleifar á hálsi bentu til að fólkið hefði verið kæft. Einnig fannst eitur í mörgum líkanna við krufningu og sex tómar lyflakrúsir fundust í ná- grenninu. Líklegast er talið að um fjöldasjálfsmorð hafí verið að ræða en lögregla útilokar ekki þann mögu- leika að einn verkamannanna sem fannst hengdur í lofti verksmiðjunn- ar hafí kyrkt hina áður en hann framdi sjálfsmorð. Á meðal hinna látnu var eigandi verksmiðjunnar, hin 48 ára gamla Park Soon-ja, og þijú böm hennar. Greint hefur verið frá því að verka- mennimir kölluðu hana „mömmu" og verksmiðjuna, þar sem leikföng vom framleidd, kölluðu þeir „himna- ríki“. Park, sem talin er hafa skuldað um það bil 8 milljónir Bandaríkjad- ala, virðist hafa haft undarleg tök á starfsfólki sínu. Hún fékk það til að láta eigur sínar af hendi og flytjast í nokkurs konar vinnubúðir. Þar fóm fram trúarlegar athafnir á hveiju Á myndinni má sjá hina hörmulegu aðkomu í verksmiðjunni. kvöldi. Bömum verkamannanna var haldið sér, í vel búnum einkaskóla og þeim bannað að gefa sig að öðm fólki. Park hvarf fyrir viku, eftir að nokkrir starfsmanna hennar vom handteknir fyrir að leggja hendur á innheimtumenn. Filippseyjar: Kommúnistar hyggjast notfæra sér ástandið Manilu, Waahington, Reuter. SKÆRULIÐAR kommúnista á Filippseyjum hótuðu í gær að not- færa sér umrótið í kjölfar byltingartilraunarinnar á föstudaginn til að gera nýjar árásir á hinn sundraða herafla landsins. Einnig var orðrómur á kreiki um að uppreisnarmenn innan hersins hefðu kom- ið á fót eigin ríkisstjóm. í yfírlýsingu frá kommúnistum sagði meðal annars að klofningur- inn innan hersins skapaði „stórkost- legt tækifæri fyrir uppreisn okkar." Flokkur vopnaðra manna, sem talið var að væm kommúnistar, sprengdu í loft upp stóra eldsneytis- birgðastöð fyrir utan Manilu á sunnudagsnóttina, aðeins nokkmm stundum eftir að hermenn hliðhollir stjóminni unnu sigur á uppreisnar- mönnum. Bandaríkjastjóm hvatti filipps- eysku stjómina til þess að grípa til aðgerða gegn kommúnistum og sameina herinn til þess verkefnis. Fidel Ramos, yfírmaður hersins, viðurkenndi að það myndi taka tíma að skapa einingu innan hersins á ný, en að því væri nú unnið af full- um krafti. Ramos sagði að að allir foringj- ar, sem ekki væm á sínum stað á hádegi, yrðu handteknir, en her- menn, sem hefðu aðeins hlýtt skipunum án þess að vita hvort þær væm löglegar eða ekki, yrðu teknir til viðtals og ferðafrelsi þeirra skert. Yfír 800 uppreisnarmenn hafa verið handteknir. Fréttamenn Reuters-fréttastof- unnar í Baguio, norður af Manilu, sögðu í gær að spenna ykist í borg- inni þar sem frést hefði að leiðtogi uppreisnarmanna, Gregorio „Gringo" Honasan, hefði sett á fót bráðabirgðastjóm. Honasan flúði í þyrlu er ljóst var að hann gæti ekki haldið Aguinaldo-herbúðunum í Manilu. Ekki er vitað hvar hann heldur sig nú, en sumir heimildar- manna Reuters töldu jafnvel að hann færi huldu höfði í Manilu. í óundirrituðu skjali, sem frétta- menn hafa fengið í hendur, er krafíst nýrra forsetakosninga og sagt að landið hafí verið sett undir bráðabirgðastjóm „þar til stjóm- málaástand kemst í eðlilegt horf.“ Þar er stjóm Aquinos sökuð um MARGRÉT Höke, sem njósnaði fyrir Sovétmenn í átta ár þegar Reuter Aquino sæmir særðan hermann sinn heiðursmerki á sjúkrahúsi í Manilu í gær. hún var ritari forsetaembættis- ins í Vestur-Þýskalandi, var fundin sek um landráð í gær og dæmd tíl að sitja átta ár f fangelsi. Höke er 51 árs gömul og var handtekin fyrir tveimur árum. Var hún einn af mörgum ógiftum ritur- um, sem útsendarar sovésku leyniþjónustunnar KGB tældu í svokallaðar „hunangsgildrur" sínar. „Hún var hættulegur njósn- ari og afar mikilvæg fyrir KGB,“ sagði Klaus Wagner, dómari í Dusseldorf, þegar hann kvað upp úrskurð sinn. Wagner sagði verst að Höke hefði látið KGB hafa trúnaðarskjöl vestur-þýska utanríkisráðuneytis- ins, þar sem fjallað væri um umræður innan Atlantshafsbanda- lagsins árin 1982 og 1983 um staðsetningu kjamorkuflauga í Evrópu. Þessi skjöl hefðu síst af öllu mátt koma fyrir augu ráða- manna í Moskvu, sem hefðu viljað leggja allt í sölumar til að grafa undan samstöðu Atlantshafs- bandalagsríkja um að koma fyrir kjamorkuflaugum til mótvægis við flaugar Sovétmanna. Sækjandi krafðist þess að Höke yrði dæmd í ellefu ára fangelsi, en dómarinn tók tillit til þess að landráð og að hafa sýnt linkind í viðskiptum við skæruliða múslima og kommúnista. Juan Ponce Enrile, einn helsti leiðtogi stjómarandstöðunnar á Filippseyjum, sagði í gær að upp- reisnin hefði orðið vegna þess að stjómin hefði skellt skollaeyrum við kröfum illa búinn og láglaunaðra hermanna. Hann sagðist ekki hafa átt aðild að uppreisninni, en vildi þó ekki fordæma hana. Aquino forseti hélt sjónvarpsá- varp í gær og sagði að allar frekari tilraunir til uppreisnar gegn henni og stjóm hennar yrðu brotnar á bak aftur. „Markmið þeirra var greini- lega að drepa forsetann og fjöl- skyldu hennar," sagði Aquino. „Á föstudaginn kenndum við þeim sína beiskustu lexíu. Við getum farið yfír hana með þeim aftur ef þeir vilja." hún hefði játað sekt sína og hún hefði verið dregin á tálar og dæmdi hana til átta ára fangelsisvistar. Sagði Wagner að Höke hefði verið ritari forsetaembættisins í tíu ár þegar Franz Becker fékk hana til að ganga til liðs við KGB árið 1968. Sagði hann að fjöldi skjala hefði farið um hendur hennar frá þeim tíma. Forseti sambandslýðveldis- ins er nánast valdalaus, en afrit af öllum helstu skjölum og stjóm- argögnum berast inn á skrifborð hans engu að síður. Lét Höke Sovétmenn hafa upp- lýsingar um vetraræfingar NATO, Vestur-þýsku leyniþjónustuna BND og upplýsingar um hagi og einkalíf starfsmanna stjómarinn- ar. Þau skjöl, sem Höke lét af hendi, þóttu mörg hafa verið svo mikilvæg að hluti réttarhaldanna yfír henni fór fram fyrir luktum dymrn. Árið sem Höke var handtekin rak hvert njósnahneykslið annað og tók steininn úr þegar Hans Joachim Tiedge, sem verið hafði einn helsti njósnaveiðari Vestur- Þjóðveija, reyndist hafa verið tvöfaldur f roðinu og flúði austur yfír. Kvikmyndaleikarinn Lee Marvin látinn Tuc«on, Arizona, Reuter. Bandariski leikarinn Lee Marvin lést úr | hjartaslagi á föstudaginn í borginni Tuc- son f Arizona, 63 ára að aldri. Árið 1965 fékk Marvin Óskars- verðlaunin fyrir Keuter leik sinn í Marvin. myndinni „Cat Ballou" en þar lék hann drykkfelldan byssub- ófa og kúreka. Þar þótti hann fara á kostum en við afhendingu verðlaunanna sagði Marvin að hesturinn f myndinni hefði átt skilið að fá verðlaunin fyrir af- rek sín. Marvin fæddist í New York 1924 og var af auðugu fólki. Hann var margsinnis rekinn úr skóla en gerðist loks landgönguliði í flotan- um. Að svo búnu hélt hann heim til New York og hóf nám í leiklist. Marvin lék fíölmörg hlutverk á sviði áður en hann sló í gegn í leikritinu „Billy Budd.“ Frá 1961 lék hann í mörgum sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum og fyrir utan „Cat Ballou" má nefna „Point Blank", „The Big Red One“, „The Professionals", „The Dirty Dozen", „Paint Your Wagon" og „Ship of Fools". Er Marvin var spurður hvers vegna hann léki alltaf harðsoðna ofbeldismenn svaraði hann því til að ofbeldi hefði alltaf verið til í heiminum. „Það er ofbeldi í hveijum blóð- dropa í mér þvf að ég er, eins og allir aðrir menn, kominn af hellis- búunum. Annars væri ég ekki til“, bætti hann við. V estur-Þýskaland: Forsetaritari dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir njósnir Bonn. Reuter. Noregur: Nýr yfir- maður hersins Osló, Reuter. NÝR yfírmaður herafla Norð- manna var skipaður í gær til að taka við af Fredrik Bull- Hansen, sem nú lætur af störf- um eftir litríkan feril. Nýi yfirmaðurinn heitir Vig- leik Eide og er fímmtíu og þriggja ára að aldri. Hann er fyrrum yfirmaður hersveita Norðmanna í norðurhluta lands- ins. Bull-Hansen var umdeildur maður, meðal annars gagnrýndi vamarmálaráðherrann Johan Jörgen Holst hann fyrir að láta í ljós persónulegar skoðanir á vamarmálum, sem ekki vom samhljóða stefnu stjómar Verkamannaflokksins. Bull- Hansen hafði til dæmis ráðist á þá ákvörðun stjómarinnar að hafna aðild að geimvamaáætlun Bandaríkjamanna og taldi að útgjöld Norðmanna til vamar- mála væm alltof lítil til þess að landið gæti staðið við skuld- bindingar sínar í NATO. Sovétríkin: Kona verður sendiherra Moskvu, Reuter. SOVÉTMENN útnefndu í gær konu sem sendiherra Sovétríkj- anna í Sviss. Nýi sendiherrann (sendifrúin?) heitir Zoya Novoz- hilova og mun vera eina konan, sem gegnir þessum starfa fyrir land sitt. Novozhilova er fædd árið 1943 og var hátt sett í ungliða- hreyfingu Kommúnistaflokksins frá 1972 til 1981, en þá var hún aðstoðarmenntamálaráðherra í Rússneska sovétlýðveldinu. Stríðsástandi aflétt Vín, Reuter. ALBANIR fögnuðu á laugardag ákvörðun Grikkja um að aflétta stríðsástandi, sem hefur ríkt milli þjóðanna í orði frá árinu 1945, þrátt fyrir að þær hafí tekið upp stjómmálasamband árið 1971. „Albanska stjómin fagnar þessari aðgerð Andreasar Pap- andreou, sem fór með vandamál þetta af pólitísku raunsæi," seg- ir í yfírlýsingu albanska utanrík- isráðuneytisins.. Aðstoðamt- anríkisráðherra Albaníu mun halda í opinbera heimsókn til Aþenu í þessari viku, að sögn austurrísku fréttastofunnar APA, og erlendir sendimenn í Aþenu segja að samskipti ríkjanna fari nú batnandi. Mannskæður fellibylur í Kóreu Seoul, Reuter. FELLIBYLURINN Dinah, sem gekk yfír S-Kóreu í gær, kost- aði að minnsta kosti tuttugu og þijá llfíð og fimmtíu og tveggja sjómanna er saknað, en illviðrið sökkti skipi þeirra úti fyrir aust- urströnd Kóreuskaga. Kóreskir embættismenn sögðu að 150 manns hefðu misst heimili sín I óveðrinu og vatn hefði flætt yfír 86.000 hektara akurlendis. Eignatjón var metið á um 15 milljarða won, sem samsvarar um 760 milljónum króna. Röð fellibylja hefur hijáð Kóreumenn í sumar og f júlí lét- ust 600 manns af þeirra völdum. Að sögn lögreglu í Japan lét- ust tvö gamalmenni á eynni Kyushu er fellibylurinn gekk þar yfír og 49 slösuðust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.